Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift': ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700
FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Askrift: 99-6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Yfir til þín, ísiand!
Á sunnudaginn hefst heimsmeistarakeppnin í hand-
knattleik. Fullyröa má að þetta er stærsti og viðamesti
íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og
sennilega viðamesti atburður sem íslendingar hafa stað-
ið fyrir. Gildir það um fjölda þátttakenda, umfang keppn-
innar og þá alþjóðlegu athygh sem hún vekur.
Handknattleikur er ekki meðal fjölmennustu eða vin-
sælustu íþróttagreina í heiminum en sú íþrótt er einkum
stunduð í Evrópulöndum og hefur breiðst út th amiarra
heimsálfa og th marks um áhugann sem keppninni fylg-
ir, hafa þrjátíu sjónvarpsstöðvar óskað eftir aðstöðu th
útsendinga héðan og er tahð að um fimmtíu mihjónir
manna muni fylgjast með þeim.
Ekki þarf aö fara mörgum orðum um getu okkar
manna. Handknattleikur er hálfgerð þjóðaríþrótt og nýt-
ur mikiha vinsælda enda hafa íslenskir handknattleiks-
menn verið í fremstu röð um árabil. Þeir hafa raunar
borið uppi hróður íslenskra íþrótta í seinni tíð og er þá
ekki gert htið úr árangri annarra íþróttamanna og
kvenna.
Aðdragandi heimsmeistarakeppninnar . hefur ekki
gengið þrautalaust fyrir sig. Mörgúm fannst mikið í lagt
þegar sóst var eftir mótinu hingað th lands. Þá urðu
hatrammar dehur um byggingu íþróttahahar sem fuh-
nægt gat alþjóðakröfum. Handknattleikssambandið hef-
ur búið við langvarandi skuldastöðu vegna útgjalda í
tengslum við undirbúning heimsmeistarakeppninnar.
Nú síðast hafa sprottið upp vandræði vegna deilna um
sjónvarpsrétt, yfirvofandi verkfaha, gistirýmis og jafnvel
bjórsölu. Erfiðasti þröskuldurinn var tregða Álþjóða
handknattleikssambandsins og efasemdir á þeim bæ um
að íslendingar væru færir um að halda keppnina.
Ahir þessir erfiðleikar eru að mestu að baki, en ein-
mitt vegna þessarar þrautagöngu hlýtur það að vera
metnaðarmái íslensku þjóðarinnar að vel takist th. Það
er ekki lengur einkamái Handknattleikssambandsins að
heimsmeistaramót með þátttöku 24 hða heppnist. Við
þurfum að standa að framkvæmdinni með sæmd. Við
þurfurn að taka vel á móti gestum okkar, standa undir
keppninni fjárhagslega og síðast en ekki síst þarf þjóðin
að fylkja sér um sitt eigið hð og hvetja það til sigurs.
Það verður mikið handboltafár í sjónvarpi næstu daga.
Það verður mikið rætt og ritað um keppnina meðan hún
stendur. Jafnvel svo að menn fá sig fuhsadda.
En eftir situr að hér er verið að beina athyglinni að
íslandi, ekki eingöngu sem íþróttalandi, heldur sem
ferðamannalandi og það eru sameiginlegir hagsmunir
þjóðarinnar að sú kynning fari vel fram. íþróttir og hand-
bolti eru ekki brauðstrit og skipta ekki sköpum í efnahag
eða daglegri lífsbaráttu fólks. En íþróttir eru viðfangsefni
eins og annað og gefa thverunni líf og ht. Staðreyndin
er einnig sú að þær eru afþreying og tilbreyting fíöldans
með beinni og óbeinni þátttöku og á vettvangi og ná til
miklu fleiri en áður fyrir thstuðlan sjónvarps.
Þjóðin verður þess vegna áreiðanlega vel með á nótun-
um meðan keppnin fer fram.
Það var vel af sér vikið hjá forráðamönnum Hand-
knattleikssambands íslands að fá keppnina hingað th
lands. Bæjarfélög og þá sérstaklega Reykjavíkurborg
hafa gert vel á lokasprettinum og Laugardalshöhin er
nánast nýtt og annað hús. Nú er undirbúningnum að
mestu lokið og keppnin um það bh að hefjast. Hér eftir
mun athyghn beinast að frammistöðu landshðs okkar.
Vonandi stendur það undir væntingum.
Yfir th þín, ísland. „ ,
Ehert B. Schram
Þegar kosningamar eru að baki og
fengist hefur ráðrúm til að spila
úr þeim spilum sem fengust við
kosningaúrslitin er tímabært að
líta yfir kosningaloforðin og taka
til við að efna þau.
Stöðugleikinn
Ef litið er á það stjómarsamstarf
sem nú hefur verið innsiglað er ég
þess fullviss aö þaö kosningaloforð,
sem hæst bar, að haida stöðugleik-
anum, verður efnt. Það eru allir
sammála um að þessu markmiði
verði að ná, annars blasi við gjald-
þrot allra skuldsettra heimila í
landinu.
Stöðugleikinn er einnig forsenda
fyrir því að eðlilegt atvinnulíf nái
að blómstra og vonir manna um
vaxandi nýsköpun verði að veru-
leika.
„Stjórnunarkerfi sjávarútvegsins þarf að breyta meira i átt til þess að
vinnsla sjávaraflans fari fram í landi,“ segir Kristján m.a. í greininni.
Að ef na kosn-
ingaloforðin
Erlend fjárfesting, frí-
svæði, stóriðja
Aö létta af hömlum og laða er-
lenda fjárfestingu til landsins er
eitt brýnasta mál þjóðarinnar í dag.
Með erlendri fjárfestingu og ný-
sköpun í atvinnulífinu gætu skap-
ast þeir möguleikar til tekjuöflunar
sem þarf til að ná jafnvægi í ríkis-
búskapnum. Til að laða erlenda
aöila til landsins þarf að vera mik-
ill sveigjanleiki í skattaumhveríinu
og í orkuverði og allur gangur
hraðari. Það er krafa dagsins.
Sjávarútvegsmál:
Auðlindaskattur gæti orðið
nauðsyn
Eitt stærsta mál kosningabarátt-
unnar var um sjávarútvegsstefn-
una og framtíö hennar. Stjórnun-
arkerfi sjávarútvegsins þarf að
breyta meira í átt til þess að vinnsla
sjávaraflans fari fram í landi. Einn-
ig er krafa almennings sterk um
að þjóðareigninni, fiskinum í sjón-
um, verði ekki afsalað til einstakl-
inga eða fyrirtækja.
A ferðum mínum um Reykjanes-
kjördæmi í kosningabaráttunni
lagði ég eftirfarandi til svo þessum
markmiðum mætti ná:
1. Að tryggja með lagasetningu
að fiskistofnarnir, sameign þjóðar-
innar, geti ekki gengið í erfðir. Hér
er um mjög flókiö og viðkvæmt
mál að ræða og löngu tímabært að
umræðan um erföaréttinn fari
fram innan veggja Alþingis. Að
taka gjald fyrir afnot af fískistofn-
unum er meira í takt við hugtakið
þjóðareign en að þessi sama „þjóð-
areign" geti safnast sem eign á
hendur fárra einstakhnga og geng-
ið í erfðir til niðja þeirra. Til að
snúa til baka af þeirri þróun sem
nú er í þessu máli gæti verið nauð-
synlegt að innheimta auðlindaskatt
fyrir afnot af þjóðareigninni og
kvótaúthlutunin væri í raun veiði-
réttur háöur takmörkunum að
þessu leiti.
2. Að allur afli verði settur á
Kjallarmn
Kristján Pálsson
alþingismaður
markað og skihð á mihi veiða og
vinnslu. Samningar sjómanna gera
ráð fyrir því aö hæsta verð fáist
ávalt fyrir aflann og hefur krafa
samtaka sjómanna verið sú að
verðmyndunin fari fram í gegnum
fiskmarkaði. Samtök fiskvinnslu-
stöðva án aflaheimilda hafa einnig
bent á það ójafnræði sem ríkir milh
þeirra og fiskvinnsluhúsa sem eiga
kvóta.
3. Hert veröi á áróðri fyrir betri
umgengni um fiskimiðin og gegn
því að afla sé hent.
4. Lagt er til að undirmálsfiskur
verði að 50% hluta utan kvóta, svo
sá hluti veidds afla komi á land.
5. Lagt er til að 10000 tonnum af
þorski verði bætt við kvóta króka-
báta á yfirstandandi fiskveiðiári
sem verði til að fækka banndögum
þeirra á næsta fiskveiðiári. Þetta
verði viðbót viö leyfilega heildar-
veiði ársins og verði aðeins f þetta
eina sinn. Einnig verði banndögum
krókabáta breytt í frjálsræöisátt,
þ.e. að ekki verði bundið í lögum
upp á dag hvenær krókabátar mega
fara á sjó og hvenær ekki, óháð
veðrum.
6. Lagt er til að aflaheimildum
Jöfnunarsjóðs (ex. Hagræðingar-
sjóðs) 12000 þorskígildum verði út-
hlutað til þeirra báta sem halda
uppi vinnslunni í landi og skapa
landverkafólki störf.
7. Lagt er til að ónýttar aflaheim-
ildir úr hnutvöfölduninni þessa
fiskveiðiárs, 7000 þorskígildi, verði
bætt við kvótabáta sem stunda línu
og handfæri. Til greina gæti komið
að hluti þeirra 17000 tonna sem nú
er varið í línutvöföldun flyttust
varanlega til þessara báta.
8. Lagt er til að svonefnd 100%
regla taki ekki gildi um næstu ára-
mót eins og gert er ráð fyrir í nú-
gildandi lögum um stjórn fiskveiða.
Sumt af þessu er þegar komið inn
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar og fara þessa dagana fram
útfærslur á þeim hugmyndum og
vænti ég góös af því. Annaö krefst
lengri athugunar og mun ég leggja
þau mál fyrir Aiþingi við fyrsta
tækifæri. ' Kristján Pálsson
„Að létta hömlum og laða erlenda fjár-
festa til landsins er eitt brýnasta mál
þjóðarinnar í dag. Með erlendri fjár-
festingu og nýsköpun í atvinnulífinu
gætu skapast þeir möguleikar til tekju-
öflunar sem þarf til að ná jafnvægi í
ríkisbúskapnum. “
Skoðanir annarra
Morgunblaðið er samkvæmt
sjálfu sér
„Sannleikurinn er auövitað sá, að Morgunblaðið
hefur verið og er samkvæmt sjálfu sér. Blaðið studdi
stefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á sl. kjörtíma-
bili í öllum megindráttum aö fiskveiðistefnunni und-
anskilinni og þ.á m. utanríkisstefnu hennar, sem
forsætisráðherra er væntanlega jafn ábyrgur fyrir.
... /Mstaða Morgunblaðsins snýst um málefni en
ekki persónur. Ásakanir einstakra talsmanna Sjálf-
stæðisflokksins um sérstakan stuöning viö Alþýðu-
flokkinn eða formann hans fá einfaldlega ekki stað-
ÍZt.“ Úr forystugrein Mbl. 3. maí.
Umhverfismál - ferðamál
„Landiö sjálft er söluvara, hreinleiki þess, nátt-
úrufegurö og hrikaleiki. Það fer saman við ímynd
landsins aö leggja áherslu á þessa þætti, umhverfis-
vernd og sérstöðu landsins við markaðssetningu
ferðaþjónustu. ... Umhverfismál geta verið liður í
efnahagsstefnu sem styður vð aukinn hagvöxt og
hagsæld. ... Aðilar í feröaþjónustu þurfa að móta
ferðamálastefnu í samstarfi við stjómvöld."
Þorkell Sigurlaugsson i Viðskiptablaöinu 3. maí.
Kveðja frá Landsbankastjóra
„Bankastjórar njóta talsverðrar virðingar og fólk
tekur mark á því sem þeir segja. Með einni undan-
tekningu þó og hún er Sverrir Hermannsson. ...
Sverrir er einn hæst launaði opinberi starfsmaöur
landsins, og svo vfll tfl aö hann er að byrja að fá
eftirlaun sín sem alþingismaður og ráðherra þessa
dagana. Á þessum tímamótum sendir. hann ekki
bara nýjum viöskiptaráðherra kveðju og kallar hann
flón fyrir að tala gegn vaxtahækkun bankanna.
Kveðjan beinist ekki síður að verkalýðshreyfing-
unni, heimilunum í landinu og atvinnufyrirtækjun-
um.“ Garri íTímanumS. maí.