Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 DV Aöstoöarmenn: Kosninga- stjórar og fréttamenn Nýju ráöherrarnir í Stjórnar- ráðinu eru í óöaönn aö ráða sér aðstoðarmenn og veröur fljótlega gengiö frá ráðningu Árna Gunn- arssonar blaðamanns í starf að- stoðarmanns félagsmálaráð- herra. Nánast er frágengið að Árni Magnússon, kosningastjóri Framsóknarflokksins á Suður- landi, verði ráöinn i iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Ýmsir hafa verið orðaöir viö hin iramsóknarráðuneytin. Lik- legt þykir að Friðrik Jónsson verði ráðinn aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra og Birgir Guð- mundsson, fréttastjóri á Tíman- úm, hefur verið orðaður við um- hverfisráöuneytið. Þá þykir lík- legt að Guðjón Ölafur Jónsson, formaður SUF, verði ráöinn i eitt- hvert framsóknarráðuneytið. Aðstoðarmaður Guðmundar Bjamasonar í landbúnaðaráöu- nesTinu verður að öllum likindum Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ístess á Akureyri. Nokkrir nýir hjá sjálf- stæðismönnum Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur þegar ráðið Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrum íram- kvæmdastjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, tíl sín í mennta- málaráöuneviið en óljóst er hvern- ig fer með forsætisráðuneytiö. Þórhallur Ólafsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar á Selfossí, verðí væntanlega ráð- inn í dómsmálaráðuneytið. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur ekki enn valið sér aðstoðarmann. Heyrst hefur að Halldór hafi áhuga á að fa Ár- mann Kr. Ólafsson stjómmála- fræðing til starfans. Ármann var kosningasijóri Sjálfstæðisflokks- ins á Norðurlandi eystra i síðustu kosningum en flokkurinn bætti þar við sig 41/2 prósenti, sem var mesta fylgisaukning flokksins miðaðviðlandiðallt. -GHS Solumiðstöðin: Hagnaðurinn 624 miiyónir „Það er mjög gott ár að baki. Það var hvergi tap innan fyrir- tækisins sem er mjög ánægjulegt. Það tókst á þessu ári að koma því þannig fyrir að þaö var alls staðar hagnaður," segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna um síðasta rekstr- arár. Á aðalfundi fyrirtækisins, sem haidinn vart í gær og í dag, kom fram að hagnaöur af SH og dóttur- fyrirtækjum þess var á siðasta ári 624 milljónir, en var árið 1993 595 mifljónir. Alls voru tekjur fyrir- tækjanna 23,5 mflfjaröar á móti 21,5 mifljarði áriö á undan. -rt Akureyri: Atvinnuleysi meira en 1994 Gyffi Kristjánason, DV, Aknreyn: Umtalsvert fleiri voru á at- vinnuleysisskrá á Akureyri um síðustu mánaðamót en á sama tíma á síðasta ári. Munurinn er um 14% því 617 voru skráðir at- vinnulausir nú á móti 540 á sama tíraa í fyrra. Þó hefur orðiö fækkun á at- vinnuleysisskrá frá því í byrjun aprílmánaöar en þá voru 630 á atvinnuleysisskrá. Nú um mán- aðamótin voru 335 karlar án at- vinnu og 282 konur Fréttir Hugmyndin um Errósafn í Hafnarhúsinu hefur verið endurvakin: Borgin kaupi húsið fyrir 110 milljónir Samstarfsnefnd um málefni Hafn- arhúss hefur lagt til að borgarsjóður kaupi þriðjung Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík eða um 3.500 fermetra húsnæði á fyrstu, ann- arri og þriðju hæð hússins af hafnar- sjóði. Kaupverð verður 110 milljónir króna með jöfnum árlegum afborg- unum á 20 árum en fyrsta afborgun á næsta ári. Gert er ráð fyrir að borg- arsjóður kosti allar breytingar á hús- inu fyrir starfsemi Listasafns Reykjavíkur og Errósafns. Kostnað- ur við breytingarnar verði rúmar 300 milljónir króna. í skýrslu frá samstarfsnefndinni er ítarleg rýmisáætiun með tfllögum um sýningarsali, kaífistofu, skrif- stofur og bókasafn fyrir starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Samkvæmt þessum tillögum verða þrír sýning- arsalir í húsinu og verður sá stærsti á annarri hæð í suðurálmu hússins og annar stór salur verður á annarri hæð í norðurálmu þess. Gangur verður líklega á annarri hæð þvert yfir miðrými hússins en ekki er gert ráð fyrir gleryfirbyggingu. Verslanir verða á fyrstu hæð hússins og leigir borgarsjóöur út húsnæðið fyrir 8,8 milljónir á ári. - og breyti því síðan fyrir um 300 miUjónir Samstarfsnefnd um framtíð Hafnarhússins við Tryggvagötu leggur til við borgaryfirvöld að borgin kaupi þriðjung Hafnarhússins fyrir 110 milljónir undir Listasafn Reykjavíkur og Errósafn og leigi út verslunarhúsnæði á fyrstu hæð. Ekki er gert ráð fyrir glerbyggingu yfir miðrými hússins, eins og áður hefur verið rætt um, en byggja verður gang þvert yfir miðrýmið á annarri hæð. DV-mynd GVA Yfirbygging úr gleri? „Það er ekki búið að samþykkja þetta þannig að ég veit ekki ennþá hvort gert verður ráð fyrir gleryfir- byggingu en beiðni um slíkt myndi ekki koma frá Listasafni Reykjavík- ur. Við sjáum ekki að gleryfirbygging auki möguleika Listasafnsins. Skúlp- túrar geta verið í garðinum eins og hann er og annaö myndi ekki vera þar á vegum safnsins," segir Guðrún Jónsdóttir, formaður menningar- málanefndar. Áætlaður heildarkostnaður við hugsanleg kaup borgarsjóðs Reykja- víkur og breytingar á húsinu er um 425 milljónir króna. í tfllögu að fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir að rekst- ur safnsins kosti tæpar 55 milljónir króna auk þess sem 18 mflljónir fari í launakostnað fyrir 20 starfsmenn á ári. Gengið er út frá því að húsinu og rekstri þess verði skipt í séreign og sameign þar sem engin breyting verður á rekstri Reykjavikurhafnar í húsinu. Skýrsla samstarfsnefndarinnar hefur verið kynnt í menningarmála- nefnd og hafnarstjóm en ekki í borg- arráði. Endanleg ákvörðun hefur ekkiveriðtekin. -GHS Stuttar fréttir Eitt þeirra verka sem unnin voru í íþróttahöllinni á Akureyri í lokaundirbúningnum í gær var að hengja upp þjóð- fána þátttökuþjóða heimsmeistarakeppninnar og voru starfsmenn við það upp i rjáfri fyrir ofan áhorfendasvæðið. DV-mynd gk HM á Akureyri: Lokatörnin hafin í höllinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Undirbúningur fyrir leiki heims- meistarakeppninnar í handknatt- leik, sem fram fara á Akureyri, stendur nú sem hæst og í gær vom iðnaðarmenn að leggja lokahönd á ýmsan frágang víða í húsinu. í riðlinum sem leikinn verður á Akureyri, og gengur undir nafninu Dauðariðillinn vegna þess hversu sterk lið þar em á ferðinni, verða leikirnir 15 talsins en síöan taka við 4 leikir í 16-liða og 8-liða úrslitum. Höllin hefur gjörbreytt um svip og aðstaða þar er öll hin glæsilegasta. Bjórsala heimiluð Bæjarráð Hafnarfjarðar og borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykktu í gær bjórsölu í tengslum við HM ’95. Meirihluti R-listans í Reykjavík klofnaði í málinu. Eiturlyf unglinga Nær einungis framhaldsskóla- nemar nota eiturlyfið alsælu hér á landi. RÚV greindi frá þessu. Margrét með stuðning Margrét Frímannsdóttir mun í næstu viku tilkynna hvort hún býður sig fram til formanns í Al- þýðubandalaginu. Skv. Alþýðu- blaöinu hefur hún fengið víðtæk- an stuðning í mótframboð gegn Steingrími J. Sigfússyni. Eftklitverðiefit Vinnuhópur á vegum land- læknisembættisins vill stórauka eftirlit með aukaefnum í matvæl- um vegna aukins innflutnings. RÚV greindi frá þessu. Skemmdarverk á Alþingi Molotovkokkteil var hent inn um glugga í Alþingishúsinu í fyrrinótt. Samkvæmt Tímanum hafhaði kokkteillinn á glugga þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Eldur braust ekki út og tjón var óverulegt. Útsvariðmunhækka Flutningur á rekstri grunnskól- ans til sveitarfélaga er talinn kosta 6,3 milijarða. Til að mæta þessu þurfa sveitarfélögin að hækka útsvarið um 2,7%. Tíminn greindi frá þessu. Heiisdagsskóli í sumar Skólamálaráð Reykjavöcur hef- ur ákveðið að starfrækja allt aö 8 heilsdagsskóla í sumar fyrir börn á aldrinum 6 tfl 9 ára. Mbl. greindifráþessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.