Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 13 Verkfallsnemendur í samræmdu prófunum: Höftim unnið námsefnið vel upp - segja unglingar í Hlíðaskóla Nemendur í tíunda bekk grunn- skólans eru um þessar mundir í miðjum samræmdu prófum en þau eru mánuði seinna á ferð vegna sex vikna verkfalls kennara í vetur. Margir þessara nemenda urðu fyrir barðinu á verkfallinu því erfitt var að taka upp þráöinn þar sem frá var horfið. Þó hafa kennarar reynt að vinna upp tapið með nemendunum og aukið við kennslustundir þeirra. Margir skólar hafa auk þess sleppt upplestrarfríum og eru nemendur þá í skólanum jafnframt prófunum. Um tíma var talið að samræmdu prófunum yrði sleppt og skólapróf tekin í staðinn en síðan tók mennta- málaráðuneytið ákvörðun um að prófunum yröi seinkað um einn mánuð. Nemendur fá hins vegar ekki einkunnir sínar fyrr en 23. júní eða mánuði seinna en venjulega. Samræmdu prófm eru íslenska, stærðfræði, enska og danska. Helg- arblaðið náði tali af nokkrum nem- endum Hlíðaskóla þegar þau komu út úr fyrsta prófi sínu, dönsku, á miðvikudag. Gunnar Þór Hallgrímsson „Mér fannst prófið frekar létt mið- að við gamalt samræmt próf sem við höfðum tekið áður. Ég býst við að það hafi verið tekið tillit til þess að við lentum í þessu verkfalli. Mér tókst að ljúka prófinu áður en tíminn var útrunninn en notaði síðan tím- ann til að fara vel yfir. Ég er þokka- lega ánægður miðað við hversu htíð ég undirbjó mig. Að vísu höfum við farið nyög vel yfir í tímum og erum með góðan dönskukennara, Eddu Snorradóttur. í rauninni hefur ekk- ert fag komist eins vel í gang eftir verkfallið og danskan. Þetta var því örugglega léttasta prófið. Á fostudag verður stærðfræði hjá okkur. Versta prófið, og sem ég kvíði mest fyrir, er á mánudag en það er íslenskan. Það er erfiðasta prófið og við höfum ekki náð að fara almennilega yfir efnið. Maður verður aö nota helgina vel til að lesa bókmenntir og þá sérstaklega Gísla sögu Súrssonar. Mér finnst ekki óréttlátt aö við tökum sam- ræmdu prófin en það þarf að taka tillit til þess að við misstum úr námi og maður var lengi að komast í gang aftur." Guðrún Gísladóttir „Mér gekk sæmilega 1 prófinu. Fannst það þó frekar erfitt. Við vor- um búin að fá nokkra aukatíma í dönsku og það hýálpaði. Hins vegar fannst mér erfitt að hlusta á dönsk- una, ég heyrði ekki nógu vel hvað sagt var. Annars er ég ágætlega ánægð með þetta. Ég kvíði hins vegar fyrir stærðfræðiprófinu á fóstudag. Ætli ég notí ekki uppstígningardag til að læra allar reglur. Mér fmnst í lagi að hafa samræmdu prófin en var sagt að þau hefðu verið búin til fyrir verkfall þannig að það var ekki tekið tillit til þess að við misstum úr námi.“ Hulda Eggertsdóttir „Mér gekk ágætlega. Þetta var ekk- ert erfitt en ég klúðraði aðeins í hlustuninni. Ég held að verkfallið hafi ekki skipt öllu máli þegar upp er staðið og ég er alveg sátt við að taka samræmdu prófin. Það hefur þó örugglega ekkert verið tekið tíllit til verkfallsins þegar prófin voru búin til. Ég kvíði ekkert þessum próf- Hulda Eggertsdóttlr. Gunnar Þór Hallgrimsson. Guórún Gisladóttir. Jóhanna Ella Jónsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti um enda erum við með mjög góða kennara hér í Hlíðaskóla auk þess finnst mér dönskuprófið hafa verið léttara en í fyrra.“ Jóhanna Ella Jónsdóttir „Mér leist ágætlega á þetta próf en það var þó heldur þyngra en ég átti von á. Samt gekk mér mjög vel. Eg er ekki viss um að verkfalliö geri okkur erfiðara fyrir þar sem við höf- um unnið mikið upp. Mér sýnist að þetta próf sé mjög svipað og það sem var í fyrra. Mér fannst hlustunin létt. Ég er sátt við þetta og vonast til að fá á milli sjö og níu í einkunn. Stærð- fræðin og íslenskan verða örugglega erfiðari próf. Maður veröur að nota tímann vel til að læra.“ Landsins mesta úrval af keramikvörum íslensk framleiðsla Gjafavara í úrvali Listasmiðjan Dalshraun 1 - hfafnarfírði - Sími 652105 - Fax 53170 í Rnnglunni eru yfíi 65 dfbeltuverslunuin landsins undir sama |i,iki brúðkaups - vöggu - alinælis - útskriflargjaQi' MUNIÐ GJAFAKORTIN þau fást tByggt og Búið 1995 bæklingurimi er kominn út! Fæst hjá okkur og á flestum bensínstöðvum. Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 562-3640/42/43.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.