Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 25 Iþróttir ár. Nú er tíminn llöinn og alvaran hefst á DV-mynd ÞÖK nn af í dag rt Sighvatsson línumaöur úr.Aftureldingu, sem heltist úr lestinni en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig á lokaspretti undir- búningsins fyrir HM. Þorbergur hefur Gústaf Bjarnason til vara sem línumann fyrir Geir Sveinsson, þó líklegast sé að Gústaf spili í vinstra horninu í keppninni. ðu Stjörnuna leikmaður, kom til landsins í fyrrakvöld og spilaði með Rússunum í gærkvöldi. Valerij Gopin er hinsvegar ókominn enn en Rússarnir vonast eftir honum frá ítalíu á morgun eða sunnudaginn. Fyrsti leikur Rússanna á HM er gegn Kúbu í Kapla- krika klukkan 15 á mánudaginn. ihjálandsliðinu: ðis á morgun Þar verður leikurinn við Bandaríkin undirbúinn, aðallega meö fundum og hvíldum, en þó verður líklega æft á Sel- fossi á sunnudagsmorguninn. Klukkan 17.45 á sunnudag verður síðan stigið upp í rútuna á ný og haldið til Laugardalshall- ar, þar sem leikurinn við Bandaríkin hefst klukkan 20. Bryndís rekin úr landsliðinu - æföi ekki sem skyldi um páskana Bryndísi Ólafsdóttur sundkonu hefur veriö vísað úr íslenska landsliðinu í sundi og mun hún því ekki keppa á Smáþjóðaleik- unum sem hefjast í Luxemborg síðar í þessum mánuði. Landsl- iðsnefnd og stjórn Sundsam- bands íslands tóku þessa ákvörö- un í kjölfar þess að Bryndís mætti ekki sem skyldi á æfingar landsl- iðsins um páskana. „Helsta ástæðan fyrir því að henni var vikið úr landsliðinu er sú að hún mætti ekki í þessar æfingabúðir sem til var stofnað um páskahelgina. Bryndís til- kynnti kvöldið áöur en æfinga- búðirnar hófust að hún gæti ekki mætt og bar við skóla. Við tjáðum henm' að ef þetta væri slíkt vandamál myndum við gera eitt- hvað en hún yrði að mæta laugar- dag og sunnudag. Hún kom að- eins á sunnudaginn og mætti því aðeins á eina æfingu af níu," sagði Sævar Stefánsson, formað- ur landsliðsnefndar íslands í sundi, við DV í gær. „Það sem viö vitum best um hennar æfingaástand er aö hún er ekki í samræmi við það sem aðrir sundmenn eru að gera og það sem krafist er af landsliðs- fólki. Bryndís tilkynnti að hún væri hætt í fyrra og svo átti hún kost á að komast í landsliðið í haust. Hún tilkynnti þá að Mn vildi ekki taka þátt í verkefnum landsliðsins. Þetta breyttist þegar leið á veturinn og á'meistaramót- inu í Yestmannaeyjum var rætt við hana og henni gerð grein fyr- ir því aö ef hún ætlaði- að vera með í landsliðinu yrði hún að taka þátt í öllum verkefnum í undirbúningnum. Við ákváðum að færa æfingabúðimar aftar og vera með þær um páskahelgina og vorum þar með að hliðra til fyrir skólafólkiö," sagði Sævar. „Þetta var samdóma álit stjórn- ar og landsliðsnefndar. Þetta var ekki skemmtileg ákvörðun en við erum líka undir gagnrýni frá öðr- um þjálfurum og sundfólki sem er að stunda þessa íþrótt á fullu," sagði Sævar. DV náði tal af Bryndísi Ólafs- dóttur á íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni þar sem hún stundar nám. Hún staðfesti í sam- talinu að henni hefði borist til- kynning frá landsliðsnefhd um að henni hefði verið vikið úr landsliðinu en vildi að svo stöddu ekki tjá sig meira um máliö. Urslitakeppni NBA í nótt: New York, Chicago og Lakers áfram New York, Chicago og Los Angeles fyrir New York og John Starks 15. Hjá sendingar og stal 4 boltum. Toni Lakers komust í nótt í 2. umferð úr- Cleveland var Bobby Phills atkvæða- Kukoc var næstur í stigaskori hjá slitakeppninnar í NBA-deildinni í mestur meö 20 stig og Mark Price Chicago með 21 stig. Alonzo Morun- körfuknattleik. Úrslitin: ^koraði 18. Andstæðingur New York i ing skoraöi 20 stig fyrir chariotte og 2. umferðinni verður lið Indiana. T ° „ T„,____,° Austurdeild: - . Larry Johnson 18. cieveiand-NewYork...............80-93 jordan trvqqði Chicago siqur ! fyrsta sinn síðan 1991 er gamla ( New York áfram, 3-1 ) Þ . '?= _" Mif,uapl stórveldið LA Lakers komið í 2. um- Chicago-Charlotte...................85-84 TdSsSSSS^SÍ ferð og mætir þar San Antonio Spurs. Chicago áfram, 3-1 ) Jordan sem tryggöi uucago sigur a . , „ _ , , . , . ,.... T , , ' Charlottemeðþvíaðskoraúrtveim- Nick van h,xel am storleik í höi Lak- TAIl Vesturdeild: urvitaskotum^^fyrirleikslok. ers. Exel skoraði 34 stig, þar af sjo LA Lakers - Seattle....................114-110 rharlottp fpkk f„rj a A trv£?írja -„_ þnggja stiga korfur. Vlade Divac var ( LA Lakers áfram, 3-1 ) onariotte ieKK læn a ao tryggja ser Ceballos 17 ' , • ,, ' ,,.-.; sigur á lokasekúndunum en tvö skot meo zð sug og ueunc oeDdiios i/ DerekHarpertorakosturnn.ðiNew frá iiðinu geiguðu. Jordan og Scottie "^/f^I Sem Tfr^ -\™t York og skoraði 30 stig, þar af sjo - Jnrnfa 94 tfie hvnr í lifti Þarf að sætta slg vlð að falla ur lelk þriggjastigakörfur.Clevelandskoraði ^Pen skoruðu 24 stig hvor i liöi umferð,'var Gary Payton stiga- fvrstu körfu leiksins oa var bað í pina Chicago sem mætir sigurvegaranum * "Imci u> "aí yai y ™»LU11 =uea iyrsmKorruíeiKsins og var pao íeina . ,°. 0„, n,n -„„„_+„„ t„„j hæstur með 27 stig og Shawn Kemp skrpnð í leiknum sem liðið hafði yfir- ur leikjum Orlando og Boston. Jord- „k„r;,n1 ofi höndina. Charles Smith skoraði 17 stig an tók að auki 8 fráköst, átti 6 stoð- SKOrao1 M- Draumalið DV Frumlegnöfn Þátttökuseðlar í draumaliðsleik DV eru þegar byrjaðir að streyma til blaðsins víðs vegar að af land- inu. Margir hafa skírt liðin sín skemmtilegum nöfnum og má þar nefna Klettapeyja og Mjöl- karla frá Vestmannaeyjum, og Fauta, Refma og Augnalok úr Reykjavík! Það skal tekið fram að nafnlaus lið munu bera nöfn þátttakendanna sjálfra. Simbréf in i lagi Þegar hafa nokkrir sent inn þátttökutilkynningar á símbréfi (faxi). Það er í lagi, svo framar- lega sem allar umbeðnar upplýs- ingar koma fram. Skráningar- númer leikmanns, nafn, félag og kaupverð, nafn liðsins, nafn þátt- takanda, heimilisfang, símanúm- er og kennitala. Það er hinsvegar ekki ráðlegt að faxa þátttökuseð- ilinn sjálfan. Daðívinsælastur Daði Dervic, KR-ingurinn öflugi, er vinsælastur hjá þeim sem þegar hafa sent inn draumal- iðin sín. Flestir hafa valið Daða í sitt lið, en á hælum hans eru Ólaf- ur Adolfsson frá Akranesi og Marko Tanasic frá Keflavik, og síðan koma KR-ingarnir Guð- mundur Benediktsson og Mihajlo Bibercic. Búumst við sigrum - þrír landsleikir í körfubolta gegn Hollandi Eyþór Eðvarðsson, DV, HoBandi: ísland og Holland mætast í þremur vináttulandsleikjum í körfuknatfleik hér á landi á næstu dögum. Sá fyrsti verður í Borgarnesi á morgun, annar á Sauðárkróki á sunnudaginn og sá síðasti í Njarðvík á mánudagskvóld. DV sló á þráðinn til Okke te Velde, eins kunnasta körfuknattleiks- manns Hollands, sem spilar með toppliðinu Goba í hollensku úrvals- deildinni. „Ég veit að íslenskur körfubolti er á mikilli uppleið og ég vonast eftir spennandi leikjum og þétt setnum áhorfendabekkjum. Við búumst hinsvegar við því að vinna alla leikina," sagði te Velde. Hann hefur áður leikið fjóra leiki með Hol- landi gegn íslandi, og Hollendingar hafa unnið þá alla nokkuð örugglega. Holland kemur til íslands með sitt sterkasta lið, að því undanskildu að Rik Smits er ekki með en hann er að spila með Indiana í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Meðalhæö hol- lensku landsliðsmannanna er 2 metrar og laun þeirra eru á bilinu 1,6 til 2,8 milljónir á ári. Um 40 þús- und Hollendingar spila körfubolta. GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF OPNA ENDURVINNSLUMOTIÐ í golfi verður haldið á Strandarvelli laugardaginn 6. maí. Leikinn verður 18 holu höggleikur, með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 8.00. Glæsileg aukaverðlaun. Verðlaun fyrir að vera næst holu á 18. braut eru utanlandsferð frá Samvinnuferðum/Landsýn. Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu í síma 98-78208. GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF i vcir igikh i Litiu bikarkeppnínni Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Litlu bikarkeppninnar í knattspyrou í kvöld. Klukkan 18 eigast við á gervigrasinu á Ás völl- utn í Hafnarfirði FH og Grindavík og klukkan 19 leika í Kefiavík heimamenn og Breiðablik. ÓvisthvortBruce leikurásunnudag Manchester United getur minnkaö forskot Blackburn nið- ur um tvð stig vinni liðið Sheffi- eld Wednesday á sunnudaginri. Óvíst er hvort várnarjaxlínn Steve Bruce getur Ieikið með United vegna meiðsla í baki sem reyndust bó núnru en haldið var í fyrstu. Shearermáákveða launinsín Kenny Dalglish, stjóri Biack- burn, hefur sagt að Alan Shearer, sóknarmaðurinn snjalli hjá Blackburn, megi nánast nefna þá upphæð sem hann vilji fá í laun ef hann semur áfram við félagið. QPRvillfáGassa Queens Park Rangers hefur nú bæst í hóp þeirra liða sem hafa áliuga á að fá Paul Gascoígne til liðs við sig en hann fær sig vænt- anlega lausan frá Lazio eftir yflr- standandi tímabil. Önnur lið sem era á eftir Gassa eru Leeds, Ever- ton og Coventry. H vað kostar gr ipurinn ? Lazio keypti Gassa fyrir þrem- ur árum á 5,5 miUJónir punda, um 630 milljónir króna. En hvað kostar Gassi í dag? Tölur hafa verið nefndar frá 1 ntiujón punda til 10 milljóna punda. Robsonhrm'nn Bobby Robson, þjálfari Porto í Portúgal, er á því að Gascoigne muni brátt leika á ný eftir lang- yarandi meiðsli og muni standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Robson segist tilbúinn að kaupa Gassa á 10 mUljónir punda en það eru um 1,2 milljarðar króna. Svenssonsagðinei Tommy Svensson, landsliðs- þjálfari Svía í knattspyrnu, hefur neitaö tilboöí frá spænska liðinu Atietic Bilbao. Hann mun stjórna sænska liðinu fram yfir úrshta- keppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Englandi næsta suraar. Klinsmann hugsar Jurgen Khnsmann, sóknar- maður Tottenham, Uggur undir feldi þessa dagana og hugsar næsta leik á knattspyrnuferlin- um. Hann tilkynnir innan tveggja vikna hvort hann verður áfram hjá Tpttenham eða hvort hann fer til Bayern Munchen í Þýskalandi eöa líða á ítalíu eða Spáni. Ennmarkalaust Wimbledon gerði í gærkvöldi sitt þriðia markalausa jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, nú gegn Arsenal á ! Highbury. Wimbledon samþykkti að fiýta leiknum um tvo daga til að Arsenal fengi betri hvild fyrir úrslitaleikinn gegn Real Zaragoza í Evrópukeppni bikarhafa á mið- vikudaginn. ACMilanheima AC Milan fékk í gær leyfi frá ítalska knattspyrnusambandinu tíl að spila á heimavelli gegn Foggia í l. deildinni á sunnudag- inn. Felagið átti eftir að taka út eins leiks heimaletígahann vegna atviksins í Genoa í mars þegar stuðningsmaður Genoa var drep- inn en effir beiðni frá AC Milan vár sá úrskurður felldur úr gildii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.