Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Síða 16
r
16
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
Vísnaþáttur
Þuru þref
í síðasta þætti minntist ég ísleifs
Gíslasonar, kaupmanns á Sauðár-
króki. í fyrstu vísu þessa þáttar er
á ferð gletta sem Þura í Garði sendi
ísleifi:
Kæmist ég í ellinni
eftir glöp og skyssur
undir sæng hjá ísleifi
aftur fæðist Gissur.
Svaraði þá ísleifur að bragði:
Við sem þekkjum þínar skyssur
þykir meiri von,
ef þú fæðir af þér Gissur
yrði hann Þorvaldsson.
Maður hét Júníus Jónsson og var
verkstjóri á Akureyri, vísnavinur
og hagmæltur nokkuð. Um skeið
var Þura í Garði nágranni Júníus-
ar. Eitt sinn sendi Þura konu Jún-
íusar afmæliskveðju og hljóðaði
hún svo:
Gegnum lífið góða ferð
á gæfuvegi fínum,
þú ert ekki öfundsverð
af eiginmanni þínum.
Júníusi rann blóðið til skyldunn-
ar að þakka fyrir sig og kvað:
Þú kvartar ei en kalt er það
að kúra einn í næturhúmi
og enginn hefði öfundað
eiginmann í þínu rúmi.
Eitthvert sinn kom Einar Sæ-
mundsen að Garði í Mývatnssveit
og kvað þá:
Þá er ég kominn, Þura mín, að þín-
um garði,
þijátíu ár ég þráði fundinn,
þó ég væri annarri bundinn.
Nokkru síðar sendi Þura Einari
þessar vísur:
Kætir mig þú komst að sjá
kvenna- og sveitarprýöi.
Nú er lokið þeirri þrá
og þrjátíu ára stríði.
Þó ég sé fræg í minni mennt,
margt hefur öfugt gengið.
Sagt er aö heimti þráin þrennt,
þegar eitt er fengið.
Freymóður Jóhannsson málari
dvaldi um skeið í Mývatnssveit.
Eitt sinn kvað hann svo:
Væri ég ennþá ungur sveinn,
ekki skyldi ég gefa neinn
snefil af mínum ástararði
annarri konu en Þuru í Garði.
Þessu svaraði Þura svo:
Hvað er að varast, komdu þá,
hvar eru lög sem banna?
Ég get lifað alveg á
ástum giftra manna.
Þessa vísu sendi Freymóður til
baka:
Með þökk fyrir boðið ég sendi þér
svanni
samúðarkveðju frá giftum manni.
Hvað lögin banna, já hvort ég þori,
ég kem til þín strax á næsta vori.
Þura svaraði:
Þá eru kyljur þagnaðar,
þá er létt um sporið,
fullur heimur fagnaðar,
Freymóður og voriö.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Næsta vor segir það að öll fögur
fyrirheit voru Freymóði úr minni
gengin. Þótt hann færi um hlað í
Garði gerði hann ekki vart við sig.
Þura kvað:
Það var illt að okkar snilli
og ástir beggja lentu í banni.
Freymóðs er mér horfin hylli,
heimurinn varð af listamanni.
Eitt sinn var Þura á ferð í bíl og
vildi ökumaðurinn, sem hét Krist-
ján Jónatansson, véla Þuru til að
kveða vísu. Kastaöi hann til hennar
vísuparti þessum:
Oft hafa svalað sárum þorsta
súr og freðin krækiber.
Þura botnaði: ■
En er þér sama hvað þau kosta
og hver þau tínir handa þér?
Verkamannafélagið Dagsbrún
Orlofshús 1995
Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins í
sumar verða afhent á skrifstofu félagsins að Lindargötu
9 frá og með þriðjudeginum 18. april nk.
Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en
3. maí.
Húsin eru:
2 hús í Svignaskarði, Borgarfirði
1 hús í Flókalundi, Vatnsfirði
3 íbúðir á Akureyri
2 hús á Illugastöðum, Fnjóskadal
2 hús á Einarsstöðum á Héraði
5 hús í Ölfusborgum
1 hús í Uthlíð í Biskupstungum
1 hús í Hvammi í Skorradal
Þeir sem ekki hafa fengið sumarhús sl. fimm ár hafa for-
gang með úthlutun.
Vikuleigan er kr. 7.000 nema í Hvammi, kr. 10.000.
Verkamannafélagið Dagsbrún
Matgæðingur vikunnar
Sesambrauð og
ofnbakaður fiskur
Steinunn Magnúsdóttir, líffræð-
ingur og húsmóðir í Reykjavík,
hefur ekki keypt brauð í tvö ár.
„Það margborgar sig að baka
brauðin sjálfur," segir Steinunn.
Hún bakar stóran skammt í einu,
lágmark 6 brauð og allt upp í 12.
Mjölið kaupir hún í stórum pakkn-
ingum, 40 kfióa sekkjum.
„Ég sker brauðið þegar það er
orðið kalt og set inn í frysti. Svo
tökum við brauðsneiðarnar jafnóð-
um út,“ greinir Steinunn frá. Hún
býður lesendum DV upp á eina af
brauðtegundum sínum og miðast
uppskriftin við þrjú brauð. Stein-
unn býður jafnframt upp á ofnbak-
aðan fisk.
Sesambrauð
14 dl hveiti
2 dl rúgmjöl
2 dl hefihveiti
2 dl grahamsmjöl
2 dl sesamfræ
2 msk. gróft salt
1 dl olía
2 dl súrmjólk
8 dl vatn
100 g ger
Vatnið hitað og súrmjólk blandað
saman við, hitinn má ekki fara upp
fyrir 37 gráður. Ef notað er pressu-
ger er það leyst upp í vökvanum
en ef þurrger er notað er það sett
Steinunn Magnúsdóttir.
saman við mjöliö. Olíu, salti, ses-
amfræi, rúgmjöli, heilhveiti og gra-
hamsmjöh blandað saman við vök-
vann. Hveitiö hnoðað smátt og
smátt út í. Látið lyfta sér í um það
bil 50 mínútúr.
Hnoðað aftur og skipt í þrennt.
Steinunn setur deigið í þrjú jóla-
kökuform en bendir á að einnig
megi setja það beint á bökunar-
plötu. Deigið látið lyfta sér aftur
og nú í 20 til 30 mínútur. Sesamfræi
stráð yfir. Bakað við 175 gráður í
um það bil 35 mínútur.
Ofnbakaöur fiskur
Meðalstórt ýsuflak
salt og pipar
2 msk. smjör
1/2 laukur
1 meðalstór paprika
100 g svepprn
1 dl fisksoð, vatn eða mysa
2 msk. maisenamjöl
1 tsk. kínversk soja
150 g rjómaostur
salt
1 dl rifinn ostur
Ýsuflakið roðflett og saltað og pipr-
að. Sett inn í 175 stiga heitan ofn
með álpappír yfir í 10 tfi 15 mínút-
ur. Smjörið brætt, paprika og lauk-
ur sett út í og látið krauma. Fisk-
soðinu eða vatninu bætt út í og
maisenamjöli þegar suðan kemur
upp. Soja, salt og ijómaostur sett
út í. Sósunni hellt yfir fiskinn og
rifna ostinum stráð yfir. Bakað viö
210 gráður í um 15 mínútur. Borið
fram með soðnum kartöflum eða
hrísgrjónum og fersku grænmeti.
Steinunn skorar á Láru Maríu
Theódórsdóttur á Tjörn, skammt
frá Höfn í Homafirði, að vera næsti
matgæðingur. „Lára er mikil
áhugamanneskja um alla matar-
gerð.“
Eftir helgina má fá uppskriftina í
Simatorgi DV. Símanúmerið er 99
17 00.
Hinhliðin
Rússneskar bíó-
myndir í uppáhaldi
- segir Elísabet Brekkan, ritstjóri bamaefnis RÚV
Elísabet Brekkan er ritstjóri
bamaefnis hjá Ríkisútvarpinu en
böm um allt land fylgjast vel með
öllu því sem fram fer þar. Að sögn
Elísabetar fær hún mikinn fiölda
bréfa þegar getraunir og þrautir
eru lesnar en börn á landsbyggð-
inni eru þó heldur duglegri að
senda inn en börnin á höfuðborgar-
svæðinu. Um páskana verður
ýmislegt skemmtilegt á dagskrá hjá
Elísabetu, meðal annars veröur
hinn vinsæli þáttur Frost og funi á
dagskrá á páskadag. Það er Elísa-
bet sem sýnir hina hliðina að þessu
sinni:
Fullt nafn: Elísabet Brekkan.
Fæðingardagur og ár: 19. apríl 1955.
Maki: Þorvaldur Friðriksson.
Börn: Estrid, 17 ára, Brendan, 12
ára, og Patrik, 11 ára.
Bifreið: Lada station, árgerð 1993.
Starf: Ritstjóri barnaefnis RÚV,
stundakennari í Háskóla islands
og Námsflokkunum.
Laun: Konulaun opinberra starfs-
manna.
Áhugamál: Leiklist, sérstaklega
bamaleiklist, bókmenntir og póli-
tík.
Hefur þú unnið i happdrætti eða
lottói? Já, ég hef þrisvar sinnum
unnið um 500 krónur í lottóinu og
það heldur mér við efhiö.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Gera eitthvað skapandi sem
maður sér árangur af fljótlega.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Leita að reikningum.
Uppáhaldsmatur: Lifur finnst mér
oföoðslega góð - ég er svo skrýtin
kona.
Uppáhaldsdrykkur: Vökvinn af
Elísabet Brekkan.
mansurira-sveppnum en það er sá
drykkur sem ég er alltaf að drekka
núna.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Ég fylgist ekki vel
með íþróttum en neyðist til þess í
gegnum börnin mín. Ætli það sé
ekki hún Sigrún Huld Hrafnsdóttir.
Uppáhaldstímarit: Það er KP en
það er hundrað ára sænskt bama-
blað sem er svipað og Æskan en
þó öflugra.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan eiginmanninn?
Christopher Plummer er flottasti
karlinn.
Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn-
inni? Ég hef ekki tekið eftir að það
sé nein ríkisstjóm.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Þeir em flestir látnir sem
mig langar að hitta, t.d. leikkonan
Anna Magnani en hún var mesta
leikkona í heimi.
Uppáhaldsleikari: Anthony Hop-
kins.
Uppáhaldsleikkona: Anna Magn-
ani.
Uppáhaldssöngvari: Mama Caselh-
ot.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Olof
Palme.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Það er Lisa Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Það sem
stendur upp úr eru rússneskar bíó-
myndir.
Uppáhaldsveitingahús: Ég stunda
þau nú ekki mikið.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Akkúrat þessa dagana, af því að ég
er svo áhrifagjörn, myndi mig
langa til að lesa bókina Heimur
Soffíu, en ég hef svo mikiö að gera
að ég get ekki gert það alveg strax.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás eitt, þótt þar megi aðlaga
margt betur venjulegu fólki.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll
Heiðar Jónsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég er ekki með Stöö 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Helgi
litli Helga Sæm.
Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffí
List.
Uppáhaldsfélag í iþróttum: Tel mig
ekki færa um að gera upp á milli.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, gerum við það ekki
öll.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ætli ég hangi ekki eitthvað
uppi í Kjós í sumarbústaðnum og
taki síðan til í hálfskrifuðum hand-
ritahrúgum.