Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Kostirnir í stöðunni Nú er tæp vika eftir til kosninga. Bæöi flokkar, fram- bjóðendur og fjölmiðlar hafa gert sitt til að koma skilaboð- um og stefnumálum til kjósenda. En hvort tveggja kemur til að veðurfar og ótíð hefur sett strik í reikninginn til fundahalda og ferðalaga og svo er hitt næsta víst að kjós- endur eru ekki jafn móttækilegir fyrir áróðri flokkanna og áður. Kosningabaráttan hefur fyrir vikið farið fyrir ofan garð og neðan. Hún er með rólegra móti. Kosningabaráttan er sömuleiðis að breytast hér á landi sem annars staðar. Nú er persónum og foringjum teflt fram í æ ríkara mæh. Það er ekki kosið um Þjóðvaka heldur Jóhönnu, Jjað er ekki kosið um Sjálfstæðisflokk- inn heldur betra Island og Davíð Oddsson, svo dæmi séu tekin. Flokkarnir hafa heldur ekki „fókuserað“ á tiltekin mál. Það má jafnvel segja að sum brýnustu úrlausnarat- riði í stjórnmálum séu höfð til hhðar. Það má helst ekki tala um Evrópusambandið, jöfnun atkvæða eða landbún- aðarmálin. Jafnvel kvótamáhð er feimnismál vegna þess að í flokkunum eru mismunandi skoðanir sem skarast innan flokkanna sjálfra. Fyrir vikið verður erfiðara fyrir kjósendur að átta sig á skýrum línum í þessum kosninga- slag og flokkamir gera í því með því að auglýsa upp for- ingja í stað málstaðar. Óllum er ljóst að enginn einn flokkur kemst til valda með sína einu stefnu. Hér verður samstjóm tveggja eða fleiri flokka eftir kosningar. Samt má heldur ekki tala um þá kosti sem í boði em. Flokkamir ganga óbundnir til þessara kosninga og vhja bíða átekta (að undanskhd- um Þjóðvaka sem hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn). Þó er það í raun og vem kjarni þessara kosninga og thgangur að kjósa þjóðinni stjóm án þess að þjóðinni sé sagður nokkur skapaður hlutur um það hverjir vhji eða geti starfað saman og á hvaða forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson segist vera thbúinn með stjómarsáttmála vinstri flokka í farteskinu. Það er í sjálfu sér virðingarvert hjá Ólafi en fellur í grýttan jarð- veg og er ekki trúverðugt meðan kjósendum er ekki sagt frá því hvemig sá stjórnarsáttmáh lítur út. Jafnvel fyrir- hugaðir samstarfsflokkar Ólafs Ragnars hafa ekki fengið að sjá plaggið! Miðað við stöðu mála í dag er möguleikinn á sam- stjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks úr sögunni. Þar getur engin breyting orðið á nema Alþýðuflokkurinn stórbæti við sig fylgi á lokasprettinum. Það er heldur ekki sýnilegur sá möguleiki að vinstri flokkamir, undir forystu Framsóknarflokksins, geti myndað þriggja flokka stjóm. Th þess er fylgið th vinstri of dreift og flestir ef ekki allir em sammála um að högurra flokka stjóm sé htt fýsheg, jafnt fyrir kjósendur sem flokkana sjálfa. Eiginlega stendur bara einn kostur eftir í stöðunni. Hann er sá að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taki höndum saman enn einn ganginn. Ef slík stjóm verður mynduð er sömuleiðis kristaltært að ekki verður tekið á Evrópumálunum, jöfnun atkvæðisréttar, land- búnaðarmálum og varla fer sú stjóm að breyta fiskveiði- stefnunni og kvótamálunum. Með öðrum orðum: Slík stjómarmyndun er ávísun á íhaldssemi og tregðulögmál í velflestum þeim málaílokkum sem brýnast er að taka á. Það verður helmingaskiptastjóm, samtryggingar- stjóm, hægfara stjóm. Hvorki viðkomandi flokkum né heldur næstu framtíð þjóðarinnar er greiði gerður með slíkri stjómarmyndun. Það er enn þá tækifæri th að afstýra þeim ósköpum. Það er undir kjósendum komið. Ehert B. Schram „Aðild að EES skapar sóknarfæri og tryggir aðgang að mikilvægustu mörkuðum okkar í Evrópu,“ segir m.a. í greininni. Bætturhagur - betra ísland Kjörtímabili er lokið og kosning- ar í nánd. Þjóðín stendur frammi fyrir því að vega og meta þau verk sem unnin voru og velja sér fram- tíð af áherslum stjórnmálaflokka. Velferð á varanlegum grunni Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddson- ar tók við völdum setti hún fram hnitmiöaða stefnuskrá þar sem meginmarkmiðið var velferö á var- anlegum grunni. Þrátt fyrir að margt hafi reynst mótdrægt, svo sem stórfelldur aflasamdráttur og verðfall á helstu útflutningsafurð- um okkar, er þaö deginum ljósara að ótrúlega vel hefur tekist að halda sjó og snúa vörn í sókn. Með lækkandi vöxtum, verð- bólguhjöðnun, breytingum í skattamálum og stöðugu gengi hef- ur nýjum stoðum verið skotiö und- ir rekstur fyrirtækja sem að sjálf- sögðu er undirstaða framfara og sóknar í atvinnulífi. Nú er svo komið aö fyrirtækin skila aröi og fá þar með svigrúm til að færa út kvíamar, auka framleiðni og skapa fleiri störf. Með þessu er unnið gegn atvinnuleysinu sem er versta afleiðing umdangenginna mótlæt- isára. Hér hefur margt unnist til bóta en betur má ef duga skal. Framfaramál Mörg framfaramál hafa verið lög- fest á Alþingi á kjörtímabihnu. Aðild að EES skapar sóknarfæri og tryggir aðgang að mikilvægustu mörkuðum okkar í Evrópu, auk þess að gefa þjóðinni kost á margs konar möguleikum á sviði mennta og menningar. Ný grunnskólalög voru samþykkt og frumvarp um framhaldsskóla bíöur umfjöllunar þingsins. Samþykkt hafa verið ný barnalög og stofnað embætti um- boðsmanns barna. Fleira mætti telja sem stuðlar aö batnandi hag og betri tíð. Kjallarinn Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður þorra fólks. Þetta er ósvífinn hræðsluáróður sem lýsir ekki aðeins málefnafá- tækt, heldur einnig vantrú á vits- munum þjóðarinnar sem veit bet- ur. Þetta er líka mjög ótrúverðugur málflutningur því þeirra tillögur eru stórfelld yfirboð og eyðslu- stefna sem kostar auknar álögur á fólk og fyrirtæki. Batnandi hagur - betra ísland Það er fráleitt að taka mark á þeim skammarlega og vanþakkláta málflutningi sem stjórnarandstað- an viðhefur. íslensk þjóð þarf ekki á slíku að halda. Bjartsýni og kjark- ur, vilji og þor eru eigindir sem hún á að hlusta eftir. Þaö þarf.ekki mikla þekkingu eða söguskoðun til að skilja að við höfum alltaf þurft að hafa fyrir lífinu í þessu landi og „Meö lækkandi vöxtum, verðbólgu- hjöðnun, breytingum 1 skattamálum og stöðugu gengi hefur nýjum stoðum verið skotið undir rekstur fyrirtækja sem að sjálfsögðu er undirstaða fram- fara og sóknar 1 atvinnulífinu.“ Bölmóður eða bjartsýni Á liðnum vikum hafa fulltrúar stjórnmálaflokkanna kynnt stefnu sína fyrir landsmönnum. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherslu á þann stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum og þá hagræð- ingu og aðhald sem ætíð er nauð- synlegt. Það svartagallsraus sem fulltrúar stjómarandstöðuflokk- anna leyfa sér að viðhafa í mál- flutningi sínum er hins vegar meö ólíkindum. Þar er klifað á því að hér sé allt á heljarþröm. Stór hluti þjóðarinnar lifi við hungurmörk og gjaldþrot og óáran blasi við vissulega er enn mörg verk að vinna til bóta og gagns. Sá mikli og góði árangur sem náðst hefur er engum einum að þakka heldur fyrst og fremst sam- stilltum vilja fólks úr öllum stétt- um sem hikar ekki viö að leggja sitt af mörkum, hafnar úrtölum og horfir björtum augum til framtíð- ar. Höldum þess vegna fast viö þá stefnu sem okkur hefur reynst best í gegnum tíðina. Eflum Sjálfstæöis- flokkinn í komandi kosningum og stuðlum þannig að batnandi hag og betra landi. Sigríður Anna Þórðardóttir Skoðanir annarra íhaldsstjórn framsóknaraflanna? „Verði niðurstaða kosninganna í samræmi viö nið- urstöður skoðanakannana munu Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur ganga í eina sæng að kosn- ingum loknum. Kjósendur veröa aö horfast í augu við þennan möguleika. Vilja þeir heilagt bandalag íhaldsaflanna í báðum flokkum? Vilja þeir ríkisstjórn sem hefur það eitt að markmiði aö viðhalda óbreyttu ástandi á öllum sviðum? íhaldsstjórn framsóknaraf- lanna í íslensku samfélagi er versti kosturinn í stöð- UHnÍ. Úr forystugrein Alþbl. 31 . mars. Lífæð samgangna í einokunaraðstöðu „Það veldur flugfélögum ávallt álitshnekki að geta ekki staðið við áætlanir og þar með skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum. Þeir spyrja ekki endilega hverjum sé um að kenna, en eru þess meðvitandi að viðkomandi félag sé óáreiðanlegt. Er þetta þeim mun bagalegra þegar í hlut eiga flugfélög, sem búa við eins konar einokunaraöstöðu á tilteknum flug- leiðum.“ Úr forystugrein Timans 31. mars. „Útlendingadekrið“ „Viðhorfið til erlendrar fjárfestingar er breytt. Samkvæmt alþjóðasamningum og íslenzkum lögum eiga íslenzk og erlend fyrirtæki sama rétt á mörgum sviðum. Nánast hvaöa fyrirtæki sem er getur staðið frammi fyrir erlendri samkeppni - olíufélag, trygg- ingafélag, banki eða dagblað. Þá þýðir ekki að hrópa „útlendingadekur" þegar reynt er að skapa slíkri samkeppni sanngjörn skilyrði, heldur veröa íslenzk fyrirtæki að standa sig í samkeppni, sem verður æ alþjóðlegri." Úr forystugrein Mbl. 31. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.