Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Spumingin Ætlaröu að fyigjast með heimsmeistarakeppninni í handknattleik? Kolbrún Björnsdóttir nemi með Þór- dísi Ylvu Viðarsdóttur: Nei, ég hef engan áhuga á því. Ingibjörg A. Jónsdóttir verslunar- maður: Já, kannski eitthvað. Kristján Þorkelsson, starfsmaður Vegagerðar ríkisins: Já, ég geri það að sjálfsögðu og er mjög spenntur. Hlynur Veigarsson, nemi í HÍ: Já, ég ætla að reyna það. Baldvin Valgarðsson, nemi i HÍ: Já, allavega með öðru auganu. Svana Jóhannsdóttir nemi: Ég ætla að reyna eins og ég get. Ég ætla alla- vega að fara á úrslitaleikinn. Lesendur Niðurstöður borgarstjómar til lögreglu? Burt með bjórinn á HM-mótinu Engin þörf að æra óstöðugan landann með áfengissölu á íþróttaleikjum, segir m.a. í bréfinu. - Enginn óskar eftir hörmungum á borð við þær er urðu á Heyselleikvanginum i Belgíu árið 1985 þar sem 40 létust og 400 særöust. Hannes skrifar: Ég er einn þeirra sem styðja ekki að áfengur bjór verði seldur í Laug- ardalshöllinni á HM-móti ’95. Mér fannst rökstuðningur Guðrúnar Ág- ústsdóttur, forseta borgarstjórnar, mjög sannfærandi í sjónvarpsviðtali sl. þriðjudagkvöld. - Það er engin sannfærandi ástæða yfirleitt til að leyfa áfengissölu á mótinu. Nú er ég ekki stuðningsmaöur R-listans í borgarstjóm, enda er það ekki spumingin því að flokkarnir eru klofnir í þessu máli. Mér finnst hins vegar ansi klökkt að jafnvel bindind- ismenn skuli ljá þessu máli sitt lið. Þaö hefur verið kappsmál forráða- manna flestra íþróttakappleikja er- lendis að draga úr eða afnema að fullu sölu á bjór eftir hin hörmulegu slys fyrir nokkrum ámm sem ollu dauða og limlestingum einmitt vegna ölvunar æstra áhorfenda. Það er eng- in þörf að æra óstöðugan landann með áfengissölu á shkum kappleikj- um. Mér finnst einnig einkennilegt ef lögreglustjóraembættið ætlar að afgreiða þessa umsókn um áfengis- veitingar í Laugardalshöll í sam- ræmi við niðurstöðu borgarstjórnar. - Vonandi stendur lögreglustjóra- embættiö gegn leyfisveitingunni. Ekki síst með það í huga að það getur auðveldlega skapast sama hættu- ástand á kappleik hér á landi vegna ölvunar og við höfum orðið vitni að í fréttum erlendis frá. Ég er ekki á móti frelsi í áfengis- sölu, t.d. á léttvíni og bjór í matvöru- verslunum eða þá að afnema fárán- legt bann viö auglýsingum á þessum varningi í blöðum og tímaritum til jafns vdð hinn erlenda sem flæða um þjóðfélagið. Hins vegar vil ég sem foreldri að forráðamenn HM ’95 geri sér ljósáhættuna af því fordæmi sem sala bjórs á handaboltakeppninni verður. - Burt með bjórinn á HM- mótinu. Frá sjónarhóli hjólreiðamanns Pétur Magnússon skrifar: Laugardaginn 29. apríl er fjallað um hjólreiðar á trimmsíðu DV. í þessari grein er margt gott, en samt finnst mér þar koma fram atriði sem sýna vel afstöðu þjóðfélagsins til hjólreiðafólks. í greininnisegirorörétt: „Bílstjórar aka ekki vdljandi á eða yfir hjólreiða- fólk, en þeir verða að vdta af því. Verið sérstaklega á verði vdð gatna- mót.“ - Mín reynsla af bílstjórum er sú að stór hluti þeirra er tillitslaus og frekur, eða bara hreinlega sofandi eða annars hugar vdð stýrið. í vetur slapp ég nokkrum sinnum naumlega með líf og limi heila við gatnamót. Samt var ég í æpandi lit- um hjólreiðafatnaöi öllum útdrituð- um í endurskinsmerkjum. Einnig var ég með grænt blikkljós framan á hjóhnu og rautt að aftan. Þetta eru ljós sem sjást eiga í mikilli fjarlægð. Allt er þetta hannað með það fyrir augum að bílstjórar sjái mann sem best. Mér fannst ég engu að síður vera svo til ósýnilegur. Getur ekki verið að það þurfi að gera eitthvað annað og meira í málefnum hjól- reiðafólks en bara að brýna fyrir þvd að nota hjálma og gæta sín á bílun- um? Einnig segir í áðumefndri grein: „Hjólið ekki með vasadiskó, það er stórhættulegt og enginn ætti að vera úti að hjóla með slíkt apparat á hausnum." Sem sé, af því að ég kýs að eiga ekki bíl en vil heldur nota holla og umhverfisvæna aðferð til þess að komast í vdnnuna þá má ég ekki hlusta á morgunútvarp á leið- inni? Hins vegar mega bílstjórar á sínum eiturspúandi stóhættulegu bíldósum hafa allt í botni! - Hvað létust margir í umferðarslysum á síöasta ári? Getur verið að eitt af þessum dauðsfóllum hafi veriö of hátt stilltu bílútvarpi að kenna? Ef svo er þá ætti að banna útvörp í öll- um bílum. Einokun í matvælasölu - og kalkún fæst aðeins í heilu Ragnar skrifar: Það vakti í mér forvdtnina þegar Sigurður Hall hafði lokið einum mat- reiðsluþátta sinna í sjónvarpi að gera það sem ég hafði lengi ásett mér - kaupa kalkúnabringur og matreiöa að hætti Sigurðar. En ég fór erindis- leysu um alla borg. Það var hvergi seldur kalkún í pörtum. í einni þekktustu kjötverslun borg- arinnar var eigandinn samt svo þjón- ustufús að hann bauðst til að sér- panta fyrir mig tvær bringur sem ég gæti vdtjað í páskavikunni. Þegar ég ætlaði að sækja bringurnar sagði verslunareigandinn að framleiðand- inn (líklega sá eini hér sunnanlands a.m.k.) hefði ekki viljað selja kalkún í pörtum. Hann seldi aðeins heilan kaikún. - Hann hefði ég hka getaö keypt sjálfur í verslun, en ég þurfti ekki á 4 eða 6 kg kalkún að halda. Þar með fór fyrir lítið ætlunarverk mitt að matbúa kalkúnabringur. Það er hætt við að uppskrift Sigurðar Hall fari einnig fyrir htið - jafn girni- leg og hún er. Þetta minnir mann á að það er enn einokun hér á landi á í vissum teg- undum matvæla. Einkum í búvöru- greinum. - Og vel á minnst; ekki er enn hægt að kaupa kálfabris, eins og þau eru fínn matur. Og varla nautatungu nema með sérstökum njósnum á milli verslana. Hvílíkt fyrirkomulag! Ekki skal kalkúninn brytjaður til hagræðis fyrir neytendur, hann skal heill og allur ofan í þá. allan sólarhringinn - Aöeins 39,90 mínútan JPJ - eða hringið í síma 563 2700 lilíi kl. 14 og 16 DV Síldveidaríóþökk • ■ r m m Gunnar Ólafsson hringdi: Það ætlar ekki af okkur íslend- ingum að ganga þegar samstööu er mest þörf. Þegar þetta er skrif- að eru fram undan viðræður vdö Norðmenn og Færeymga um Síldarsmuguna svokölluðu. Drífa þá ekki útgeröarmenn í því að skemma fyrir þessum vdðræöum með þvd að senda skip sín til veiða, þvert ofan í tilmæli opin- berra aöila! Og LÍÚ rær undir á sinn hátt. Ég er viss um að öllum þjóðhollum landsmönnum stend- ur stuggur af þessari frámuna- legu ögrun útgerðarmanna. Hverju æth munaði að bíða tvo til þrjá daga til viðbótar? En svona er þetta ævdnlega, alltaf einhverjir sem vilja stríð og ill- deilur. Ræðumekki við Norðmenn Kolbeinn hringdi: Ég skora á forráöamenn okkar í stjórnkerfinu að ræða ekki við Norðmenn um neina samninga eða veíðiheimildir, hvorki í Smugunni né í Barentshafi. Viö þurfum ekki á þeim að halda. Nægur afli er hér fyrir sunnan og suðvestan land, og það marg- víslegrar tegundar. Þærlítií eigin barm Ö.B. skrifar: Alltaf kemur upp sami vand- ræðagangurinn hjá sjálfstæðis- konum eftir kosningar og stjórn- arrayndun. Þær segjast bíða lægri hlut og fá ekki embætti inn- an þings eða ríkisstjómar. Þessar ágætu konur ættu aö hta í eigin barm og Sjálfstæðisflokkurinn að endurmeta vandlega val sitt á kvenframbjóöendum sem höfða þá meira tíl kjósenda. Meira að segja Framsókn hefur skotið sjálfstæðismönnum ref fyrir rass. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að eiga í sínum röðum frambærileg- ar, sjálfstæðar konur, sem likleg- ar eru til að geta haldiö baráttu- sætum fyrir flokk sinn í framtíð- inni og unnið stóra sigra. Sérstakt HM-fataefni? Einar S. hringdi: Á forsíðu Tímans sl. laugardag birtist skemmtileg mynd af þeim Ingibjöru Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Ólafi Schram þar sem borgarstjóri var að afhenda boltann yfir til Ólafs. „Yfir til þín, Ólafur", sagði í myndatextanum. Það sem vaktí athygli margra var að þau Ingibjörg og Ólafur voru í fótuin að því er virtist úr ná- kvæmlega sama efni og saraa lit. Rétt eins og þau hefðu váhð efnið sameiginlega á einhveiju mark- aðstorginu, t.d. í London eða Par- ís .þar sem slík efni eru boðin til sölu á spottprís. - Eða er hér kom- ið sérstakt HM-fataefni í tísku? Efnahagsbafi - og allt úr böndimmn S.K.P. skrifar: ' Það er eins og aldrei megi minn- ast á efnahagsbata hér á landi. Þá taka allir kipp og tygja sig tii innkaupa. Sagt er að innflutning- ur hafi nú aukist verulega, bílar sem annaö verðmæti er keypt til landsins í von um skjótan gróöa. En hver á að kaupa þegar kaup- mátturinn hefur ekkert aukist? Verður þessi efnahagsbati - ef hann er þá einhver - ekki bara loftbóla sem hverfur með því að allt fer úr böndunum strax á fyrsta misseri ársins? Og á sama tíma skýrir Þjóðhagsstofnun frá því að skuldasúpan sé bremsa á aukna neyslu. Mín skoðun er að innflytjendur séu of fljótir á sér að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.