Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
Afmæli
Fridrik Frederiksen
Friðfik Frederiksen meðferðarfull-
trúi, Þverbrekku 4, Kópavogi, er
flmmtugurídag. 1
Starfsferiil
Friðrik er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði nám í
Verslunarskóla íslands og fram-
haldsnám í ensku og viðskiptum á
Englandi.
Friðrik hóf störf hjá Loftleiöum í
New York 1967 og starfaði þar við
flugafgreiðslu og sölustörf um ára-
bil. Hann var kennari við Grunn-
skóla Suðureyrar í eitt ár og annað
við Grunnskóla Hofsóss. Friðrik var
fulltrúi í meginlandsdeild Eim-
skipafélagsins á íslandi um tveggja
ára skeið og fulltrúi á skrifstofu
borgarstjóra um tíma. Hann hefur
starfað sem meðferðarfulltrúi á
unglingageðdeild Ríkisspítalanna
frá 1989.
Fjölskylda
Synir Friðriks: Björgvin, f. 29.8.
1968, heimspekingur og kennari;
Friðrik, f. 21.12.1973, stjórnmála-
fræðinemi við HÍ; Björn, f. 26.7.1988,
nemi.
Systkini Friðriks: Hilmar Krist-
ján, f. 5.7.1939, lögfræðingur hjá
Tryggingastofnun ríkisins, kvæntur
Rannveigu Haraldsdóttur, þau eru
búsett í Kópavogi; Birna, f. 6.7.1941,
húsmóðir, gift Bjarna Stefánssyni,
forstjóra Hljómbæjar, þau eru bú-
sett í Reykjavík; Sigurbjörg, f. 9.1.
1951, flugfreyja, gift Sigurði Björg-
vinssyni tannlækni. Þau eru búsett
íReykjavik. SystirFriðriks, sam-
mæðra: María Bergmann, f. 12.9.
1935, skriftarfræðingur, gift Einari
Árnasyni, fyrrverandi flugstjóra og
útgerðarmanni. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Friðriks: Björgvin
Frederiksen, f. 22.9.1914, vélvirkja-
meistari ogfyrrv. bæjarfulltrúi í
Reykjavík, og kona hans, Hallfríður
Bjömsdóttir, f. 24.3.1916, d. 21.9.
1994, húsmóðir. Þau bjuggu að Lind-
argötu 50 og þar býr Björgvin enn.
Ætt
Björgvin er sonur Aage Martins
Christians Frederiksens, sem kom
til íslands 1906, vélstjóra í Rvík,
Martinssonar maskinmester Fred-
eriksens, vélstjóra í Kaupmanna-
höfn. Móðir Aage var Ida Sophie
Elling Frederiksen frá Horsens á
Jótlandi. Ida Sophie var dóttir Jens
Peters Ellings fangelsisstjóra og
Jensine Rostgaard, systur Theodors
Rostgaards sem setti upp vélar í
timburverksmiðju Völundar og sá
um byggingu Völundartumsins.
Móðir Björgvins var Margrét,
dóttir Halldórs, b. á Botnastöðum,
bróður Nikulásar, afa Sigurbjöms
Þorbjömssonar ríkisskattstjóra,
föður Markúsar lagaprófessors.
Halldór var sonur Guðmundar Guð-
mundssonar. Móðir Margrétar var
Sigurbjörg Sölvadóttir, b. í Reinhól-
um, bróður Margrétar, móður Jó-
hannesar Nordals íshússtjóra, föður
Sigurðar prófessors, föður Jóhann-
esar, fyrrv. seðlabankastjóra. Bræð-
ur Sölva voru Gísli, faðir Odds,
prests á Stað í Grindavík, afa Odds
Ólafssonar alþm. og Pétur, faðir
Benedikts, afa Jóns Eyþórssonar
veðurfræðings.
Hallfríöur var dóttir Bjöms, toll-
varðar í Rvík, Friðrikssonar, al-
þingismanns á Skálá, Stefánssonar.
Móðir Friðriks var Hólmfríður
Skúladóttir, b. á Neðri-Mýri, Björns-
sonar og konu hans, Svanhildar
Þorgrímsdóttur, b. á Bolagrund,
Jónssonar, bróður Ólafs, föður Ingi-
bjargar, konu Björns Jónssonar,
prests í Bólstaðarhlíð, langömmu
Elísabetar, móður Sveins Bjöms-
sonar forseta. Ingibjörg var einnig
langamma Þorvalds, afa Vigdísar
Finnbogadóttur. Móðir Bjöms var
Sigurbjörg, systir Jóns, langafa
Sverris, föður Valgerðar alþingis-
manns. Sigurbjörg var dóttir Jóns
Reykjalíns, prests í Ríp, bróður
Friðriks, langafa Ólafs, afa Ólafs
Friðrik Frederiksen.
Ragnars Grímssonar. Móðir Bjöms
var Hallfríður Björnsdóttir, dbrm. á
Skálá í Sléttuhlíð, Þórðarsonar.
Móðir Hallfríðar var Ólöf María
Sigurvaldadóttir, b. á Gauksmýri í
V-Húnavatnssýslu, Þorsteinssonar,
bróður Sigurlaugar, móður Valdi-
mars Eydal, prests í Winnepeg.
Móðir Ólafar var Ólöf Sigurðardótt-
ir, b. á Bjarghóh í Miðfirði, Halldórs-
sonar, bróður Þorkels, föður Sigur-
bjamaríVísi.
Til hamingju
með afmælið
5. maí
75ára
Guðrún Jónsdóttir,
Hólavegi 42, Sauðárkróki.
Þórdís Rögnvaldsdóttir,
Skíðabraut 13, Dalvík.
70 ára
Sólveig Sigurðardóttir,
Skúlagötu20,Stykkishólmsbæ..
Ilona Stefánsson,
Keilusíðu 6e, Akureyri.
60 ára
Jón Þór Jónasson,
Hjarðarholti, Borgarbyggð.
Guðmundur Ebbi Pétursson,
Leirutanga 43a, Mosfellsbæ.
Gyða Þorsteinsdóttir,
Sæviðarsundi 11, Reykjavik.
Nanna Jónsdóttir,
Sunnubraut 41, Kópavogi.
50ára
Sveinn Þ. Gústafsson,
Laugarnesvegi 86, Reykjavík.
Eyjólfur Þ. Georgsson,
Stelkshólum 12, Reykjavík.
Guðrún Vilborg Karlsdóttir,
Sigtúni, Mosfellsbæ.
Brynhildur Sigurjónsdóttir,
Kistuholti9, Biskupstungnahreppi.
Unnsteinn Guðmundsson,
Fiskhóli 9, Homafjarðarbæ.
Bjarni Már Ragnarsson,
Birtingakvísl 32, Reykjavík.
Ágúst Sigurðsson,
Geitaskarði, Engihlíðarhreppi.
40 ára
Jóna Finnsdóttir,
Tómasarhaga 47, Reykjavík.
Sigmar Þór Óttarsson,
Laufásvegi 58, Reykjavík.
Jóna Vilborg Guðmundsdóttir,
Karfavogi60, Reykjavík.
Pólmi Guðmundsson,
Keilusíðu 4i, Akureyri.
Helga Tryggvadóttir,
Reykjafold 22, Reykjavík.
Orri Stefánsson,
Lönguhlíð 11, Reykjavik.
Guðrún Ólöf Pálsdóttir,
Fossvegi 14, Siglufirði.
Sigurrós K. Indriðadóttir,
Eíra-Núpi, Fremri-Torfustaða-
hreppi.
Ástríður Einarsdóttir,
Sunnubraut 13, Vík i Mýrdal.
Birgir Hermann Sigmundsson,
Dalbakka 11, Seyðisfirði.
Halldór Ingi Ólafsson,
Lágumýri 6, Mosfellsbæ.
Pétur Þorsteinsson,
Hömrum, Reykholtsdalshreppi.
GulLbmðkaup___________________________
Ólöf Guðmundsdóttir
og Andrés Bjamason
Hjónin Andrés Bjamason gull- föstudaginn 5. maí. Þau era stödd á
smiður og Ólöf Guðmundsdóttir heimili dóttur sinnar að Skólavegi
húsmóðir, Heiðarbrún 45, Hvéra- 80a á Fáskrúðsfirði.
gerði, eiga gullbrúðkaup í dag,
Einar Hjaltason
Einar Hjaltason, löggiltur bifreiða-
sali og skipstjóri, Súlunesi 20,
Garðabæ, er fertugur í dag.
Starfsferill
Einar er fæddur í Reykjavík. Hann
stundaði nám við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík og lauk fiskimanna-
prófi þar 1976 og farmannaprófi
tveimur árum síðar.
Frá 1972 starfaði Einar við sjó-
mennsku og síðar um árabil sem
stýrimaður á flutningaskipum hjá
Sambandinu. Hann hefur starfað
við bílasölu frá 1985 en síðustu fimm
árin hefur Einar rekið Höfðahöllina
í Reykjavík.
Fjölskylda
Sonur Einars og Kristínar Hilm-
arsdóttur er Viktor Hrafn, f. 22.7.
1989.
Systkini Einars: Ásgeir, fram-
kvæmdastjóri í Kópavogi, hann á
þrjú börn; Steinþór, verktaki í
Reykjavík, hann á þrjú börn; Karl
Gauti, lögfræðingur í Kópavogi,
hann á eitt barn; Ingibjörg, sjúkra-
liði í Reykjavík, hún á eitt bam.
Foreldrar Einars: Hjalti Karlsson,
f. 18.11.1925 á Reyðarfirði, fyrram
verktaki, og Kolbrún Steinþórsdótt-
ir, f. 29.5.1933 í Gottorp í V-Húna-
vatnssýslu.
Ætt
Hjalti er sonur Karls Björnssonar,
f. 12.9.1889, d. 17.3.1985, frá Stuðlum
við Norðfjörð, útgerðarmanns á
Reyðarfirði og síðar lagermanns í
Reykjavík, en hann var hálibróðir,
samfeðra, Guðrúnar, móður Hall-
gríms, föður Geirs forsætisráð-
herra.
Móðir Hjalta var Lilja, f. 23.8.1894,
d. 7.10.1980, Einarsdóttir, prests á
Hofteigi í Jökuldal og síðar á Desjar-
mýri, Borgarfirði eystra, Þórðar-
sonar, frá Vallanesi, Einarssonar.
Móðir Einars prests var Þóra Jóns-
dóttir, Þorsteinssonar, vefara á Arn-
heiðarstöðum. Móðir Lilju var Ing-
unn Loftsdóttir, b. á Kleppi í Reykja-
vík, Þorkelssonar, og seinni konu
hans, Önnu Jónsdóttur frá Króki í
Hrunamannahreppi.
Kolbrún er dóttir Steinþórs frá
Gottorp, f. 19.7.1912, d. 8.2.1993,
Ásgeirssonar, Jónssonar, Ásgeirs-
sonar, Einarssonar en sá síðasttaldi
var þingmaður Strandamanna í 20
ár og var m.a. á Þjóðfundinum 1851.
Móðir Steinþórs var Hólmfríður R.
Þorgilsdóttir frá Kambi í Deildardal
Einar Hjaltason.
í Skagafirði.
Móðir Kolbrúnar var Þorgerður,
f. 30.12.1918, d. 30.8.1992, Þórarins-
dóttir, hagyrðings frá Skúfi, Þor-
leifssonar en hann var bróðir Ingi-
bjargar Kristmundsdóttur, móður
Halldóru, ömmu Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgarstjóra.
Móðir Þórarins var Steinvör Gísla-
dóttir. Móðir Þorgerðar var Sigur-
björg Jóhannsdóttir.
Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
Guðrún Ósk Sæmundsdóttir hús-
móðir, Álfhólsvegi 125, Kópavogi, er
fertugídag.
Starfsferill
Guðrún fæddist á Eyri í Gufudals-
sveit og ólst þar upp til 16 ára aldurs.
Hún starfaði í fiskvinnslu í Sand-
gerði 1971, stundaði nám viö Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli 1972-
1973. Guðrún fluttist til Bolungar-
víkur og vann við fiskvinnslu þar.
Til Reykjavíkur flutti hún 1977 og
starfaði í Seglagerðinni Ægi 1977-
1982. Hún hefur síðan lengst af
stundað framreiðslustörf auk hús-
móðurstarfa.
Fjölskylda
Guðrún giftist 27.12.1980 Valdimar
Halli Sigþórssyni, f. 22.1.1955, sjó-
manni. Hann er sonur Auðar Ant-
onsdóttur og Sigþórs Valdimarsson-
ar sem er látinn. Valdimar varð fer-
tugur22.1.sl.
Börn Guðrúnar era Haraldur
Birgir Þorkelsson, f. 21.12.1974,
starfsmaður í Seglagerðinni Ægi;
Sigþór Már Vcddimarsson, f. 11.8.
1983; Auður Ösp Valdimarsdóttir, f.
11.8.1983; Elín Rós Valdimarsdóttir,
f. 1.9.1993.
Systkini Guðrúnar era Guðmund-
ur Á. Sæmundsson, f. 30.12.1944,
húsvörður í Kópavogi; Inga Þ. Sæ-
mundsdóttir, f. 17.11.1946, starfs-
maður sýslumannsins í Kópavogi;
Kristín U. Sæmundsdóttir, f. 8.10.
1953, fiskvinnslumaður í Bolungar-
vík; Sigþrúður I. Sæmundsdóttir, f.
2.5.1959, verslunarmaður í Svíþjóð.
Foreldrar Guðrúnar vora Sæ-
mundur Magnús Óskarsson, f. 6.12.
1915, d. 11.8.1989, ogElínGuðrún
Ingibjörglngimundardóttir, f. 16.8.
1914, d. 25.10.1984, Eyri í Gufudals-
Guðrún Ósk Sæmundsdóttir.
sveit.
Guðrún og Valdimar taka á móti
gestum að heimili sínu eftir kl. 20
fóstudaginn5.maí.