Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 19
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 19 Fréttir Norðmenn búa sig undir stórsókn íslenskra togara í Smugunni í sumar: Verðum að taka 10% af kvótanum - segir Olav Godö, fiskifræðingur við Hafrannsóknarstofnunina í Björgvin Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Það er augljóst að ef íslendingar ætia að halda svona áfram verðum við aö minnka okkar eigin kvóta um 10 prósent," segir Olav Godö, fiski- fræðingur við Hafrannsóknarstofn- unina í Björgvin, í samtali við DV. Norðmenn búa sig nú undir stór- sókn íslenskra togara í Smuguna í sumar. Ganga menn út frá því sem vísu að Smuguaflinn verði ekki minni en á síðasta ári. Þá voru veidd í það minnsta 60 tonn af þorski utan kvóta í Barentshafi. „Þetta er allt sami fiskurinn. Ef íslendingar halda áfram veiöiþjófn- aði í Smugunni bitnar það á kvótun- um sem norskir og rússneskir togar- ar hafa í Barentshafi. Það eru sjó- menn frá þessum löndum sem taka út refsinguna fyrir veiðiþjófnaöinn," sagði Olav. Olav sagði að Norðmenn hefðu vonast eftir auknum kvóta næstu tvö til þrjú árin en sú von væri nú úr sögunni. Þorskstofninn væri að vísu sterkur en ekki svo að hann þyldi ótakmarkaðar veiðar, sérstaklega ekki þegar um smáfisk væri að ræða. „Nú óttumst við einnig aö fleiri þjóöir, sérstaklega Spánverjar, sendi skip sín í Smuguna. Það gæti hæg- lega leitt til algers hruns í þorsk- stofninum, líkt og farið hefur fyrir þorski og grálúðu við Núfundna- land,“ sagði Olav. Enn er bara einn togari í Smug- unni. Þar er Sankta Princessa, port- úgalskur togari, skráður í Belís. Að sögn John Espen Lien, hjá norsku strandgæslunni, hefur togarinn legið aðgerðalaus á miðunum frá því hann kom. Mjúkar leðurtöfflur með bólstruðum innleggsmótum Teg. 781-01 st. 36-46, svartar Verð frá 3.840 Teg. 781-02 st. 36-41, hvítir Kr. 3.840 Teg. 2782 st. 36-41, hvítir Verð frá kr. 3.840 Fást með tveimur hælahæðum með/án sérlega stömum sóla. Tréklossar í úrvali Glæsiskórinn Glæsibæ, s. 812966 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Akureyri: Háskólinn fékk Sólborg - þrátt fyrir veðurteppta ráðherra Gylfi Krisljáiisson, DV, Akureyii: Háskólanum á Akureyri voru um helgina afhent formlega húsakynni vistheimilisins að Sólborg en starf- semi skólans mun flytjast þangað á næstu árum. Erfiðlega gekk fyrir ráðherrana, sem hugðust undirrita skjöl um af- hendinguna, að komast til Akur- eyrar. Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra, sem hugðist af- henda byggingarnar varð veðurteppt eins og Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sem átti að veita þeim viðtöku. Fulltrúi Rannveigar var heimamaðurinn Ólafur Oddsson sem afhenti Halldóri Blöndal, fulltrúa Ólafs G„ og Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, húsin en til stendur að undirrita afhend- inguna formlega í Reykjavík. Skrifstofustarfsemi Háskólans á Akureyri mun flytjast að Sólborg strax í haust. Ef áætlanir ganga eftir hefjast svo byggingarframkvæmdir á lóðinni á næsta ári og stefnt er að því að kennsla hefjist í þessu nýja húsnæði haustið 1996. Fundur smábátamanna á Reykjanesi: Smábátar á af la- marki að þurrkast ut - neyðarrétti verði beitt gegn kvótakerfi Smábátaeigendur á Reykjanesi héldu nýlega fund í Skútunnni í Hafnarfirði með frambjóðendum í kjördæminu. Þar kom fram mikil andstaða trillukarla gegn kvótakerf- inu og mörgum fyrirspurnum var beint til frambjóðenda. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem krafist var breytinga á lögum um stjóm fiskveiða í samræini við þær alþjóðasamþykktir sem íslend- ingar eru aðilar að. I ályktuninni segir að ljóst sé að smábátar á afla- marki séu að þurrkast út og vertíöar- flotinn sé ekki nema svipur hjá sjón. Þá segir í ályktuninni að verði ekki farið að kröfum smábátaeigenda verði orðin ein ekki látin duga í and- stöðu gegn kvótakerfinu heldur muni almenn hreyfing fara af stað sem beita muni neyðarrétti einstakl- ingsins gegn kvótalögunum. Tapi snúið í hagnað Fiskmarkaður Suðurnesja hagn- aðist um 16,1 milljón króna á síöasta ári. Þetta eru mikil umskipti frá ár- inu 1993 þegar fyrirtækið tapaði 9,5 milljónum króna. Samdráttur varð á síðasta ári í sölu á þorski sem nemur tæpum 4 þús- undum tonna. Seld voru um 8.600 tonn af þorski í fyrra á móti 12.600 tonnum árið 1993. Alls var seldi Fiskmarkaður Suð- urnesja fyrir tæpa tvo milljarða í fyrra á móti 1,8 milljörðum árið á undan. -rt Kingsley hjónarúm í Queen stærð (152x203cm) með góðri millistífri dýnu frá Serta, kostar kr. 119.940,- Náttborðið kostar kr. 23.600,- stk og kommóða með spegli kr. 99.610,- og stór og mikill kommóðuskápur kr. 64.580,- Við bjóðum raðgreiðslur til margra mánaða eða staðgreiðsluafslátt. Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm þá skaltu líta til okkar og prófa Serta dýnurnar og finna út hvort þér líkar best millistíf dýna, stíf eða mjúk. Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að veita þér þær upplýsingar sem þú vilt vita um Serta dýnurnar og að aðstoða þig við val þitt. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 5871199 ; -Þegar þú vilt sofa vel \ í tilefni af 300ustu Raynor hurðinni uppsettri ó íslandi VERKVER i 1 p '| 1 cr. bjóöa Raynor og Verkver nú 15% afslátt af öllum bílskúrshurðum pöntuöum fyrir 28. apríl VerSdæmi: FulningahurS 213 x 244 cm kr* 55.665/~ InnifaliS í verSi eru braufir og þéftilistar. BYGGINGAVÖRUR Siðumúla 27, 108 Reykjavik •B 581 1544 *Fax 581 1545

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.