Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 27. MAÍ1995 17 Endumýjað ástarsamband lykill að mikilli hamingju Prudence Bellak og Julian Chritchley náöu saman á ný eftir rúmlega þriggja áratuga aöskilnaö og hjóna- bönd meö öðrum. Fyrsta ástarævintýrið getur jafn- framt orðið það síðasta og besta. Þetta er niðurstaða könnunar sem sýnir að ekkert snerti hjartað eins mikið og þegar kveikt er í gömlum glæðum. í könnuninni, sem gerð var á veg- um háskólans í Sacramento í Kah- forníu og greint er frá í breska blað- inu Sunday Express, kemur fram að flestir þeirra sem endurnýja gömul kynni taka saman þrátt fyr- ir að hafa verið aðskildir í áratugi og í hjónaböndum með öðrum. Þátttakendur í könnuninni greindu ekki bara frá andlegri vellíðan heldur einnig frábæru kynlífi. AIls tóku um 800 pör, á aldrinum 20 til 83 ára, þátt í könnuninni. Pörin voru frá Ameríku, Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kina, Hong Kong, Malasíu, Frakklandi, Þýska- landi, Svíþjóð, Rússlandi, Tékk- landi og Slóvakíu. Doktor Nancy Kahsh, sálfræði- prófessorinn sem stjómaði könn- uninni, komst að því að fáir þátt- takendanna höfðu náð saman aftur af tilviljun einni saman. „Fólk sem endurvekur gömul kynni leitar að gömlu, glötuðu ástinni sinni,“ segir Nancy í blaðaviðtah. Um það bil tveir þriðju þeirra sem endurlífguðu gamalt ástarsam- band héldu saman á eftir. „Þetta fólk segir að það hafi aldrei lifað betra kynlífi og aldrei elskað jafn heitt. Best hefur það gengiö hjá þeim sem voru mjög ungir þegar þeir urðu fyrst ástfangnir." Nancy Kalish, sem er 48 ára, hef- ur sjálf reynslu af endumýjuðu ástarsambandi en í hennar tilfehi endaði það iha. Skólabróðir hennar bað hennar á sínum tímavOg hún tók honum en þremur dögum seinna hætti hann við. Tuttugu og fimm árum seinna, eða árið 1993, leitaði hún hann uppi. „Hann var nýskilinn við konuna sína og við áttum yndislegar og rómantískar stundir saman. En tveimur vikum seinna yfirgaf hann mig aftur. Hann sneri þó aftur enn á ný og við fluttum th New York en sautján dögum seinna yfirgaf hann mig í síðasta sinn. Ég leitaði að gömlu ástinni minni af fortíðarþrá en ekki vegna þess að ég byggist við að eitt- hvað kæmi út úr því,“ segir Nancy. Þrátt fyrir eigin reynslu mælir Nancy með því að fólk leiti aftur til fortíðarinnar. „Það læknaði 25 ára gömul sár hjá mér,“ segir hún. Einn af þeim sem hittu aftur gömlu ástina sína er Julian Critc- hley, fyrrum þingmaður í Bret- landi. Julian, sem er 64 ára, kveðst aldrei hafa veriö hamingjusamari en nú þegar hann er búinn að end- urheimta gömlu ástina sína. í byrj- un sjötta áratugarins hitti hann Prudence Marshall í fyrsta sinn í París. Hann var þá við nám við Sorbonne-háskólann. í febrúar 1952 skrifaði hún hon- um til Oxford og sagði að hún teldi að þau væru of ung til að bindast. í sjálfsævisögu sinni segir Juhan Critchley að hann hafi aldrei getað gleymt Prudence. Árið 1985 sá hann hana aftur með eiginmanni sínum, John Bellak. Næstu fimm árin nálguðust þau hvort annað hægt og rólega. Og fyrir þremur árum, þegar þau voru bæði orðin frjáls, komu þau sér upp heimili saman. Juhan var þá kom- inn á sjötugsaldur. Velkomin á vorhátíð í Gamla Vesturbænum dagana 25.-28. maí »vKOhtQ Vcsturgau 7 Hafnarhusið StýrimwnaikAllmllHMva-lKonfp^ 0Kol.pt.rtJS Hátíðin er haldin af Reykjavíkurborg. Víðsvegar um Vesturbæinn eru sýningar, skemmtanir og aðrar uppákomur. Auk listviðburða af ýmsu tagi gefst kostur á að skoða nokkur fýrirtæki í Vesturbænum og starfsemi þeirra. Fræðist, gleðjist, skemmtið ykkur og kynnist Vesturbæ fyrri tíma og Vesturbænum eins og hann er nú. Dagskráin er mjög fjölbreytt og þátttakendur á öllum aldri. \' * ' , \e=- ý irJ Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi atriðum 25. maí kl. 21:00 Kaffileikhúsið Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b, frumflytur sumarhrollvekju sína „Herbergi Veróniku" eftir Ira Levin. m 26. maí kl. 14:00 27. maíkl. 17:00-21:00 Miðasala frá kl. 14:00 í Héðinshúsi fyrir sýningarnar í Leikhúsi Frú Emilíu föstudag kl. 17:00 og 21:00, gengið inn frá Seljavegi. Dagskrá hátíðarinnar liggur frammi í Á útihátíðinni við Stýrimannaskólann Ráðhúsi Reykjavíkur og BYKO við verða m.a. eftirtalin atriði: Hringbraut og annars staðar þar sem Leikþættir úr „Gvendur Jóns og ég“. sýningar eru. Kvartettinn „Kósý“. Hljómsveitin „hlandica". Gunnar Þórðarsson og Rökkursystur. Hljómsveitin „Spaðarnir". Fimmtudagur 25 maí | 17:30 Stýrimannaskólinn Gönguferð - byggingarlist hverfisins Gönguferð - Höfnin í dag Hafnarhúsportið 13-16:00 Landakotsskóli 17:00 og 21:00 0 Dagskrá og sýning Héðinshús Grund Dómkirkjan j Leikþættir úr Vesturbænum. Leikhús Opnun sögusýningar Messa fyrir eldri borgara - Messukaffi Frú Emilíu, Héðinshúsinu við Seljaveg. á Hótel Borg Miðasala föstudaginn frá kl. 14:00 í „Götuhópar" íbúa _____________________________________, Héðinshúsi. Víðsvegar um hverfið Tónlistarkaffi „Herbergi Veróniku1' Vesturgata 7 17-21:00 Laugardagur 27. mai Kaffileikhúsið Föstudagur 26. maí Gönguferð - strandlengjan Hafnarhúsportið Gönguferð - listasmiðjur Opið hús Hlaðvarpaportið _| Umhverfi Stýrimannaskólans Útihátíð Sunnudagur 28. maí Drafnarborg j Fjölskylduguðsþjónusta Dómkirkjan 14-16:00 M Vesturgata 7 10-15:00 Myndhöggvarafélagið Vesturgata 7 Nylendugata 15 [ Dagskrá íbúa af erlendu bergi brotnir Vesturbæjarskólinn Börn leika tónlist Hafnarbúðir Börn leika tónlist 10-16:00 Víðsvegar um hverfið [ Leikhópur úr Hagaskóla - miðasala Opið hús listamanna yið innganginn I 1-16:00 Miðbakki Islensk grafík o. fl. Við Kristskirkju Saltfiskverkun fyrr og nú 12-16:00 Kolaportið Kompudagur Vesturbæinga Steinaspil Landakotstún Upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar fást í síma 563-2241. 15-18:00 Kassabílasmiðja Tónskólinn Do-Re-Mi BYKO Við byggjum á Breiddinni Gönguferð - slóðir kaþólsku kirkjunnar StýrimannaskólinnJ iQfc Þrautakóngur um hverflð Vesturbæjarskólinn Kaffileikhúsið Héðinshúsið „Herbergi Veróniku" BÚNAÐARBANKINN - Tmustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.