Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 3.
APRÍL 1995
43
dv______________________________________________________________________________________Fréttir
Bankar, ráðuneyti, Alþingi og stofnanir blekkt í skyni góðvildar:
Senda fjölda naf nspjalda til
„dauðvona“ ensks drengs
- drengurinn fullfrískur fyrir 5 árum og orðinn stálpaður unglingur
Þórður Friðjónsson, forstjóri þjóð-
hagsstofnunar, hefur sent keðjubréf
til 10 fyrirtækja þar sem hann hvetur
forráðamenn þeirra til að senda Cra-
ig nokkrum Sherwood nafnspjald
sitt. Craig þessi er sagður vera 7 ára,
þjást af krabbameini og hans heitasta
ósk sé að komast í Heimsmetabók
Guinnes.
Samkvæmt upplýsingum frá
Heimsmetabók Guinnes var Craig
þessi Sherwood betur þekktur undir
nafninu Craig Shergold árið 1990
þegar DV íjallaði um hann. Þá var
hann með æxli við heila og var að
safna batakortum, „get well cards“.
Craig hafði náð aö safna rúmlega 16
milljónum korta árið 1990 og bað um
að honum yrðu ekki send fleiri bata-
kort.
Craig Sheregold er búsettur í Bret-
landi og er nú 15 ára. Hann náði full-
um bata að sögn taismanna Guin-
ness. Þeir sem vilja senda Craig
Sherwood nafnspjöld eru beðnir að
senda þau á „Óskasjóðinn" í Atlanta
í Georgíufylki í Bandaríkjunum.
Talsmenn Guinnes fullyrða að Craig
Sheregold og Craig Sherwood, sé
einnig þekktur sem Craig Shepherd
og Shephard. Hér séu greinilega á
ferðinni einhverjir sem séu aö mis-
nota góðmennsku og velvilja ann-
arra. Helst sé hægt að gera sér í hug-
arlund að einhver sé að koma upp
nafnspjaldagagnabanka í einhverj-
um tilgangi. Hjá Guinness sé engan
flokk að fínna undir söfnun nafn-
spjalda og ekki standi til að koma á
fót slíkum sjóði.
Auk Þórðar er af listanum að sjá
að Steingrímur Hermannsson seðla-
bankastjóri, Björgvin Vilmundar-
son, bankastjóri Landsbankans, og
Erlendur Einarsson, fyrrverandi for-
stjóri SÍS, hafl sent út bréf til 10 að-
ila hver. Meðal móttakenda þeirra
bréfa eru öll ráðuneytin, öll olíufé-
lögin, ASÍ og VSÍ, Alþingi og fleiri.
Móðir Craigs Sheregolds, hins upp-
haflega Craigs, vili þakka öllum þeim
sem sendu syni hennar batakort á
sínum tíma. Fyrir fjórum árum lét
hún hafa eftir sér að sonur hennar
óskaði ekki eftir fleiri nafnspjöldum.
Nóg væri að hann heföi fengið rúm-
lega 16 milljónir batakorta.
„Þetta var allt með góöum hug gert
hjá Þjóðhagsstofnun. Við erum búin
að senda honum spjald því við af-
Snjórinn er oftast tii vandræða en þeir eru þó margir sem hafa af honum ánægju og yndi - einkum börnin þegar
birtir eftir norðanbyl. Eftir eitt slikt áhlaup á dögunum reis myndarlegt snjóhús að Fíflatúni 1 á Eiðum og var
byggingartíminn um það bil einn sunnudagur. DV-mynd örn Ragnarsson, Eiðum
Þegarbirlir
eför norðanbyl
greiðum svona hluti fljótt hér eins ekki aftur tekiö,“ sagði Þórður Frið-
og allt annað, þannig að það verður jónsson. -pp ^
Gerum alfar gerðir
Ijósaskilta
„Á undanförnum 2 árum hefur Augljós Merking sýnt sig og sannað
fyrir Ölgerðinni. Þeir hafa með eljusemi og góðri þjónustu tekið að
sér alla skiltagerð, bílamerkingar, límmiðaprentun og ýmiss konar
sérverkefni fyrir okkur."
fWAi
Benedikt Hreinsson
Markaðsstjóri
Ölgeröin Egill Skallagrímsson
Skemmuvegi 34 • Sími: 587 5513
Fax: 587 5464 • Farsími: 853 7013
Augljós Merking
Atvinna fyrir alla-
vinna er velferð
Við viljum skapa tólfþúsund ný störfmeð því að:
{► veita einum milljarbi króna til nýsköpunar í atvinnulífi
► veita hugmyndaríku fólki áhættulán til nýsköpunar í atvinnulífi
► veita fyrirtækjum sérstakan afslátt af orkuveröi í því skyni aö efla nýsköpun í atvinnulífi
► veita nýjungum í atvinnulífi stuöning í formi launagreiöslna sem annars
heföu fariö í atvinnuleysisbætur
► veita skattaívilnun vegna nýsköpunar í atvinnulífi.
Finnur Ingólfsson
•A
;OQj'
Í£