Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 29
 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 41 Fréttir Búlandstindur, Djúpavogi: Hagnaður tífaldaðist milli ára Hafdis Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Heildarvelta útgerðarfélagsins Búlandstinds hf. hér á Djúpavogi varð 682 milljónir króna árið 1994 ogjókst um 19% frá 1993. Hagnaður fyrirtækisins 1994 nam rúmlega 44 milljónum króna og tífaldaðist milli ára. Loðnubræðsla og frysting hófust á ný eftir langt hlé og skilaði fyrir- tækinu verulegum tekjuauka. Eig- ið fé í árslok 1994 var 133,3 milljón- ir króna fyrir utan aflaheimildir sem þýðir um 20,43% eiginfjárhlut- fall. Togari fyrirtækisins, Sunnutind- ur SU 59, aflaði rúmlega 2000 tonn á síðasta ári sem er minnkun um 369 tonn. Togarinn var ekki að veiðum tvo síðustu mánuði ársins - var þá breytt í hálffrystiskip. Á árinu störfuðu að meðaltali 90 starfsmenn hjá félaginu og er það sami fjöldi og árið áður. Launa- greiðslur voru 185 milljónir króna. Jóhann Þór Halldórsson er fram- kvæmdastjóri Búlandstinds. Akureyringar halda veglega páskahátíð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Aðilar í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi á Akureyri hafa sameinast um að halda páskahátíð í bænum og bjóða bæjarbúum og gestum upp á ýmsa afþreyingu aUa hátíöardagana. Þar spilar ekki síst inn í umtals- verð rýmkun á opnunartíma ýmissa staða, s.s. veitingastaða sem verða opnir alla dagana fram á kvöld. Dansleikir verða einnig eftir mið- nætti bæði á fóstudeginum langa og páskadag auk annarra daga og sund- laugin, líkamsræktarstöðvar og aðr- ar stofnanir lengja mjög opnunar- tíma sinn. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli veröur opiö alla dagana sem og skíðagöngu- svæðið í Kjarnaskógi og skautasvell- ið, Leikfélag Akureyrar sýnir Djöfla- eyjuna daglega og verður m.a. með miðnætursýningu á fóstudaginn langa, í Listagilinu verður mikið um að vera og á listasviðinu má einnig nefna stórtónleika Kristjáns Jó- hannssonar og Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur. Þá verður útivistardagskrá á Súlu- mýrum á föstudaginn langa sem að standa Hjálparsveit skáta, bifreiða- klúbburinn 4x4 og vélsleðamenn, efnt verður til grillveislu við rætur Súlu, skipulagðar gönguferðir verða í bænum og efnt til flugeldasýningar, svo að eitthvað sé nefnt. Akureyringar eiga von á talsverð- um fjölda fólks í bæinn eins og venju- lega um páska og ganga nú mjög langt í að skapa ýmsa afþreyingu fyrir gesti og gangandi en nokkuð hefur þótt skorta á það að ferðamenn gætu haft nóg við að vera í bænum um páska undanfarin ár. Áhöfnin á Hugin VE tekur nótina upp á bryggju í Bolungarvík en hún var svo óheppin að rifa hana. Loðnuveiði er nú frekar treg enda hefðbundinni vertíð lokið. Mikið vantar á að náist að veiða upp í loðnukvótann. DV-mynd BG Sjöfn Har listmálari í hópi gesta við opnun sýningarinnar í Kirkjuhvoli. DV-mynd SSV Akranes: Olíumyndir í Kirkjuhvoli Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Sjöfn Haraldsdóttir listmálari, eða Sjöfn Har eins og hún kallar sig, hef- ur opnað sýningu á olíumyndum og myndum sem gerðar eru með bleki á handgerðan pappír í listasetrinu Kirkjuhvoli og stendur hún til 9. apríl. Sjöfn fæddist í Stykkishólmi 1953. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1969-1973 og 1979- 1980 og síðar við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Sýningin í Kirkju- hvoli er 6. einkasýning Sjafnar Har. Ný hljómflutningsstæða úr POWER PLUS linunni frá Pioneer N-50 samstæáan býáur Karaoke kerfi 2 x 50 W RMS umhverfismagnara (surround) — 3ja ára ábyrgá — Fullkominn geislaspilara Útvarp Tvöfalt segulbandstæki Fjarstýringu flD PIONEER HVERFISGÖTU 103 : SÍMI 625999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.