Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. BLADAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OWN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA-AFGREIÐSLU: 563 2777 Kl 6-8 LAUGAfiDAGS-OG MANUÐAOSMORGNA | RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 27001 FÖSTUDAGUR 5. MAl 1995. Viðbrögð Norðmanna: Óttumst að önn- ur lönd strey mi ísfldina „Við erum ósammála þessari veiði og okkur likar ekki að íslendingar og Færeyingar veiði 250 þúsund tonn í Síldarsmugunni. Það er alltof snemmt að segja til um hvort við, munum grípa til einhverra ráðstaf- ana en við munum auðvitað ræða það sem skeð hefur og sjávarútvegs- ráðherra okkar mun funda með rúss- neska sjávarútvegsráöherranum í Ósló síðdegis í dag. Þar verður þetta mál líka til umræðu," sagði Bjarne Mystad, upplýsingafulltrúi hjá norska sjávarútvegsráðuneytinu, í morgun um ákvörðun íslendinga og Færeyinga að veiða 250 þúsund tonn , í Síldarsmugunni. „Við vildum komast að samkomu- lagi um kvóta í Síldarsmugunni og fyrir utan hana fyrir ákveðin strand- ríki því að við óttumst að veiði ís- lendinga og Færeyinga vísi öðrum þjóðum vegínn og skip annarra landa komi á svæðið. Veiðin í Síldarsmug- unni gæti þá farið úr böndunum og þess vegna vildum við semja um fisk- veiðistjórnun á svæðinu. Okkur þyk- ir mjög leitt að ekki var hægt að kom- ast að samkomulagi um fiskveiði- stjórnun í Síldarsmugunni og teljum "ástæðuna skort á samningsvilja hjá íslendingum og Færeyingum," sagði Mystad. -GHS Síldarsmugan: Mokveiðiínótt Mokveiði hefur verið í Síldarsmug- unni að undanfömu. Skipin Júpíter frá Þórshöfn og Jón Kjartansson frá Eskifirði eru á leiðinni í land með fullfermi eða um 1.300 tonn hvort skip. Þyrlasækirslas- aðansjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir slösuðum sjómanni skammt út af Snæfellsnesi í morgun. Sjómaður- inn sem var um borð í fiskibáti hafði hlotið áverka þegar þungur hlutur féll á hann. Ekki var ljóst hvort mað- urinn yrði tekinn um borð í þyrluna á hafi úti eða hvort báturinn sigldi tilArnarstapa. -pp BruggaðáNesinu Fíkniefnalögreglan lagði í gær hald á 10 lítra af landa, 20 lítra af gambra og bruggtæki í húsi á Seltjarnarnesi. 'lvleintur eigandi tækjanna hefur ver- ið boðaður til skýrslutöku. -PP Islendingar og Færeyingar ákváðu í nótt 250 þúsunda tonna kvóta: Þetta er í lagi fyrir stof ninn - segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastoj&iunar „Þetta er innan þeirra marka sem á aö veraí lagi að veiða. Þetta er í lagi fyrir stofnihn sjálfan ef þær spár rætast sem menn telja réttast- ar. Það eru að koma inn í stofnínn tveir góðir árgangar á næstunni," segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vegna kvóta í Síldarsmugunni íslendingar og Færeyrágar ákváðu í gærkvöldi að gefa út sam- eiginlegan kvóta til veiða í Síldar- smugunni. Kvóti þjóðanna tveggja verður 250 þúsund tonn. Eftir að slitnaði upp úr viöræöumþjóðanna fiögurra, Isléndinga, Norðmanná, Rússa og Færeyinga, i gærkvöldi héldu þjóðirnar tvær áfram að tala saman og náðu niðurstöðu. Það vekurnokkraathygli að meðþessu er heildarkvóti á síld úr norsk- ísienska sfldarstofiúnum orðinn 900 þúsundir tonna en Alþjóðahaf- rannsóknaráðið hefur ráðlagt veiði úr þessum stofni upp á 520 þúsund tonn. „Þetta er ákvörðun fyrir eitt ár en það er íhugunarefni hvort þetta er heppilegur kvóti þegar tíl lengri tíma er iitíð. Fyrir eitt ár á þetta ekki aö gera neinn skaða," segir Jakob, Samkvæmt heimildum DV eiga Færeyingar að fá um fjórðung af kvótanum sem gerir um rúm 60 þúsund tonn eða sem nemur því sama og Norðmenn buðu íslend- ingum. Þar með fá íslendingar í sínn hlut um 190 þusund tonn eða 40 þúsundum tonna meira en sett var fram krafa um við Norðmenn. -rt Ráöherrar eru ekki undanskildir greióslu þungaskatts eins og sannaöist í gær þegar skráningarnúmerin voru klippt af jeppa Finns Ingólfssonar, iönaöar- og viðskiptaráðherra. Jeppinn stóð vio húsvegg fjármáiaráðuneytisins þegar innheimtumenn rikissjóðs rákust á hann og þar stóö hann númeralaus fram eftir degi. DV-mynd GVA Jóhann A. Jónsson: Menn of snögg- ir og haf a sam- iðaf sér „Úr því að við erum að ákvarða okkar hlutdeild sjálfir þá hefðum við átt að ákvarða okkur hlutdeild að lágmarki tíl jafns og Norðmenn hafa tekið sér. Þeir hafa núna veitt 350 þúsund tonn og það hefði átt að vera lágmarkshlutdeild íslands og Fær- eyja en ekki 250 þúsund tonn. Við náum okkur aldrei upp úr þessu. Það verður erfitt fyrir okkur að eiga við samninga um hærri hlutdeild á móti Norðmönnum þegar búið er að gera svona gloríu. Þetta spor núna mark- ar mjög það sem á eftir kemur. Menn hafa verið of snöggir og samið af sér," sagði Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, við DV um samninga íslendinga og Færeyinga. Jóhann sagði að samninganefnd íslands hefði ekki haft nokkurt sam- ráð við útgerðina um Síldarsmug- una. „Það er vítavert því flotinn veið- ir ekkert þennan kvóta næstu daga. J Það lá ekkert á. Menn hafa mikið talað um Jan-Mayen samninginn frá ' 1980, að hann sé ekki okkur hliðholl- ur. Það hefur ekki verið hægt að taka I hann upp. Ég held að þarna hafi átt | sér stað álíka mistök. Ég bara skil ekki svona vinnubrögð," sagði Jó- hann. LOKI Á íslensku glímumáli heitir þetta víst að fella Norðmenn á klofbragði! Veðrið á morgun: Skúrir eða slydduél Á morgun verður suðaustan gola og súld með suðaustur- og austurströndinni en norðaustan- gola eöa kaldi annars staðar. Skúrir eða slydduél verða norð- anlands, einkum vestan til, en vestanlands verður þurrt og nokkuð bjart veður. Svalt verður norðanlands eöa 1-5 stiga hiti en 5-9 stig syðra. Veðriö í dag er á bls. 36 ^^.^. b o % í í ZtER+^l f lAVDSÍ ÍSI.. RA 5AMBAND KXKRKTAKA lir í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.