Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
25
Iþróttir
Þjóð í þjátf un
Hléæfingar í Japan
• í Japan hafa hléæfmgar ver-
iö sturidaöar um árabil í fyrir-
tækjum. Tvisvar á dag í 4-6 mín-
útur hefur vinna verið stöövuð
og léttar líkamsæfingar gerðar
meö því markmiði aö auka teygj-
anleika vöðva og hreyfanleika
liða, minnka spennu og bæta
starfsandann.
Göngutúr í hádeginu
• Göngutúrar í hádeginu eru
ágæt líkamsrækt. í stað þess að
sitja yfir disknum og kaffibollan-
um er tilvalið að biðja vinnufé-
laga aö koma í stuttan göngutúr.
Taktu frumkvæði.
Ad stilla stólinn
• íslendingar vinna í skorpum
og hætta ekki fyrr en verk er
klárað. Oft hugum við ekki að lík-
amsbeitingu okkar fyrr en viö
finnum til. Við erum ósérhlífnir.
Taktu þér hvíld af og til. Breyttu
sem oftast um vinnusteUingu og
notaðu hjálpartæki þegar viö á.
Kannt þú að stiUa stóhnn þinn?
Hugsið um beltin
• Árlega slasast um 60 þúsund
íslendinga. í langflestum tilvik-
um má rekja orsakir slysa til van-
mats á aðstæðum, þekkingarleys-
is, ofmats á eigin getu eða kæru-
leysis. Flest dauðsföU og alvarleg
slys í umferðinni má m.a. rekja
til þess að öryggisbelti var ekki
notað. Hefur þú hugsað um þetta?
Notar barnið hjálm?
• Á höfuðborgarsvæðinu hafa
um 400 börn slasast á reiðhjólum
á 10 árum og margir með höfuðá-
verka. Talið er að fækka megi
höfuðáverkum um 60-70% við
hjálmanotkun. Notar þitt barn
hjálm?
Upphitun nauðsynleg
• LandsUðið í handbolta hitar
ávallt vel upp fyrir hvern leik.
Komið hefur í ljós að algengustu
íþróttaslysin verða við knatt-
spyrnu- og handboltaleiki og síð-
an leikfimi. Góð upphitun fyrir
leiki og leikfimi hefur þýðingu og
getur dregið úr íþróttaslysum.
Flestir meiöast fyrstu 30 mínút-
urnar í leik. Flest meiðslin verða
í liöi sem hefur minnstu þjálfun-
ina.
Að breyta lífsstílnum
• Algengt er að fólk reyni að
breyta lífsstU sínum. Fólk reynir
að hreyfa sig meira, neyta minni
sykurs eða fitu. Sumir reyna að
hætta að reykja, aðrir að fara í
megrun og jafnvel einhverjir
reyna aö neyta minna áfengis.
Yfirleitt reyna konur oftar að
breyta lífsstíl sínum. Langflest-
um tekst það, einum eða fleiri
þáttum. Hvað með þig? Hefur þú
reynt? Gunnar Einarsson
þjálfari
Nýtt - Nýtt - Nýtt
Handbolta- og
knattspyrnublaö
Aöeins 200 krónur
í áskrift
SímU 565-3964
Tveir dagar í fyrsta leik íslands á HM:
„Við verðum að
hugsa um eitt
þrep í einu“
- segir Þorbergur Aðalsteinsson
Það eru fimm ár síðan Þorbergur Aðal-
steinsson tók við þjálfun íslenska landsl-
iðsins í handknattleik. Þá þegar var stefn-
an sett á góðan árangur í heimsmeistara-
keppninni á íslandi 1995 - langur aðdrag-
andi en nú er tíminn liðinn. Aðeins rúmir
tveir sólarhringar þangað tU flautað verð-
ur til fyrsta leiks íslands í keppninni, gegn
Bandaríkjamönnum í Laugardalshöllinni
á sunnudagskvöldið klukkan 20. Vinnan
er að baki, nú er komið að alvörunni og
tími til að láta verkin tala.
„Maöur hefur lengst af ekki hugsað mik-
ið út í hve skammt sé í keppnina. Undanf-
arið ár hefur veriö unnið baki brotnu til
að hafa alla hluti í lagi, og mér sýnist að
nú í upphafi keppninnar sé allt sem við-
víkur liðinu í góðu lagi, og hægt að ein-
beita sér að sjálfum handboltanum," sagði
Þorbergur i samtali við DV í gærkvöldi.
Stefnt á eitt af
sjö efstu sætunum
Þorbergur og lærisveinar hans hafa sett
stefnuna á að ná einu af sjö efstu sætunum
í keppninni og tryggja sér með því sæti á
ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári.
„Þetta er það sem skiptir máli og um önn-
ur markmið segi ég ekkert. Við þurfum
fyrst að einbeita okkur að riðhnum, síðan
að 16-liða úrslitunum, síðan að 8-liða úr-
shtunum. Þetta er svo erfið keppni að það
er ekki hægt að hugsa um nema eitt þrep
í einu.“
- Hvernig er að byrja keppnina á því að
leika gegn Bandaríkjunum og Túnis, þeim
tveimur liðum sem menn segja að liðið
eigi að vinna?
„Það er erfitt, en ég er fegnari því að
mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik. Túnis
er með sterkara lið en Bandaríkin og við
fáum kost á því að velta okkur uppúr leik
Túnis við Sviss, þannig að þá á ekkert að
koma okkur á óvart. Túnisbúar leika dæ-
migeröan arabahandbolta, spila hratt og
með vörnina framarlega. Þeir töpuöu fyrir
Frökkum með aðeins einu marki um dag-
inn, og þeirra markmið er að komast í
16-liða úrslitin."
Bandaríkjamenn ekki
spilað síðan í janúar
- Hvað veistu um Bandaríkjamenn á þess-
ari stundu?
„Við vitum það helsta en þeir hafa ekk-
ert leikið síðan þeir spiluðu þrjá leiki í
Portúgal í janúar. Þeir töpuðu öllum leikj-
unum en þeir voru jafnir. Ég býst við því
að Bandaríkjamenn leiki grimman varn-
arleik og þeir eru dálitlir klaufar í brotun-
um. Markvarslan er ágæt og svo spila
þeir mjög kerfisbundinn bolta sem við
þurfum að brjóta upp. Markatalan ræður
þegar upp er staðið svo viö þurfum líka
að hugsa um hana, en fyrst og fremst
stefnum við að sigri, síðan veröur þetta
að ráöast."
Vitum lítið um
Kóreubúana
- Hvað með hin liöin í riðlinum, Ungverja-
land, Sviss og Suður-Kóreu?
„Þetta eru allt mjög sterk lið. Við vitum
reyndar sama og ekkert um Kóreubúa,
þeir hafa lítið leikið, en við sjáum þá þrisv-
ar áður en við mætum þeim. Ungverjar
stóöu sig ágætlega í móti um daginn og
Svissarar eru alltaf sterkir þó þeir hafi
tapað stórt í Frakklandi á dögunum. Það
er ekki marktækt og þeir eru með öflugan
mannskap. Það er lykilatriði fyrir okkur
að vinna riðilinn, ef við ætlum okkur stóra
' hluti í keppninni, og viö stefnum að því.
Þá myndum við hklegast mæta Slóveníu,
en það er ekki tímabært að velta sér of
mikið upp úr því ennþá,“ sagði Þorbergur
Aðalsteinsson.
Þorbergur Aðalsteinsson hefur stefnt á HM á íslandi undanfarin fimm ár. Nú er tíminn Ifðinn og alvaran hefst á
sunnudagskvöldið.
DV-mynd ÞÖK
HM aöl
IA í undanúrslitin
Daniel ólafsson, DV, Akranesr mÖ* ÍA' St°jic:- sÓknar-
__________________maðurmn hja Skagamonnum, lek vel
Skagamenn komust í gærkvöldi í og lofar góðu fyrir sumarið.
undanursht Litlu bikarkeppninnar í
knattspyrnu þegar þeir sigruðu
Eyjamenn, 2-0, í fyrsta grasleik tíma-
bilsins sem fram fór á æfingasvæð-
inu á Akranesi.
Bjarki Pétursson skoraði bæði
Framarar
Fram sigraði Þrótt, 2-1, í lokaleik
A-deildar Reykjavikurmótsins í
knattspymu á gervigrasinu í Laug-
ardal í gærkvöldi. Ágúst Ólafsson og
Hólmsteinn Jónasson skoruöu fyrir
Fram í fyrri hálfleik en Guðmundur
Páll Gíslason fyrir Þrótt í þeim síðari.
Þróttarar höfðu fyrir leikinn tryggt
sér annað sætið í deildinni og þeir
leika þvi til úrslita gegn KR um
Reykjavíkurmeistaratitilinn á
mánudagskvöldið.
Skagamenn mæta sigurvegaranum
úr leik Keflavíkur og Breiöabliks í
undanúrslitum keppninnar á þriðju-
daginn. Ef Keflavík yinnur, verður
spilaö á Akranesi, en ef Breiðablik
vinnur verður spiíað í Kópayogi.
unnu Þrótt
Lokastaðan í A-deildinni:
KR..............5 5 0 0 16-2 15
Þróttur..........5 3 0 2 13-11 9
Fram.............5 2 2 1 9-8 8
Fylkir...........5 2 12 15-13 7
ÍR...............5 113 6-11 4
Víkingur.........5 0 0 5 1-15 0
Víkingar falla í B-deildina en Valur
og Leiknir leika til úrslita um sæti
þeirra í A-deildinni á Leiknisvelhn-
um á morgun klukkan 17.
Bætt staða Nurnberg
Daníel Ólafsson, DV, Akranesi:
Fjárhagsvandræði þýska knatt-
spymufélagsins Numberg, sem Arn-
ar og Bjarki Gunnlaugsson leika
með, minnkuðu aðeins í vikunni.
Félagið framlengdi þá auglýsinga-
samning sinn við teppafyrirtækið
Aro, sem er í eigu Michaels Roth,
forseta Nurnberg, til fjögurra ára.
Félagið fær um 450 milljónir ís-
lenskra króna fyrir samninginn.
IIIVI
2
dagar
til stefnu •
Tonar með Tékkum
Michal Tonar, örvhenta skytt-
an snjaila sem íék meö HK í tvö
ár, spilar með liði Tékklands á
HM. Tonar er 26 ára og spilar nú
með þýsku neðrideildarliði, en
hann er fjórði reyndasti leikmað-
ur Tékka með 103 landsleiki.
Ungt lið Kóreu
Suður-Kórea, einn af mótherj-
um íslands, teflir fram mjög ungu
hði, og enginn er eftir sem spilaði
í HM í Sviss 1986. Aldursforseti
hðsins, Sang-suh Back, er aðeins
26 ára.
Duranona ekki með
Kúbumaöurinn Julian Duran-
ona, einn af snjallari handknatt-
leiksmönnum heims, spilar ekki
á HM. Duranona, sem varö
markakóngur HM1990, flúði land
fyrir skömmu.
Afram Island
Einn skorinn af í dag
- líklega Róbert Sighvatsson
Síðdegis í dag liggur endanlega fyrir
hvaða 16 leikmenn taka þátt í heimsmeist-
arakeppninni í handknattleik fyrir íslands
hönd. Hópurinn hefur talið 17 menn und-
anfarna daga, þannig að í dag er draumur-
inn úti hjá einum leikmanni.
Viðbúiö er að það sé Róbert Sighvatsson,
línumaður úr Aftureldingu, sem heltist
úr lestinni en hann hefur lítið sem ekkert
fengið að spreyta sig á lokaspretti undir-
búningsins fyrir HM. Þorbergur hefur
Gústaf Bjarnason til vara sem línumann
fyrir Geir Sveinsson, þó líklegast sé að
Gústaf spili í vinstra horninu í keppninni.
Rússar möluðu Stjörnuna
Rússneska landsliðið sigraði Stjörnuna,
35-23, í æfmgaleik sem fram fór í Garða-
bænum í gærkvöldi. Rússarnir léku af
miklum krafti, sérstaklega framan af, og
æfingalitlir leikmenn Stjörnunnar áttu
litla möguleika á móti þeim.
Viatcheslav Atavin, sá hávaxni og snjalli
leikmaöur, kom til landsins í fyrrakvöld
og spilaði með Rússunum í gærkvöldi.
Valerij Gopin er hinsvegar ókominn enn
en Rússarnir vonast eftir honum frá Ítalíu
á morgun eða sunnudaginn. Fyrsti leikur
Rússanna á HM er gegn Kúbu í Kapla-
krika klukkan 15 á mánudaginn.
Lokaspretturinn hjá landshðinu:
Til Hveragerðis á morgun
Lokaspretturinn hjá íslenska landsliö-
inu í handknattleik fyrir HM verður á
Hótel Örk í Hveragerði. Liðið æföi í Laug-
ardalshöllinni í morgun og síðan áttu leik-
mennimir sitt síðasta frí fyrir keppnina.
í fyrramálið æfa þeir aftur í Höllinni,
borða síðan og halda klukkan 14 til Hvera-
gerðis.
Þar verður leikurinn við Bandaríkin
undirbúinn, aðallega með fundum og
hvíldum, en þó verður líklega æft á Sel-
fossi á sunnudagsmorguninn. Klukkan
17.45 á sunnudag verður síðan stigið upp
í rútuna á ný og haldið til Laugardalshall-
ar, þar sem leikurinn við Bandaríkin hefst
klukkan 20.
Iþróttir
Bryndís rekin
úr landsliðinu
- æföi ekki sem skyldi um páskana
Bryndísi Ólafsdóttur sundkonu
hefur verið vísað úr íslenska
landsliðinu í sundi og mun hún
því ekki keppa á Smáþjóðaleik-
unum sem hefjast í Luxemborg
síðar í þessum mánuði. Landsl-
iðsnefnd og stjórn Sundsam-
bands íslands tóku þessa ákvörð-
un í kjölfar þess að Bryndís mætti
ekki sem skyldi á æfingar landsl-
iðsins um páskana.
„Helsta ástæðan fyrir því að
henni var vikið úr landshðinu er
sú að hún mætti ekki í þessar
æfingabúðir sem til var stofnað
um páskahelgina. Bryndís til-
kynnti kvöldið áður en æfinga-
búðirnar hófust aö hún gæti ekki
mætt og bar við skóla. Við tjáðum
henni að ef þetta væri slíkt
vandamál myndum við gera eitt-
hvað en hún yrði að mæta laugar-
dag og sunnudag. Hún kom að-
eins á sunnudaginn og mætti því
aðeins á eina æfingu af níu,“
sagði Sævar Stefánsson, formað-
ur landsliðsnefndar íslands í
sundi, við DV í gær.
„Það sem viö vitum best um
hennar æfingaástand er aö hún
er ekki í samræmi við það sem
aðrir sundmenn eru að gera og
það sem krafist er af landsliðs-
fólki. Bryndís tilkynnti að hún
væri hætt í fyrra og svo átti hún
kost á að komast í landsliðið í
haust. Hún tilkynnti þá að hún
vildi ekki taka þátt í verkefnum
landsliðsins. Þetta breyttist þegar
leið á veturinn og á'meistaramót-
inu í Vestmannaeyjum var rætt
við hana og henni gerð grein fyr-
ir því aö ef hún ætlaði að vera
með í landshðinu yrði hún að
taka þátt í öllum verkefnum í
undirbúningnum. Við ákváöum
að færa æfingabúðirnar aftar og
vera með þær um páskahelgina
og vorum þar með aö hliðra til
fyrir skólafólkið," sagði Sævar.
„Þetta var samdóma álit stjórn-
ar og landsliðsnefndar. Þetta var
ekki skemmtileg ákvörðun en við
erum hka undir gagnrýni frá öðr-
um þjálfurum og sundfólki sem
er að stunda þessa íþrótt á fullu,“
sagði Sævar.
DV náði tal af Bryndísi Ólafs-
dóttur á íþróttakennaraskólan-
um á Laugarvatni þar sem hún
stundar nám. Hún staðfesti í sam-
talinu að henni hefði borist til-
kynning frá landsliðsnefnd um
að henni hefði verið vikið úr
landsliðinu en vildi að svo stöddu
ekki tjá sig meira um máhð.
Úrslitakeppni NBA í nótt:
New York, Chicago og Lakers áfram
New York, Chicago og Los Angeles
Lakers komust í nótt í 2. umferö úr-
slitakeppninnar í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Úrslitin:
Austurdeild:
Cleveland - New York......... 80-93
( New York áfram, 3-1 )
Chicago - Charlotte.......... 85-84
( Chicago áfram, 3-1 )
Vesturdeild:
LA Lakers - Seattle..........114-110
( LA Lakers áfram, 3-1 )
Derek Harper fór á kostum í liði New
York og skoraði 30 stig, þar af sjö
þriggja stiga körfur. Cleveland skoraði
fyrstu körfu leiksins og var það í eina
skiptið í leiknum sem liðið hafði yfir-
höndina. Charles Smith skoraði 17 stig
Draumalið DV
Frumlegnöfn
Þátttökuseðlar í draumaliðsleik
DV eru þegar byrjaöir að streyma
til blaösins víðs vegar að af land-
inu. Margir hafa skírt hðin sín
skemmtilegum nöfnum og má
þar nefna Klettapeyja og Mjöl-
karla frá Vestmannaeyjum, og
Fauta, Refina og Augnalok úr
Reykjavík! Það skal tekið fram
að nafnlaus lið munu bera nöfn
þátttakendanna sjálfra.
Símbréfin í lagi
Þegar hafa nokkrir sent inn
þátttökutilkynningar á símbréfi
(faxi). Það er í lagi, svo framar-
lega sem allar umbeðnar upplýs-
ingar koma fram. Skráningar-
númer leikmanns, nafn, félag og
kaupverð, nafn liðsins, nafn þátt-
takanda, heimilisfang, símanúm-
er og kennitala. Það er hinsvegar
ekki ráðlegt að faxa þátttökuseð-
ilinn sjálfan.
Daði vinsælastur
Daði Dervic, KR-ingurinn
öflugi, er vinsælastur hjá þeim
sem þegar hafa sent inn draumal-
iðin sín. Flestir hafa valið Daða í
sitt lið, en á hælum hans eru Ólaf-
ur Adolfsson frá Akranesi og
Marko Tanasic frá Keflavík, og
síðan koma KR-ingarnir Guð-
mundur Benediktsson og Mihajlo
Bibercic.
fyrir New York og John Starks 15. Hjá
Cleveland var Bobby Phills atkvæða-
mestur með 20 stig og Mark Price
skoraði 18. Andstæðingur New York í
2. umferðinni verður lið Indiana.
Jordan tryggði Chicago sigur
Það var enginn annar en Michael
Jordan sem tryggði Chicago sigur á
Charlotte með því að skora úr tveim-
ur vítaskotum mínútu fyrir leikslok.
Charlotte fékk færi á að tryggja sér
sigur á lokasekúndunum en tvö skot
frá liðinu geiguðu. Jordan og Scottie
Pippen skoruðu 24 stig hvor í liði
Chicago sem mætir sigurvegaranum
úr leikjum Orlando og Boston. Jord-
an tók að auki 8 fráköst, átti 6 stoð-
Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi:
ísland og Holland mætast í þremur
vináttulandsleikjum í körfuknattleik
hér á landi á næstu dögum. Sá fyrsti
verður í Borgarnesi á morgun, annar
á Sauðárkróki á sunnudaginn og sá
síðasti í Njarðvík á mánudagskvöld.
DV sló á þráðinn til Okke te Velde,
eins kunnasta körfuknattleiks-
manns Hohands, sem spilar með
toppliðinu Goba í hollensku úrvals-
deildinni. „Ég veit að íslenskur
körfubolti er á mikilli uppleið og ég
vonast eftir spennandi leikjum og
sendingar og stal 4 boltum. Toni
Kukoc var næstur í stigaskori hjá
Chicago með 21 stig. Alonzo Morun-
ing skoraði 20 stig fyrir Charlotte og
Larry Johnson 18.
í fyrsta sinn síðan 1991 er gamla
stórveldið LA Lakers komið í 2. um-
ferð og mætir þar San Antonio Spurs.
Nick Van Exel átti stórleik í hði Lak-
ers. Exel skoraði 34 stig, þar af sjö
þriggja stiga körfur. Vlade Divac var
með 23 stig og Cedric Cebahos 17.
Hjá Seattle, sem annað árið í röð
þarf að sætta sig við að falla úr leik
í 1. umferð, 'var Gary Payton stiga-
hæstur með 27 stig og Shawn Kemp
skoraði 26.
þétt setnum áhorfendabekkjum. Við
búumst hinsvegar við því að vinna
alla leikina," sagði te Velde. Hann
hefur áður leikið íjóra leiki með Hol-
landi gegn íslandi, og Hollendingar
hafa unnið þá alla nokkuð örugglega.
Holland kemur til íslands með sitt
sterkasta hð, að því undanskildu að
Rik Smits er ekki með en hann er
að spila með Indiana í úrshtakeppni
NBA-deiIdarinnar. Meöalhæð hol-
lensku landsliðsmannanna er 2
metrar og laun þeirra eru á bilinu
1,6 til 2,8 milljónir á ári. Um 40 þús-
und Hollendingar spila körfubolta.
Tveirleikirí
Utlu bikarkeppninni
Tveir leikir fara fram í 8-liða
úrshtum Litlu bikarkeppninnar í
knattspyrnu í kvöld. Klukkan 18
eigast við á gervigrasinu á Ásvöh-
um í Haiharfirði FH og Grindavík
og klukkan 19 leika í Keflavík
heimamenn og Breiðablik.
Övíst hvort Bruce
leikurásunnudag
Manchester United getur
minnkaö forskot Blackburn niö-
ur um tvö stig vinni hðiö Shefíi-
eld Wednesday á sunnudaginn.
Óvíst er hvort varnarjaxhnn
Steve Bruce getur leikið með
United vegna meiðsla í baki sem
reyndust þó minni en haldið var
í fyrstu.
Shearer má ákveða
launinsín
Kenny Dalghsh, stjóri Black-
burn, hefur sagt að Alan Shearer,
sóknarmaöurinn snjalh hjá
Blackburn, megi nánast nefna þá
upphæð sem hann vilji fá i laun
ef hann semur áfram við félagið.
QPRvillfáGassa
Queens Park Rangers hefur nú
bæst i hóp þeirra liða sem hafa
áhuga á aö fá Paul Gascoigne til
liös við sig en hann fær sig vænt-
anlega lausan frá Lazio eftir yfir-
standandi tímabil. Önnur hð sem
eru á eftir Gassa eru Leeds, Ever-
ton og Coventry.
Hvað kostar gripurinn?
Lazio keypti Gassa fyrir þrem-
ur árum á 5,5 milljónir punda,
um 630 milljónir króna. En hvað
kostar Gassi í dag? Tölur hafa
verið nefndar frá l mihjón punda
th 10 mhljóna punda.
Robson hrifinn
Bobby Robson, þjálfari Porto í
Portúgal, er á því aö Gascolgne
rauni brátt leika á ný eftir lang-
varandi meiðsh og muni standa
undir þeim væntingum sem til
hans eru geröar. Robson segist
tilbúinn aö kaupa Gassa á 10
milljónir punda en það eru um
1,2 mihjarðar króna.
Svensson sagði nei
Tommy Svensson, landshðs-
þjálfari Svía í knattspyrnu, hefur
neitaö thboöi frá spænska liðinu
Atletic Bilbao. Hann mun stjóma
sænska liðinu fram yfir úrslita-
keppni Evrópukeppni landsliða
sem fram fer í Englandi næsta
sumar.
Jurgen Khnsmann, sóknar-
maður Tottenham, hggur undir
feldi þessa dagana og hugsar
næsta leik á knattspyrnuferhn-
um. Hann tilkynnir innan tveggja
vikna hvort hann verður áfram
hjá Tottenham eöa hvort hann fer
til Bayern Munchen í Þýskalandi
eða liða á Italíu eða Spáni.
Enn markalaust
Wimbledon gerði í gærkvöldi
sitt þriðja markalausa jafntefli í
röð í ensku úrvalsdehdinni í
knattspymu, nú gegn Arsenal á
Highbury. Wimbledon samþykkti
að flýta leiknum um tvo daga til
aö Arsenal fengi betri hvíld fyrir
úrshtaleikinn gegn Real Zaragoza
í Evrópukeppni bikarhafa á mið-
vikudaginn.
AC Milan heima
AC Milan fékk í gær leyfi frá
ítalska knattspyrnusambandinu
th að spila á heimavelli gegn
Foggia í 1. dehdinni á sunnudag-
inn. Félagið átti eftir aö taka út
eins leiks heimaleikjabann vegna
atviksins í Genoa í mars þegar
stuðningsmaður Genoa var drep-
inn en eftir beiöní írá AC Milan
var sá úrskurður felldur úr ghdi.
GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF
OPNA
ENDURVINNSLUMÓTIÐ
í golfi verður haldið á Strandarvelli laugardaginn
6. maí. Leikinn verður 18 holu höggleikur,
með og án forgjafar.
Ræst verður út frá kl. 8.00.
Glæsileg aukaverðlaun.
Verðlaun fyrir að vera næst holu á 18. braut eru
utanlandsferð frá Samvinnuferðum/Landsýn.
Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu
í síma 98-78208.
GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF GOLF
Búumst við sigrum
- þrír landsleikir í körfubolta gegn Hollandi