Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Page 10
10
LAUGARDAGUR 27. MAl 1995
Fegurðardrottning Islands 1995:
Þetta hefur verið
þroskandi og gefandi
- segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, 19 ára verslunarskólamær
„Mér líður mjög vel, hef haft í
nógu að snúast að taka á móti
blómasendingum, skeytum og góð-
um kveðjum frá vinum og ættingj-
um. Þetta er búið að vera meiri hátt-
ar,“ sagði nýkjörin fegurðardrottn-
ing íslands, Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir, í samtali við helgarblað DV
daginn eftir krýninguna. Meðal
þeirra sem komu með blóm til feg-
urðardrottningarinnar voru bekkj-
arfélagar hennar sem samglöddust
henni innilega.
Eftir að Hrafnhildur hafði verið
kjörin fegurst kvenna á miðviku-
dagskvöldið var hún umvafin fólki
og hlýjar kveðjur streymdu að
henni frá gestum á Hótel íslandi.
Það var því magnþrungin spenna
hjá hinni nítján ára gömlu verslun-
arskólameyju þetta kvöld. Hún sagð-
ist þó hafa farið snemma heim enda
þreytt eftir spennuríkan dag.
„Það var yndisleg tilfinning þegar
nafnið mitt var kallað upp enda frá-
bært þar sem maður var búin að
undirbúa þetta kvöld í marga mán-
uði. Þetta hefur eiginlega verið
vinna í sex mánuði en jafnframt
mjög skemmtilegur tími. Ég verð þó
að viðurkenna að geðshræringin
var mikil þegar allt var húið og ég
fann fyrir nokkurs konar spennu-
falli. En þetta var yndislegt kvöld.
Mér brá en þetta kom mér skemmti-
lega á óvart,“ sagði Hrafnhildur.
Átján fallegar stúlkur
Átján stúlkur tóku þátt í Fegurð-
arsamkeppni Islands að þessu sinni.
Stúlkurnar hafa lagt mikla vinnu í
að undirbúa kvöldið og meðal þess
hafa þær sótt fræðslunámskeið um
alnæmi en forráðamenn keppninnar
hafa ákveðið að fegurðardrottning
Islands muni halda fyrirlestra um
sjúkdóminn á næstu mánuðum.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er
nítján ára, fædd 7. febrúar 1976. Hún
er dóttir Gunnhildar Arnardóttur og
Hafsteins Jónssonar. Hrafnhildur á
eina systur, Berglind, sem er fjórtán
ára. Fegurðardrottningin er fædd og
uppalin í Laugarneshverfinu í
Reykjavík en stundar nú nám í
Verslunarskóla Islands á næstsíð-
asta ári. Keppnin fer fram í miðjum
prófönnum en hún lætur það ekki á
sig fá heldur skipuleggur tíma sinn.
I öðru sæti keppninnar varð Sig-
ríður Ósk Kristinsdóttir, 18 ára frá
Akureyri, í því þriðja Brynja Björk
Harðardóttir, tvítug stúlka úr Kefla-
vík, en hún var auk þess kosin vin-
sælasta stúlkan í hópnum, í fjórða
sæti varð Berglind Ólafsdóttir, átján
ára úr Hafnarfirði, en hún er jafn-
framt fegurðardrottning Reykjavík-
ur, og i fimmta sæti varð Guðlaug
Harpa Gunnarsdóttir, tuttugu og
tveggja ára Kópavogsbúa, en hún
var einnig kosin ungfrú Oroblu. Þá
var Berglind Laxdal kosin besta ljós-
myndafyrirsætan. Fegurðardrottn-
ing íslands, Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir, var einnig kosin O’Neill
stúlkan en það er fyrirtæki með
sportfatnað sem útdeilir þeim titli.
Eftirminnileg stund
Hrafnhildur segist vitaskuld hafa
farið í keppnina með þeim tUgangi
að reyna að vinna og segir að spenn-
an hafi verið magnþrungin þegar
fyrstu fjögur sætin voru orðin ljós
og beðið eftir hver væri sigurvegari
kvöldsins. „Þetta á eftir að vera ein
af mínum eftirminnilegustu stund-
um,“ sagði hún.
Hrafnhildur hefur áður tekið þátt
í Fordkeppninni 1993, þar sem hún
varð í öðru sæti, og í keppninni
Hawaiian Tropic í fyrra þar sem
Margrét Skúladóttir Sigurz setur kórónuna á fegurðardrottningu Islands, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, stúlkurnar í
næstu sætum fylgjast brosandi með. DV-myndir GVA
hún var sigurvegari. Það var síðan
um áramótin sem haft var samband
við hana og óskað eftir henni í
prufu fyrir Fegurðarsamkeppni ís-
lands og hún sló tU. „Fyrst tók ég
þátt í keppninni um fegurðardrottn-
ingu Reykjavíkur og undirbúningur
fyrir hana hófst í janúar. Sú keppni
var síðan 31. mars og síðan þá hefur
verið mjög mikill undirbúningur.
Maður hefur þurft að skipuleggja
allan sinn tíma. Undirbúningurinn
hefur verið að mestu fólginn í að
byggja sig upp bæði andlega og lík-
amlega og æfingar fyrir sjálft kvöld-
ið. Þetta hefur verið erfitt en gaman.
Með því að taka þátt í þessari
keppnL kemst maður í gott form
bæði andlega og líkamlega. Einnig
lærir maður margt á henni. Ég
þekki nokkrar stúlkur sem hafa
áður tekið þátt í keppninni og vissi
nokkurn veginn í hvað ég væri að
fara. Þetta var þó meiri vinna en ég
átti von á. Maður þarf að ákveða,
áður en tekin er ákvörðun um að
vera með, hvort maður vilji leggja
þetta á sig og hafi tíma til þess. Ég
mundi samt hvetja allar stúlkur,
sem þess eiga kost, að taka þátt í
þessari keppni því hún er bæði
þroskandi og gefandi. Maður lærir
að þekkja sjálfan sig betur og að
skipuleggja tíma sinn.
Stofna saumklúbb
Við sem höfum tekið þátt í keppn-
inni höfum kynnst vel enda höfum
við verið saman nánast öllum stund-
um. Við fórum saman í ferðalag um
Snæfellsnes og mig langar að segja
að eitt það besta við þessa keppni er
að kynnast þessum yndislegu stúlk-
um. Þær eru allar frábærar enda ætl-
um við að halda sambandinu áfram
með því að stofna saumaklúbb."
Þegar Hrafnhildur var spurð
hvort öll þessi undirbúningsvinna
heföi ekki tekið tíma frá skólanum
svaraði hún því játandi. „Þorvarður
Elíasson skólastjóri hefur verið mér
mjög hjálplegur og tekið tillit til
þess að ég hef verið í þessu.“
Á leið til
Bandaríkjanna
Sumarið verður viðburðarikt hjá
Hrafnhildi þar sem hún mun ferðast
til Bandaríkjanna sem O’Neill stúlk-
an. „Ég mun fara til Kaliforníu og
Flórída í myndatökur þar sem ég
mun starfa sem fyrirsæta fyrir
O’Neill. Þær myndir munu síðan
birtast í bæklingi fyrirtækisins fyr-
ir sportföt ársins 1996. Ég er eigin-
lega alveg himinlifandi með þann
titil því hann skapar mér atvinnu.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
fyrirsætustörfum og þetta kemur
mér á framfæri. Ég fór til Flórída og
tók þátt í Hawaiian Tropic keppn-
inni og mér fannst það mikið og
skemmtilegt ævintýri þótt það byði
ekki upp á atvinnutækifæri. Hins
vegar fékk ég að sjá margt, fór í sigl-
ingar og ferðaðist um á limosínum.
Það var komið fram við okkur eins
og við værum drottningar.”
Álausu
Hrafnhildur hefur nokkuð fengist
við fyrirsætustörf hér á landi með
skólanum en jafnframt hefur hún
starfað á sólbaðsstofu og í söluturni
á sumrin. „Ég stefni á að klára stúd-
entspróf á næsta ári og síðan langar
mig að ferðast. Sálfræði heillar mig
en ég hef þó ekki tekið endanlega
ákvörðun með áframhaldið. Ég tel
að ef maður hefur tækifæri til að
ferðast um heiminn sé það reynsla
sem kemur manni að gagni síðar.“
Hrafnhildur segist hafa fengið
góðan stuðning frá foreldrum sínum
og systur meðan á undirbúningnum
stóð. „Þau hafa gefið mér mikinn
andlegan stuðning."
Varla þarf að taka fram að for-
eldrar hennar voru ákaflega stoltir
af dóttur sinni þegar hún gekk um
salinn með kórónuna á höfði.
Hrafnhildur fékk marga fallega
vinninga, pels, úr, skartgripi og ferð
til Cancun í Mexíkó í sumar fyrir
tvo eru meðal þeirra.
- En hverjum ætlar fegurðar-
drottningin að bjóða með sér til út-
landa?
„Ætli ég bjóði ekki bestu vinkonu
minni,“ svaraði hún en herrarnir
verða áreiðanlega glaðir þegar það
upplýsist að fegurðardrottningin er
á lausu.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, fegurðardrottning Islands 1995, er í miðjum
prófum i Verslunarskóla íslands.
Fegurðardrottningin ásamt foreldrum sínum, Hafsteini Jónssyni og Gunn-
hildi Arnardóttur, og systurinni Berglind, 14 ára.