Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 28
• 40 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Fermingarafsláttur 10% afsláttur á par ef keypt er á alla fjölskylduna. Teg. 1068 Teg. 805 Brúnir rú: st. 36-41 Kr. Brúnir/beige, Vaxbornir, st. 25-41 fóðraðir, Kr. 4.910 3 litir Kr. 4.550 Glæsiskórinn Glæsibæ, s. 812966 PÓSTSENDUM SAMD. FRÍTT Fréttir Sparisjóður Keflavikur: Markaðshlutdeild sjóðs- ins á Suðurnesjum 56,8% Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjum; Heildartekjur. Sparisjóðsins í Keflavík námu 768 miíljónum króna 1994 og heildargjöldin voru 763 millj- ónir. Hagnaður af rekstrinum var 718 þús. krónur eftir greiðslu skatta. Framlag til afskriftareiknings útlána nam 157,5 milljónum. Heildarinnlán í sparisjóðinn námu í árslok 1994 rúmlega 4,6 milljörðum króna og höfðu aukist frá fyrra ári um 60 millj. króna eða um 1,3%. Ef útgefnum veðdeildarbréfum er bætt við nema innlánin um 5,5 milljörð- um. Ef þannig er reiknað jukust inn- lán um 153 milljónir eða 2,9% Innlán í innlánsstofnunum á Suð- urnesjum námu um áramótin 8,8 milljörðum og ef veðdeildarbréfum er bætt við námu þau rúmum 9,7 milljörðum. Með veðdeildarbréfun- um er markaðshlutdeild sparisjóðs- ins 56,8% á Suðurnesjum. Eigið fé í árslok nam 450,9 millj. króna og hafði hækkaö um 21,4 millj- ónir á árinu. Sparisjóðurinn í Kefla- vík er með útibú í Njarðvík, Garði og Grindavík. Á árinu voru 90 starfs- mönnum greidd laun. Fjöldi banka- starfsmanna er 67 í 59 stöðugildum og hefur fækkað um eitt stöðugildi mifli ára. Hitaveita Suðumesja: Mikill hagnaður 10. árið í röð Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Hitaveita Suðurnesja skilaði í fyrra hagnaði tíunda árið í röð, 247 milljón- um króna. Velta fyrirtækisins nam 1,8 milljörðum króna. Vatnssalan 1,1 milljarði og raforkusalan skilaði 700 milljónum króna. Afskrifir voru 543 milljónir og eig- infé fyrirtækisins er 4,9 milljarðar króna. Framkvæmdir hitaveitunnar á síðasta ári námu 469 miflj. króna. Stærstu eigendur hitaveitunnar eru sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sameinaða sveitarfélagið Keflavík- Njarðvík-Hafnir er stærst með 52%. Hin sveitarfélögin íjögur eiga 28% og ríkið 20%. s* -í , . fl| Aðgengilegar upplýsingar um tilvísanir - fyrir þig Kominn er út nýr upplýsingabæklingur: Spurningar og svör um tilvísanakerfið. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar fyrir almenning um þessa nýju tilhögun og hvernig hún verkar. Þá er bæklingnum ekki síst ætlað að svara mörgum spurningum sem brunnið hafa á sjúklingum og aðstandendum þeirra uhdanfarnar vikur og mánuði. Einnig er fjallað um undirbúning tilvísana og ástæðurnar fýrir því að þær eru teknar í notkun. Þar kemur m.a. fram að 1993 var skoðun á kostnaðarlegum áhrifum tilvísána falin óháðum aðila, Verk- og kerfisfrœðistofunni. Niðurstaða hennar er sú að tilvísanir muni spara ríkinu um 100 milljónir króna á ári og sjúklingum sjálfúm um 50 milljónir! Að auki hefur Hagfræðistofnun Háskóla íslands verið falið að fylgjast með áhrifum tilvísana á kostnað, eftir að þær komast í gagnið 1. maí n.k., og hefur boðið læknum að fylgjast með þeirri vinnu. Upplýsingabæklingurinn liggur frammi á heilsugæslustöðvum, læknastofum, í lyfjaverslunum, hjá samtökum sjúklinga og í umboðum Tryggingastofnunar um land allt. Ef þú átt óhægt um vik að nálgast hann þar, býðst þér að hringja í síma (91) 604545 og fá bæklinginn sendan heim, þér að kostnaðarlausu. Við hvetjum þig til að nálgast bæklinginn og kynna þér máiið! H HEILBRIGÐIS-QG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN $7 RÍKISINS Spurningar og svör um tilvísanakerfið (^q stað> greiðslu- afsláttur af öllum vörum Krakkarnir á Egilsstöðum eru afskaplega sáttir við allan snjóinn sem kyngt hefur niður í vetur. Ofan við bæinn, uppi á Fjarðarheiði, hefur verið útbúið gott skíðasvæði og þangað leitar ungviðið öllum stundum. Eftir leik í brekk- unum er svo brunað í bæinn á skíðunum niður eftir fjallinu og alla leið heim. Þeir voru sammála um það að þetta væri æði, strákarnir á mynd- inni, þeir Alfreð Daníelsson, 8 ára, Hlynur Þór Ásgeirsson, 19 ára, og Hjálm- ar Jónsson, 8 ára. DV-mynd GVA ^ Til fermingargjafa ^ Listaverkaeftirprentanir Sérverslun með innrammaðar myndir eftir ísl. og erl. listamenn ítalskir rammalistar - Falleg gjafavara S* J I! \i_TLO Innrömmunarþj ónusta V Fákafeni 9 - sími 5814370. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.