Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700
FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Stórí vinningurinn
Margir ætluðu sér að þéna góðan vel með lítilli fyrir-
höfn á dögum heimsmeistaramótsins í handbolta. Verð
á gistingu hækkaði víða. En útlendingamir létu ekki
hlunnfara sig. Þeir sátu heima og horföu á leikina í sjón-
varpi, en íslenzkir áhorfendur stóðu undir mótskostnaði.
Feginsalda fór um þjóðfélagið og sérstaklega um Suð-
umes í þessum mánuði, þegar fréttist, að stjórnendur
Atlantsáls-hópsins væm að dusta rykið af fyrri ráðagerð-
um um álver á Keihsnesi. Menn sáu í rósrauðum hilling-
um, að sjálfvirk hagsveifla riði yfir þjóðfélagið.
Að minnsta kosti tvisvar á ári fréttist af hugleiðingum
um kaup á íslenzku rafmagni um sæstreng til Skotlands
og meginlands Evrópu. Alþýðuílokkurinn framleiddi
eina slíka frétt í kosningabaráttunni til að sýna fram á
dugnað sinna manna við að útvega happdrættisvinninga.
Endalaus röð áætlana um ver af ýmsu tagi þekja bóka-
hillu væntanlegrar iðnþróunarsögu. Sumt var reynt eins
og áburðarverksmiðjan og saltver, en annað rykféll, svo
sem sykurver og kísilver. Við erum alltaf reiðubúin að
trúa á ný töfraver til að leysa vandamál okkar.
Um daginn var stungið gat á eina af þrálátari blöðmm
af þessu tagi. Þá var birt skýrsla, sem hafði þá sérstöðu
meðal skýrsla af þessu tagi, að höfundurinn ætlaðist
greinilega ekki til að fá framtíðartekjur af hönnun fleiri
slíkra skýrsla. Það var skýrslan um frísvæði í Keflavík.
Stundum er eins og tilvera okkar snúist um vænting-
ar um uppgrip. Smugan átti í fyrra að bjarga þjóðarbú-
skapnum og svo vom það Svalbarðamið. I ár em það
Síldarsmugan og Reykjaneskarfinn, sem leika sama hlut-
verk. Við erum alltaf að spá í stóra vinninginn.
Ef til vill erum við nær veiðimannaþjóðfélaginu en
aðrar auðþjóðir heims. Við erum kynslóð eftir kynslóð
orðin vön því, að aflahrota eða blessað stríðið leysi vand-
ræðin, sem skapast af því, hve erfitt við eigum með að
ná endum saman í hversdagsleika efnahagslífsins.
Við gerum hins vegar ekkert til að búa til happdrætt-
isvinninga eða aflahrotur. Við ræktum ekki veiðilend-
umar eins og rótgrónir veiðimenn gera. Við ofveiðum
árlega í stað þess að byggja upp stóra stofna, sem geti
fært okkur aflahrotur eftir nokkur ár eða áratugi.
Við vorum lengi að láta okkur dreyma um frísvæði á
Suðumesjum. Á sama tíma varðveittum við einokun í
afgreiðslu vöruflugs á Keflavíkurflugvelli. Þegar það var
svo afnumið um síðir, var orðið alltof seint að efna til
frísvæðis, því að offramboð var orðið af þeim.
Við erum núna í þeirri dæmigerðu stöðu, að stjóm-
málamenn dreymir upphátt um svokallaða upplýsinga-
hraðbraut, er henti íslendingum sem gáfaðri og mennt-
aðri þjóð. Á sama tíma koma stjómvöld í veg fyrir hana
með því að leggja ekki vegi á þessu mikilvæga sviði.
Þvaðrið um upplýsingahraðbrautina er í líkingu við
það, að uppi væm ráðagerðir um stórkostlega vöruflutn-
inga um Lyngdalsheiði milli Þingvalla og Laugarvatns,
en engum dytti í hug, að gera þyrfti nýjan veg og varan-
legan yfir heiðina. Jarðsambandið skortir alveg.
Tómt mál er áð tala um upplýsingahraðbraut íslands
nema stjómvöld tryggi mikla og stöðuga, hnökralausa
og álagsþolna bandbreidd í samgöngukerfinu. Þessa dag-
ana er upplýsingahraðbraut íslands lakasta upplýsinga-
slóð Vesturlanda og líkist Lyngdalsheiðarveginum.
Þannig forðumst við að rækta garðinn okkar daglega,
en látum okkur dreyma um stóra vinninginn. Við lifum
utan raunveruleikans í von um skjóttekinn gróða.
Jónas Kristjánsson
Stefnir í uppgjör milli
SÞ og Bosníu-Serba
Meginbreytingin á stríöinu í
Bosníu frá því vopnahlé rann út
um síðustu mánaöamót hefur verið
hert umsátur hers Serba um höfuö-
borgina Sarajevo. Stórskotahríð á
borgarbúa er aftur oröin daglegur
atburður, tekið hefur verið fyrir
birgðaflutninga gæsluliðs Samein-
uðu þjóðanna og lokað fyrir raf-
magn, vatn og gas til borgarhverfa.
Um miðjan mánuðinn féll tugur
óbreyttra borgara í einni árás
Serba, og hvatti þá Rupert Smith,
yfirhershöfðingi gæsluhðsins, til
að óskað yrði eftir að flugvélar At-
lantshafsbandalagsins svöruðu
með árás á serbneskar stöðvar.
Æðri fulltrúar SÞ lögðust gegn
beiðninni og var ekkert að gert.
í þessari viku færðu Serbar sig
svo upp á skaftið, mögnuðu skot-
hríðina og hrifsuðu fjórar fallbyss-
ur af gæsluliðum úr birgðageymsl-
um sem komið var upp, þegar SÞ
reyndu að mynda 20 kílómetra
breitt belti án þungavopna um-
hverfis Sarajevo. í þetta skipti
svöruðu fulltrúar SÞ með úrslita-
kostum. Yrði fallbyssunum ekki
skiiað á sinn stað fyrir hádegi á
fimmtudag skyldu Serbar búast við
loftárásum.
Úrshtakostimir voru að engu
hafðir og flugvélar frá stöðvum
NATO á ítahu gerðu árás á skot-
færageymslur Serba utan við borg-
ina Pale, þar sem yfirstjórn þeirra
hefur aðsetur. Serbar réðust þá
með stórskotahríð á fimm yfirlýst
griðasvæði SÞ og drápu yfir 70
manns, flest unglinga sem nutu
vorkvöldsins á útiveitingastað, í
borginni Tuzla í Austur-Bosníu.
Einnig settust þeir um gæsluhða-
sveitir sem gæta vopnabúranna
með kyrrsettum vopnum í ná-
grenni Sarajevo.
Jafnharðan endurtóku flugvélar
NATO árásina á skotfærageymsl-
umar við Pale, og búist er við enn
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Óiafsson
frekari loftárásum úr sömu átt,
þegar frestur sem SÞ hafa sett
stríðsaðOum tíl að skOa þunga-
vopnum í námunda við Sarajevo
rennur út, eftir að þetta er ritað.
Ljóst er af þvi sem gerst hefur að
forusta Bosníu-Serba hefur ákveð-
ið að bjóða SÞ byrginn í trausti
þess að gæsluhðið hefur hvorki
vopnabúnað sé skipulag til að verja
hendur sínar ef í harðbakkann
slær. Um 200 gæsluliðar í vopna-
búrunum við Sarajevo em nú þeg-
ar gislar Serba.
Engin aðOdarríki SÞ taka í mál
að senda til Bosníu þann mannafla
og vopnabúnað sem með þyrfti tO
að skakka leikinn í stríðinu. Þvert
á móti hefur franska ríkisstjórnin,
sem þar á flesta hermenn og þeir
sætt mestu manntjóni af gæslulið-
um, haft við orð að ekki sé annar
kostur en kaha gæsluliðið brott að
öllu óbreyttu.
Lofthemaður flugsveita NATO í
umboði SÞ gæti á hinn bóginn
gengiö mun nær Serbum en verið
hefur til þessa. Loftárásir á einstök
víghreiður og skotfærageymslur
eru frekar táknrænar aðgerðir en
að þær skerði hemaðarmátt Serba,
sem búa að óhemjubirgðum Júgó-
slaviuhers.
Öðm máli gegndi ef árásum væri
beint að herstjórnarstöðvunum í
Pale og fiarskiptakerfi hers Bos-
níu-Serba. Missi búnaðarins sem
þar er að finna ættu þeir erfitt með
að bæta sér, auk þess sem þá fylgdi
óhjákvæmilega mannfjón, einkum
á tækniþjálfuðu liði.
Harka foringja Bosníu-Serba
gagnvart yfirstjórn gæsluhös SÞ
stafar í og með af viðleitni þeirra
tO að efla samúð við málstaö sinn
í Serbíu sjálfri og setja með því
þrýsting á Slobodan Mdosevic
Serbíuforseta. Hann sleit sambandi
við Rodovan Karadzic, leiðtoga
Bosníu-Serba, þegar hann beitti sér
fyrir synjun á tillögu sáttasemjara
í Bosníudeilunni um skiptingu
landsins milh þjóðarbrota.
Síðan hefur samstarfshópur full-
trúa stjórna Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands, Rússlands og
Þýskalands reynt að fá Mdosevic í
hð með sér til að leita póhtískrar
lausnar á deilunni. Síðasta tilraun
td að fá Milosevic til að viðurkenna
landamæri Bosníu og Króatíu gegn
því að slakað verði á viðskipta-
hömlum SÞ gagnvart Serbíu og
SvartfiaOalandi, sem saman
mynda leifarnar af Júgóslaviu, bar
ekki árangur.
Engu að síður óttast Karadzic og
menn hans að samkomulag mihi
Serbíustjórnar og stórveldanna
gæti orðið td þess að stríðsþreyttir
Bosníu-Serbar snúi við sér baki.
Herforingjar Bosníustjórnar hafa
svo haft orð á því nýlega að brátt
hði að því-að þeir treysti sér td að
reyna að rjúfa umsátur Serba um
Sarajevo.
Stumraö yfir föllnum og særöum eftir að sprengja frá Serbum lenti á útiveitingastað i Tuzla, þar sem tugir
biðu bana. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Gótu lokað við Hvíta húsið
„í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna hefur götunni
Pennsylvania Avenue verið lokað framan við Hvíta
húsið. Clinton forseti sagði að ákvörðun sín um aö
loka götunni væri „skynsamleg" og „ábyrg öryggis-
aðgerð", nauðsynleg til að varðveita frelsið. Lokunin
virðist varanleg og er, hvort sem okkur líkar betur
eða verr, eftirgjöf gagnvart hryðjuverkum. Með
hveiju Olvirki, öryggisbresti eða ótta við hryðjuverk
eru ný skdyrði og hindranir settar upp milh fólksins
annars vegar og forsetans og tákna lýðræðisins hins
vegar. Þaö ber okkar tíma dapurt vitni.“
Úr forustugrein Washington Post 23. maí
Tregða til breytinga
„Hr. Deutch á mikið ógert varðandi endurskipu-
lagningu CIA og annarra leyniþjónustustofnana
stjórnvalda sem hann stjómar. Þessar stofnanir hef-
ur vantað skýran tdgang frá hruni Sovétríkjanna
en hefur samt tekist að eyða um 28 milljónum Banda-
ríkjadala á ári. Hvorki tregðan td breytinga né kostn-
aðurinn er þolandi á sama tíma og stórfehdur niöur-
skuröur er fyrirsjáanlegur heimafyrir."
Úr forustugrein New York Times 23. maí
Skrípaleikur að velja Kína
„Það líkist skrípaledt að velja Kína sem vettvang
ráðstefnu um jafnréttismál. Hin opinbera stefna um
eitt barn á fiölskyldu hefur krystahast í kaldhæðnis-
legri og ósiölegri útilokun stúlkubarna. Við bætist
að almenn skoöanakúgun myndar fáránlegan
ramma um frjálsa og alþjóðlega umræðu um jafn-
rétti til handa konum.“
Úr forustugrein Politiken 22. mai