Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 61 Eitt myndverka Sveinbjargar á sýningu hennar í Stöðlakoti. Tveir heimar Á laugardaginn var opnuð sýn- ing á olíu- og grafíkverkum eftir Sveinbjörgu HaUgrímsdóttur í Galleríi Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg 6. Sveinbjörg lauk námi frá málaradeild MHÍ árið 1992 en Sýningar áður hafði hún lokið mynd- menntakennaranámi frá MHÍ 1978. Einnig nam hún við mynd- menntakennaraskóla Reykjavík- ur 1986-1990. Verkin á sýningunni eru unnin á þessu og síðasta ári. Sýninguna nefnir Sveinbjörg Tveir heimar og er þetta önnur einkasýning hennar. Sýningin í Stöðlakoti er opin daglega frá kl. 14-18 nema fostu- daginn langa og páskadag frá kl. 16-18. Sýningunni lýkur 17. apríl. Hvað er list? Á vegum Listaklúbbs iÆikhúskjallar- ans mun Páll Skúlason pró- fessor ræða í kvöld spurn- inguna Hvaö er list? Þá mun Einar Clausen syngja ásamt kvartettinum Út í voriö. Félagsvist Á vegum ABK verður spiluö fé- lagsvist í Þinghól, Hamraborg 11 í kvöld kl. 20.30. Sólóistar á Sóloni Björn Thoroddsen, djassgítar- Ieikari er sólóisti á Sóloni ísland- usi í kvöld. Orgeltónleikar „Orgelnemendur Harðar Áskels- sonar flytja í kvöld orgelmessuna Messe pour les Paroisses í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20.00. Aö- gangur er ókeypis. Málefni menningar- lífsins í kvöld kl. 20.30 efnir Bandalag islenskra listamanna til fundar um málefni menningarlífsins í Súlnasal Hótel Sögu. Einlelkarapróf í kvöld kl. 20.30 veröa tónleikar i Listasafhi íslands. Er um aö ræða síðarl hluta einleikaraprófs Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara. Aðgangur er ókeypis. Breiðfirskar konur „Fundur veröur í Breiöfiröinga- búð i kvöld kl. 20.30. Bingó verður spilaö. Það veröur örugglega mikið fjör á Gauki á Stöng í kvöld þegar þeir koma saman til að skemmta Aggi Slæ og Bogomil Font, öðru nafni Egill Olafsson og Sigtryggur Bald- ursson. Þessir tveir gleöigjafar voru með fyrsa skemmtikvöld sitt í gærkvöldi og verður Ieikurinn Skemmtanir endurtekinn í kvöld. Á síðasta ári kom Aggi Slæ fram með Tamlasveitina sína og vakti strax athyglj fyrir skemmtilega tónlist og liflega sviðsframkomu. Bogomil Font er búinn að vera lengur í bransanum en er búinn að vera í fríi frá Milljónamæring- unum sínum í nokkum tima enda hefur hann dvaliö að mestu vestan- hafs að undanfórnu. GaukuráStöng: Bogomill Font mun sjá um skemmtunina ásamt Agga siæ á Gauki á Stöng f kvöld. Það er öruggt að enginn verður verður rytmasveit með valinkunn- svikinn af þeim félögum á Gaukn- um spilurum. um í kvöld en þeim til aðstoðar Leið 16: Mjódd-Keldnaholt Strætisvagnar Reykjavíkur aka leið 16 sem fer frá Mjódd og upp að Keldnaholti á þrjátiu mínútna fresti alla virka daga frá kl. 7.12 til kl. 8.42 árdegis og á 60 mínútna fresti frá kl. 9.12-18.35. Eknar eru tvær mismun- Umhverfi andi leiðir, önnur fyrir hádegi og önnur eftir hádegi. Þessi leiö er ekki ekin um helgar. Farþegum er bent á að hægt er að kaupa farmiðaspjöld og græna kortið á Hlemmi, í biðskýlinu á Lækjar- torgi, biðskýlinu við Grensásveg og í skiptistöðinni í Mjódd. Þá eru far- miðaspjöld einnig seld í afgreiðslum sundstaða borgarinnar. Víkurvegur/ tímajöfnun Breiðholt - Grafarvogur Frá Mjódd - Álftahólar - Rofabær - Fjallkonuvegui aö Keldnaholti - frá i Keldnaholti - Hesthamari Rofabaer - aö Mjódd [ HAMRAI HOFÐAR KVÍSLAR HÁLSAR Þessi líflegi ungi drengur fæddist 7. mars á Fæðingarheimili Reykja- víkur kl. 06.51. Hann reyndist vera 3400 grömm aö þyngd og 50 sentí- metra langur og hlaut hann nafnið Atli Dagur. Foreldrar Atla Dags eru Kristjana Atladóttir og Pétur Marfnó Fredricksson. Linda Fiorenno leikur hina hættulegu Gridget Gegory. Táldreginn Saga-bíó hefur sýnt aö undan- fornu bandarísku sakamála- myndina Táldreginn (The Last^ Seduction) sem er ein þeirra kvikmynda sem komu mjög á óvart á síðasta ári. Hefur myndin fengið mjög góða dóma og ágæta aðsókn. Mesta hrósið fær aðal- leikkonan Linda Fiorentino sem þegar er búin að fá nokkur verð- laun fyrir leik sinn í þessari Kvikmyndir mynd. Er talið öruggt að hún hefði fengið tilnefningu til ósk- arsverðlaunanna ef ekki heföi komið til regla sem segir að bann- að sé að tilnefna myndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi. í The Last Seduction leikur Linda Fiorentino, Bridget Greg- ory, hættulega konu sem veit hvaö hún vill. Hún nýtir sér feg- urð sína og gáfur til að láta óskir sínar uppfyllast. Notfærir hún sér þau áhrif sem hún hefur á eiginmanninn og elskhugann. Aðrir leikarar eru Peter Berg og Bill Pullman. Leikstjóri er hinn efnilegi John Dahl. Nýjar myndir Háskólabíó: Ein slór fjölskylda Laugarásbió: í skjóli vonar Saga-bió: Slæmir félagar Bíóhöllin: Lltlu grallararnir Bióborgin: Banvænn leikur Regnboginn: Himneskar verur Sfjörnubió: Vindar fortíðar Gengid Almenn gengisskráning LÍ nr. 83. 31. mars 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,180 63,360 65,940 Pund 102.280 102,590 104,260 Kan. dollar 44,970 45,150 47,440 Dönsk kr. 11,5050 11,5510 11,3320 Norsk kr. 10,2750 10,3160 10.1730 Sænskkr. 8,6220 8,6560 8,9490— Fi. mark 14,5660 14,6240 14,5400 Fra. franki 13,0660 13,1190 12,7910 Belg. franki 2,1994 2,2082 2,1871 Sviss. franki 55,3900 55,6100 53,1300 Holl. gyllini 40,8100 40,9700 40,1600 Þýskt mark 45,7100 45,8500 45,0200 it. lira 0,03700 0,03718 0,03929 Aust. sch. 6,4930 6,5260 6,4020 Port. escudo 0,4330 0,4352 0.4339 Spá. peseti 0,4989 0,5014 0,5129 Jap. yen 0,72200 0,72420 0.68110 Irskt pund 102,410 102,920 103,950 SDR 98,47000 98.96000 98,52000 ECU 82,8000 83,1400 83,7300 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. 99*17•00 Verð aðeins 39,90 mín. JL 6_ 7 Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boitinn ítalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.