Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 15 „Það er líka hægt að fá ágæta tveggja herbergja ibúð nú til dags fyrir fimm milljónir króna eða riflega það. Allir þessir milljarðar, sem farið hafa í súginn, hefðu því dugað til að kaupa í það minnsta tuttugu þúsund siíkar íbúðir." Glataðir milljarðar Þegar fjalla á um hrikalega sóun á fjármunum í íslensku þjóðfélagi síðustu ára er ekki lengur hægt meö þægilegum hætti að notast við hugtakið „miiljónir" - það þarf að tala um „milljarða". Ný gjaldþrotaskýrsla sem unnin var á vegum Aflvaka Reykjavíkur hf. og birt á dögunum leiðir í ljós enn hrikalegri tölur en áður hafa verið nefndar um glatað fé hðinna ára. Skýrsluhöfundur áætlar að sam- þykktar og frágengnar kröfur vegna gjaldþrota fyrirtækja hafi numiö a.m.k. 94.2 milljörðum króna á síðustu tíu árum. Já, rúm- lega 94 þúsund milljónum, á verð- lagi í desember í fyrra. Höfundurinn áætlar að meðal- talseignir þrotabúa hafi numið að hámarki um 15% krafnanna og að beint tap vegna þessara gjaldþrota geti þvi numið allt að 80 milljörð- um. Raunveruleg tala sé hins vegar miklu hærri því hér sé ótalið marg- háttað tap margra aðila vegna nauöasamninga og annarra niður- felhnga skulda. Sömuleiðis tapað hlutafé og framlög og umfram- skuldbindingar rekstraraðilanna sjálfra. Ekki kemur fram í skýrslunni hvert tapið væri í reynd ef allt þetta er tekið með. Flest bendir þó til þess að sú tala færi vel yfir eitt hundrað mihjarða króna. Þar er því um að ræða svipaða fjárhæð og fjárlög íslenska ríkisins í heilt ár. Tapið vegna gjaldþrota og nauðasamninga fyrirtækja er því álíka og allur tekjuskatturinn, allur eignaskatturinn, ahur vask- urinn af vöru og þjónustu í heilt ár. Og þetta er einungis tap vegna þeirra fyrirtækja sem fóru á haus- inn. En á umræddu tímabih hefur mikill fjöldi einstakhnga líka orðið gjaldþrota. Samantekt um heild- artap vegna þeirra hggur ekki fyr- ir. Tuttugu þúsund blokkaríbúðir Tölur eins og eitt hundraö mihj- aröar eru auðvitað fjarlægar fyrir venjulegt fólk, nánast stjarnfræði- legar. Við skulum reyna að setja þær í samhengi við daglegan veru- leika með því að skoða hvað kaupa mætti fyrir þessar týndu fúlgur. Hægt er að fá ódýran en skikkan- legan fiölskyldubíl á nokkuð innan viö eina mhljón króna um þessar mundir. Fyrir þessa glötuðu mhlj- arða mætti þess vegna kaupa eitt- hvað á annað hundrað þúsund splunkunýja fjölskyldubíla. Það nálgast sennilega að vera einn slík- ur bhl á annan hvem íslending, og eru þá börnin meðtalin. Það er líka hægt að fá ágæta tveggja herbergja íbúð nú th dags fyrir fimm mhljónir króna eða ríf- lega það. Alhr þessir mhljarðar, sem farið hafa í súginn, hefðu því dugað til að kaupa í það minnsta tuttugu þúsund shkar íbúðir. Samanburður af þessu tagi gefui vafalaust betur th kynna en þurrai tölumar hvera alvarlegur glæpui hefur hér verið framinn í íslenski atvinnu- og viðskiptalífi á undanf örnum ámm. Margsinnis gjaldþrota Margt forvitnhegt má lesa út ú upplýsingum og niðurstöður skýrsluhöfundar sem varpar ur leið fram ýmsum þörfum spuming um. Það hefur lengi verið almenn skoðun í þjóðfélaginu að óprúttn- um mönnum sé gert ahtof auðvelt að sleppa frá eigin mistökum með þvi að setja fyrirtæki í gjaldþrot og stofna síðan nýtt á rústum þess gamla. Með þessu háttarlagi virðist kerfið vera að hjálpa skúrkum th að sleppa frá misgjörðum sínum Laugardags- pistin Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri og safna í næsta gjaldþrot. Tölur í skýrslunni staðfesta að það er fótur fyrir þessum gmn al- mennings. Þar kemur fram aö á síðasta áratug voru 2.545 fyrirtæki lýst gjaldþrota. í nær þriðjungi þeirra var sami einstaklingur stjómarformaður í tveimur eða fleiri fyrirtækjum. í tveimur grófustu dæmunum var sami maðurinn stjórnarform- aður í sjö gjaldþrota fyrirtækjum! Hvers konar eftirhtskerfi er það sem leyfir óprúttnum mönnum að komast upp með annað eins? Gagnslítið eftirlit í skýrslunni segir frá eftirfarandi áhti nokkurra einstakhnga sem þekkja til þessara mála og ræddu við höfundinn um ástandið: „Lögin hafi verið þverbrotin, árs- reikningar fyrirtækja ekki gerðir, ekki hafi reynt á ábyrgð stjómar- manna í fyrirtækjum og aðhar vinni sig oft á tíðum létt útúr vand- anum með því (t.d.) aö stofna ný félög og halda þannig áfram.“ Ennfremur segir í skýrslunni: „Það er mat endurskoðenda að mun ítarlegri skoðun og rannsókn þurfi að fara fram á bókhaldi þrotabúa. Fyrrum skiptaráðandi í Reykjavik, Ragnar H. Hah, hefur löngum haldið þvi fram opinber- lega, að reikningsskh hjá gjald- þrota fyrirtæKjum hafi í mörgum thvikum verið í molum, ársreikn- ingar óendurskoðaðir eða að bók- hald finnist ails ekki í mörgum th- fellum." Skýrsluhöfundur vekur í þessu sambandi sérstaka athygli á að uppáskrift endurskoðenda á árs- reikninga og uppgjör fyrirtækja sé oft á tímum einskis virði. Hann telur brýna þörf á aö gera ítarlega könnun á því hvernig uppáskrift endurskoðenda hafi verið háttað hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem farið hafa á hausinn á undanf- örnum ámm. Slík úttekt gæti hugs- anlega leitt th vandaðri vinnu- bragða í framtíöinni. Áhættusamar atvinnugreinar Þaö er mun algengari aö fyrir- tæki fari á hausinn í sumum at- vinnugreinum en öðrum. Samkvæmt skýrslunni voru gjaldþrotin langflest í verslun og þjónustu. Hehdverslun sker sig þar úr, en í þeirri grein fóru 385 fyrir- tæki í gjaldþrot á þessum tíu áram. Næstflest voru gjaldþrotin í bygg- ingastarfsemi, eða 238, en 193 fyrir- tæki f veitingarekstri enduðu í gjaldþroti. Bent er á að í öllum þessum greinum hafi samkeppni verið hörð, ekki síst á höfuðborgarsvæð- inu, og fyrirtækin mun fleiri en markaðurinn hafi þolað. Afleiðing- in blasi við í gjaldþrotatölunum. Athyghsvert er að átta sig á því að fjöldi gjaldþrota fyrirtækja er mjög misjafn eftir landshlutum. Skýrsluhöfundur hefur reiknað út fjölda gjaldþrota á hverja eitt þúsund íbúa í einstökum kjördæm- um og bæjum. Þar sést að í höfuð- borginni voru flest gjaldþrot á hverja þúsund íbúa, eða 14.5. í næst stærstu kaupstöðunum er hlutfalUð mun lægra, eða frá 7.4 gjaldþrotum í 8.2. Breytt vinnubrögð? Forvitnilegur munur er á Vest- fjörðum og Austurlandi að þessu leytinu. Fyrir vestan voru þannig 11.7 gjaldþrot á hvern íbúa en að- eins 5 fyrir austan. Það gæti reynst fyrirhafnarinnar virði fyrir stjórnvöld að leita skýr- inga á þessum mun. Gengur Austfirðingum betur að reka fyrirtæki en Vestfirðingum? Eða kunna þeir kannski bara betur á fyrirgreiðslupóUtíkina sem enn ríkir í alltof miklum mæU í banka- og sjóðakerfinu og komast þannig oftar hjá gjaldþrotum? Þessi skýrsla er aUrar athygli verð. En hún kemur því aðeins að gagni fyrir framtíðina að þeir sem ráða yfir fjármagninu dragi af henni réttar ályktanir og taki upp breytt vinnubrögð. Elías Snæland Jónsson Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja 1960 til 1994 450 400 350 300 1 250 IT 200 / '' - ' ; < ■/' ,v.v ‘ . , j *í C '80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.