Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Fréttir Vorönnln hjá 1.-9. bekk grunnskóla enn í óvissu: Skólastjórar ósáttir við lausn menntamálaráðherra - segir Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík - fundað um málið í dag „Þaö verður haldinn fundur fræöslu- ■y stjóra og menntamálaráðherra í há- deginu í dag. Þar verður rætt um hvernig vinnan hjá nemendum og kennurum í 1. til 9. bekk grunnskól- ans verður á þessari vorönn. Ég vona Uö% eftir Betty J. Eadie Ahvífamesta dauðareynslan fyrr og scðar ^EFTIRVIKU > CEFTIRMANUÐ DV Metsölukiljur _„_Bandaríkin Rit almonns oðfis* *1. 8 J. Eadte & C. TayJor: ( mbractKJ by tbö Uqht. 2. JortY Selnfeld: S«inlj»ngoa/j« 3. Nowt Gingrlcb. 0..Arm#y o.fb Contract vyhh America. 4. OeJany, 0«Uny & H«rth: Having Our Say. 6. Thomas Moor« Care of the Sooi. 6. M.ScortPeckr Th« Roijd Lws Treyetied. 7. Thoma3 Moore: SotilMahw. 8. Ma/a Angolou: WnnMi't T»V* Jœst enn í bókabúðum r á Jslandi FRJÁLS 4 FJÖLMIÐLUN HF. 11 að það skýrist á fundinum," sagði Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, í samtali við DV í gær um deiluna sem komin er upp milli skólastjóra grunnskólanna í Reykja- vík og menntamálaráðuneytisins. Hún sagði aö það hefði kom bréf frá menntamálaráðuneytinu um þaö hverig vorönnin hjá þessum bekkj- um ætti að vera. „Skólastjórarnir sætta sig hins vegar ekki við þá lausn. í þessu bréfi sagði að skólastjórarnir ættu að gera tillögur til fræðslustjóra um hvernig vinnan yrði og fræðslustjórarnir þá að samþykkja tillögurnar eða hafna. En við áttum síðan að senda tillög- urnar til menntamálaráöuneytisins. Það versta var að maður vissi ekki hvað maður mátti gera áætlun um. Það var ekki tekið fram í bréfi ráöu- neytsíns hve mikið íjármagn væri til reiðu né hve mörgum tímum mætti bæta við. Það var eiginlega talað um þetta ætti að vera í stuðnings- og sér- kennsluformi. Það var ekki skil- greint neitt, þannig að það yar erfitt að átta sig á þessu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að kennaramir heföu komið með þau skilaboð inn í skól- ana úr kjarasamningunum að það ætti líka að veita fé til aukakennslu í grunnskólunum eins og í fram- haldsskólunum og 10. bekk. En bréf menntamálaráðuneytisins hefði ver- ið með þeim hætti að skólastjórar telja málin ekki vera komin á hreint. „Ég heyri það á skólastjórum að þeim þykir það alvarlegt ef aðeins á að bæta nemendum í samræmdu prófunum upp kennslutapið í verk- fallinu en ekki nemendum í 1. til 9. bekk. En þetta skýrist vonandi allt á fundinum með menntamálaráðherra í dag,“ sagði Áslaug Brynjólfsdóttir. Viðar Gunnarsson, söngvari í ríkisóperunni í Wiesbaden: Dreif mig upp í lest og lærði hlutverkið „Það var hringt til mín rétt fyrir hádegi og ég spurður hvort ég væri tiibúinn að hlaupa inn í sýningu í Frankfurtóperunni. í þessari upp- færslu var gert ráð fyrir því að söngvarinn kæmi fram á sviðiö og því gat ég ekki haft nótumar við hliö mér eins og ég hafði alltaf treyst á. Ég lét slag standa, dreif mig upp í lest og læröi hlutverkið. Þegar ég var kominn til Frankfurt tóku við æfing- ar. Svo byrjaði óperan um fimmleyt- ið og það gekk mjög vel,“ segir Viðar Gunnarsson söngvari en hann hefur verið starfandi við ríkisóperuna í Wiesbaden undanfarin fimm ár. Forráðamenn Frankfurtóperunnar í Þýskalandi höföu nýlega samband við Viðar til að kanna hvort hann gæti hoppað inn í hlutverk Fáfnis í óperunni Sigfried en það er Sigfried sem banar Fáfni, orminum sem ligg- ur á Rínargullinu. Viðar hafði aldrei sungið hlutverkið á sviði heldur að- eins baksviðs með hljómsveitarstjór- ann fyrir framan sig á sjónvarpsskjá en ákvað aö grípa gæsina. Hann var Viðar Gunnarsson, söngvari í Wiesbaden í Þýskalandi, var hér á landi um helgina til að syngja i Vídalínskirkju i Garðabæ. Hér sést hann (t.h.) ásamt András Molnar, tenór. DV-mynd Vigdís AA LEIKURINN Taktu þátt í skemmtilegum leik og svaraðu tveim laufléttum spurningum. Þú ferð með þátttökuseðilinn á McDonald’s, Suður- landsbraut 56, og með því að kaupa eitthvað af girnilegum matseðli McDonald’s ert þú kominn í pottinn. Skilafrestur er til 8. apríl. Stór kók frítt gegn framvísun miðans! Gegn framvísun þessa miða á McDonald's fá þeir sem kaupa eitt- hvad af girnilegum matseðli McDon- ald’s frítt stóra kók með matnum og komast að auki i verðlaunapottinn. 1) Hvað heita afsláttarmáltíðir McDonald s? a) Skýjamáltíðir b) Stjörnumáltíðir c) Stjánamáltíðir tísu 2) Á hvaða dögum kemur Barna-DV út? a) Laugardögum b)Mánudögum c) Þriðjudögum NAFN_____1________________________________________ HEIMILISFANG -____________________________________ SÍMI___________________________________________ Ferðaþjónustan Jökulsárlóninn ÆVINTYRALEG VERÐLAUN I BOÐI Daglega næstu þrjár vikurnar veröa tveir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hljóta þeirferð á Vatnajökul ásamt glæsilegum hádegisveröi í Jöklaseli á vegum Jöklaferöa og siglingu á Jökulsárlóninu á vegum Ferðaþjónustunnar Jökulsárlóni. Verðmæti hvers vinnings er 9.000 kr. Innifalið er rútuferð meö Austurleið frá Kirkjbæjarklaustri, Skaftafelli eöa Höfn í hornarfirði. Nöfn vinningshafa verða birt vikulega í DV á föstudögum. / kominn til Frankfurt um tvöleytið og fór þá beint á æfingu með aðstoð- arhljómsveitarstjóranum og aðstoð- arleikstjóranum. Sýningin byrjaði klukkan fimm og stóð fimm tíma. „í þýskum óperuhúsum eru yfir- leitt hvíslarar starfandi úti í vængn- um en í þessu tilfelli voru engir hvísl- arar því aö hljómsveitarstjórinn tel- ur það ekki nógu gott. Hann vill að söngvararnir kunni hlutverkin," segir hann. Viðar hefur gert samning til tveggja ára við óperuna í Essen og tekur þar til starfa í haust. Hann mun byrja á því að syngja Letorello í Don Giovanni eftir Mozart og verð- ur svo með í óperunni Lady Macbeth frá Smensk eftir Shostakovítsj. í sumar hefur hann ráöið sig til að syngja hlutverk sem heitir Osmin í gamanóperunni Brottnámiö úr kvennabúrinu eftir Mozart á útihátíð í hallarrústum í Bad Hersfeld, skammt fyrir norðan Frankfurt. -GHS Ávísanaheftum stolið Brotist var inn í þtjú fyrirtæki við Grandagarð í fyrrinótt. Öll fyrirtæk- in eru í sama húsnæðinu. Þjófarnir höfðu á brott með sér tvö ávísana- hefti, lítilræði í peningum og útfyllt- ar ávísanir að andvirði 30 þúsund krónur. Þá var einnig brotist inn í skip á svipuðum slóðum í fyrrinótt og stolið þaðan talstöð. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni en eng- innhefurveriöhandtekinn. -pp Hlaut áverka á gagnauga Maður hlaut slæma áverka á gagn- auga þegar hann var við vinnu sína á Grandagaröi á fóstudag. Maðurinn var að vinna með slípirokk þegar skífan losnaði af ásnum, sem hún var á, og skaust upp í andlit hans. Hann var fluttur á slysadeild. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.