Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 5. MAl 1995
Sviðsljós
Pavarotti er orðinn mjög feitur og á í mestu erfiðleikum með að setjast inn
í venjulega fólksbíla.
Læknar Pavarottis áhyggjufullir:
Að springa
úr spiki
Læknar óperusöngvarans Lucian-
os Pavarottis hafa enn á ný skipað
honum að fara í megrun. Þeim líst
ekkert á blikuna þar sem kappinn
er hreinlega að springa úr spiki. Pa-
varotti gerir sér grein fyrir vanda
sínum og viðurkennir að hann eigi
orðið erfitt með að standa á sviði
heila tónleika. Þaö sé of mikið álag
á fæturna.
En offituvandamálið á sér aðra hlið
í lífi stórsöngvarans sem sjaldnar er
rætt um. Pavarotti á í mesta basli
með að setjast inn í vepjulega fólks-
bíla eins og sannaðist eftir tónleika
hans í London á dögunum. Þótti grát-
broslegt að sjá kappann troða sér inn
í bíl með óskaplegum tílfæringum.
Það var ekki fyrr en hann hafði ekið
risavöxnum líkama sínum fram og
til baka, beygt sig og reynt á skrokk-
inn og innréttingar bílsins að hann
sat nokkurn veginn eðlilega í fram-
sætínu. Þá brosti hann líka sínu
breiðasta. En undir niöri hefur hann
væntanlega verið að plana hvemig
hann ættí að komast aftur út.
Gatnamót nefnd í höf uðið á Duke
Duke Ellington var einhver mesti
snillingur djasstónlistarinnar fyrr og
síðar og því þóttí borgaryfirvöldum
í New York við hæfi að minnast
kappans með þvi að nefna gatnamót
í borginni eftir honum. Duke Elling-
ton Circle, eins og staðurinn er nú
kallaður, er við hverfismörk blökku-
mannahverfisins Harlems, við norð-
austurhorn Miðgarðs, eða Central
Park. Fyrirhugað er að reisa átta
metra háa styttu af djassjöfrinum við
gatnamótin áður en langt um líður.
Fimmtíu skólaböm voru viðstödd
þegar nýju götuskiltin vom afhjúpuð
og þar vom einnig margir fyrirmenn,
svo sem djasssöngvarinn Bobby
Short og David Dinkins, fyrmm
borgarstjóri. Við þetta tækifæri var
flutt hið fræga lag Take The A Train,
sem Duke Ellington og sveit hans
gerðu ódauðlegt.
Duke Ellington viö píanóið.
Styttan af Duke er eftir mynd-
höggvarann Robert Graham.
Meiming
Kostuleg
kvöldstund
í vor útskrifast fimm leiklistarnemar úr Leiklistar-
skólanum.
Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir,
Kjartan Guðjónsson, Pálína Jónsdóttir og Sveinn Þór-
ir Geirsson eru um það bil að ljúka ströngu námi og
lokaverkefni leikársins komið á svið í Nemendaleik-
húsinu.
Það er ekki líklegt að þau eigi eftír að upplifa það oft
á ferli sínum að vinna við frumsamið verk, sérstak-
lega sniðið fyrir hópinn, eins og hér gerist. Þorvaldur
Þorsteinsson var fenginn til þess að skrifa leikritið,
Þór Tulinius er leikstjóri, Stígur Steinþórsson hannar
leikmynd og búninga og Valgeir Skagfiörð kryddar
sýninguna með skemmtilegri tónlist.
Leikgleði og vönduð vinna einkennir frammistöðu
hópsins, leikstjómin er þétt og örugg og Þór vinnur á
hugmyndaríkan hátt úr efniviðnum. Leikmynd og
tónlist hjálpa til að skapa það forkostulega andrúms-
loft sem svífur yfir verkinu og smám saman afhjúpast
lag fyrir lag það sem undir býr.
I Maríusögum er sagt frá kvöldboði á heimili Ste-
faníu (Halldóra) og Þráins (Kjartan), sem sjást fyrst á
þönum við að undirbúa gestakomuna. Bróðir húsmóð-
urinnar, Marteinn (Sveinn Þórir) er þama líka, kom-
inn heim frá Svíþjóð til þess að vera við útför nýlátins
fóður þeirra systkina. Gestímir eru María (Pálína)
æskuvinkona Stefaníu og Marteins og Eggert (Bergur
Þór) kærasti hennar sem húsráðendur hafa ekki hitt
fyrr.
Áður en langt um líður fara graggugir atburðir úr
fortíðinni að koma upp á yfirborðið og ljóst er að ekki
er allt sem sýnist í samskiptum þessa fólks. Hvörfin
í verkinu eru ekki mjög sýnileg, þó að ein uppljóstran
skipti sköpum. Persónumar breyta hver af annarri
um lit og tónninn í verkinu þyngist.
Samspil persónanna er einkar skemmtilega byggt
upp og líka er athyglisvert hvemig Þorvaldur byggir
upp óvænta atburðarás.
Hann skrifar textann í léttum dúr og persónumar
eru hver annarri kostulegri í þessu vandræðalega
kvöldboði. Útlínur þeirra era skýrar í túlkun leikend-
anna og í fyrstu virka þær nærri því staðlaðar. En það
býr meira undir og í sameiningu hafa höfundur, leik-
stjóri og leikendur unnið upp stórskemmtilega sýn-
ingu sem kemur þægilega á óvart.
Umhverfið er ýkt, eins og reyndar svo margt í þessu
verki. Sviðsmyndin sýnir stofu þeirra hjóna og ýmsar
aðrar vistarverur á heimilinu. Þær era sýnilegar allan
timann án þess að vekja sérstaka athygU fyrr en ljósi
Persónurnar í Maríusögum eru hver annarri betur
unnar.
Leiklist
Auður Eydal
er beint aö þeim. Þetta var mjög vel útfært af Agli
Ingibergssyni (lýsing).
Myndarskapur húsbóndans, sem dundar sér löngum
við handíðir niðri í kjallara, kemur meðal annars fram
í heimasmíðuðu hillusamstæðunum, sem þekja alla
veggi. Lausnir Stígs Steinþórssonar á sviðsmyndinni
eru stórskemmtilegar, eins og til dæmis stóri stofu-
glugginn þar sem umferðin úti í Skuggasundi blasir
við áhorfendum.
Eftir algjöra innlifun og einbeitíngu að leiklistinni í
fiögur ár samfleytt er komið að námslokum útskriftar-
hópsins. Þau hafa í vetur sýnt sitthvað sem í þeim býr
í þeim verkum sem sýnd hafa verið í Nemendaleikhús-
inu. Hlutverkin hafa verið ólík og færi gefist á að túlka
ólikar persónur.
Persónurnar í Maríusögum era hver annarri betur
unnar og það verður einkar athyglisvert að fylgjast
með þessu unga fólki þegar það mætír til leiks utan
veggja Lindarbæjar.
Nemendaleikhúsiö sýnir i Lindarbæ:
Maríusögur.
Höfundur: Þorvaldur Þorstelnsson.
Leikstjórn: Þór Tulinius.
Leikmynd og búningar: Stigur Steinþórsson.
Höfundur tónlistar og umsjón með tónlist: Valgeir Skagfjörð.
Lýsing, hljóð og tæknivlnna: Egill Ingibergsson.
Sigrún Eldjám sýnir í Norræna húsinu
Tríó, kvartettar og kórar
Sigrún Eldjárn er afskaplega sérstakur listamaður:
myndir hennar virðast oft ekki lúta sömu lögmálum
og myndir flestra annarra málara og teiknara. Þær
eru í senn einfaldari og flóknari. Þær virðast einfald-
ari vegna þess að yfirleitt vinnur Sigrún með einfóld
myndform og einfaldar fyrirmyndir og myndir hennar
hafa á sér einstaklega hreint yfirbragð - bæði vegna
þess hvernig hún beitir litunum og vegna myndbygg-
ingarinnar. Myndir Sigrúnar bera oft keim af skýring-
armyndum eða myndum sem birtar eru í kennslubók-
um. Myndirnar era aftur á mótí flóknar en margt það
annað sem við eigum að venjast vegna þess aö innan
þess þrönga ramma sem Sigrún setur sér tekst henni
að kveikja undarlegustu þverstæður, velta upp illsvar-
anlegum spurningum og vekja með áhorfandanum
efasemdir um ýmislegt sem honum haíði aldrei dottið
í hug að efast um.
Málverkin sem Sigrún sýnir núna era allar unnar
með olíulitum og margar þeirra eru ýmist samsettar
af mörgum flötum eöa falla inn í raðir sem eiga sér
sameiginlegt tema og mynda heildir. í öllum myndun-
um er fólk en flest er þetta fólk þannig að það verkar
fremur á mann sem tákn en sem portrett. Næstum
allt þetta fólk era annað hvort konur í peysufötum eða
karlar í jakka og með hatt: íslendingar í sunnudagaföt-
unum. Á mótí þessu fólki - eða með því - er síðan
teflt fram ávöxtum og grænmeti og landslagi að nokkru
leyti.
Heití myndanna endurspegla þessa einföldu en þrátt
fyrir allt flóknu stefnu sem Sigrún er hér að marka
sér. Mynd af þremur manneskjum sem standa á skeri
heitir „Tríó á skeri“; mynd af hópi fólks á fiallsbrún
heitir „Kór á kletti". Þannig undirstrikar Sigrún þá
tilfinningu að myndimar séu ekki í raun myndir af
fólki, heldur miklu nær einhvers konar dæmi -
kannski úr mengjafræðinni.
Eitt verka Sigrúnar á sýningunni.
Myndlist
Jón Proppé
Svipaða sögu er að segja af myndum þar sem græn-
metí og ávextir koma fyrir: Þótt í myndunum sé fólk
taka þær heiti eftir ávöxtunum sem í þeim era. Þann-
ig heitir ein mynd „Sjö sítrónur" eftír sítrónunum sem
í henni sjást þótt megnið af myndfletínum fari undir
annað.
Það sem alltaf hefur heiUað við myndir Sigrúnar er
einfaldleikinn og hinn einfaldi heiðarleiki sem skín
af þeim. Hér hefur Sigrún aftur á móti gengið lengra
og náð að gera úr myndunum flóknar gátur sem ekk-
ert svar fæst við. Myndmálið sem hún nýtir sér er
kunnuglegt og einfalt en það kemur vel fram á sýning-
unni að jafnvel í þessu einfalda myndmáli er ýmislegt
nýstárlegt - og oft annarlegt - að finna.