Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Page 51
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 75- ( Í ( ( I i 4 4 4 I f I I í I Lalli og Lína ©I»«4 WU MOES7 EMTERPRISES IMC Ditlfibuled by K*ng Ftiium SyAdlcbta Œí q> ¥§ V) Ékr ¥•2 J/o\ mfílll Hvað er verra en að hafa elskað og tapað? Hafa elskað og unnið. dv Fjölinidlar Amerískar fjölskyldur í sjónvarpi Vinsælustu leiknu þættirnir í Bandarikjununi í dag eru hálf- tíraa garaanþættir sera gerast á „veqjulegu" heimili og hjá „venjulegri" íjölskyldu. Þaö var gamanleikarinn Bill Gosby sem innleiddi þessa gerö þátta þar sem börnin voru miðdepillinn og í kjölfarið fylgdu Roseanne og margir fleiri. Sýnishorn af slíkum þáttum er á báðum sjónvarpsstöövunum á þriðjudagskvöldum og er annar þeirra, Ilandlaginn heimilisfaðir, vinsælasti þátturinn í þessum ílokki í dag. Þátturinn er þegar búinn aö gera Tim Allen að stór- stjörnu í Bandaríkjunum, auk þess sem einn krakkinn er að gera góöa hlutí í kvikmyndum. Stöð 2 sýnir Handlaginn heiraiiis- fóður en í Sjónvarpínu er Heim á ný sem er lítið frábrugðin. í báð- um þáttunum snýst allt umbörn- in og vandræði sem hljótast af umgengni við þau. Gamanþættir sem þessir eru ósköp innantómir og sömu brandararnir eru gegnumgang- andi viku eftir viku. Þótt hægt sé með góðu móti að horfa á einn og einn þátt þá eru þeir leiði- gjarnir til lengdar, enda engin tegund bandarísks sjónvarpsefn- is jafn einhliða stíluðínn á banda- ríska áhorfendur eins og þessm þættir. Handlaginn heimilisfaðir og Heim á ný hafa þó eitt fram yfir hina væmnu þætti Gang lífs- ins og Á norðurslóðum sem sjón- varpsstöðvarnar bjóða upp á á mánudagskvöldum, þeir eru helmingi styttri. Hilmar Karlsson Andlát Jónas 0. Sigurðsson, Miðvangi 33, Hafnarfirði, lést mánudaginn 10. apríl. Kristinn Helgason, Hringbraut 87, Keflavík, lést í Landspítalanum 9. apríl. Elísabet Jónsdóttir, Heiðarbæ 9, Reykjavík, lést í Landspítalanum 7. aprO sl. Dagur Freyr Guðmundarson lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 8. apríl. Árni Snjólfsson skipstjóri, Bólstaðar- hlíð 48, Reykjavík, varð bráðkvaddur hinn 8. aprO. Ólafur Valberg Sigurjónsson, Jönköping, Svíþjóð, lést 3. apríl. Út- förin hefur farið fram í Skogskirke- garden í Jönköping. Guðlaugur Björnsson, Túngötu 15, Suðureyri, andaðist 1. apríl. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurjóna Guðrún Jóhannsdóttir lést í Landspítalanum þriðjudaginn 11. aprO. Bjarni Þorgeir Bjarnason gullsmið- ur, Vallhólma 18, Kópavogi, andaðist 11. apríl. Baldur Stefánsson frá Hvammbóli, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdai, mánudaginn 10. apríl. Jarðarfarir Þórhallur Einarsson frá Grindavík lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 10. apríl. Jarðarförin her fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. aprO kl. 14. Guðbjörg Steinsdóttir verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 12. apríl, kl. 15. Jón Pétursson, Álftamýri 2, sem and- aðist í Borgarspítalanum 8. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 19. aprö kl. 15. Guðný Guðmundsdóttir, Sólheimum 25, lést í Landspítalanum 9. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 19. aprö kl. 10.30. Svanhildur Guðmundsdóttir, Dun- haga 11, Reykjavík, semm lést 7. apríl sl„ verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 15. apríl kl. 10.30. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögregian sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 22222. ísafjörður: Slökkviliö s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, iögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 7. apríl til 13. apríl, að báðum dögum meðtöldum, verður í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1, sími 562- 1044 .Auk þess verður varsla í Breið- holtsapóteki, Álfabakka 23, sími 557-3390 kl. 18 til 22 virka daga. Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 14. apríl til 20. apríl, að báöum dögum meðtöldum, verður í Ingólfsapó- teki, Kringlunni 8-12, sími 568-9970. Auk þess verður varsla í Hraunbergsapóteki, Hraunbergi 4, simi 557-4970, kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Úpplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50áruin Miðvikud. 12. apríl Kanadamenn hefja sókntil Amsterdam. Sækja einnig til Haag og Rotterdam. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild ki. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglegá. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miövikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurmn er opinn alla daga. Spákmæli Það er gott að trúa á sjálfan sig, við megum bara ekki sannfærast of fljótt. Burton Hillis Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: aiia daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagaki. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl: 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suöurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766, Suðumes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjamames, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síödegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 13. apríl. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Dagurinn hentar vel til þess að sinna persónulegum hugðarefn- um. Fundir ganga verr því menn eiga erfitt með að ákveða sig. Framþróun hjá þér er góð og þig þyrstir í meiri þekkingu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Gamalt vandamál skýtur upp kollinum á ný. Vertu viss um að þú leysir það endanlega í þetta sinn. Þér gengur vel á flestum sviðum. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú vilt hafa skipulag á því sem þú ert að vinna við. Það fer því í taugamar á þér hve aðrir eru lítt agaðir í kringum þig. Þú ætt- ir því að leggja áherslu á að sinna eigin málum. Nautið (20. apríl-20. mai): Þú skalt taka skjótt og vel á málum í dag. Þér verður best ágengt árla dags. Aðstæður geta gert þér erfitt fyrir síödegis. t Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Samskipti manna eru góð. Þú færð fréttir sem fela í sér ýmsa möguleika. Þú ert viðkvæmur fyrir gagnrýni. Veldu þér því félags- skap af kostgæfni. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Eftir atburði dagsins er ákveðin óvissa í gangi. Betur sjá augu en auga. Hikaðu því ekki við að leita ráða hjá öðrum. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Hlustaðu á það sem aðrir hafa fram að færa. Aðstæður spila svo- lítið á tilfinningalífið. Málefni íjölskyldunnar standa vel. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú kemst að því að þú ert í meiri metum en þú bjóst við. Þú mátt búast við einhverjum breytingum á næstunni. Þú eykur þátt þinn í tómstundastörfum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það er hætt við að þú takir ranga ákvörðun á grundvelli rangra upplýsinga sem þú færð. Engin eftirmál verða ef þú flýtir þér að leiðrétta málið. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þér hættir við að taka of mikið að þér og hætta við hálfklárað verk. Hafðu þetta í huga. Aðstæður eru þannig að þér býðst margt spennandi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú skalt ekki taka ákvarðanir of snemma eða fella dóma of snemma. Það gæti þýtt að þú þyrftir að ákvarða eitthvað upp á nýtt eða hætta við áætlanir þínar. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Nú er ekki rétti tíminn til þess aö leggja í miklar breytingar eöa reyna eitthvað nýtt. Þú faerð þína lífsgleði út úr daglegu amstri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.