Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Page 8
8
LAUGARDAGUR 27. MAÍ1995
Vísnaþáttur
Kvíði ég
fyrir
Kaldadal
Ég hef þennan þátt með vísu eft-
ir Bjöm Jónsson á Skarðsá er
fæddur var 1574. Bjöm orti stöku
þessa er hann hafði unnið árlangt
að skýringum á Höfuðlausn Egils
Skalla-Grímssonar. Egill mun hafa
kveðið kvæðið á einni nóttu. Svo
kvað Björn:
Mín ei þykir menntin slyng
mætri lýða dróttu.
Ég var að ráða árið um kring
það Egill kvað á nóttu.
Svo kvað Hallgrímur Pétursson
um eigin persónu og vísar til
Króka-Refsrímna er hann orti forð-
um:
Sá er orti rímur af Ref,
reiknast ætíð maður
með svartar brýr og sívalt nef.
Svo er hann uppmálaður.
Fagurlega kveður Páll Ólafsson
til Ragnheiðar sinnar í næstu vísu.
Kveikjan að vísunni var sú að
skáldið sá hey í skóm konu sinnar.
Þá orti Páll:
Ég vildi ég fengi að vera strá
og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum.
Hafi næsta vísa átt við þá hvað
mætti segja nú um allt það holta-
þokuvæl er helhst yfir saklausan
landslýð nú? Eftir að prentæknin
varð meðfærilegri og minna fyrir-
tæki er flöldi útgefmna bóka yfir-
þyrmandi og finnst manni stund-
um skógarnir fara fyrir lítið í því
pappírsbruðli. Þannig kvað Páll er
honum fannst misskipt skáldgáf-
unni:
Satt og rétt ég segja vil
um sumra manna kvæði:
Þar sem engin æð er til,
ekki er von hún blæði.
Ekki hefur menningarragið verið
síður þá en nú. Þannig svarar Sím-
on Dalaskáld blaðaskrifum er birst
höfðu:
Ekki skal ég æðrast par,
er með huga glöðum,
nafnlausir þó níðingar
nagi mig í blöðum.
Ekki myndu fiskifræðingar og líf-
fræðingar dagsins í dag frekar en
þá kvitta undir þessa atferhslýs-
ingu Bjarna Jónssonar Borgfirð-
ingaskálds í þessari öfugmælavísu:
Fiskurinn hefur fógur hljóð.
Finnst hann oft á heiðum.
Æmar renna eina slóð
eftir sjónum breiðum.
Þormóður Eiríksson í Gvendar-
eyjum orti þessa vísu um Galdra-
Loft sem í uppvexti hafði dvalið hjá
honum:
Á hugann stríðir ærið oft
óróleiki nægur,
síðan ég missti hann htla Loft,
er löng mér stytti dægur.
Rímnaskáldið Árni Böðvarsson
kvað svo um einhveija afbragðs
kvinnu er hefur aukið honum yndi:
Ætti ég ekki, vífaval,
von á þínum vundum,
leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.
Þannig kveður þjóðvakningar-
maðurinn Eggert ólafsson til móð-
urjarðarinnar:
Öfund knýr og eltir mig
til ókunnugra þjóða.
Fæ ég ekki að faðma þig
fósturlandið góða.
Þessa vísu orti Meistari Jón Víd-
alín Skálholtsbiskup þegar feigðin
sótti að honum. Kaldidalur hefur
ætíð veri illur yfirferðar og víst er
að fleiri en Jón hafa kviðið honum.
Svo segir í ljóöi Þorsteins skálds frá
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Hamri er nefnist „Biskups-
brekkka". „Allt um það
ertu ekki einn um að hafa kviðið
fyrir Kaldadal, meistari Jón.“ Vísa
Jóns er á þennan veg:
Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal.
Kvölda tekur núna.
Öh höfum við okkar sýn á lífið
og tiiveruna, gagn hennar og gildi.
Sveinbjörn Beinteinsson frá Drag-
hálsi hafði sín viðmið og ghdi og
lét ekki firring og fár samtíðar öllu
ráða um atferli sitt. Þó að ekki
væri hann maður dómharður hafði
hann sínar skoöanir lítt truflaðar
af því sem hæst bar hveiju sinni.
Svo kvað hann:
Fólkið málugt metur hér
meira pijál en arðinn.
Reytt er káiið, arfinn er
einn um sálargarðinn.
Er þetta viöhorf kynslóðar glans-
blaða og fjölmiðlafárs? Svo kvað
Öm Arnarsson:
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök,
sá er ekkert skilur.
Er sjálfsblekkingin ekki stundum
nauðsynleg og hreyfiafl vegferðar-
innar? Svo kvað Theodóra Thor-
oddsen:
Gleöisjóinn geyst ég fer,
þó gutli sorg und kih.
Vonina læt ég ljúga að mér
og lifi á henni í bih.
Ef ekki verður gert út um máhn
með orösins brandi verður sam-
kvæmt þessari vísu Káins að grípa
th skilvirkari aðgerða:
Ef að kraftur orðsins þver
á andans huldu brautum,
gefa á kjaftinn verðum vér
voijim skuldunautum.
Matgæðingur vikuimar
Kræklingasalat og
kalt pastasalat
Hrafnhhdur Bjömsdóttir, sem rekur Knudsen veit-
ingahúsið í Stykkishólmi, er matgæðingur vikunnar
að þessu sinni. Hrafnhhdur, sem er tiltölulega nýflutt
til Stykkishólms, kann vel að meta allan skelfiskinn
sem fæst þar úr sjó.
„Við notfærum okkur þetta og matreiðum alls kyns
blandaða sjávarrétti, bæði gratineraða og kalda. Það
virðist vera hægt að fá eins mikið af skeifiski og manni
dettur í hug. Annars er það nú oft að fólk nýtir sér
ekki hlutina eins mikið þegar þeir eru við höndina,"
segir Hrafnhildur. „Ég kem frá Eskifirði og þar er
rækjan æðisleg. En mér fmnst alveg meiri háttar að
komast í ahan skelfiskinn hér,“ bætir hún við.
Hrafnhhdur býður lesendum upp á krækhngasalat
og kalt pastasalat.
Kræklingasalat
1/2 bolli saxaðir tómatar
1/2 bohi saxaðar agúrkur
1/2 bohi söxuð rauð paprika
1/2 bohi söxuð græn paprika
1/2 bolli krækhngur
2 bollar rækjur
Grænmetið er alit saxað vel niður. Öhu blandað vel
saman þannig að htimir njóti sín. Kræklingasalatið
getur bæði verið forréttur eða léttur réttur að sumar-
lagi. Með salatinu ber Hrafnhildur fram ristað brauð
og sinnepssósu.
Sinnepssósa
1/2 bolli majónes
1/2 bolli sýrður rjómi
1 tsk. sterkt sinnep
1 msk. sætt sinnep
1 tsk. hunang
Best er að búa til sósuna nokkru áður en rétturinn
er borinn fram th þess að innihaldið blandist vel.
Pastasalat
250 g pasta
gul melóna
blá vínber
Hrafnhildur Björnsdóttir.
blaðlaukur
rauð paprika
rækjur
dalabrie
Pastað, gjarnan fiðrhdi, er soðið samkvæmt leiðbein-
ingum og kælt. Búnar eru til kúlur úr melónunni.
Vínberin skorin í tvennt. Blaðlaukurinn skorinn í
þunnar sneiðar og paprikan skorin smátt. Dalabrie-
osturinn, eða einhver annar góður ostur, er skorinn
í teninga. Öllu blandað saman. Með þessu salati er
gott að hafa sinnepssósuna að ofan en bæta þá í hana
tveimur hvítlauksriíjum, annaðhvort pressuðum eða
söxuðum. Brauð er boriö fram með pastasalatinu sem
Hrafnhildur segir að nota megi sem forrétt eða léttan
rétt eins og kræklingasalatið.
Hrafnhildur skorar á Friðrikku Björnsdóttur, systur
sína og húsmóður á Eskifirði, að vera næsti matgæö-
ingur. „Hún er dugleg að búa til eigin uppskriftir og
lagar spennandi og góðan mat.“
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Síma-
númerið er 99 17 00.
Hinhliöin
Hrafn frá Holtsmúla
er fallegastur
- segir Heiðrún Anna Bjömsdóttir
Heiðrún Anna Bjömsdóttir feg-
urðardrottning er nú önnum kafin
við leik í íslenskri bíómynd sem
ber heitið Nei er ekkert svar. Áætl-
að er aö frumsýna myndina í haust.
„Það er æðislega skemmtilegt að
taka þátt í þessu,“ segir Heiðrún
Anna. Hún komst i sviðsljósið þeg-
ar hún lenti í öðm sæti í Fegurðar-
samkeppni íslands 1992. í kjölfarið
sigraði Heiðrún Anna í tveimur
keppnum erlendis, Miss Inter-
national og Miss World University.
Síðan hefur hún lagt leik og söng
fyrir sig en það er einmitt það sem
henni þykir skemmthegast að gera.
Fullt nafn: Heiðrún Anna Bjöms-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 1. júní 1973.
Maki: Einar Tonsberg.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin.
Starf: Er að leika í kvikmynd eins
og er.
Laun: Ágæt.
Áhugamál: Söngur og tónhst.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að skemmta mér og vera með
góðum vinum og fjölskyldunni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að hafa ekkert að gera.
Heiðrún Anna Björnsdóttir.
Uppáhaldsmatur: Pitsur.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kók.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Valdimar Gríms-
son.
Uppáhaldstímarit: Vanity Fair og
Vogue.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Hrafn frá
Holtsmúla.
Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn-.
inni? Mér finnst ekki komin
reynsla á hana enn.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Johnny Depp.
Uppáhaldsleikari: Robert De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Juliette Lewis
og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Söngvarinn í
hljómsveitinni Suede.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Gaman-
myndaflokkurinn Sjálíbjarga
systkin.
Uppáhaldsveitingahús: Ítalía.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Þær eru svo margar að ég get ekki
tekið neina sérstaka út úr.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Þær eru allar mjög góðar.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Skúh
Helgason á rás 2.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ég horfi mjög lítið á
báðar stöðvarnar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
mundur Ernir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi-
barinn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur
og Grótta.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að gera það gott.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Að fara til útlanda, gjaman til
Spánar eða ítahu.