Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Page 24
24
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995
Sérstæð sakamál
Joe Jinks var ákveöinn í að vanda
sig eins og hann gæti þennan morg-
un, rétt rúmum stundarfjórðungi
eftir níu, þegar hann reiddi golf-
kylfuna sína til höggs á vellinum í
Naples á Flórída. Joe fannst mikið
í húfi. Helsti keppinautur hans var
nágranni hans og í veði var meist-
aratitill í golfi.
Joe gerði sér góðar vonir um sig-
ur. En um leið og hann lyfti golf-
kylfunni hátt til hægri skaust rauð
eldsúla upp frá einu af auðmanna-
einbýlishúsunum við Quail Creek
sem er skammt frá golfvellinum.
Augnabliki síðar barst golfleikur-
unum til eyma geysilegur hvellur
og nær um leið skall á þeim loft-
bylgja sem þeytti Joe á nági-anna
hans. Og golfkúlan, sem hann hafði
ekki náö að slá, rauk burt meö
vindstróknum. Svo tók hvers kyns
braki að rigna niður yfir golfvöll-
inn.
Nokkrum augnablikum síðar,
þegar Joe Jinks hafði áttað sig, reis
hann á fætur og hljóp eins og fætur
toguðu að einbýhshúsinu.
Hrikaleg aðkoma
Húsið, sem sprengingin varð viö,
var í eigu Margaret Benson, marg- Scott.
milljónamærings, en hún var sex-
tíu og þriggja ára þegar þetta gerð-
ist. Á miðri heimtröðinni stóð
Chevrolet-jeppi eða réttara sagt
leifamar af honum. í honum lá
Margaret lífvana. Við hlið hennar
var líkið af uppeldissyni hennar,
Scott, tuttugu og eins árs. í bílnum
var einnig Carol, fertug dóttir
hennar. Hún haíði verið þekkt fyr-
ir fegurð sína á yngri ámm og hafði
stjómað sjónvarpsþáttum. Hún
æpti og veinaði. Það logaði í fótum
hennar en hún gerða enga tilraun
til að slökkva í þeim.
Sonur Margaret, Steven, þrjátíu
og fjögurra ára, stóð hreyfingar- carol.
laus á tröppum hússins og sneri
baki í bílflakið. Hann virtist vera í
losti.
Þegar Joe og nágranni hans, sem
hlaupið hafði að húsinu með hon-
um, drógu Carol út úr bílnum og
reyndu að slökkva eldinn í fótum
hennar hvarf Steven inn í húsið.
Þessar mínútur vom upphafið á
sorgarleik sem átti eftir að vekja
mikla athygh í Bandaríkjunum. Og
það átti eftir að koma í ljós að Ben-
son-fjölskyldan var ekki öh þar
sem hún var séð.
Gullkranar
Faðir Margaret, Harry Hitc-
hcock, lagði gmndvöllinn að auði
ættarinnar á fjórða og fimmta ára-
tug aldarinnar þegar hann stofnaði
Lancaster Tobacco Leaf Company
í Pennsylvaníu. Ættin, sem var
mjög auöug, átti stórt sveitasetur
þar sem allir kranar í baðherbergj-
unum vom úr fjórtán karata gulh.
Grasflötin var aétíð snöggkhppt og
óaðfinnanleg og þjónustufólk sá til
þess að þörfum heimihsfólksins
væri sinnt.
En árið 1955 urðu umskipti í lífi
Harrys Hitchcock. Hann varð því
sem næst máttvana vegna
ofreynslu. Nokkru síðar náði hann
sér en þá endurtók sagan sig. Þegar
hann komst loks til hehsu aftur
hafði hann gerst trúaður. Og ein
af uppáhaldssetningum hans var
þessi: „Maöur kaupir ekki ham-
ingjuna fyrir peninga."
Þessi setning og aðrar álíka, sem
gamh maðurinn lét sér um munn
fara, áttu eftir að sanna ghdi sitt
innan ættarinnar en ekki fyrr en
þijátíu árum síðar.
Dró sig í hlé
Þegar Harry Hitchcock dró sig í
hlé tók Edward Benson, eiginmað-
ur Margaret, við af honum. Benson
lést hins vegar árið 1980 og þá flutt-
ist Margaret th Naples í Flórída.
Engin dul var dregin á að Margaret
og böm hennar lifðu á tekjum af
ættarfyrirtækjunum. Dóttirin Ca-
rol var þá fráskilin en átti tvo syni
á táningsaldri. Steven, annar
þeirra, reyndi fyrir sér á ýmsan
hátt í viðskiptalífinu en heldur
þótti kaupsýsla hans vafasöm. Og
Scott, sem var reyndar ættleiddur,
átti tvö megináhugamál, golf og
stúlkur. Margaret gerði sér von um
að hann yrði atvinnumaður í grein-
inni.
Það var hann ekki orðinn þegar
sprengingin varð við einbýhshúsið
í Naples. Rannsóknarlögregla kom
þegar á vettvang en hún gat í fyrstu
ekki gert sér neina grein fyrir því
hver hafði staðiö að sprengingunni
í jeppanum.
En brátt steig Steven skref sem
átti eftir að gera mönnum ljóst að
hann taldi sig brátt verða mun efn-
aðri en hann hafði verið.
Erfðaskrámar
Steven hélt til dómhússins í Nap-
les ásamt sínum ágæta vini, Wayne
Steven.
Chevrolet-jeppinn
Kerr, lögmanni flölskyldunnar.
Erindið var að leggja fram og fá
skráða erfðaskrá móður hans. Þá
kom í ljós að Steven gerði ráð fyrir
því að hann væri einkaerfingi allra
persónulegra eigna hennar auk
þriðjungs í fjölskyldufyrirtækinu.
Nú var Scott dáinn og því yrði
hlutur Stevens enn meiri og létist
Carol, sem barðist fyrir lífi sínu,
stækkaði hluturinn enn.
En Steven haíði misreiknaö sig.
í vikunni áður en Margaret dó
hafði hún gert nýja erfðaskrá. Sam-
kvæmt henni fengi Steven nánast
ekki neitt eða aðeins brot af einka-
eign hennar. Margaret hafði grun-
að að eitthvað alvarlegt væri að.
Hún hafði beðið Wayne Kerr um
að kanna hvemig viðskiptum Ste-
vens væri háttað en því hafði lög-
maðurinn neitað.
í nýju erfðaskránni var tekið
fram að Kerr yrði ekki lögmaöur
fjölskyldunnar lengur. Þá stóðu
meðal annars í henni þessi orð:
„Þar sem ég veit að ég kann að eiga
ekki langt eftir ólifaö...“
Óvæntur
fingrafarafundur
Rannsóknarlögreglumenn fengu
að vita um nýju erfðaskrána og var
nú fariö að kanna feril Stevens.
Kom þá í ljós að hann hafði stofnað
alls ellefu fyrirtæki. Höfðu fimm
þeirra orðið gjaldþrota og var tapið
mikið eða alls um tvær mfiljónir
dala. En það var fleira sem kom á
óvart. Steven var ekki bara lélegur
kaupsýslumaður heldur var hann
mikil áhugamaður um rafmagns-
tæki og tækni. Og brátt kom í ljós
að hann hafði komið í jámvöru-
verslun nokkm fyrir sprenginguna
og keypt þar rör af þeirri tegund
sem fundust í bílflakinu en
sprengiefni hafði verið komið fyrir
i þeim. Höfðu stykki úr röranum
fundist úti á golfvefiinum og reynd-
ust fingraför Stevens á tveimur
þeirra.
Steven Benson var handtekinn
og sakaður um tvö morð, íkveikju
og morðtfiraun. Hann brást þegar
í stað viö með því að fara þess á
leit við ættingja sína að þeir settu
tryggingu svo að hann gæti gengið
laus. En þá kom afi hans, Harry
Hitchcock, tfi sögunnar. Bað hann
öfi ættmennin um að neita Steven
um trygginguna. Að auki bað hann
dómarann um að láta dótturson
sinn ekki lausan og sagðist óttast
um sitt líf og líf Carol sem yrði eitt
aðalvitnið gegn Steven þegar máhð
kæmi fyrir rétt. Hún lá þá enn á
spítala með slæm bmnasár í and-
liti.
Leyndarmál
opinberað
Það var Carol sem upplýsti svo
eitt af leyndarmálum ættarinnar.
Scott hafði ekki verið ættleiddur
af Margaret heldur hafði hún átt
hann nítján ára, þá ógift. Jafnframt
sagði Carol að Scott hefði verið
kennt barn árið 1983 en þá hefði
hann misst andlegt jafnvægi um
hríð. Hafði orðið að kalla á lögregl-
una og hann síðan verið fluttur á
geðdefid. Þá kom fram hjá Carol
að Scott hafði rifist við móður sína
og hótaö henni lífláti.
Allt þetta sagði Carol rannsókn-
arlögreglumönnunum og bætti því
loks við að Scott hefði ekki verið
sá eini sem hótaði Margaret lífláti.
Það hefði Steven líka gert. Báðir
hefðu þeir verið ofdekraðir og feng-
ið allt sem þeir báðu um. En báðir
vora þeir kviðnir. Þeim var ljóst
að Margaret gat gert þá arflausa
hvenær sem var. Einkum óttaöist
Steven það því hann hafði sólundaö
miklu fé í misheppnaðar tilraunir
til að hasla sér völl á viðskiptasvið-
inu.
Morgunferðin
Sprengingin hafði orðið að
morgni 9. júlí. Vitnaleiðslur sýndu
að þann dag hafði Steven farið
óvenjusnemma á fætur og sagst
ætla inn í bæ til að kaupa kaffi og
kökur. Var þó ljóst aö þá var nóg
tfi af þeim varningi á heimilinu.
Við venjulegar aðstæður hefði ferð-
in tekið tíu mínútur en í þetta sinn
tók hún um klukkutíma. Aðspurð-
ur um orsakir tafarinnar sagði Ste-
ven að hann hefði hitt nokkra vini
sína og spjallað við þá. Var hann
beðinn að nefna þá og gerði hann
það. En þegar þeir voru spuröir um
ferðir þeirra þennan morgun kann-
aðist enginn þeirra við að hafa hitt
Steven. Aftur á móti gaf sig fram
maður sem sagðist hafa séð hann
við kyrrstæðan jeppa á fáfórnum
vegi og hefði hann virst vera að
lagfæra eitthvað undir vélarhlíf-
inni.
Málalok
Morguninn örlagarika höfðu
Margaret, Scott, Carol og Steven
ætlað að fara niður að strönd. Ferð-
in var ekki farin á tilsettum tíma
því Steven var lengur í morgunferð
sinni en búist hafði verið viö. En
þegar hann sneri til baka settust
þau öfi fjögur upp í bílinn. En rétt
áður en Margaret ætlaöi að ræsa
véhna hafði Steven sagt að hann
heföi gleymt segulbandstæki sínu,
stökk út úr bílnum og ætlaði inn
aftur. Hann var komin upp á tröpp-
umar þegar Margaret ræsti vélina
og sendi um leið straum í hvellhett-
umar í sprengjunum sem Steven
var þá nýbúinn að koma fyrir und-
ir vélarhlífinni.
Réttarhöldin yfir Steven Benson
stóðu í fjóra daga. Rúmlega fimm-
tíu manns báru vitni. Kviðdómur-
inn fann hann sekan og dómarinn
dæmdi hann í lífstíðarfangelsi.