Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Fréttir Homafjarðarós: Hreint gabbró úr Horni í sjó- varnargarð Júlía Imsland, DV, Hö6u Framkvæmdir eru hafnar við sjó- varnargarð á Austurfjörutanga viö Hornaijarðarós. Garðurinn verður um 500 metra langur og kemur í vinkil út í ósinn. Sá hluti garðsins sem út í sjó gengur verður geröur í júní þegar straumar og sjávarfoll verða hagstæðust. Áætlað er að um 60 þúsund rúm- metrar af grjóti fari í garðinn. Grjót- ið, sem er hreint gabbró, er sprengt úr klöppum í landi Homs. Með þessum aðgerðum á að tryggja nægilegt dýpi í ósnum og stöðugt. Mjög gott lag hefur verið á innsigl- ingunni um ósinn í vetur og segir Ólafur Einarsson hafnsögumaður að sjaldan hafi hann verið betri en þröngur eins og alltaf yfir veturinn. Það hefur þó ekki komið að sök. Verktaki við sjóvamargarðinn er Suðurverk. Stórvirkar vélar eru byrjaðar að vinna við sjóvarnargarðinn. DV-mynd Ragnar Imsland Hættið að malbika lungun Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Við höfum áhyggjur því það er staðreynd að reykingar unglinga hafa gukist og er það í fyrsta skipti í 20 ár samkvæmt áthugunum krabbameinsfélagsins og héraðs- lækna. Félagið viil stuðla að forvarn- arstarfi með þessum hætti,“ sagði Skúli Skúlason, formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur. Félagið hefur geflð út veggspjald ásamt Krabbameinsfélagi Suöur- nesja sem á stendur „Við reykjum ekki hér“ - Hættu að malbika í þér lungun“. Á spjaldinu er hópmynd af keflvísku íþróttafólki. Veggspjaldinu hefur verið vel tekið í Keflavík og viðar. Á blaöamannafundi kom fram að reykingar virðast hafa aukist hjá strákum 15-16 ára sé miðað við land- ið. 1990 reyktu 10% unghnga daglega en nú 25%. Þá hefur notkun munn- og neftóbaks aukist. Fremri röð til vinstri: Anna Maria Sveinsdóttir körfuknattleikskona og sundsystkinin Eydís og Magnús Konráðsbörn. Aftari röð frá vinstri: Skuli Skúlason, Konráð Lúðvíksson, formaður Krabbameinsfélags Suð- urnesja, faðir Eydisar og Magnúsar, Gisli Jóhannsson, Kári Gunnlaugs- son og Einar Haraldsson, stjórnar- menn íþróttafélagsins. DV-mynd Ægir Már Fannfergið i vetur hefur víöa hamlað samgöngum og er nú svo komið að snjómoksturspeningar eru uppurnir á mörgum stöðum. Meðfram vegum hafa myndast háir snjóveggir enda fönninni blásið út í vegkant. Varhugavert getur verið að aka hratt á slíkum vegum enda óvíst hvað bíður manns bak við bugðurnar. Þessi mynd var tekin á dögunum á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, þar sem snjóblásari var að hreinsa veginn. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.