Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Síða 43
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 55 ir en stjórnarandstæðingar hefðu haldið á lofti. Þar hefði komið fram að árið 1994 hefði markaö þáttaskil í efnahagsmálum íslendinga eftir ólgu undanfarin ár. „Sjálfstæðisflokkur- inn þarf vissulega forustu annað kjörtímabil vegna þess að ísland er að verða betra og betra," sagði Hjálmar. Anna Hlin Bjarnadóttir, V-lista, sagðist ekki sjá betra ísland í fjár- hagsstöðu heimilanna og hún hefði ekki séð hag launafólks borgið í ný- gerðum kjarasamningum. „Það er fráleitt að heyra sósíalista allra flokka sameinast hér í kvöld, meira að segja frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks boða betri kjör og betri hag allra landsmanna. Halda þeir að einhverjir trúi þeim?“ spurði Anna Hlín. Þegar hér var komið sögu var kom- ið aö lokaumferð og „þungaviktar- mennirnir" stigu í ræðustól hver á eftir öðrum. Norsk aðferð á Vilhjálm Ragnar Arnalds, G-lista, sagði þá þingmenn, sem verða kjörnir um næstu helgi, verða að taka um það ákvörðun á kjörtímabilinu hvort sækja eigi um aöild að Evrópusam- bandinu: „Bregður nú svo við að Sjálfstæðisflokkurinn neitar að upp- lýsa um afstöðu sína fyrir kosningar. Staðan er sú að flokkurinn er þver- klofinn í þessu máli og því fer Davíð Oddsson í hlutverk strútsins, stingur höfðinu í sandinn og segir að málið sé ekki á dagskrá." Ragnar sagði að einn helsti tals- maöur fyrir ESB-aðild væri einmitt í framboði í kjördæminu, Vilhjálmur Egilsson. íslendingar hefðu fyrir sömu hagsmunum að berjast í þessu máli og íbúar í Norður-Noregi sem börðust gegn aðild af alefli og fógn- uðu sigri. „Við skulum nota norsku aðferðina á Vilhjálm Egilsson," sagði Ragnar. Logið og svikið Sveinn Allan Morthens, J-lista, sagði framboð Þjóðvaka hafa leitt í ljós að fólk vildi breytingar. Hann sagði hina frambjóöendurna koma til Siglufjarðar á fjögurra ára fresti til að tala við fólkið, og nú beindi Sveinn Allan máli sínu til hinna frambjóðendanna: „Er það það sem fólkið þarf að þið komið hingað viku fyrir kosningar á fjögurra ára fresti en sjáist ekki þess á milli? Ég hef átt þess kost að fara á vinnustaði hér á Siglufirði og annars staðar í kjör- dæminu og það er athygli vert sem maður heyrir frá fólki sem hefur kosið svo árum skiptir, en það er þetta: „Þið komið viku fyrir kosning- ar og ljúgið og ljúgið og ljúgið, og viku eftir kosningar þá svíkið þið og svíkið og svíkið." Nú sneri Sveinn Allan sér að fundargestum: „Ætlið þið að halda áfram að gefa þessum gömlu framboðum réttinn til að fara með ykkar mál eða ætlið þið að reyna að hafa raunveruleg áhrif til breyt- inga?“ Mo■('(')ui'kind vooi;i'o D S iþingmerw J* Landskjöm Hlutfallsskipting 1991 Stjómarandstaia Stjórnarflokkar B Ragnar hálfúll Jón Hjartarson, A-lista, sagði rangt hjá Ragnari Arnalds að kratar væru andvigir ijármagnstekjuskatti. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ragnar virðist óánægður með að við tökum undir hans málflutning. Hann var hka hálffúll vegna þess að við tókum undir tillögur hans að gera að stjórnarskráratriði að festa það að auðlind hafsins væri þjóðareign," sagði Jón. Jón sagði stefnu Alþýðuflokksins í aðaildarmálinu að ESB vera rang- túlkaða. „Viö fyrirgerum aldrei rétti okkar til fiskistjórnunar. Við trúum hinu gagnstæða, að viö munum halda taumhaldi okkar á fiskveiöun- um,“ sagði Jón. Jón og Sveinn Allan höfðu verið að kallast eitthvað á meðan á fundin- um stóð, og notaði nú Jón tækifærið til að mismæla sig vísvitandi og kall- aði Svein „Jóhönnu Morthens". Tveir valkostir Páll Pétursson, B-lista, sagði Sigurð Hlöðversson hafa látiö í það skína að Ragnar Arnalds væri einhver sér- stakur vinur Siglufjarðar en Páll vildi bera það til baka. „Þingmenn kjördæmisins hta á sig þingmenn alls kjördæmisins og það eru öfug- mæli að hann hafi sinnt Siglufirði eitthvað sérstaklega." Páll sagðist vilja eiga aðild að stjórn meö Jóhönnu Sigurðardóttur, en ekki með sjávarútvegsstefnu Sveins Allans. „Styrkur stjórna fer ekki eft- ir fjölda flokkanna sem þær mynda og erfiðasta stjórnarsamstarf sem ég hef átt aðild að var með Sjálfstæðis- flokknum. Nú verða valkostirnir tveir, annaðhvort myndar Davíð Oddsson stjórn eða Halldór Ásgríms- son og Halldór mun reyna fyrst að mynda stjórn með núverandi stjórn- arandstöðuflokkum." Páll fékk eitt frammíkall og var sagður ljúga: „Hættu þessu, Ólafur, þú getur talað á eftir þegar fólkið er farið,“ var svarið sem „frammíkall- arinn" fékk. Þiðfáið baráttujaxl Vilhjálmur Egilsson, D-lista, sagði ótrúlega vel hafa tekist til við stjórn atvinnu- og efnahagsmála á kjör- tímabilinu. „Við höfum afstýrt at- vinnuleysi en fulltrúar verkalýðsfor- ustunnar töldu hættu á að hér skap- aðist finnskt ástand með 15-20% at- vinnuleysi. Ég varði í tvíhöfðanefndinni hags- muni þessa kjördæmis í sjávarút- vegsmálum til aö tryggja að menn gætu skapað hér vinnu þrátt fyrir að þorskurinn hyrfi af togaraslóð hér fyrir norðan. Eg er baráttumaður fyrir Noröurland vestra og ég er bar- áttumaður fyrir Siglufjörð. Ég skal lofa ykkur því að ég skal halda bar- áttunni áfram komist ég inn á þing. Það er undir ykkur komið. Ef þiö kjósið mig á þing fáið þið baráttujaxl á þing fyrir Siglufjörð," sagði Vil- hjálmur. í viðjum vanans Anna Dóra Antonsdóttir, V-lista, sagði að ekki þyrftu allir stjórnmála- menn að berjast fyrir pólitísku lífi sínu: „Mjög margir íslenskir stjórn- málamenn sitja í sætum sínum ára- tugum saman og þurfa ekki einu sinni að láta sjá sig í kosningabarátt- unni, þeir ná kosningu fyrir því, jafn- vel þótt flokkar þeirra stórtapi. Kjósendur eru fastir í viðjum van- ans og hafa ekki þor th að leyfa nýj- um hugmyndum og sjónarmiöum að komast að, jafnvel þótt fólk sé mjög óánægt með þá stjórnunarhætti sem það býr við,“ sagði Anna Dóra. X r A-listi Alþýðuflokks 1. Jón F. Hjartarson skólameist- ari. 2. Ólöf Á. Kristjánsdóttir verslun- armaður. 3. Steindór Haraldsson verkefhis- stjóri. 4. Sólveig Zophaníasdóttir leið- beinandi. 5. Friðrik Friðriksson skipstjóri. 6. Gunnar Björnsson verkstjóri. 7. Soffla Amardóttir afgrmaður. 8. Ragna Jóhannsdóttir sjúkral- iöi. 9. Kristján Möller, forseti bæj- arst, Sigluflrði B-llsti Franisóknarflokks 1. Páll Pétursson alþingismaöur. 2. Stefán Guðmundsson alþingis- maður. 3. Elín R. Líndal bóndi. 4. Magnús Jónsson sveitarstjóri, Skagaströnd 5. Herdís Sæmundardóttir hús- móðir. 6. Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufirði 7. Gunnar B. Sveinsson verslun- armaður. 8. Valur Gunnarsson húsasmið- ur. 9. Guðrún Ó. Pálsdóttir umboðs- maður. D-listi Sjálfstæóisflokks 1. Hjálmar Jónsson sóknarprest- ur, Sauðárkróki 2. Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður. 3. Sigfús Jónsson framkvæmda- stjóri. 4. Þóra Sverrisdóttir húsfreyja,. 5. Friðrik H. Guðmundsson verk- fræðingur. 6. Bjöm Jónsson sparisjóðsstjóri. 7. Ágúst Sigurösson bóndi. 8. Elvur H. Þorsteinsdóttir hús- freyja. 9. Gunnlaugur A. Ragnarsson nemi. G-listi Alþýðubandalags og óháðra 1. Ragnar Arnalds alþingismað- ur. 2. Sigurður Hlööversson tækni- fræðingur. 3. Anna Kristín Gunnarsd. skipu- lagsstjóri. 4. Valgerður Jakobsdóttir kenn- ari. 5. Guðmundur I. Leifsson fræðslustjóri. 6. Ríkey Sigurbjörnsdóttir hús- móðir. 7. Hallgrímur Björgvinsson nemi. 8. Jón Bjamason skólastjóri. 9. Ingibjörg Hafstað kennari. J-listi Þjóðvaka 1. Sveinn Allan Morthens for- stöðumaöur. 2. Jón Daníelsson blaðamaöur. 3. Guðrún Guðmundsdóttir þroskaþjálfi. 4. Sturla Þórðarson tannlæknir. 5. Hólmfríður Bjarnadóttir, form. Hvatar. 6. Kristin Jóhannesdóttir bóndi. 7. Guðmundur Davíðsson verka- maður. 8. Gyða Ölvisdóttir hjúkrunar- fræðingur. 9. Erna Sigurbjörnsdóttir verka- kona. V-listi Kvennalista 1. Anna Dóra Antonsdóttir kenn- ari. 2. Anna Hlín Bjarnadóttir þroskaþjálfi. 3. Ágústa Eiríksdóttir hjúkrunar- fræðingur. 4. Jófriður Jónsdóttir nemi.- 5. Eygló Ingadóttir þjúkrunar- fræðingur. 6. Inga Jóna Stefánsdóttir bóndi. 7. Herdís Brynjólfsdóttir aðstoð- arskólastjóri. 8. Kristín Líndal húsfreyja. 9. Anna Jóna Guðmundsdóttir nemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.