Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM,: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Gamla heygarðshornið Meðan stjómmálaforingjamir stinga saman nefjum og bræða saman nýja ríkisstjóm gefst tími til að velta fyrir sér nokkrum veigamiklum staðreyndum varðandi kosningarnar og úrslit þeirra. Athyglisverðast er að gömlu fjórflokkamir standa enn og aftur af sér atlögur nýrra flokka. í stómm dráttum urðu niðurstöður kosninganna þær sömu og mestalla þessa öld. Fylgi einstakra flokka sveiflast örlítið til og frá og þá einkum með hliðsjón af því hvort þeir em í stjórn eða stjórnarandstöðu en í megindráttum em þeir á líku róli og jafnan áður, Sjáifstæðisflokkurinn stærstur, þá Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur eða öfugt eftir atvikum. Þetta er merkileg staðreynd þegar tekið er tillit til þess að hver kynslóðin á fætur annarri, ólíkar þjóðfé- lags- og búskaparaðstæður og margs konar póhtískar væringar frá einum tíma til annars hafa engu breytt í hefðbundnum stærðarmun á flokkunum fjómm. Á undanfómum árum hafa komið margvíslegir brest- ir í flokkana og ágreiningsmálin innan þeirra orðið há- værari. Nægir þar að nefna fiskveiðimál, landbúnaðinn, Evrópusambandið og velferðarmáhn. Skoðanir skarast þvert í gegnum flokkana. Sérframboð síðasta áratuginn eiga einmitt rætur sínar að rekja til árekstra í flokkum þar sem sættir hafa ekki tekist um áherslur og vægi málaflokka. Á sama tíma má segja að hugtökin vinstri og hægri hafi misst gildi sitt og aukið á tilvistarkreppu stjómmálaflokkanna. En gamli fjórflokkurinn hefur engu að síður reynst lífseigur og þá ályktun má draga af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til að brjóta flokkakerfið upp, nú síð- ast með Þjóðvaka, að fjórflokkurinn verði eklti brotinn á bak aftur með utanaðkomandi framboðum. Þeir sem vilja breyta stjómmálunum eða hafa áhrif í þjóðfélags- málum þurfa með öðrum orðum að vinna þá sigra innan flokkanna en ekki utan þeirra. Það er deginum ljósara. Þetta sannaðist meðal annars í borgarstjómarkosning- unum í Reykjavík á sl. sumri. Þá vom það minnihluta- flokkamir í borgarstjóminni sem sjálfviljugir gengu til sameiginlegs framboðs. Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði misst völdin ef einn minnihlutaflokkanna eða þá nýr flokkur hefði boðið fram. Það styrkir gömlu flokkana sömuleiðis í sessi að kosn- ingafyrirkomulagið sjálft og kjördæmaskipanin er þeim hagstæð. Þrátt fyrir augljósa galla, sem meðal annars birtust kjósendum á kosninganótt í útreikningum, jöfn- unarsætum og viðla|aþingmanni, virðist lítill áhugi vera fyrir hendi um einhverjar róttækar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Kerfið var á sínum tíma sniðið að þörfum flokkanna og þeirra þingmanna sem fyrir sitja og hvað sem hver segir um vankanta og skrýtnar leikreglur er varla von til þess að Alþingi, þar sem flokkamir ráða, krukki mikið í kosningalöggjöfina, sjálfum sér til skaða. Niðurstaðan er í aðalatriðum sú að bæði flokkar og fyrirkomulag styðja hvort annað og sameiginlega stuðlar núverandi ástand að þeim hefðbundnu úrshtum sem kosningarnar skiluðu. Óneitanlega kemur þessi íhalds- semi í veg fyrir óvæntar breytingar í póhtíkinni og hindr- ar þann eða þá sem vilja segja kerfínu stríð á hendur. En hitt er líka nokkurs virði að stöðugleiki er einkenni íslenskra stjómmála og stöðugleiki í stjómmálum er ekki minna virði heldur en stöðugleiki í efnahagsmálum. Það var þessi stöðugleiki, úórflokkurinn og kosninga- fyrirkomulagið sem varð þess valdandi að Islendingar sitja enn við gamla og góða heygarðshomið. EUert B. Schram Þaö gekk stirólega með Claes og ekki er vitað um neinn nema vin vorn, Uffe Ellemann, sem hefur beinlínis áhuga á starfinu. Claes í klandri Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, er í vondum málum í Belg- íu, heimalandi sínu, vegna þess aö flokkur hans, ílæmskir sósialistar, er bendlaöur við mútumál árið 1988, meðan hann var efnahags- málaráðherra Belgíu. Þegar hafa þrír af nánustu samstarfsmönnum hans á þeim tíma verið handteknir og einn af fyrrum yfirmönnum flughersins tiefur framið sjálfs- morð, en málið snerist um þóknun til flokksins til að greiða fyrir þyrlukaupum hersins frá ítalska fyrirtækinu Agusta. Þetta er hiö safaríkasta slúðurmál í Belgíu. Meðal annars hefur einn sakborn- inga sagst hafa fundið mikinn fjár- sjóð í peningaseölum í geymslu- hólfi flokksins og gefið fyrirmæli um að brenna seðlana. Síðan hafi gleymst að kanna hvort þeim fyrir- mælum hafi verið fylgt. Nú eru uppi miklar getgátur hvar sjóður- inn lenti en þetta mun hafa sam- svarað 150 milljónum íslenskra króna og mundi talsverður reykur stíga upp af slíku báh. Víst er að þetta mútumál hefur þegar skaðað Claes, ef til vill óbætanlega, hvort sem hann er viðriðinn það eða ekki. Traust Claes hefur spillt eigin málstað með því að verða tvísaga í máhnu. Hann sagði fyrst sendiherrafundi NATO-ríkjanna í febrúar að hann hefði hvergi nærri komið en viður- kenndi daginn eftir að sig rámaði óljóst í eitthvert tal um fjárstyrk frá Agusta. Engu að síður hafa NATO-ríkin enn traust á honum, út á við að minnsta kosti. Samt heyrist víða að hann ætti að segja af sér. Öll helstu blöð í Belgíu hafa lagt að honum að segja af sér og sömuleiðis öll belgíska stjómar- andstaöan. Nafngreindir áhrifa- menn í aðhdarríkjunum hafa líka lýst vantrausti á hann, t.d. Voor- hoeve, varnarmálaráðherra Hol- lands, og ekki heyrði ég betur en Jón Baldvin utanríkisráðherra tæki í þann streng aðspurður í sjónvarpi. En aðrir, þeirra á meðal aö sanna áframhaldandi thveru- grundvöll bandalagsins með auknu samstarfi við Austur-Evrópu og bættum samskiptum við Rússland, auk þess sem endurskhgreina verður hernaðarhlutverk banda- lagsins þannig að það sé ekki elns algerlega háð bandarískri forystu og verið hefur. Enda þótt hth raun- veraleg völd fylgi starfi fram- kvæmdastjóra getur persónuleiki hans og málafylgja haft afgerandi áhrif á þá stefnu sem aðildarríkin móta. Claes hefur tæpast haft tima th aö festa sig í sessi og móta sinn stíl, enda hefur hann aðeins setið í hálft ár. En úr því sem komið er kann að vera óhjákvæmilegt að hann víki, jafnvel þótt blásaklaus sé, einfaldlega vegna þess hversu mjög öll þessi umræða skaðar bandalagið. Aðalástæðan fyrir því „Claes hefur spillt eigin málstaö með því að verða tvísaga í málinu. Hann sagði fyrst sendiherrafundi NATO- ríkjanna 1 febrúar að hann hefði hvergi nærri komið en viðurkenndi daginn eftir að sig rámaði óljóst 1 eitthvert tal um fjárstyrk frá Agusta.“ Þjóðverjar, styðja hann opinber- lega. Claes þykir hæfur maður á margan hátt, þrautreyndur skrif- fmnur sem kann á báknið í Bruss- el, bæði innan NATO og einnig í framkvæmdanefnd ESB, þar sem hann var áður í forsæti sem fulltrúi Belga. Hann þykir réttur maður th að endurskipuleggja skrifstofu- bákn NATO sem hefur ekkert breyst þrátt fyrir endalok kalda stríðsins. Hann hefur einnig þótt standa sig vel í mannlegum sam- skiptum og vera góður mhhgöngu- maður. Nýtt NATO Mikil verkefni eru fram undan hjá NATO, fyrst og fremst í þá átt að aðildarríkin hafa ekki þegar gert honum að víkja kann einfaldlega að vera sú að þeim hrýs hugur við því að velja eftirmann. Það gekk stirðlega með Claes og ekki er vitað um neinn nema vin vorn, Uffe Elle- mann, sem hefur beinlínis áhuga á starfmu. Ýmsir eru þó nefndir th sögunnar, svo sem Douglas Hurd og Malcolm Rifkind frá Bretlandi, Thorvald Stoltenberg frá Noregi og Volker Ruhe, vamarmálaráðherra Þjóðverja. Svo lengi sem Claes er í skugga þessa máls er hann ófær um að gegna hlutverki sínu. NATO var fyrir í óvissu um hlutverk sitt út á við, það getur ekki átt í innri thvistarkreppu líka. Gunnar Eyþórsson KjaHarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Skoðaiiir armarra Varnarsigur Alþýðuflokksins „Fyrir fjórum mánuðum var fylgi Alþýðuflokksins komið niður í 4% samkvæmt skoðanakönnunum, og flestir spáðu því að flokkurinn gyldi sögulegt af- hroð í þingkosningunum. Andlátsfréttirnar voru greinilega ótímabærar: Alþýöuflokkurinn tapaði vissulega ahmiklu fylgi og þremur þingsætum, en fékk eigi að síður 11,7% - þrefalt meira en svörtu spárnar í vetur gerðu ráð fyrir. Alþýðuflokkurinn vann því góðan vamarsigur við erfiðar aöstæður." Leiöari Aiþýðublaösins 11. april. Framsóknarflokkurinn sigur- vegari „Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Niðurstaðan er afar mikhvæg ekki síst fyrir nýjan formann, sem skhar flokknum inn í næsta kjörtímabil sterkari heldur en hann hefur verið um langt árabh. Flokkurinn hefur nú styrk á landsvísu. í þingflokknum hefur auk þess orðið veru- leg endurnýjun. Þetta mun hafa víðtæk áhrif og afl flokksins aukast til muna, hvort sem hann er í ríkis- stjórn eða utan hennar.“ Leiðari Timans 11. apríl. Merkileg tíðindi „Niðurstaða þingkosninganna sl. laugardag er ótvíræö. Þjóðin hefur veitt Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki umboð th þess að endumýja stjómarsam- starf sitt th næstu fjögurra ára. Þetta eru merkheg tíðindi í ljósi sögunnar en þessir tveir flokkar stóðu að best heppnuðu ríkisstjórn lýðveldisins, Viöreisn- arstjóminni fyrri, sem sat að völdum í þrjú kjörtíma- hh. Nú gefst tækifæri th að halda áfram á þessari braut og það tækifæri eiga stjómarflokkamir að nota.“ Leiðari Mbl. 11. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.