Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
19
Imbakassinn
Háðalvarlegur fræðslumyndaflokkur um
málefni íslensks samfélags. Tekið verður
á öllu sem skiptir máli, komist að rótum
vandans og bent á leiðirtil úrbóta.
Þátturinn er einstakur og það verður ekki
framhald eftir þennan.
Heiða
Stórglæsileg framhaldsmynd um
ævintýri Heiðu og afa hennar byggð á
hinni heimsþekktu sögu Jóhönnu Spyri.
Helstu hlutverk eru m.a. í höndum Jason
Robards, Jane Seymour og Patriciu Neal.
Myndin er sýnd í tveim hlutum.
Með vakandi auga
Breskur sálfræðitryllir í þrem hlutum
byggður á samnefndri sögu Barböru Vine
(Ruth Rendell). Myndin gerist stuttu eftir
seinni heimsstyrjöldina og segir sögu
Veru Hillyard sem er ein síðasta konan
sem var hengd fyrir morð á Bretlandi.
Þriggja stjörnu gamanmynd um söngkonu
úr spilavíti sem gengur í klaustur og
breytir jafnt lífi sínu sem og systranna í
klaustrinu. Aðalhlutverk Whoopi
Goldberg, Maggie Smith, Harvey Keitel
og Bill Nunn.
Bingólottó-páskaheppni
Bingólottó-páskapotturinn verður
veglegur. Bingó Bjössi dregur út
páskaglaðning fyrir þá krakka sem
senda inn Bingó Bjössa spjöld. Það
borgar sig að eiga miða. Ingvi Hrafn
gæti hringtíþig!
Sommersby
Mjög rómantísk mynd um týndan
eiginmann sem snýr aftur eftir sjö ára
fjarveru. En allt er breytt meðal annars
hann sjálfur. í aðalhlutverkum eru
Richard Gere og Jodie Foster.
Með afa í sannkölluðu páskaskapi
Afi bregður á leik með ungu kynslóðinni
og verður í sérstöku páskaskapi. Hann
fær áreiðanlega risastórt páskaegg og
skemmtilegan sjóaramálshátt.
Morðrannsókn í Hickorystræti
Ný mynd byggð á sögu Agöthu Christie
um belgíska einkaspæjarann Hercule
Poirot. Christie aðdáendur ættu ekki að
láta þessa mynd fara fram hjá sér.
Osíðlegt tilboð
Milljónamæringurinn John Gage
hjónabandi Davids og Diönu Murphy.
Hann gerir þeim tilboð sem þau geta ekki
hafnað. Stórmynd með Robert Redford,
Demi Moore og Woody Harrelson.
Stuttur frakki
Bráðsmellin íslensk gamanmynd um
Fransmann sem kemur til íslands og lendir í
vandræðum. (aðalhlutverkum fara á
kostum Jean-Phillippe Labadie, Hjálmar
Hjálmarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Leikstjóri er Gísli Snær Erlingsson og
handritshöfundur Friðrik Erlingsson.
Leynigarðurinn
María litla er ellefu ára munaðarlaus
stúlka. Hún er send til frænda síns upp í
sveit á æfagamalt óðalssetur. Þar lendir
hún í margskonar ævintýrum. Þessi
fallega teiknimynd er talsett og sýnd f
þrem hlutum.
Það er mjög einfalt að gerast áskrifandi að Stöð 2.
Þ Ú HEFUR SAMBAND Vl€) STÖ-Ð 2 EÐA Þ JONUSTUFU LLTR Ú A Á ÞÍNU SVÆÐI QG
FÆRÐ AÐ LÁNI NYJAN MYNDLYKIL. ÞÁ OPNAST ÞER NYR SJÓNVARPSHEIMUR.
SÍMI
EÐA BRÆNT NUMER
9 9'6?7?
Sagan endalausa
Hér er á ferðinni sjálfstætt framhald
myndarinnar um ævintýri Bastians
Balthazar Bux í furðuheiminum Fantasíu.
Hann leitar huggunar (heimi bókanna
þegar bjátar á f raunveruleikanum og þar
gerist sitt af hverju.