Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
-
Eru íslendingar að hætta að
borða kjöt?
í samkeppni við
hrísgrjón og
pasta
Við erum í samkeppni við hrís-
gijón og pasta og verðum að haga
okkur samkvæmt því.“
Hörður Sigurgrimsson kúabóndi í DV.
Óábyrgt sprengiboð
„Svona óábyrgt sprengiboð eins
og þetta í Norðurá hleypir öllu
upp í loft.“
Jón G. Baldvinsson i DV.
Öruggasta heimildin
Morgunblaöið er spegill íslensks
Ummæli
þjóðfélags og öruggasta heimild
sögunnar á þessarri öld.
Árni Johnsen í Tímanum.
Ekki að argast í
gagnrýnendur
„Mér hefur alltaf fundist að lista-
mennimir eigi ekkert að vera að
argast í gagnrýnendum."
Thor Vilhjálmsson i Alþýóublaðinu.
Viljum ekki gapandi
sætaraðir
„Sjónvarpsvélarnar eiga álltaf að
vera með fólk í mynd og viö vilj-
um ekki lenda í gapandi sætaröð-
um.“
Hákon Guðmundsson i DV.
Losna úr kvótakerfinu
„Ég hef aldrei farið dult með þá
skoðun mína að menn eigi að
setja markið á að losna út úr
þessu kvótakerfi.“
Sigurgeir Þorgeirsson hjá Bænda-
samtökunum í Alþýðublaðinu.
Vietnamstríðið gerði Willson að
friðarsinna.
Fómardýrið
ákært
S. Brian Willson var í leyni-
þjónustu bandaríska hersins í
Víetnamstríðinu. Reynsla hans
af stríðinu gerði hann að áköfum
friðarsinna. í september 1987
ákvað hann ásamt tveimur öör-
um friðarsinnum að mótmæla
sölu á hergögnum til kontra í
Nicaragua með því að setjast á
jámbrautarteina og stöðva þann-
Blessuð veröldin
ig lest sem flutti vopnin. Þeir sem
stjórnuðu jámbrautarlestinni
voru ekkert aö hafa fyrir því að
stöðva og keyrðu áfram með þeim
afleiðingum að Willson náði ekki
að fleygja sér almennilega af tein-
unum og dróst með lestinni nokk-
urn spöl. Hinir tveir komust
ómeiddir af teinunum. WiUson
meiddist á höfuðkúpu og hægri
fótur hans var illa farinn eftir
áreksturinn.
Fjórum mánuðum síðar fór sá
sem stýrði lestínni og tveir aðrir
starfsmenn lestarinnar í mál við
Willson og kröfðust skaðabóta
þar sem þeir höfðu orðið fyrir til-
finningalegu áfalli við atburðinn.
Willson svaraöi með því að fara
í mál við sjóherinn. Honum vom
dæmdir 940 þúsund dollarar í
skaðabætur en máli járbrautar-
stjórans var vísað frá.
Léttir til vestanlands
í dag verður norðvestangola og víða
þokusúld norðan- og vestanlands
fram eftir degi, léttir svo heldur til
Veðrið í dag
vestanlands síödegis, en norðan-
lands verða skúrir. Á Suðaustur-
landi verður skýjað með köflurn en
þurrt. Hiti 1 til 5 stig norðanlands en
5 tíl 10 stig sunnanlands. Á höfuð-
borgarsvæðinu verður suðvestan- og
síöar norðvestangola. Skýjaö með
köflum og þokusúld öðm hveiju í
fyrstu en léttir svo heldur tíl. Hití 5
tíl 10 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 22.04
Sólarupprás á morgun: 4.44
Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.00
Árdegisflóð á morgun: 10.25
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri þoka 3
Akurnes þokumóða 4
Bergsstaðir súld 1
Bolungarvík alskýjað 1
Keflavikurílugvöllur rign./súld 3
Kirkjubæjarklaustur hálfskýjað 6
Raufarhöfn alskýjað 1
Reykjavík rign./súld 4
Stórhöfði rign./súld 5
Bergen þokumóða 8
Helsinki léttskýjað 11
Ka upmannahöfn þokumóða 12
Ósló skýjað 7
Stokkhólmur skýjað 10
Þórshöfn rigning 7
Amsterdam þokumóða 13
Barcelona heiðskirt 12
Chicago alskýjað 9
Feneyjar þokumóða 12
Frankfurt léttskýjað 11
Glasgow skýjað 6
Hamborg þoka 9
London mistur 12
LosAngeles léttskýjað 13
Lúxemborg léttskýjað 14
Madrid skýjað 13
Malaga mistur 16
Mallorca heiðskírt 9
Montreal heiðskírt 10
New York alskýjað 14
Nuuk léttskýjað -2
Orlando alskýjað 21
París skýjað 16
Róm þokumóða 11
Vín léttskýjað 14
Winnipeg heiðskirt -1
Stefán Konráðsson, mótsstjóri HM '95
i.
„Nú er verið að hnýta alla lausa
enda fyrir keppnina. Allur undir-
búningur hefur verið unninn á
miklum hraða þar sem keppnin var
svo lengi í lausu Iofti og það má
segja að skipulagningin hafi farið
að miklum hluta til síðastliðið hálft
ár. Við höfum heldur aldrei haldiö
svona stórt íþróttamót áöur. Hér
er ekki um að ræða nokkra leiki
heldur 88 leiki og allt þarf aö stand-
Maður dagsins
ast upp á minútu,“ segir Stefán
Konráðsson sem er mótsstjóri
heimsmeistarakeppninnar í hand-
bolta sem hefst á sunnudaginn.
Stefán er aðstoðarframkvæmda-
stjóri íþróttasambands íslands en
hefur unnið nær eingöngu við
HM-mótið að undanförnu.
Aðspurður sagði Stefán að við-
horf almennings til keppninnar
hefði breyst mikið að undanfömu.
„Það er eins og þjóðin hafi áttað sig
á því að þetta er mikíll viöburður
Stefán Konráösson.
og sýnir hún velvilja í kjölfarið. Þá
er þessa dagana mikil gróska i
miðasölunni.“
Stefán sagði að starf hans sem
mótsstjóra væri viðamikið en hann
væri bara einn hlekkurinn í keðj-
unni. „Það koma margir við sögu,
enda er skipulagningin þannig að
hver dagur er skipulagður fyrir
keppendur upp á mínútu, æfingar,
leikir, skoðunarferðir og fleira.
Þetta era tuttugu og fjögur lið
þannig að það er mikið sem þarf
að huga að.
Stefán var inntur eftir miðasöl-
unni; „Það hefur eins og við var
að búast selst mest á leikina með
íslendingum. Við gerðum okkur
aldrei vonir um aö mikið seldist á
aðra leiki en salan hefúr samt ver-
ið með besta móti og jáfnvel meiri
en við vorum að vonast eftir.“ Stef-
án sagði að nú færi aðalannatíminn
1 hönd við undirbúningin. „Liðin
streyma til landsins í dag og á
morgun en aðeins íjögur lið voru
komin í gær."
Stefán Konráðsson er giftur Val-
gerði Gunnarsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Stefán sagði að áhuga-
mál hans snerust um íþróttir. Núna
væri þaö handboltinn en uppá-
haldsíþróttir hans eru knattspyrna
og borðtennis.
Myndgátan
Mælir frá hjartanu
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði
Úrslitaleikir í
litlu bikar-
keppninm
Nú fer senn að líða að stóru
stundinni þegar HM í handbolt-
anum byijar og verður sjálfsagt
um fátt annað rætt meðan á þeirri
orrahríð stendur. Reykjavíkur-
mótið í knattspymu og litla bik-
arkeppnin halda þó áfram og er
nú farið að leika í átta liða úrslit-
um í litlu bikarkeppninni. í kvöld
fara fram tveir leikir.
í Hafnarfirði leika FH-ingar
gegn Grindvíkingum sem eru
nýliðar í 1. deildinni í ár og hefst
sá leikur kl. 18.00 og í Keflavík
leika heimamenn gegn Breiða-
bliki. Sá leikur hefst kl. 19.00.
Skák
Jens Kristiansen varð skákmeistari
Danmerkur í ár. Hann sigraði á meistara-
mótinu, sem fram fór fyrir skömmu, með
6,5 vinninga af 9 mögulegum. Henrik
Danielsen varð í 2. sæti með 6 v., Lars
Schandorff hlaut 5,5 v., Carsten Höi 5 og
Erling Mortensen 4,5 v.
Úrslitaskákin í síðustu umferð var
milh Jens Kristiansen og Carsten Höi.
Þannig lauk Jens (með svart) taflinu og
tryggði sér meistaratitilinn:
60. - Dgl + 61. Rdl Dfl! og hvítur gafst
upp. Ef 62. axb3 c3 63. Dxc3 (eða 63. Dc2
Rb4) Dxdl + og vinnur létt.
Jón L. Árnason
Bridge
Þú tekur upp geysisterka hendi í austur
og heyrir spilafélaga þinn opna á tveimur
spöðum, veikir tveir í litnum. Hve langt
á að teygja sig í sögnum?
♦ ÁK4
¥ ÁK932
♦ ÁG2
+ KD
Þú gefur spumarsögnina tvö grönd og
spilafélagi þinn segir þijú lauf sem lofa
punktastyrk í Utnum. Ljóst er að sú sögn
lofar ásnum og er þá eftir nokkru að bíða?
Góðir möguleikar virðast á því að 7 spað-
ar standi, tólf slagir sjást beint og sá þrett-
ándi hlýtur að koma með því að fría
hjartalitinn. En það leynist hætta í spil-
inu, en hún er sú að vestur haldi á þrem-
ur hjörtum. Þeir voru nokkrir sem létu
vaða f alslemmuna í spaða á íslandsmót-
inu í tvímenningi en urðu ekki feitir af
því. AUt spihð var svona, vestur gjafari
og allir á hættu:
♦ 9
V G64
♦ D9864
+ G983
♦ DG7532
V 1075
♦ 10
+ Á62
♦ 1086
V D8
♦ K753
+ 10754
Vestur Norður Austur Suður
2+ Pass 2 G Pass
3+ Pass 7+ p/h
Úr því að vestur á þrílit í hjarta er eini
möguleikinn sá aö enginn tapslagur sé á
litinn (DG blönk eða stakt háspU í suö-
ur). Þvmgunarmöguleikar eru engir í
spUinu nema sami maður sé með lengd
í hjarta og bæði háspilin í tígli og fyrir
því eru heldar litlar líkur. Að segja 7
spaða og fara einn niður gaf 7 stig af 30
mögulegum, en besti samningurinn er 6
grönd á spilin.
ísak Örn Sigurðsson