Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Fréttir Hugmyndin um Errósafn í Hafnarhúsinu hefur verið endurvakin: Borgin kaupi húsið fyrir 110 milljónir Samstarfsnefnd um málefni Hafn- arhúss hefur lagt til aö borgarsjóður kaupi þriðjung Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík eða um 3.500 fermetra húsnæði á fyrstu, ann- arri og þriöju hæð hússins af hafnar- sjóði. Kaupverð verður 110 milljónir króna með jöfnum árlegum afborg- unum á 20 árum en fyrsta afborgun á næsta ári. Gert er ráð fyrir að borg- arsjóður kosti allar breytingar á hús- inu fyrir starfsemi Listasafns Reykjavíkur og Errósafns. Kostnað- ur við breytingarnar verði rúmar 300 milljónir króna. í skýrslu frá samstarfsnefndinni er ítarleg rýmisáætlun með tillögum um sýningarsali, kaffistofu, skrif- stofur og bókasafn fyrir starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Samkvæmt þessum tillögum verða þrír sýning- arsalir í húsinu og verður sá stærsti á annarri hæð í suðurálmu hússins og annar stór salur verður á annarri hæð í norðurálmu þess. Gangur verður líklega á annarri hæð þvert yfir miðrými hússins en ekki er gert ráð fyrir gleryfirbyggingu. Verslanir verða á fyrstu hæð hússins og leigir borgarsjóöur út húsnæðið fyrir 8,8 milljónir á ári. Stuttarfréttir - og breyti því síðan fyrir um 300 milljónir Bjórsalaheimiluð Bæjarráð Hafnarfjarðar og borgarsrjórn Reykjavíkur sam- þykktu í gær bjórsölu í tengslum við HM '95. Meirihjuti R-listans í Reykjavik klofnaði í málinu, Eiturlyfunglinga Nær einungis framhaldsskóla- nemar nota eiturlyflð alsælu hér á landi. RÚV greindi frá þéssu. Margrétmeðstuðning Margrét Prímannsdóttir mun í næsru viku tilkynna hvort hún býður sig fram öl formanns í Al- þýðubandalaginu. Skv. Alþýðu- blaðinu hefur húnfengið víðtaek- an stuðning í mótframboð gegn Steingrími J. Sigfussyni. Eftirlitverðieflt Vinnuhópur á vegum land- læknisembættisjns vtU stórauka eftirlit með aukaefnum í matvæl- um vegna aukins innflutnings. RÚV greindi frá þessu. Skemmdarverk á Alþingi Molotovkokkteil var hent inn um glugga í Alþingishusínu í fyrrinótL Samkvæmt Tímanum hafnaði kokkteillinn á glugga þingflokks Sjálfstæðisflokksins. EMur braust ekki út og tión var óverulegt. Útsvariðmunhækka Flutningur á rekstri grunnskól- ans til sveitarfélaga er talinn kosta 6,3 miUjarða. Til að mæta þessu þurfa sveitarfélögin að hækka útsvariö um 2,7%. Timinn greindi frá þessu. Heilsdagsskoliísumar Skólamálaráð Reykjavíkur hef- ur ákveðið að starfrækja allt að 8 heilsdagsskóla í sumar fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Mbl. greindifráþessu. -kaa Samstarfsnefnd um framtíó Hafnarhússins viö Tryggvagötu leggur til vió borgaryfirvöld að borgin kaupi þriðjung Hatnarhússins fyrir 110 milljönir undir Listasafn Reykjavikur og Errósafn og leigi út verslunarhúsnæði á fyrstu hæð. Ekki er gert ráð fyrir glerbyggingu yfir miðrými hússins, eins og áður hefur verið rætt um, en byggja verður gang þvert yfir miðrýmið á annarrihæð. DV-myndGVA Yfirbygging úr gleri? „Það er ekki búið að samþykkja þetta þannig að ég veit ekki ennþá hvort gert verður ráð fyrir gleryfir- byggingu en beiðni um slíkt myndi ekki koma frá Listasafni Reykjavík- ur. Við sjáum ekki að gleryfirbygging auki möguleika Listasafnsins. Skúlp- túrar geta verið í garðinum eins og hann er og annaö myndi ekki vera þar á vegum safnsins," segir Guðrún Jónsdóttir, formaður menningar- málanefndar. Áætlaður heildarkostnaður við hugsanleg kaup borgarsjóðs Reykja- víkur og breytingar á húsinu er um 425 milljónir króna. í tíllögu að fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir að rekst- ur safnsins kosti tæpar 55 milljónir króna auk þess sem 18 milljónir fari í launakostnað fyrir 20 starfsmenn á ári. Gengiö er út frá því að húsinu og rekstri þess verði skipt í séreign og sameign þar sem engin breyting verður á rekstri Reykjavíkurhafnar í húsinu. Skýrsla samstarfsnefndarinnar hefur verið kynnt í menningarmála- nefhd og hafnarstjórn en ekki í borg- arráði. Endanleg ákvörðun hefur ekkiveriðtekin. ^5HS Eitt þeirra verka sem unnin voru í íþróttahöllinni á Akureyri í lokaundirbúningnum í gær var að hengja upp þjóð- fána þátttökuþjóða heimsmeistarakeppninnar og voru starfsmenn við það upp í rjáfri fyrir ofan áhorfendasvæðið. DV-mynd gk PIMáAkureyri: Lokatörnin haf in í höllinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Undirbúningur fyrir leiki heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik, sem fram fara á Akureyri, stendur nú sem hæst og í gær voru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á ýmsan frágang víöa í húsinu. í riðlinum sem leikinn verður á Akureyri, og gengur undir nafninu Dauðariðillinn vegna þess hversu sterk lið þar eru á ferðinni, verða leikirnir 15 talsins en síðan taka við 4 leikir í 16-liða og 8-Uöa úrshtum. Höllin hefur gjörbreytt um svip og aðstaöa þar er öll hin glæsilegasta. Aðstoðarmenn: Kosninga- stjórarog fréttamonn Nýju ráðhen^rnir í Stiómar- ráðinu eru í óðaönn að ráða sér aðstoðarmenn og verður fljótlegá gengiö frá ráðningu Árna Gunn- arssonar blaðatnanns í starf að- stoðarmanns félagsmálaráð- herra. Nánast er frágengið að Árni Magnússon, kosningastjóri Framsókriarflokksins á Suður- landi, verði ráðinn í iönaðar- og viðsMptaráðuneytið. Ýmsir hafa verið orðaðir við hin framsóknarráðuneytin. Lik- legt þykir að' Friðrik Jónsson verði ráðinn aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra og Birgir Guð- mundsson, fréttastjórí á Tíman- úm, hefur verið orðaöur við um- hverfisráðuneytið. Þá þykir lík- legt að Guðjón Ólafur Jónsson, formaður SUF, verði ráðinn í eitt- hvert framsóknarráðuneytið. Aðstoðarmaður Guðmundar Bjarnasonar í landbúnaðaráöu- neytinu verður að öllum likindum Guðmundur Stefánsson, fram- kyæmdastjóri ístess á Akureyri. Nokkrirnýirhjásjálf- stæðismönnum Björn Bjarnason rnermtamála- ráðherra hefur þegar ráðið Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrum fram- kvæmdasrjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, til sín í mennta- málaráðuneytið en ójjóst er hvern- :ig fer með forsætisráðuneytið. ; Þórhallur Œafsson, umdæmis- verkfræöingur Vegagerðarinnar á Selfossi, veröi væntanlega ráð- ihn í dómsmálaráöuneytið. Halldór Blðndal samgönguráð- herra hefur ekkl enn valið sér aðstoðarmann; Heyrst hefur að Haildór hafi áhuga á að fá Ár- mann Kr. Ólafsson stjórnmála- fræöing til starfans. Ármann var kosningasrjórí Sjálfstæölsflokks- ins h Norðurlandi eystra i síðustu kosningum en flokkurinn bætti þar við sig 41/2 prósentL sem var mesta fylgisaukning flokksins miðað við iandið allt. -GHS Sölumiðstöðin: Hagnaðurinn 624milljómr „Það er mjög gott ár að baki. Þaö var hvergi tap innan fyrir- tækisins sem er mjög ánægjulegL Það tókst á þessu ári að koma því þannigfyrir aðþað var alls staðar hagnaður," segir FriðrikPálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um síðasta rekstr- árár. Á aðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn vart í gær og í dag, kom fram að hagnaður af SHogdóttur- fyrirtækjum þess var á síðasta ári 624 milljónir, en var árið 1993 595 riiilljónir. Alls voru~tekjur fyrir- tækjanna 23,5 miHjarðar á móti 2i,5minjarðiáriðáundan. -rt Akureyri: Atvinnuleysi meiraen1994 Gylfi Kristjáiiason, ÐV, Akureyri: Umtalsvert öeiri voru á at- vinnuleysisskrá á Akureyri um síðustu mánaðamót en á sama tíma á síöásta árL Munurinn er um 14% þvi 617 voru skráðir at- vinnulausir nú á móti 540 á sama tíma í fyrra. Þó hefur orðið fækkun á at- ivinnuleysisskrá frá því í byrjun aprílmánaðar en þá voru 630 á átvinnuleysisskrá. Nu um mán- áðamótin voru 335 karlar án at vinnu og 282 konur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.