Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Fréttir DV Enn frekari niðurskurður þrátt fyrir of mikið álag á spítalanum: Engar fleiri matarholur - segir Torfi Magnússon, formaður læknaráðs Borgarspítalans „Þegar viö erum krafin um aö skera niöur þá er þaö alltaf undir þeim for- merkjum aö þaö bitni ekki á þjón- ustu. Embættismenn í ráðuneytinu segja aö það sé alltaf hægt aö finna matarholur. Við erum að segja aö þær séu engar. Það er búið aö fylla Skýrsla um samfélag, bók Tómasar Cunnarssonar, er um leyndarbréf Hæstaréttar, meint lögbrot æðstu embættismanna og þögn kerfisins. Verð kr. 1.980. Ullarfrakkar frá kr. 3.990 Opið virka daga kl. 13-18. Arma Slnpra Sérverslun með hermannafatnað Hverfisgötu 64a Sími 622322 Aktu eins og þú vilt OKUM f INS OC Mf I að aá'ir aki! upp í öll göt og ekki hægt að hagræöa meira. Ef fjárveitingar veröa skornar áfram niður þá hlýtur þaö að bitna á þjónustunni. Þaö er skylda stjórn- valda að viðurkenna þá staðreynd," segir Torfi Magnússon, formaður læknaráös Borgarspítalans. Starfsmenn og læknaráð Borgar- spítalans og Landkots héldu á fimmtudag fund um niðurskurð og breytingar á rekstri sjúkrahúsanna. Torfi ílutti framsögu á fundinum og rakti þær forsendur sem lagt var upp með þegar ákveðið var að sameina rekstur Borgarspítala og Landakots. Fjallaði hann um upphafleg rekstr- Akureyri: Iðunn Ágústsdótt- irsýnir hjáNorður- mynd Gyifi KristjánsBom, DV, Akureyn; Iðunn Ágústsdóttir myndlistar- maður opnaði síðastliðinn laug- ardag myndlistar- og listmuna- sýningu í Hafnarstræti 90 á Akur- eyri og er gengið inn að sunnan. Um sölusýningu er að ræða en á sýningunni eru um 25 mynd- verk, unnin á gullgrunni, svo og smærri postulínsmunir og skart- gripir margs konar. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga en henni lýkur 9. apríl. stærðir stgr.verð 2 1 S/7SR 1 S AX 8 .235,- 235175R1S AX 8 .865,- 30X9,50R1 5 A X 1 O .350,- 31X10,50R15 A X 1 O ."755,- 32X1 1.50R1S A X 1 3 .41 O , - 33X12,50R15 AX 1 3 .850,- 26S/75 R 1 6 AX 1 3 .150,- 30X9, SOR 1 5 IVI X 1 1 .61 O , - 31 XIO.SORI 5 IVIX 1 2 .330,- 32X1 1,5 O R 1 5 IVI X 1 3 18 5,- 33X12,50R1 5 IVIX 1 3 .850,- SIDEWINDER aráform, fjárfestingaráform og hag- ræðingu og hvernig niðurstaðan hefði orðið. Hann segir að þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir að sjúkrahúsið heföi óbreytt rekstrarfé fyrstu tvö árin hefði staðreyndin orðið sú að heildarrekstrarkostnaður hefði lækkað um 1,2 milljarða á árunum 1992 til 1995. Gert heföi verið ráð fyr- ir því að þörf væri á 600 til 1000 millj- ónum til aö koma húsakosti í gott ástand og gera nauðsynlegar breyt- ingar. Niðurstaðan hefur orðið sú að á árunum 1992 til 1995 hafa verið settar 342,6 milljónir í þessi verkefni. Þeir peningar hafa að sögn Torfa far- iö að mestu í nauðsynlegar viðgerðir og viðhald. „Við erum ekki farin að njóta, nema að takmörkuðu leyti, þess sem sameining tveggja fyrirtækja getur haft í för með sér. Við erum enn með reksturinn á tveimur stöðum. Við erum samt sem áður byrjuð að þurfa að skera niöur. Við erum með of mikið álag á spítalann, eins og stend- ur. Við erum með sjúklinga að stað- aldri liggjandi á göngum. Við erum með biðlista sem heldur eru að lengj- ast. Samt sem áður horfum við fram á þær breytingar á þessu ári að fækk- un verður á sjúkrarúmum í heildina séð, án þess að sjúklingum fækki. Við stjórnum ekki innlögnum hér.“ Torfi leggur áherslu á að þegar rætt sé um hagræðingu á sjúkrahús- um þá sé það tækjakostur sem skipti verulegu máli. Hann geti fækkað legudögum og hraðað vinnu við sum verk. Staöreyndin sé hins vegar sú að um margra ára skeið hefur undir 50 milljónum króna verið variö til tækjakaupa á Borgarspítala árlega í stað þeirra 150 milljóna sem taldar eru nauðsynlegar. „Frekari forsend- ur hagræðingar eru meðal annars að hafa meira fé til tækjakaupa." Fyrsti fundur fornleifanefndar. Á myndinni eru Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður og varamaður, Þór Magnússon þjóðminjavörður, Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur og varamaður, Páll Sigurðsson, lögfræðingur og formaður nefndarinnar, dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafninu, og nefndarmað- ur og dr. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur á Árbæjarsafni og aðalmaður í nefndinni. DV-mynd Brynjar Gauti Fornleifanefnd f undar Fornleifanefnd hélt sinn fyrsta fund í fyrradag. Mikið hefur verið deilt um tilnefningar og skipun í nefndina en engin fornleifanefnd hefur verið starfandi frá því um mitt síðasta sumar er ný lög um hana tóku gildi. Síðast kærði deildarfor- seti í Háskólanum tilnefningu Vil- hjálms Arnar til menntamálaráð- herra en ráðherra vísaði kæru frá. -PP Meiming_________________________ Sólrún Jónsdóttir sýnir á Mokka: Til fómarlamba alnæmis Tuttugu og sjö Islendingar hafa látist af alnæmi og sýningu Sólrúnar Jónsdóttur á Mokka er ætlað að vera til minningar um þetta fólk. Sólrún nam bók- menntir, kvikmyndafræði og ljósmyndun í Kaliforníu en sýning hennar er þó meira í ætt við innsetningar en það sem við myndum alia jafna kalla ljósmyndasýn- ingu því ljósmyndirnar á sýningunni eru allar svart- hvítar og allar af sama viðfangsefninu - logandi kert- um. Veggirnir bak við myndirnar hafa verið tjaldaðir sorgarklæði, svörtum dúk, og í það hafa síðan verið fest blóm. Á endavegginn er síðan skrifaður listi yfir þá sem dáið hafa af sjúkdómum tengdum alnæmi en aðeins er getið kyns þeirra, aldurs og dánarárs. Sýningin vekur, og er augljóslega ætlað að vekja, söknuð. Þeir sem þekktu hina látnu geta fundið þá á listanum þótt nöfnin vanti og áhorfendum er boðið að festa fleiri blóm á veggina, eins og þegar kveikt er á kerti fyrir látinn ástvin í kirkju. Sólrún hefur þann- ig breytt Mokka í eins konar sorgarkapellu þar sem minningunni um látna alnæmissjúklinga er haldið vakandi og vinir geta minnst þeirra. Enginn sjúkdómur hefur haft eins mikil áhrif á vit- und þeirra kynslóða sem nú lifa og alnæmi, þótt það sé langt frá þvi að vera mannskæðasti sjúkdómur sem nú geisar og þótt þaö sé aöeins einn af mörgum ban- vænum og ólæknandi sjúkdómum sem við þurfum að kljást við. Þetta er fyrst og fremst vegna þess hve margir þeirra sem látist hafa eru hommar. Af þessum sökum var alnæmi frá upphafi ekki síður pólitískt viðfangsefni en læknis- eða faraldsfræðilegt vanda- mál. Um leið og ógnin af alnæmi varð ljós tengdist hún grónum fordómum og pólitískri og réttindalegri bar- áttu. Margir töldu það hreint ágætt að upp heföi kom- ið veiki sem hugsanlega myndi losa samfélagið fyrir fullt og allt við hommana og þó svo að vart sé hægt að ásaka yfirvöld á Vesturlöndum um svo afdráttar- lausa afstöðu er ljóst að viðbrögð þeirra hafa verið langt frá því fullnægjandi: fjáveitingar til rannsókna Myndlist Jón Proppé og forvarna eru ótrúlega naumar og lítið er gert til aö aðstoða þá sem sýktir eru. Það voru þvert á móti þeir sem urðu fyrir barðinu á sýkingunni og þeir sem töldu sig í mestri hættu af henni sem brugðust fyrstir við, náðu á skömmum tíma að hefta verulega útbreiðslu hennar og koma á fót öflugu forvarnastarfi. í gegnum þetta starf hefur mót- ast beitt pólitísk afstaöa sem felur í sér gagnrýni á ýmsum grundvallar viðhorfum og reglum í þjóðfélagi okkar og stjórnskipulagi - gagnrýni sem því miður heyrist alltof sjaldan á Islandi. Sýning Sólrúnar á Mokka er látlaus en hátíðleg minning um látna félaga en hún kemur ekki til móts við þörfina fyrir einbeitta og gagnrýna umfjöllun um vandamáliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.