Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 25 Fréttir Skipasmíðastöð Þ&E hf.: Hlutaféð aukið verulega Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi: Hlutafé Skipasmíðastöövar Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi hefur verið aukið úr 10 milljónum króna í ríflega 30 milljónir. Fyrirtækið hefur jafnframt keypt fasteignir og lausafé þrotabús fyrirrennara síns, Þ&E, af Iönlánasjóði og Iönþróunarsjóði. Þ&E hf. varð gjaldþrota í júlí í fyrra. Iönlánasjóður er stærsti hluthaíinn með 10 milljónir en Akranesbær hef- ur aukið hlutafé úr 2 í 7,5 milljónir. Þorgeir Jósefsson framkvæmda- stjóri segir að með aukningu hluta- flár fyrirtækisins og kaupum á fast- eignum sé ljóst að það sé komið til að vera þótt verkefnastaðan sé óviss. „Við sjáum aldrei langt fram í tím- ann en nú eru líkur á að við smíðum flæðihnur fyrir norskan aðila og tvo kanadíska aðila,“ segir Þorgeir. Hagnaður varð af rekstri fyrirtæk- isins í fyrra og verður greiddur út 10% arður sem hlutafé. 44 starfa hjá fyrirtækinu, auk starfsmanna í tré- smiðju og á rafmagnsverkstæði. Akranes: Áttatíu börn fermast Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi: Séra Björn Jónsson, sóknarprestur á Akranesi, fermir 80 börn í vor og hófust fermingar sunnudaginn 2. apríl. Björn fagnar 20 ára starfsaf- mæh á Akranesi um þessar mundir og um leið kemur fermningarblaðið út í 20. sinn. Björn hóf útgáfu blaðs- ins á fyrsta starfsári sínu á Akranesi. 'ftftChb Hense f J \ bouillon Fiske bouillon Svine 3 kodkraft Þorgeir Jósefsson framkvæmdastjóri segist bjartsýnn að loknum fyrsta aðalfundi félagsins. DV-mynd Garðar seglin Hækka Alþýðuflokkurinn vill ekki að örfáir sægreifar eignist fiskimiðin. Við viljum að þjóðin öll eigi auðlindirnar í sjónum, og njóti arðsins af þeim. Þessvegna viljum við að sameign þjóðarinnar á miðunum verði bundin í stjórnarskrána. Jafnaðarmenn vilja beita löggjöf til að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fáar hendur. Við viíjum halda áfram að treysta stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, og takmarka veiðar togara á grunnslóð uns fiskistofhar rétta úr kútnum. Kvótakerfið hvetur til þess að fiski sé hent. Því verður að breyta. Það verður að tryggja að allur afli berist að landi, og sjá til þess að útgerðir og sjómenn tapi ekki á því. Alþýðuflokkurinn hvetur líka til þess, að fiskmarkaðirnir verði efldir, og sem mest af afla fari yfir markað. Alþýðuflokkurinn hafnar kerfi, þar sem útgerðarmenn geta selt kíló þorskígildis, sem þeir fengu úthlutað ókeypis, á 90 krónur. í stað þess viljum við, að tekið verði upp hóflegt veiðigjald í áföngum sem tekur mið af afkomu greinarinnar. Alþýðuftokkurinn vill nota afgjaldið tií að styrkja innviði greinarinnar, m.a. úreldingu, tilraunaveiðar á nýjum tegundum, og vinnslu nýrra afurða. Við teljum, að farsæl leið sé, að með stækkun fiskistofnanna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Alþýðuflokkurinn lagðist gegn því, að veiðar dugmikilla sjómanna r Smugunni yrðu bannaðar með reglugerð. Síðan hafa veiðamar skilað verðmætum sem svara til 55 - 60 þúsund kr. á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Þetta er ígildi 500 - 600 ársverka. Alþýðuflokkurinn lofaði fyrir síðustu kosningar að lögum um landanir erlenara skipa yrði breytt. Við það stóð ríkisstjórnin. 30 þúsund tonn af Rússaþorski hafa síðan haldið uppi atvinnu í mörgum byggðarlögum á tímum aflabrests. Við viljum hækka seglinl kl/tNÞ /'/4-fMW. Alþýðuflokkurinn - Jafhaðarmannaflokkur tslands Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefna jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafhaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17. 0kse 1 kedkraft ^ > sovs Alt-i-én terning -med smag, kulor og jævning Gronsags bouillon Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á teningnum! fíhcNí kraftmikið og gott bragð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.