Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 45 Fréttir Utf lutningur á glasafrjóvgunum og lýtalækningum kemur til greina Glasafrjóvganir og lýtalækningar koma til greina ef íslendingar heíja útflutning á heilbrigðisþjónustu. Eft- irsókn eftir lýtalækningum hefur aukist verulega í takt við aukinn áhuga á góðu útliti, ekki síst erlend- is, og árangur í glasafrjóvgun hefur verið betri hérlendis en víðast ann- ars staðar. Möguleikar til markaðs- sóknar eru fyrst og fremst í Banda- ríkjunum þar sem læknisþjónusta er ekki niðurgreidd. Þetta kemur fram í skýrslu sem Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra kynnti á ráð- stefnu nýlega. Fyrir tveimur árum skipaði heil- brigðisráðherra nefnd til að afla er- lendra verkefna fyrir íslenska heil- brigðisþjónustu og heilbrigðisstéttir og kanna möguleika á útflutningi og sölu á íslenskri læknisþjónustu. Nefndin átti meðal annars að kanna hvort hægt væri að fá erlenda sjúkl- inga til að koma hingað til sérhæfðr- ar meðferðar eða endurhæfingar og nýta þekkingu og reynslu hérlendra starfsmanna til hátækniaðgerða, svo nokkur dæmi séu nefnd. í áfangaskýrslu frá nefnd heil- brigðisráðherra kemur meðal ann- ars fram að hugsanlega þurfi að eyða biðlista íslendinga eftir glasafrjóvg- un áður en hafin er sala á glasa- fijóvgun til útlendinga og bent er á að engin læknisfræðiieg áhætta sé tekin með þessari þjónustu. Þá er einnig bent á að eftirsókn eftir lýta- lækningum hafi aukist, margir vilji komast í bijóstastækkun, húðstrekk- ingu og aðrar lýtaaðgerðir. Ekki er gert ráð fyrir að möguleik- ar á því að markaðssetja íslenskar hjartaaðgerðir erlendis en minnt er á hugsanlega uppbyggingu í Bláa lóninu og Heilsuhælinu í Hveragerði í samvinnu við erlenda fjárfesta fáist til þess stuðningur frá stjórnvöldum. Hvorki náðist í Davíð Gunnarsson, forstjóra Ríkisspítala, né Sighvat Björgvinsson heilbrigðisráðherra í gær. Eggert Antanssan, DV, Hvanrunstanga: Á Hvammstanga hafa staðiö yflr æflngar á leikritinu Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Veður og færð hafa hamlað æfingum alln- okkuð í vetur. Fólk í hópi leikara er búsett í nærsveitum Hvamm- stanga sem gerir þaö aö verkum að ekki er hægt að halda úti æflng- um þó veður stilli nokkuð ef færðin ereins slæm og hún hefur oft verið hér i vetur. Leikarar eru sjö talsins og starfs- menn við sýninguna í allt 15. Frum- sýnt var í gær, sunnudag. Leik- stjóri er Halldór Bjömsson. Form- aöur Leikflokksins á Hvamm- stanga er Auöbjörg Magnúsdóttir. EELESTIDn BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI S62 5200 Gömlu brúsarnir voru teknir í gagn- ið ásamt nýjum plastbrúsum til að flytja mjólkina í veg fyrir mjólkurbíl- inn. DV-mynd Magnús Gamlir ngólkurbrús- arígagniðí ófærðinni Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi; Óvenju mikil ófærð hefur verið í Húnaþingi það sem af er vetri og muna menn ekki annað eins. Erfið- lega hefði gengið að koma bömum í skóla ef verkfall kennara hefði ekki staðið yfir. Oft var og er enn mjög vont að safna saman mjólk frá bændum. Meðal annars varð að grípa til þess ráðs nýlega að senda jeppa á stómm dekkjum og vélsleða um Vatnsdal og út á Hagann til að safna mjólkinni. Völusteinn hf. Faxafeni 14, s. 588 9505 Ef keypt er saumavél hjá Völusteini til fermingargjafar fylgir þriggja kvölda námskeið hjá Hrefnu Kristbergsdóttur klæðskera- meistara og 50% afsláttur af efnum hjá Vogue, fyrir allt að 7000 kr. Það finnst vart nytsamlegri gjöf! TOMSTUND I Reykjavíkurvegi 68 s. 565 0165

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.