Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 22
22
coot nqcíí; .íi nijnAuiiMAi
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995
Frá Skólaskrifstofu
Reykjavíkur
Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytj-
ast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrifstofu
Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sími 28544, miðvikudaginn
5. og fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 10-15 báða dagana.
Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur
eða úr borginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta
um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar.
Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar
og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo
er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma.
Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum
7. bekk þarf ekki að innrita.
Framkvæmdastj or i
Bændasamtaka íslands
Bændasamtök íslands óska eftir að ráða
framkvæmdastjóra til að stýra daglegum
rekstri í höfuðstöðvum samtakanna.
Umsækjandi þarf að hafa kandídatspróf
í búfræði eða sambærilega menntun,
auk reynslu af stjórnunarstörfum.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.
Umsóknum ber að skila til for manns
Bændasamtaka íslands, Ara T eitssonar,
sem veitir nánari upplýsingar
í síma 91-630300 eða 96-43159.
ÍSLENSKUR
LANDBÚNAÐUR
Sunilu pöiitunarBcðilinn i pósti cða hrinRclu og fötntaöu l’rccmims vílraJifitunn.
Við acnðum hunín til |iín í jiÓBtkröfu natnclccgurs.v
nafn ...................................—............. ’
heimillsfang............................4yUv;|.„ ,J„ ,
póstnr.-------
kennitala------
staður
Listinn kostar 490 kr. sem dregst frá fyrstu pöntun.
Sendist til: KRKKMANS, BÆJAHHRAUNI 14,
222 HAFNARIUÖRnUR,
SÍMl 565 3900
Meiming
Dularf ull tilraunastofa
- Pétur Öm Friðriksson í Gerðubergi
Sýningaraðstaðan í Effinu svokallaða í Gerðubergi
hefur ekki þótt upp á marga fiska enda er þar einung-
is um að ræða gang með smáútskoti sem var upphaf-
lega ekki hugsað fyrir myndlistarsýningar. Nú hefur
hins vegar verið sett þar upp sýning þar sem möguleik-
ar rýmisins eru nýttir á mjög skemmtilegan hátt. Pét-
ur Örn Friðriksson hefur fellt inn í rýmið innsetningu
sem hefur yfirbragð tilraunastofu sem hægt er að
gægjast inn á í gegnum glerglugga. Auk þessa eru á
sýningunni tvö verk, byggð á ljósum í samspili við efni.
Hrærigrautur úr mannkynssögunni
Tilraunastofán er viöamesta verkið og mest í það
lagt af hálfu listamannsins. í sýningarskrá fer hann
nokkrum orðum um grundvöll þessarar uppsetningar;
þær tilviljanir sem ráða því hvaða uppgötvanir lifa
af hræringar sögunnar. Uppsetning tilraunastofunnar
er að sögn listamannsins „fengin að hluta til að láni
úr mannkynssögunni, hrærigrautur úr Newton og
tæplegum og rúmlegum samtímamönnum hans innan
sögu vísinda". Pétri Erni er greinilega umhugað um
aö koma til skila yfirbragði vísindanna sem óskiijan-
legum en hefilandi strúktúr sem almenningur um-
gengst sem sjálfsagðan hlut þrátt fyrir aö vísindalega
undirstöðuþekkingu skorti í flestum tilfellum.
Óskiljanleiki en engar eilífðarvélar
Tilraunastofan hefur sannarlega yfirbragð óskiljan-
leika. Því til staðfestingar er ekki hægt að lesa af skjám
tölvanna í gegnum gluggann og torkennilegur jakki
hangir á stólbaki við tölvuborðið. Með vissu millibili
blikkar Ijóskastari gagnstætt tölvuborðinu og bregður
birtu á umhverfið sem er hlaðið tækjum og leiðslum.
Pétri Erni tekst hér ágætlega að skapa innsetningu sem
virkjar gestinn og fær hann til að hugleiða samfélag
sitt og stöðu sína innan þess. Þó hefði gjarnan mátt
styðja betur við þann tilgang verksins að skapa vísind-
unum dulúðugan ljóma. Þar koma hljóðeffektar og
ýmis skrapatól af eilífðarvélaætt sterklega til álita en
Pétur Örn sýndi einmitt nokkur slík á opnunarsýning-
unni Við hamarinn í Hafnarfirði fyrir skömmu.
Litróf og sveigjanleiki
Ljósverkin tvö eru unnin út frá vísindalegum athug-
unum á ljósbylgjum. Hér raðar Pétur Örn niður rauð-
um, gulum, fjólubláum og óransgulum litum og lætur
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
þá mynda litróf á teygju sem er ugglaust hugsuð sem
tákn fyrir sveigjanleika alheimsins. í hinu verkinu
myndast litrófið í yfirborði mjólkurlitrar plexiplötu
fyrir tilstilli ljóspípa innan við plötuna. Hér er um
sýnidæmi að ræða um þaö hvernig efni dreifir ljósi. í
sýningarskránni eru til nánari skoðunar vísindalegir
punktar um ljós, t.d. hvað þurfi til þess að atóm fram-
kalli ljósbylgju. Það eina sem háir verkum þessum er
hve langt er á milli þeirra og þar kemur e.t.v. megin-
galli rýmisins í ljós. En þótt erfitt sé að tengja verkin
innan rýmisins eru þau í ágætum samhljómi og mynda
þokkalega heild. Einhvern brodd vantar þó í sýning-
una; vísindin eru hér hvorki dularfull og ógnvekjandi
ófreskja né staðgóð þekking utan seilingar íjöldans.
Sýning Péturs Amar í Gerðuþergi stendur til 23. apríl.
Af trúarlegum toga
- Sveinbjörg Hallgrímsdóttir í Stöðlakoti
Málverkið virðist lifa góðu lífi þrátt fyrir sífelldar
hrakspár og grafíklistin er tekin að blómstra á ný eft-
ir áralanga lægð. Um helgina opnaði Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir sýningu á olíumálverkum og grafík í hinu
vinalega Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. í sýningarskrá
spyr listakonan hvort tilvera okkar, trú og daglegt líf
sé sem sýnist eða hvort stundum búi annað og meira
að baki. í samræmi við þetta eru málverk Sveinbjarg-
ar á talsvert draumkenndum nótum þar sem gamal-
kunn myndtákn kallast á við mannverur sem virðast
hafa yfirstigið þyngdarlögmáliö.
Kiisjukennd tákn og draumsýnir
Þijú málverkanna eru greinilega tilvísun í krossfest-
ingu Krists og nefnist röðin Dagurinn langi. Þar er
táknmyndum himins og jarðar teílt saman með kross-
markið sem grunnþátt. Heildin hefur skreytikennt
yfirþragð sem gerir það að verkum að myndirnar
þurfa meira andrúm en þær fá á sýningunni og þær
virka ugglaust sterkari hver út af fyrir sig en ekki
allar í röð. Hin málverkin sýna mannverur í táknrænu
og draumkenndu samhengi. Táknin eru mörg hver af
trúarlegum toga en virka of klisjukennd og ofnotuð
og mannverumar hafa hálf ankannalegt yfirbragö. Það
er engu líkara en Ustakonan hafi ekki fyllilega náð
valdi yfir tækninni - myndbygging er flöt og teikning
fremur stirð. Fyrir bragðið veröur hið draumkennda
andrúm ekki mjög sannfærandi og e.t.v. draga hug-
myndirnar úr möguleikum Sveinbjargar til þess að
vinna tæknilega frambærileg verk, unnin út frá for-
sendum málverksins.
Eftirtektarverð þurrnálarverk
Á efri hæðinni er hins vegar að finna langtum eftir-
tektarverðari verk unnin með þurrnál. Þar er um að
Myndlist
Ólafur J. Engibertsson
ræða röð fimm grafíkverka sem tengist páskahátíðinni
líkt og fyrrnefnd málverkaröö af krossinum. Myndröö
þessi nefnist Gef oss í dag vort daglegt þrauð og er í
grunninn þurrnálarmynd af bláflúruðum diski sem
hinir ýmsu fiskar koma á. Röðin virkar mjög skemmti-
lega sem hefid og fiskarnir leggjast yfir diskinn í ýms-
um litbrigðum og gagnsæi þeirra undirstrikar hinn
andlega undirtón verksins. Listakonan hefur komið
fyrir frumplötunum og fyrirmyndinni ásamt verktól-
um í glerskáp viö stigaopið og mættu fleiri grafikhsta-
menn gjarnan fara þessa leið til að auka innsýn gesta
í verklag grafíklistamanna. Sýning Sveinbjargar Hall-
grímsdóttur í Stöðlakoti stendur til 17. apríl.