Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
23
Fréttir
Eggert Haukdal inni og úti við talningu atkvæða:
Viðlagaákvæði kom
mörgum á óvart
- gildir um síðasta jöfnunarsætið hafi flokkar ekki nægjanlegt fylgi
Við talningu atkvæða aðfaranótt
sunnudags reyndi í fyrsta sinn á svo-
kallað viðlagaákvæði í kosningalög-
unum. Það varð til þess að Eggert
Haukdal á Suðurlandi fór þrisvar
sinnum irm og út af Alþingi um nótt-
ina. Ákvæðið kom mörgum í opna
skjöldu enda verið lítið í umræðunni.
Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri
í iðnaðarráðuneytinu, er einn helsti
sérfræðingur landsins í kosninga-
löggjöfinni. Að sögn Þorkels er gripið
til viðlagaákvæðisins þegar ekki er
hægt að útdeila síðasta jöfnunarsæt-
inu til flokka í tilteknu kjördæmi þar
sem þeir hafi ekki náð lágmarksat-
kvæðafjölda.
í stjómarskránni er skýrt kveðið á
um hvað hvert kjördæmi skuli hafa
mörg þingsæti en einnig er gerð
krafa um jöfnun milli flokka. Flókn-
ar reglur gilda um það hvemig á að
útdeila þingsætunum út í kjördæmin
innan þessa ramma. Þegar kemur að
síðasta þingsætinu er ljóst í hvaða
kjördæmi og til hvaða flokks það eigi
að fara. Hafi viðkomandi flokkur
hins vegar ekki tiltekið lágmarks-
fylgi reyni hins vegar á svokallaö
viðlagaákvæði.
Þorkell segir að á þetta ákvæði
hafi reynt í talningunni þegar í ljós
kom að hvorki Kvennalisti né Þjóð-
vaki hafði tiltekið lágmarksfylgi til
að fá síðasta jöfnunarsætið, sem ætl-
að var Suðurlandi. Þá hafi menn
staöið frammi fyrir því að að annað-
hvort yrði undan að láta, krafan um
að þingsætið færi til Suðurlands eða
krafan um jöfnun milli flokka.
„Stjómarskráin tekur af vafa um
hvort eigi að gera... Suðurland verður
að fá sætið. Og í kosningalögunum er
ákvæði um hvemig skuli bregðast við
þegar þessi staða kemur upp. Þá skal
í rauninni víkja til hliðar jöfnuninni
milli flokka og úthluta sætinu í kjör-
dæminu eins og um kjördæmasæti
væri að ræða. Það hefði lent hjá Eg-
gert Haukdal á tímabili,“ segir Þorkell.
Að sögn Þorkels era einkum tvær
ástæður fyrir því að í nýafstöðnum
kosningum reyndi á viðlagaákvæðið.
Annars vegar hafi tvö landsframboð,
Kvennalisti og Þjóðvaki, verið undir
því lágmarki sem þarf til að fá jöfn-
unarsæti og að auki hafi verið tvö
sérframboð, á Vestfjörðum og Suður-
landi. Til samans hafi þetta haft í för
Hitaveita Suðumesja:
Tekjur af varn-
arliðinu hafa
minnkað um
130 milljónir
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
„Það er alltaf slæmt að missa tekjur
en við vonum að það verði minna í
framtíðinni en verið hefur undan-
farin ár,“ sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri Hitaveitu Suðumesja, í samtali
við DV. Tekjur hitaveitunnar af
varnarliðinu hafa minnkað um 130
milljónir króna síðustu tvö árin.
Aðallega stafar það af minni vatns-
notkun hjá vamarliðinu en var áður
fyrr en einnig af minni rafmagns-
notkun enda hefur varnarliðsmönn-
um fækkað verulega síðustu árin.
Árið 1994 minnkaði sala á vatni um
40 milljónir króna en um 80 milljónir
árið 1993. Þá hafa tekjur hitaveitunn-
með sér mikla dreifingu á atkvæð-
um. Hin skýringin sé að nú sé búið
að festa „flakkarann" í Reykjavík.
Áöur hafi hann virkað sem viss
stuðpúði við útdeilingu þingsæta.
-kaa
r m
Þrátt fvrir töluverðar breyting-
ar á rekstri Sölu varnarliðseigna
veröur Alfreð Þorsteinsson
áfram forstjóri og stai’fsmanna-
fjöldi verður sá sarai. Sala vaim-
arliöseigna sem slík hefur verið
lögð niöur og í staðinn kemur
stofiiun með aukin umsvif sem
nefnist Umsýslustofnun vamar-
mála.
RENAULT CLIO
Einn allra besti bíllinn
í sínum verðflokki
„Ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra“
höfðu hönnuðir Renault að leiðarljósi þegar ákveðið var að bæta enn
við kosti Renault Clio, þessa margverðlaunaða afbragðs bíls, sem nú er
kominn á markað betri en áður, þótt hann sé að grunni til sami bíllinn.
Það er sama hvar borið er niður, aðrar bíltegundir í þessum verðflokki
hafa ekkert fram yfir Renault Clio í samspili verðs og gæða.
VERÐ FRÁ KR. 1.049.000,-
M/ RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU
Reynsluaktu Renault! Þú gerir ekki betri bílakaup.
RENAULT
RENNUR ÚT!
Áy'x Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
j IB I LJ7| ÁRMÚLA 13 • SÍMI 5 53 1 236