Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
11
KjaUaiinn
Sigurður Heigi
Guðjónsson hri.
formaður
Húseigendafélagsins
rækslu á verkskyldum o.s.frv. Slíkt
getur valdið verulegri röskun á
högum annarra í húsinu og einnig
valdið þeim beinu íjárhagslegu
tjóni og rýrt verðmæti eigna þeirra
eða gert þær óseljanlegar.
Það er ómögulegt að gefa um það
nákvæmar reglur hvenær brot eru
orðin þess eðlis að framangreind-
um úrræðum verði beitt. Verður
að leysa úr því í hveiju tilviki á
grundvelli hagsmunamats og
hið venjulega, þ.e. það ónæði sem
alltaf hlýtur að fylgja venjulegu
fjölskyldulífi nágranna.
Neyðarúrræði
Við beitingu þessara úrræða
verður að hafa hugfast að þetta eru
neyöarúrræði sem ekki verður
beitt nema þegar allt um þrýtur,
þegar brot og framkoma íbúðareig-
anda fer út fyrir öll eðlileg mörk.
Tilgangurinn er að vemda eignar-
„En mörkin milli athafnafrelsis eins
og friðhelgi annars eru hárfln og þarf
lítið til að raska því með afdrifaríkum
afleiðingum. I návíginu er mikil mögn-
un fólgin og smámál verða á auga-
bragði stór.“
getur þó nægt til að úrræðunum
verði beitt. Ástæður sem helst geta
komið til áhta eru háreisti og svall,
meingerðir og áreitni í garð ann-
arra íbúa. Þá má nefna.óleyfilega
og ónæðissama atvinnustarfsemi í
íbúð, óleyfilegt dýrahald, van-
grenndarreglna.
íbúðareigendur hljóta ávallt að
verða fyrir einhverju ónæði og
jafnvel óþægindum. Hjá því verður
aldrei komist, það leiðir af eðh
hlutanna, loft eins er annars gólf
og íbúðareigendur verða aö umlíða
rétt og heimihsfrið annarra íbúðar-
eigenda sem eiga ríkari rétt til eðU-
legs lífs og ótruflaðra afnota af
eignum sínuirf en hinn brotlegi að
fara sínu fram.
Sigurður Helgi Guðjónsson
Ófriður í fjölbýli
Á íbúðareiganda í fjölbýU hvíla
margvíslegar skyldur og er eignar-
réttur hans háður meiri og víðtæk-
ari takmörkunum en fasteignaeig-
enda endranær. Afnot og eignarráð
íbúðareigenda ráðast af hagsmuna-
mati þar sem andstæð sjónarmið
eru vegin saman og heildstætt mat
ræður reglum.
Skyldur íbúðareiganda
Eiganda er skylt að haga hagnýt-
ingu íbúðar sinnar þannig að aðrir
í húsinu yerði eldíi fyrir meiri
ama, ónæði og óþægindum en óhjá-
kvænúleg eru og eðUlegt þykir í
sambærUegum húsum. Er eiganda
t.d. almennt óheimUt að hefja í íbúð
sinni ónæðissama atvinnustarf-
semi.
íbúðareiganda ber að taka sann-
gjamt og eðUlegt tilUt tU sameig-
enda sinna við hagnýtingu sam-
eignarinnar og fara eftir reglum og
ákvörðunum húsfélagsins í því
efni. Er óheimilt að nota sameigin-
legt húsrými eða lóð tU annars en
það er ætlað.
Hatrammar deilur
En mörkin milU athafnafrelsis
eins og friðhelgi annars eru hárfin
og þarf lítið tU að raska því með
afdrifaríkum afleiðingum. í návíg-
inu er mikU mögnun fólgin og smá-
mál verða á augabragði stór. Eru
mörg dæmi um að ágreiningur út
af smámunum, eins og skótaui í
sameign, magnist svo að úr verði
fullur fjandskapur sem veldur því
að samstaða næst ekki um nauð-
synlegt viðhald og húsið grotnar
niður.
Fjöleignarhúsalögin hafa að
geyma úrræði gagnvart hinum
brotlega og geta aUeiðingarnar orð-
ið mjög afdrifaríkar fyrir hann.
Segja lögin að gerist íbúðareigandi
sekur um gróf eða ítrekuö brot og
láti ekki segjast við aðvörun geti
húsfélagið lagt bann við búsetu og
dvöl hans í húsinu, gert honum að
flytja og krafist þess að hann selji
íbúð sína.
Kröfum húsfélagsins verður svo
að fylgja eftir með lögsókn og nauð-
ungarsölu ef ekki vill betur.
Ákvörðun verður að taka á húsfé-
lagsfundi og með auknum meiri-
hluta, þ.e. 2/3 bæði miðað við fjölda
og eignarhluta. Stjórn húsfélags er
ekki bær um að taka slíka ákvörð-
un.
Alvarleg brot
Sífelld endurtekning minni brota
„Loft eins er annars gólf og íbúðareigendur verða að umlíða hið venjulega ...segir Sigurður Helgi m.a.
í greininni.
Landgræðslan og lúpínan
Sól er farin að hækka á lofti. Þá
hugsa margir til þess að nú fari
vorið að koma. Samt eigum við eft-
ir að bíða nokkuð og vorhretin eru
oft nokkuð mörg og spjóalög víða
þung, raunar meiri en oft áður.
Duglegur landnemi
Eitt af vorverkunum ætti að vera
hjá sem flestum að leggja upp-
græðslu landsins hð. Það má gera
með ýmsum hætti og þarf ekki að
vera mikið þar sem margt smátt
gerir eitt stórt. Þama þarf átak allr-
ar þjóðarinnar en nokkuð vantar á
að allir landsmenn styðji upp-
græðslu landsins.
Það hefur lengi hvílt á Land-
græðslu ríkisins í Gunnarsholti
nánast einni að berjast við upp-
blástur og foksanda en stuðningur
við það verk þarf að aukast. Það
munaði mikið um þegar „Græðum
landið með OLÍS“ kom fram og síð-
an hafa mörg önnur fyrirtæki kom-
ið á eftir með fjárframlög, líkt og
OLÍS.
Kjallariim
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
Lengi vantaði jurt sem gat vaxið
í möl og sandi án þess að fá áburð.
Svo kom lúbínan fyrir nokkrum
áratugum. Hún er dugleg að nema
land og breiðir mjög úr sér en hún
getur sáð sér út á beran sand og
mela. Samt þohr hún illa beit og
verður að vaxa í friði, sérstaklega
fyrstu árin.
Taugatrekkjandi jurt
Lúpínan fer í taugamar á nokkr-
um hópi manna og á síðasta sumri
mátti sjá sjálfboðaliða ráðast gegn
henni með vélorfum. Þetta er mið-
ur. Lúpínan er eflaust ein besta
plantan til uppgræðslu sem við
höfum fengið. En mikið fer fyrir
henni. Bláir akrar af lúpínu em
áberandi í landslagi og geta stund-
um kæft annan gróður.
Ef menn vilja ekki lúpínu á viss-
um stöðum, t.d. í þjóðgarði, þá má
feha hana. Það verður best gert
með því að bera á hana áburð sem
hún ekki þohr. Vélorfunum má
sleppa.
Það þurfa sem flestir að taka flag
í fóstur í sumar. Þá verður upp-
blæstri og sandfoki snúið við. Svo
þarf áfram að efla Landsgræðslu
ríkisins. - Vorið fer að koma.
Lúðvík Gizurarson
„Lúpínan er eflaust ein besta plantan
til uppgræðslu sem við höfum fengið.
En mikið fer fyrir henni. Bláir akrar
af lúpínu eru áberandi í landslagi og
geta stundum kæft annan gróður.“
llAl
MGO OCJ
Skerturafgreiðslutími
ávinveitingahúsum
„Páskahá-
tíðin er nú
einu sinni ein
af aðalhátíð-
um kristinna
manna þar
sem við
minnumst
þess að Jesús
Kristur frels- Jódls Konráésdöltir,
ari mann- Staifsmadurfríkirkju-
anna var *a*n*ó»rlnsOrð8iií8m9.
krossfestur og á þriðja degi reis
hann aftur upp frá dauðum. Þess
vegna er sjálfsagður hlutur að
taka tiUit til þess þar sem við ís-
lendingar teljum okkur kristna
þjóð.
Þegar dauða ber að í fjölskyldu
okkar eða vinahópi flnnst okkur
sjálfeagöur hlutur að votta hin-
um látna viröingu okkar á ýmsan
hátt, meðal annars með þvi að
láta skemmtistaði eiga sig. Á
páskunum vottum við Jesú Kristi
virðingu okkar með því að loka
skemmtistöðum yfir aöalhátiöina
og mhmumst þess á þann hátt
hvað hann hefur gert fyrir mann-
kynið.
Það ætti að vera stolt ráða-
manna lands okkar að halda í
heiðri þessum góða og gilda sið
að loka veitingastöðum yfir aðal-
hátíðina og sýna þar meö í verki
aö ísland viU byggja á kristnum
siö.“
„Eitt af:
þeim verkefn-
um sem ný
rikisstjórn
þarf að taka
fyrir á næsta
kjörtímabiU
er að endur-
skoða helgi-
dagalöggjöf-
ina sem er
löngu úrelt.
Erna Hauksdóttir, framÁ
kvæmdasfjórl Sam-
banda veitinga- og gísti-
húsa.
Bæði er nauðsynlegt aö endur-
skoða hana með tilUti til þeirrar
eðUlegu þjónustu sem halda þarf
uppi gagnvart almenningi í land-
inu, síöan er orðið mjög brýnt að
taka tilUt til síaukinnar feröa-
þjónustu, sérstaklega um páska
og hvítasunnu. Þjónusta við
ferðamenn er þar að auki mjög
misjöfh miUi landsvæða og virð-
ist þjónustustigið fara eftir af-
stöðu viðkomandi sýslumanns til
laganna.
Það er Ijóst að um miðnætti eru
gestir veitingahúsanna ekki til-
búnir að fara heim. Þaö hlýtur
aö vera heppUegra að lengja af-
greiðslutímann heldur en að
stofna til veisluhalds á götum
úti. Það er enníremur ekki lengur
hsegt að bjóða fólki upp á þann
flflagang aö það megi sitja á veit-
ingahúsum laugardaginn fyrir
páska og hvítasunnu og drekka
áfengi að vild, en ef því dettur í
hug að dansa getur þaö búist við
lögreglunni. Það eru heldur engin
rök fyrir því að halda slikum
helgisiðum á téðum laugardög-
um.
Alþingismenn og menn kirkj-
unnar þurfa að horfast í augu við
breytt þjóðfélag, þvx hætt er við
aö lög sem ganga á svig við skoö-
anir almennings séu brotin 1
síauknum mæli Þegar Norð-
menn eru farnir að dansa á föstu-
daginniaogaþá hlýtur íslenskum
ráðamönnum að vera óhætt."
-PP