Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Fréttir Héraðsdómur dæmir í máli þriggja imgra ránsmanna: 18 og 19 ára piltar í f ang- elsi fyrir tvö vopnuð rán • » Hákon Rúnar Jónsson, 18 ára, hef- ur verið dæmdur í 2ja ára fangelsi fyrir tvö vopnuð rán í söluturnunum Effelturninum í Leirubakka og Ás- kjöri í Ásgarði 15. og 19. febrúar sl. Örn Ulriksson, 19 ára, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa framið ránið í Leirubakka í félagi við Hákon Rúnar. Árni Snævarr Guð- mundsson var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa lánað Hákoni Rúnari eldhúshníf til að nota í ráninu í Áskjöri. Kom af Vogi og fór beint í rán Þann 15. febrúar var Örn að koma úr meðferð á Vogi. Hann fór á veit- ingahúsið Keisarann og var síðan undir áhrifum fikniefna er hann hitti Hákon Rúnar sama dag á áningar- stööinni við Hlemm. Piltarnir voru báðir peningalausir og ákváöu aö ræna „feita sjoppu", m.a. til að fjár- magna fikniefnakaup. Piltarnir fóru heim til Hákonar Rúnars og gerðu göt á lambhúshettu og kuldahúfu fyrir augun. Örn var með vasahníf en Hákon hafði sorfinn járnfleyg sem leit út eins og hnífur. Þeir héldu síðan hettuklæddir að Effelturninum í Leirubakka og réð- ust til inngóngu þegar enginn var að versla. Örn hrópaði að þetta væri vopnað rán. Enginn var í afgreiðslunni. Inni á lager var vinur afgreiðslustúlk- unnar sem hafði lokað sig inni á bak við. Örn otaði hnífnum að honum og skipaði að opna peningakassa en spennti þá svo upp sjálfur. Hákon Rúnar sleit síðan síma úr sambandi og henti í gólfið. Ræningjarnir hurfu út með tæpar 45 þúsund krónur og skiptu ránsfengnum í heimahúsi í Nönnufelli. Brosti til lágvaxna ræningjans með hettuna Fjórum dögum síðar hafði Hákon Rúnar samband við Árna. Hann sagðist ætla að fremja rán í Áskjöri og spurði hvort hinn gæti lánað hon- um hníf. Hákon Rúnar brenndi göt fyrir augun á skíöahúfu með kveikj- ara og tók fót með sér til skiptanna til að klæöast eftir ránið. Eftir að hafa fengið eldhúshníf hjá Árna hélt hann að Áskjör og fylgdist með mannaferðum þar frá húsi skammt frá. Þar beið hann í rúma klukkustund þegar áður en hann lét til skarar skríða. Þegar þangað kom Afgreiðslustúlkan, vinur hennar og lögreglumaður í Effelturninum i Leiru- bakka stuttu eftir að Örn Ulriksson og Hákon Rúnar höfðu komið hettuklædd- ir og ógnað manninum með hnífi og skipað honum að afhenda peninga. DV-mynd S voru þrír piltar að koma inn í versl- unina én ræninginn ákvað að ryðjast inn með hníf sinn á lofti með húfuna um höfuðið. „Þetta er vopnað rán, láttu mig hafa peningana," sagði Hákon Þór viö afgreiðslustúlkuna. Ræninginn er grannur og lágvax- inn. Afgreiðslustúlkan, sem hélt á peningum í höndunum, brosti og taldi að um grín væri að ræða og hlýddi ekki. Hákon Rúnar tók þá í stulkuna og lagði hnífinn upp að hálsi hennar. Hún rétti honum þá peningana, 14 þúsund krónur og 5 þúsund króna tékka, og var síðan skipað að opna peningakassann. Þeg- ar hann reyndist tómur hljóp Hákon Rúnar út og féll síðan kylhflatur í jörðina skammt frá þegar hann mætti stúlku. Hann henti hnífnum frá sér og hljóp á burt. Viðurkenndu greiðlega Hákon Rúnar og Örn viðurkenndu greiðlega það sem þeim var gefið að sök í þessum ránsmálum. Þeir hafa oft komið við sögu lögreglu áður og hafa hlotið refsidóma. í þessu máh var Hákon Rúnar raunar einnig sakfelldur fyrir um- fangsmikið tékkamisferh og var dæmdur til að greiða tugum aðila andvirði hundruða þúsunda króna í skaðabætur. Með dóminum var Árm' jafnframt sakfeUdur fyrir auðgunar- brot. Hákon Rúnar var auk þess dæmdur til að greiða verjanda sínum 200 þúsund í málsvarnarkostnað, Örn sínum verjanda 75 þúsund en Árni 40 þúsund. Þremenningarnir eiga einnig að greiða 75 þúsund krón- ur í saksóknaralaun. -Ótt I I Vernharður Guðnason: Þettaer ofsalega gaman „Ég mundi segja að ég hefði allan tímann verið rólegur þegar þetta var að gerast. Auðvitað var adrenalín- streymið á fullu en óvissan er stór þáttur í þessu og það hvernig manni gengur að losa sig úr þeim vandræð- um sem geta skapast. Við festumst þarna í holu og reyndum að koma okkur upp úr henni með því að færa yfir í hitt borðið en það gekk ekki og báturinn valt. Mér tókst ekki að halda mér í hann og straumurinn hreif mig með sér. Eftir að hafa hrak- ist niður ána tókst mér aö stoppa. Síðan var kastlínu, sem er að finna í bátnum, kastað til mín og ég dreg- inn að landi," segir Vernharður Guðnason, einn þeirra sem féll úr slöngubát sem reynt var að sigla nið- ur Elliðaárnar á þriðjudag. „Ástæðan fyrir þvi að ég fór út í þetta sport er einfaldlega sú að þetta er ofsalega gaman. Þarna er þörf á að takast á við verkefni sem ekki er hægt að vita hvernig þróast. Þetta reynir mikið á samvinnu þeirra sem eru í bátnum og gefur mikið af sér. Það hefur einhvern veginn loðað við mig að fara ótroðnar slóðir þegar velja á íþróttagreinar sem stunda á. Ég er til dæmis nýbúinn að læra fall- hlífarstökk, hef stundað sjóskíði og fleiri íþróttagreinar," segir Vern- harður sem er slökkviliosmaður. -pp Vernharður Guðnason hangir hér i kastlínunni eftir að hafa fallið úr gúmbátnum á Elliðaánum. Félagar hans draga hann að landi kastað til hans linu. _ á bakinu eftir að hafa DV-mynd GVA s s s Smíða vélmenni fyrir f rystihús „Við sjáum ekki fyrir að þetta verði tekið í notkun nema að þetta bæti vinnsluna; auki nýtingu við hausun eða eitthvað í þeim, dúr. Það er ekki grundvöllur til að koma með þetta bara út á mannasparnaðinn," segir Jón Benediktsson, verkfræð- ingur hjá Marel hf., þar sem unnið er að þróun vélmennis til notkunar í frystihúsum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Granda hf., Iðntækni- stofnun og nokkur lerlend fyrirtæki svo og með styrk frá ESB. Hlutverk vélmennisins, sem heit- ir Robofish, er til að byrja með það að taka hausa af færibandi og mata hausunarvél. Jón segir að tveir til þrír menn starfi við verkefnið sem hófst í ágúst 1992. Hann segir að áformað sé að verkefninu ljúki í september í haustog þegar sé ljóst að árangur verði af starfinu. „Hvort sem þessi hugmynd gengur • upp eða ekki þá mun hún örugglega nýtast á öðrum sviðum," segir Jón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.