Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
Spumingin
Ætlar þú að fara úr bæn-
um yfir páskana?
Svandís Tryggvadóttir sjúkraliði:
Nei, ég ætla að vera í bænum.
Hjördís Bjarnadóttir nemi: Nei, það
er skóli.
Gunnar Gunnarsson, atvinnulaus:
Nei.
Sigríður Gottskálksdóttir hjúkrun-
arfræðingur: Já, ég fer til útlanda.
Vala Reynisdóttir, atvinnulaus: Nei,
ég ætla bara að vera heima og hafa
það rólegt.
Ingunn Svala Leifsdóttir: Nei, ég á
ekki von á því.
Lesendur
Þjóðin vill
óbreytt ástand
Framsóknarmennirnir Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson fagna
úrslitunum I hópi stuðningsmanna.
Gísli skrifar:
Skilaboð kjósenda til stjórnmála-
manna eru skýr. Þjóðin vill óbreytt
ástand. Þetta kom fram þegar at-
kvæðaseðlar úr alþingiskosningun-
um sl. laugardag höfðu verið taldir.
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum
og getur starfað áfram ef henni sýn-
ist svo. Meirihlutinn er reyndar með
minnsta móti eða sem nemur einum
þingmanni. Meirihluti er það engu
aö síður og úrslitin er ekki hægt að
túlka öðruvísi en svo að landsmenn
vilji óbreytt stjórnarmynstur.
Nú kunna einhverjir að segja að
Framsóknarflokkurinn sé hinn eig-
inlegi sigurvegari þessara kosninga
og undir það er vel hægt að taka.
Flokkurinn fékk stuðning 23,3%
kjósenda og bætti fylgi sitt um 4,4%
frá því í síðustu kosningum. Krafan
um að þessi stjórnmálaflokkur fari í
ríkisstjórn kemur því í raun frá inn-
an við fjórðungi kjósenda. Nærri
helmingur kjósenda, 48,5%, styður
hins vegar stjórnarflokkana, Sjálf-
stæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn,
og er því óbeint að leggja blessun
sína yfir störf ríkisstjórnarinnar á
undanfórnum íjórum árum.
Krafan um þátttöku Kvennalistans
og Þjóðvaka við stjóm landsins var
ekki hávær. Tap Kvennalistans núna
hlýtur reyndar að vekja upp þá
spumingu hvort ekki sé hreinlega
tímabært að leggja flokkinn niður.
Að mínu mati eiga auðvitað bæði
konur og karlar erindi á Alþingi.
Kynin eiga að starfa saman en það á
ekki að vera sérstakur stjórnmála-
flokkur fyrir konur. Hvað ætli fólk
segði ef karlmenn færa að stofna
sértakt stjórnmálaafl? Nei, í stjórn-
málaflokkunum eiga bæði kynin að
vinna saman hlið við hlið. Það þarf
engan sérstakan flokk fyrir konur.
Það væri slæmt ef fleiri hugsuöu eins
og kvennalistakonur. Þá væri hér t.d.
sérstakur stjórnmálaflokkur fyrir
kennara, annar fyrir sjúkraliða, sá
þriðji fyrir hjúkrunarfræðinga og
svo mætti lengi telja. Gömlu stjórn-
málaflokkarnir, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr, rúma ólíka hópa
með ólikar skoðanir.
Upphlaup eins og t.a.m. hjá Jó-
hönnu er dæmt til að mistakast.
Dæmi sögunnar sanna það svart á
hvítu. í sjónvarpsviðtali lét Jón Bald-
vin Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, þau ummæli falla að Þjóð-
vaki væri einnota flokkur. Undir það
get ég tekið þótt ekki styðji ég
kratana að málum. Fólk veit fyrir
hvað gömlu stjórnmálaflokkarnir
standa og það getur treyst því að
þeir deyja ekki út eftir fáeina mán-
uði. Ég þori t.d. næstum að veðja
hatti mínum upp á það að Þjóðvaki
mun heyra sögunni til næst þegar
kemur að alþingiskosningum. Þá
verða Ágúst Einarsson, Mörður
Árnason og Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir farin til síns „heima“
og jafnvel Jóhanna líka.
Fríverslunarsvæöi Evrópu og N-Ameríku:
NAFTA-aðild er nærtækust
Ragnar skrifar:
Nýlega sagði í fréttum að forystu-
menn stjórnmálaflokkanna teldu
hugmynd um fríverslunarsvæði
Evrópu og N-Ameríku jákvæða fyrir
íslendinga. Þetta er að sjálfsögðu já-
kvætt að því leyti að meiri samstaða
er þó komin upp á borðið hér á landi
varðandi það að íslendingar þurfi að
tengjast stómm markaðssvæðum
með öruggum hætti. Þetta er þó ekki
nóg, langt í frá, og engin heil brú í
því fyrir íslendinga að ætla sér fram-
tíðarmarkaði vítt og breitt um heim-
inn. - Við þurfum einfaldlega ekki á
því að halda.
Okkur nægir að komast í tengsl við
eitt ákveðið og sterkt fríverslunar-
svæði. Það gæti svo sem þess vegna
verið Evrópusambandiö en þar er
einfaldlega ekki á vísan að róa því
að fiskveiðiheimildir fyrir það stóra
bandalag verða ávallt inni í mynd-
inni og ekkert samkomulag er sýni-
legt í því stóra máli.
Þaö er því einungis NAFTA-aðild
sem okkur er nærtækust og hagstæð-
ust þegar allt er tekið með í reikning-
inn. Ameríkuríkin hafa enga tilburði
sýnt til að ásælast fengsæl fiskimið
og það er einungis verslun og aftur
verslun sem við þurfum að halda
okkur að. - Útflutningsverslun með
allar okkar afurðir og innflutningur
frá einu og sama fríverslunarsvæð-
inu.
Því miður er afar langt í að sú hug-
mynd að tengja saman fríverslunar-
svæði milli Evrópu og Norður-
Ameríku veröi að veruleika. Við
munum hvergi eiga eins auðveldlega
innangengt til framtíðarsamskipta,
þ.m.t. á varnar- og öryggissviöi, og í
Norður-Ameríku. Og það er sífellt að
verða ljósara á síðustu mánuðum.
Stórlega ýkt kauphækkun
Þorvaldur örn Árnason, kennari við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, skrifar:
Fjöhniðlar hafa skýrt frá því með
feitu letri að kennarar hafi náð 20%
kauphækkun með verkfallinu. Betra
væri ef satt reyndist. Einhverjir
kennarar munu fá 20% hækkun á
næstu 2 ámm en flestir minna. Á
móti taka kennarar á sig aukna
vinnu og einnig er nú verið að viður-
kenna til launa störf sem þeir sinna
nú þegar.
Á mæltu máli þýðir kauphækkun
meira kaup fyrir sömu vinnu. Kenn-
arar fá meira kaup fyrir meiri vinnu.
Þessi aukna vinna bætir vonandi
skólana og gerir þá færari um að
fullnægja kröfum sem til þeirra era
gerðar. Svo reyndum við að ná til
baka hluta af kjaraskerðingunni sem
fylgdi þjóðarsáttinni svonefndu. Er
rétt að kalla þetta kauphækkun?
Menntamálaráðherra hefur , allt
kjörtímabilið haft valinn hóp manna
í vinnu við að smíða tillögur um betri
Kennarar nú fá meira kaup fyrir
meiri vinnu. Bréfritari spyr hvort
rétt sé að kalla það kauphækkun.
skóla sem auðvitað felur í sér gjör-
breytingu á vinnu kennara. En það
var ekki farið aö semja um það við
kennara fyrr en verkfall var hafið!
Þá fyrst kom ríkið með ákveðnar
kröfur um breytta vinnutilhögun
þeirra. Svona lagað gengur ekki!
Mér finnst sorglegt að það skuli
þurfa langt verkfall til að ná fram
svo sjálfsagöri leiðréttingu. Reynslan
hefur kennt okkur að hvorki frið-
samleg röksemdafærsla né bættur
þjóðarhagur hækkar kaup launa-
fólks. Þar duga því miður aðeins
* hótanir og átök.
Kennarar stóðu frábærlega vel
saman í verkfallinu og náðu nokkr-
um árangri sem vonandi kemur ekki
aðeins þeim sjálfum til góða heldur
ekki síður nemendum og þjóðfélag-
inu á komandi áram. Er hægt að
ímynda sér góðan skóla án þess að
þar sé úrvals starfslið, sæmilega
ánægt með hlutskipti sitt?
Símamálíólestri
S.H. Einarsson skrifar:
Nýlega var skipt um almenn-
ingssíma í Laugardalslauginni.
Ástandiö var ekki gott fyrir, að-
eins einn sími en hefði þurft þtjá,
þar af einn kortasíma. i hvert
sinn sem maður hringdi þarna
myndaðist biöröð.
Nú er kominn þarna lítill sími
sem laugin á sjálf en hann annar
ekki þörfmni. Einnig tekur hann
tvo tíkalla fyrir eitt símtal en
hinn tók einn. Þaö er 100% hækk-
un.
Sundlaugarstjóri er greinilega
ekki meðvitaður um þaö sem er
að gerast á staðnum sem hann
stjóraar því símamál þarna hafa
alltaf verið í ólestri. Vonandi sjá
borgaryfirvöld að sér og koma
þessum málum á hreint.
Atvinnulaus
þingmaður
Húsmóðir í vesturbænum
hringdi:
Sigbjörn Gunnarsson, fyrrv.
þingmaður, kvartar sáran yfir
því í DV á mánudaginn að hann
sé oröinn atvinnulaus. En ég bara
spyr hvort ástæða sé til að vor-
kenna honum frekar en þeim
þúsundum íslendinga sem eru í
sömu sporum. Atvinnuleysisbæt-
ur eru um 50 þúsund á mánuði
en Sigbjörn getur huggaö sig við
það að hann fær 170 þús. kr. í
biðlaun í þrjá mánuði, eða rúm-
lega hálfa milljón.
Svo á þessi fyrrum þingmaður
líka hlut i fyrirtæki.
Varðmennkerfis-
instilvalda
Björn Gunnarsson skrifar:
Allt bendir til'þess aö Sjálfstæð-
isflokkur og Framsóknarflokkur
myndi stjórn aö kosningum lokn-
um. Sigur þessara flokka mun að
öllum líkindum festa í sessi
mestu íhaldsstjórn sem setið hef-
ur við völd á íslandi frá stríðslok-
um. Við vitum þá hvaö ekki mun
gerast til aldamóta. Það verður
ekki tekið á landbúnaðarmálun,
ekkert gert í Evrópumálum og
óbreytt ástand verður í sjávarút-
vegsmálum og það verður áfram-
haldandi stöðnun í íslensku at-
vinnulífi. Og bændasamtökin
nýju munu hefja stórsókn í vasa
neytenda.
Vanþókminá
vinnubrögðum
Leópold Jóhannesson hringdi:
Mikill stráksskapur, ef ekki
ósvífni, felst i því að útbúa aug-
lýsingu þá sem sýnd hefur verið
í kvikmyndahúsum í Reykjavfk
og sýnir þar formann Framsókn-
arflokksins baula, ásamt fleiri
álíka brellum sem sýndar eru í
sömu auglýsingu um aðra for-
ystumenn í stjórnmálum. Þessi
auglýsing dæmir sig að visu sjálf.
Hitt er vist að ekki eru aöstand-
endur svona uppátækis liklegir
til að vinna landi og þjóð það gagn
sem nú er mest þörf á.
Hvorsegirsatt?
Gamall Reykvíkingur skrifar:
Spurningin að ofan vaknaði hjá
mér er ég las DV nýlega. Þar sagði
að málverk af fyrsta heiöursborg-
ara Reykjavikur, sr. Bjama Jóns-
syni, hefði verið fjarlægt úr Ráð-
húsinu. Borgarsfjóri svarar í
bréfi til blaðsins að ákveðiö hafi
verið að höfðu samráöi við for-
stöðumann Kjarvalsstaöa að
setja myndina upp á virðulegum
stað í borgarsfjómarhluta Ráö-
hússins. í frétt annars staðar í
blaöinu er svo haft eftir þessum
sama forstöðumanni Kjarvals-
staða aö myndinni af sr. Bjarna
veröi komið upp í einhveiju sam-
býli úti í bæ! Varla er það ákveð-
ið að borgarstjóra forspurðum.
Hvor segir satt, borgarsijóri eða
forstöðumaöurinn?