Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Neytendur Reiðhjólaþjófnaður hefur aukist verulega í höfuðborginni að undanfórnu: Gott að nota langa víralása - og geyma hjól inni að næturlagi, segir lögreglan Reiöhjólaþjófar eru farnir að láta til sín taka í höfuðborginni með hækkandi sól. Tilkynningum til lög- reglu um þjófnaöi hefur fjölgað veru- lega að undanfbrnu. Að sögn lögreglu gerist þetta á hverju vori og mun meira er um þjófhað þegar líða tekur á sumarið. Því vill lögreglan brýna fyrir hjólreiðamönnum að læsa hjól- um sínum vel og geyma þau undan- tekningarlaust inni við á kvöldin og um nætur. Að sögn Barkar Skúlasonar hjá forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík virðist hjólum vera stolið við öll tækifæri. Sumir grípa ólæst hjól fyrir utan sjoppur eða verslanir og hjóla stuttan spöl og henda þeim síðan frá sér. Svo eru líka til skipu- lagðir þjófar sem sumir virðast hafa atvinnu af því að stela hjólum. Erfið- ara er að eiga við svoleiðis menn. Börkur brýnir fyrir fólki að læsa hjólum sínum vel. Gott sé að nota langa víra- og keðjulása sem hægt sé að þræða í^gegnum gjörð og grind- og síðan við staur eða aðrar festing- ar. Við mörg fyrirtæki og stofnanir séu komin sérstók stæði fyrir hjól og þá sé hægt að festa hjólið við króka á vegg. „Það eina sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir þjófhað er að ganga tryggilega frá hjólunum. Það verður að nota lásana. Þeir kosta ekki mikið og eru seldir víða þannig að það er auðvelt að nálgast þá. Það er ótrúlega algengt aö hjólum sé ekki læst," segir Börkur. Börkur segir að bíræfnustu þjóf- arnir séu venjulega búnir klippum og ef þeir ætli sér að stela hjóli geri þeir það. Það sé hins vegar engin ástæða til að gera þeim auðvelt fyrir. Eins skipti þaö líka máh vegna trygg- inga að hjólin séu vel læst. GARÐ- VINNUDAGAR 4.-6. maí Þessa daga helgum viÖ vorverkum í göroum, bjóoum ráðgjöf sérfræoinga og góo rilboo á margvíslegum vörum þessu tengdu. Safnhaugakassar 300 I 7.950 kr. Greinakvarnir 1400 w 19.980 kr. Gróourkalk 10 kg. 390 kr., 25 kg. 750 kr. Allir pakkar.af vorlaukum á 95 kr. Greina- og limgeroisklippur meb 20% afslætti. Papriku-, gúrku-, og tómataplöntur 145 kr. Opið laugardag kl.10-18 Sérstók ráðgjöf um trjáklippingar. Steinn Kárason, garoyrkjufræðingur kynnir bók sína og gefur góoráomillikl.13-18 á laugardag. / í II \ Róðgjöf sé rf ræð i n ga u m garð- og gróourrækt JfGRÓÐURVÖRUR /|r»^S VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA \\Jf/ Smiojuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 3211 • Fax: 554 2100 Bjórlækkun 1400 1270 1200 1020 1060 1000 __950«^° kippa (6x0,5 I) - , 1130 1140 1040^1050 1020 960 __950 .860 1150 7% 6,6% 10% 8% 8% 10,4% 6,8% 5,3% 9,6% ^N BjóríÁTVRlækkar: Útlendur bjór lækkar um 8,8% - innlendur bjór um 4,3% Nýtt bjórverð tók gildi á útsölu- stööum ÁTVR sl. þriðjudag. Um er að ræða nokkra lækkun á bjórnum vegna lækkunar vörugjalds frá 1. maí að telja. Vörugjaldið á bjór lækk- ar úr 35 prósentum niður í 6,5 pró- sent. Meðallækkunin, þegar miðað er við allan bjór sem seldur er hjá ATVR, er 5,8%. Innlendur bjór lækk- ar um 4,3% en erlendur bjór lækkar um 8,8%. Ýmsar tegundir lækka umtalsvert eins og sjá má á meðfylgjandi grafi. Kippa af Budweiser bjór lækkar þannig um 10,4 prósent, Heineken um 10,2 prósent og Amstel um 9,6%. Komió hefur fyrir að sama úttektin hafi verið færð oftar en einu sinni út af debetkortsroikningi. Ein úttekt tekin oft út af debetkorti: Kemur stöku sinnumfyrir - fólk verður aö fylgjast vel með Það kemur stundum fyrir að ein og sama debetkortsúttektin er færð nokkrum sinnum út af reikningi. DV veit um tilfelli þar sem einstaklingur keypti vöru fyrir 6900 krónur og greiddi fyrir með debetkorti en upp- hæöin var hins vegar færð þrisvar sinnum út af reikningum. Samkvæmt upplýsingum í banka- kerfinu kemur þetta stundum fyrir en í langflestum tilfellum leiðréttist það sjálfkrafa þótt ekki gerist það alltaf samdægurs. Hins vegar er fólki bent á að fylgjast vel með og bera úttektarstrimlana saman við reikn- inginn. Bankamenn segja aö kerfið sé til- tölulega nýtt og ekki hafl tekist að koma í veg fyrir allar villur. Það hafi komið fyrir að sama úttektin. hafi verið færð nokkrum sinnum. Það sé leiðinlegt þegar þetta gerist en stóðugt sé unnið í því að lagfæra kerfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.