Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Page 5
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 5 Fréttir Evrópusamtökin: Félagar úröllum stjórnmála- flokkum „Evrópuumræðan á íslandi er ennþá svo frumstæð að menn hafa beinlínis lent í vandræðum fyrir að ljá máls á stuðningi við samtökin og ég ætla ekki að auka þau vandræði. Hins vegar hlýtur að vera kominn tími til að for- ystumenn allra flokka gefi út skýra afstöðu um að flokksmönn- um þeirra sé heimilt að hafa þá skoðun að ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þessa skoðun er að fmna í öllum flokkum en margir eru hræddir við að opinbera hana vegna þrýstings frá flokksfélögum sín- um,“ segir Ólafur Þ. Stephensen, stjórnarmaður í nýstofnuðum Evrópusamtökum Á annað hundrað manns mætti á stofnfund Evrópusamtakanna, þar á meðal þekkt andlit úr öllum stjórnmálaflokkum. Að sögn Ól- afs var nokkuð um að fólk þyrði ekki að mæta á fundinn vegna andstöðu flokksfélaga við ESB- aðild. Aðspurður vildi Ólafur ekki nafngreina þessa einstakl- inga. I stjórn voru kjörin þau Ágúst Þór Ámason, Drífa Hrönn Krist- jánsdóttir, Davíð Stefánsson, Jón Þór Sturluson, ÓlafurÞ. Stephen- sen, Sigríður B. Guðjónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Varamenn voru kjörnir Friðrik Jónsson, Magnús M. Nordal og Margrét S. Björnsdóttir. Að auki vom kjörið í 20 manna fulltrúaráð. í því eiga meðal ann- ars sæti þau Markús Örn Antons- son, Ragnhildur Helgadóttir, Guðni Guðmundsson, Auður Styrkársdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Pétur J. Eiríksson, Valgerður Bjarnadóttir, Jónas H. Haralz, Sveinn Hannesson, Ellen Ingva- dóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Aðal- heiður Sigursveinsdóttir, Sigríð- ur Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður E. Guðmundsson og Ása Ric- hardsdótir. -kaa RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN hefur tekið til starfa í boði er: Þjónusta til einstaklinga og fyrirtækja Ráðgjöf í starfsmannahaldi og skipulagningu á rekstri Kappkostað er að veita trausta, örugga og fljóta þjónustu Ráðningarþjónustan er opin virka daga frá kl. 9-17. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavik Sími 588 3309 Fax 588 3659 Klofinn Hæstiréttur dæmir: Dómaraf ulltrúar líka óhæfir í einkamálum Hæstiréttur felldi á miðvikudag úr gildi dóm dómarafulltrúa við Hér- aðsdóm Reykjavíkur í einkamáli frá því í febrúar á síðasta ári og vísaði málinu heim í hérað til nýrrar dóms- meðferðar og dómsálagningar. Fyrir viku felldi Hæstiréttur sams konar dóm í opinberu máli. í dómi Hæstaréttar nú líkt og fyrir viku segir ,,„að staða dómarafull- trúa, eins og henni er nú fyrir kom- ið, uppfylli ekki grunnreglur stjórn- arskrár um sjálfstæði dómsvaldsins, ...“. Gildir það jafnt um einkamál sem opinber mái. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi." Athygli vekur að áfrýjandi krafðist ekki ómerkingar dómsins heldur sýknu. Til þessa tók minnihluti rétt- arins tillit en hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason og Hjörtur Torfason skiluðu samhljóma sératkvæði. Segja þeir að framkvæmdavaldið hafl hvergi komið við sögu í þessu máli þar sem um einkamál hafl verið að ræða. í málinu hafi ekki verið sýnt fram á ákveðin atvik eða að- stæður sem fallnar væru til að draga í efa óhlutdrægni dómarafulltrúans í deilu aðila. Loks segja þeir að brestur á al- mennum dómaraskilyrðum þurfi ekki endilega að fylgja ógildi dómsat- hafnar. í þessu tilviki hafi dómara- fulltrúinn haft löggildingu dóms- málaráðherra til framkvæmdar dómstarfa. Hann hafi ekki getað skorast undan meðferð málsins þrátt fyrir að hann væri sammála ofan- nefndum skilyrðum. „Að þessu at- huguðu þykir ekki næg ástæða til að ómerkja dóm í málinu án kröfu og vísa því til nýrrar meðferðar í hér- aði,“segirísératkvæðinu. -pp Jeppadagur í dag kl. 10-16 Fjöldi breyttra jeppa verður sýndur ásamt jeppabreytingahlutum Toyota Tacoma m.a. Nissan Patrol Breyttir og betri bílar frá Vagnhöfða 23 Vagnhöfða 23, s. 587-0-587 Patrol á 35” BF Goodrich dekkjum, nýir brettakantar. Nissan Terrano II Terrano II á 33” BF Goodrich dekkjum. Ford Econoline Dodge Ram V-10 Grand Cherokee Orvis Nýr á 31” BF Goodrich dekkjum. BFCoodrich mm^mmmamammmmmi^mmmmmmDekk GÆDI Á GÓÐU VERDI Léttar veitingar Dodge Ram pickup á 44” DicJ< Cepek dekkjum. Econoline ‘95 á 44” Dick Cepek dekkjum m/öllu. Bíll slysavarnadeildar Tryggva Gunnarssonar, Selfossi. Nýtt útlit, Toyota Tacoma, 190 hö., algjörlega nýr. Til sýnis í fyrsta skipti á íslandi. Verð frá kr. 1.790.000 án vsk. Ný gormafjöðrun að framan. Grand Cherokee

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.