Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 48
60 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Þorskurinn er meira metinn en konan. Alvarlegra aö veiða þorsk en að nauðga konu „Þaö eru merkilegar hugmynd- ir sem gera ráö fyrir aö miklu harðari refsing liggi viö því aö veiða þorsk í heimildarleysi en að nauðga konu.“ Arnar Barðarson trillukarl i DV. Stormur í vatnsglasi „Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi. Gagnrýni Ingu Jónu beinist fyrst og fremst að því aö staðan er auglýst. Krstín A. Árnadóttir i DV. Læt lítiðfara fyrir mér í skapstórum hóp „Ég ætla að láta lítið fyrir mér fara í skapstóra hópnum og vera á mildu línunni." Ari Gisli Bragason antiksali i Alþýðu- blaðinu. Ummæli Fíflareglur „Ég get hins vegar alveg séð að einhverjar fíflareglur verði sam- þykktar á ársþingi HSÍ.“ Þorbjörn Jensson i DV. Rassskelltir „Við áttum skihð aö verða rass- skelltir." Valur Ingimundarson i DV. Vont ástand og vont ár „Þetta er vont ástand og árið er búið að vera afskaplega erfitt hjá okkur." Inga J. Árnadóttir, formaður starfs- mannaráðs Borgarspitala, i Timan- um. V Grammófónninn hefur ekki tekiö miklum útlitsbreytingum en tækninni hefur fleygt mikið fram. Grammófónn Enginn vafi leikur á því að Thomas Alva Edison er höfundur hljóðritans, en hann bjó til spólu- tæki 12. ágúst 1877 og fékk einka- leyfí á því í febrúar 1878. Hljóðritinn kom samt ekki á markaðinn fyrr en Þjóöverjinn Emile Berliner, sem flust hafði til Bandaríkjanna, gerði ýmsar end- urbætur á honum 1887 og tók upp Blessuð veröldin hljóð á snúningsplötu úr sinki sem húðuð var með vaxi. Tæki þetta var nefnt grammófónn. Berliner sneri síðar heim til Þýskalands og stofnaði þar Deutsche Grammophon Gesellsc- haft. Fyrsti almennings- grammófónninn Bandaríkjamaöurinn Louis Glas hóf árið 1889 að setja grammófóna á almannafæri, í kaffihús og víð- ar og var þeim þannig hagað að þeir fóru í gang þegar mynt yar stungið í þá. Fyrsta tækið var sett upp í Palais Royal í San Francisco. Tæki þetta var með fjórum heymartólum, sem voru með myntrauf hvert og eitt, og kostaði 20 sent aö fá að heyra eitt lag. Frost fer harðnandi í dag verður norðvestankaldi og á stöku stað stinningskaldi og él við norðausturströnd landsins. Sunnan- Veðrið í dag lands verður hæg norðaustanátt og léttskýjað þannig að sjást ætti tals- vert til sólar á höfuöborgarsvæðinu en vestangola og skýjað með köflum norövestantil. Frost fer heldur harðnandi, eink- um í innsveitum. Á hádegi í dag verð- ur hitastig á bilinu -1 til -4 stig norö- vestan og norðaustanlands en -3 til 0 stig vestan- og sunnanlands. Víða má búast við talsverðu næturfrosti í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 20.24 Sólarupprás á morgun: 6.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.30 (stórstreymi) Árdegisflóð á morgun: 8.47 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri léttskýjað -3 Akurnes léttskýjað -2 Bergsstaöir hálfskýjað -7 Bolungarvík skýjað -4 Kefla víkurflugvöllur úrkoma í grennd -1 Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö -3 Raufarhöfn snjóél -4 Egilsstaöir léttskýjað -2 Reykjavík snjóél -1 Stórhöföi snjóélásíð. klst. -0 Helsinki skýjað 3 Kaupmannahöfn rigning 6 Stokkhólmur úrkomaí grennd 8 Ósló haglélásíð. klst. 8 Þórshöfn skýjað 1,6 Amsterdam heiðskírt 14 Berlín skýjað 13 Feneyjar léttskýjað 13 Frankfurt léttskýjað 17 Glasgow skýjað 11 Hamborg skýjað 14 London heiðskírt 17 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg hálfskýjað 12 Mallorca léttskýjað 19 Montreal heiðskírt -2 Nice léttskýjað 15 SigurðurValgeirssonkörfuboltaaðdáandi: Ótrúlegustu menn sem hafa samband við mig Ægir Máx Kárason, DV, Suöumesjum: „Þetta gefur mér rosalega mikið og ég sé enga ástæöu til að hætta á meðan ég hef gaman af þessu. Félagslíf og íþróttir hafa heillað mig frá þvi ég var strákormur," segir Sigurður Valgeirsson, Kefl- víkingur, sem hefur séð um að skrá Maður dagsins alla þá leikmenn sem leikið hafa með Keflavík og á til tölur yfir þá alla. Þá hefur hann einnig skráð í bækur reglulega alla leiki sem hafa fram farið í NBA-deildinni í yflr fimmtán ár. „Þetta er orðið alveg geysilegt magn af pappirum h)á mér og það var ekkert annað að gera fyrir mig en aö fá mér tölvu og er ég nýbyrjaöur aö setja gögnin inn en það tekur örugglega einhver árin.“ Sigurður hefur fylgst manna best hér á landi meö NBA-deildinni og hafa margir fjölmiölar og aðrir reglulega samband við hann til að fylgjast með íþróttum: „Það má segja að faðir minn hafi kveikt áhugann. Ég og bróðir minn fórum meö honum á alla fótboltaleiki og keyrðum til Hafnarfjarðar til að komast á handboltaleiki cn þegar körfuboltafélag var stofhað i Kella vík fyrur rúmum tuttugu árum sneri ég mér alfarið afkörfunniog var í stjórn í langan tíma. Þetta var skemmtilegur tími og þegar ég hætti var komið gott fólk til að taka við.“ Þegar Sigurður er spurður með hvaöa liöi hann haldi í NBA-deild- Sigurður Valgeirsson. inni kemur svarið fljótt: „Los Angeles Lakers." Sigurður er fá upplýsingar. „Ég hef það gaman spuröur hvort fólk sé ekki hissa á af NBA að ég fylgist með leikjum þessu áhugamáli hans: „Konan heilu og hálfu næturnar. Það eru mín er sjálfsagt mest hissa en hún síðan ótrúlegustu menn sem hafa hristir bara hausinn yfir mér. samband við mig alls staðar af Margir vinnufélagar mínir- eru landinu og finnst mér gaman að hestamenn og þeir hafa verið að geta hjálpað einhverjum em þarf á gera aö þvi skóna í gamni að ég upplýsingum aö halda. Sjálfur hef kæmi i hestamennskuna, þá væri ég aldrei farið til Bandaríkjanna ' þeim borgið hvað varðar skrásetn- en það er minn æðsti draumur í ingu og geymslu á gögnum.“ Eigin- dag.“ kona Sigurðar heitir Bjarney Sigurður byrjaði snemma að Gunnarsdóttirogeigaþautvosyni. Myndgátan Lausn gátu nr. 1186: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki DV Körfubolti og fótbolti Það er stutt hvíld á milh leikja hjá körfuboltaliöunum úr Grindavík og Njarðvík en þau gætu þurft að leika sjö leiki til þess að fá úr því skorið hvort hð- ið verður Íslandsmeistari. í kvöld fer fram fjórða viðureign þessara sterku liða sem hafa skemmt áhorfendum vel með góðum og fþróttir skemmtilegum körfubolta i þremur leikjum. Leikurinn í kvöld fer fram i Grindavík og hefst hann kl. 20.00. Grindvíking- ar hafa yfirleitt kunnað vel við sig á heimavehi og tapað sára- fáum leikjum þar og eiga því góða möguleika á að innbyrða vinning. Reykjavikurmótið í knatt- spyrnu heldur áfram í kvöld og leika þá Þróttur og Víkingur og hefst leikurinn kl. 20.00. Bridge Islandsbankamót sveita, undankeppni, fór fram í húsnæði Bridgesambands ís- lands um helgina. Baráttan var hörð um hin eftirsóttu 10 sæti í úrslitum, sérstak- lega í A-riðhnum sem fyrirfram var tal- inn sá sterkasti. Þegar þessar línur voru ritaðar voru 2 umferðir eftir og sveit Tryggingamiöstöðvarinnar í forystu í A-riðlinum með 98 stig en sveit Metró hafði komið á óvart og var í öðru sætinu með 93 stig (sveit af F-styrkleika). Sveit Roche (B-styrkleiki) var í þriðja sæti með 84 stig en sveit Júlíusar Sigurjónssonar, af C-styrkleika, hafði aldrei blandað sér alvarlega í baráttuna'xim 2 efstu sætin. í flmmtu umferðinni kom þetta fjöruga spil fyrir en hönd vesturs er vægast sagt óvenjuleg. Sagnir gengu þannig í opnum sal í leik sveita Björns FYiðrikssonar og Roche. Austin gjafari og AV á hættu: ♦ 10752 V G852 ♦ KDG + 76 ♦ K9863 V D1073 ♦ 32 + 84 ♦ ÁDG4 V K964 ♦ 4 + KG32 Suður Vestur Norður Austur 24 Dobl 2V Pass 3+ 34 Dobl p/h Tveggja tígla opnun suðurs lofaði 14-17 punktum og þriggja lita hendi. Dobl vest- urs lofaði lengd í tígullitnum og norður spurði um skiptingu spilanna hjá suðri. Þrjú lauf lýstu stuttlit í tígli og vestur egndi gildruna með því að segja þrjá tígla. Norður, sem taldi líklegt að úttekt (game) stæði á spil NS, taldi jafnvel enn líklegra að vestur myndi fara illa úr dobluðum samningi í þriðja sagnstigi á óhagstæðum hættum. En vestur gat ómögulega gefið nema 4 slagi í þessum samningi, tvo á hvorum láglitanna og það gerði 670 til sveitar Roche og 11 impa gróða. Samning- urinn var 3 tíglar ódoblaðir á hinu borð- inu. V Á ♦ Á1098765 Jm Ámnoc Skák Curt Hansen tryggði sér Norðurlanda- meistaratitilinn í skák með jafntefli viö Jonathan Tisdall í næstsíðustu umferð mótsins sem lauk á Hótel Loftleiðum í gær. Simen Agdestein, sem átti titil að verja, veitti Curt ekki eins harða keppni og búist hafði verið við. Til marks um slakt form Norðmannsins má geta eftirfarandi stöðu þar sem hann haföi svart og átti leik gegn Erling Mortensen. Trúlega er lesandinn fljótur að koma auga á besta leik svarts? 8 7 si ei á 5 A . 4 1 3 A A 2 A 1 A B C D f E F G H En Agdestein sá ekki 37. - Rf3+ 38. Khl Rg3 sem er kæfmgarmát af bestu gerð. Hann lék 37. - Dg3 + og hafði raun- ar sigur í þessari sterku stöðu eftir 38. Khl Rf4 39. Rd7 d3 40. Bxc6 Rgxh3 er hvítur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.