Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Síða 21
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
21
Reykingamenn tapa
í forræðismálum
Reykingar fyrrverandi maka eru
nú orönar aö vopni í forræðisdeilum
í Bandaríkjunum. Samkvæmt frá-
sögn breska blaðsins Daily Express
hafa þegar um þrír tugir aðila í
Bandaríkjunum tapað í forræðisdeil-
um vegna reykinga.
Peggy Unger, sem er tveggja barna
móðir í New Jersey, hefur fengið
þann úrskurð hjá dómurum að hún
megi hafa syni sína tvo, tólf og sjö
ára, hjá sér svo framarlega sem hún
reyki ekki. Peggy er þeirrar skoðun-
ar að fyrrverandi eiginmaður hennar
sé að reyna að hefna sín. „Reykingar
voru ekkert vandamál þegar við gift-
um okkur, hann gaf mér kveikjara
og sígarettuhylki og á veitingastöð-
um og í flugvélum sátúm við alltaf
þeim megin sem reykingar voru
leyfðar. Núna notar fyrrverandi eig-
inmaður minn þetta gegn mér til
þess að fá forræði yfir sonum okk-
ar,“ segir Peggy í blaðaviðtali.
Dómarar telja sig vera að taka tillit
til þess sem er börnunum fyrir bestu.
Ef Peggy Unger reykir á hún það á
hættu að synir hennar verði teknir
frá henni.
í nýlegum þætti bresku sjónvarps-
stöðvarinnar BBC um heilbrigðismál
var vitnað í bandaríska skýrslu frá
1993 sem sýnir aö 200 þúsund börn í
Bandaríkjunum undir 18 mánaða
aldri fá lungnabólgu eða bronkítis
vegna óbeinna reykinga. í sömu
skýrslu kemur fram að ástand einnar
Stephen Masone með Elysu dóttur sinni sem hann fékk forræði yfir vegna
reykinga móður hennar.
milljónar barna með asma versni
vegna óbeinna reykinga. í skýrsl '
unni er þess jafnframt getið að á
hverju ári látist um þrjú þúsund
manns úr lungnakrabba vegna
óbeinna reykinga.
Einn þeirra sem borið hefur sigur
úr býtum í forræðisdeilu vegna reyk-
inga fyrrverandi maka er Stephen
Masone. Hann sýndi fram á það fyrir
rétti að það að konan hans fyrrver-
andi reykti 40 sígarettur á dag gerði
það að verkum að lungnastarfsemi
dóttur hans, sem er með asma, skert-
ist um helming. Hann gat sannað að
nikótínmagnið í líkama dótturinnar
samsvaraði því að hún hefði sjálf
reykt átta sígarettur á dag. Móðirin,
sem er hjúkrunarkona, reykir enn
en hún má ekki gera það í návist
dóttur sinnar. Dótturina fær hún ein-
ungis að hitta um helgar.
í Bretlandi er einnig verið að herða
ólina gegn reykingamönnum. Þar
eiga reykingamenn á hættu að fá
neitun þegar þeir sækja um að fá að
ættleiða barn. Þegar um er að ræöa
ættleiðingu barna undir tveggja ára
aldri eru foreldrar sem ekki reykja
teknir fram yfir hina.
FRAM - ÍBV
laugardaginn 27. maí
Leikurinn hefst kl. 14 á Laugardalsvelli
Vestmannaeyingar
stuðningsmenn
Hist verður á Glaumbar kl. 12.
Rútuferð á leikinn kl. 13.20
og til baka að leik loknum.
Mætum öll og styðjum
okkar menn til sigurs!
Á tn'nt i tjí3r icJi
Lágmúla 7
ATVR
(Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu)
® BURÐARBOGAR
BURÐARFESTINGAR
FARANGURSGRINDUR
7 FARANGURSBOX
SKÍÐABOGAR
BÖGGLABÖND~T“lS
■ STREKKIÓLAR/f^^
LÁSAR /iffilr
ÖRYGGIS- gllp
U FESTINGAR K
Festingar fyrir
farangur af
öllum gerðum,
t.d. reiðhjól,
seglbretti
s___ eða bara
g, ferðatöskur
og poka.
imEMTO TUHAMJ5
Burðarbogar og festingar fyrir allar gerðir bíla
Mjög einfalt en öruggt kerfi. Bogar, festingar,
grindur og allir aukahlutir seldir hver í sínu
lagi. Auðvelt að breyta og bæta við
eftir því sem þörf er. • 1 r*
Farangursbox. &
Mjög hentug allt árið. _
Fyrir skíðin á veturna ,
eða í útileguna og k
veiðiferðina á sumrin.
Einfaldur, þægilegur og
hreinlegur , ,....., :.-
kostur. ÆLmmm
Strekkiólar,
bögglabönd
og festingar.
Margar gerðir.
ÞJONUSTA - GÆÐI - GOTT VERÐ
-wwvív œ26-
nausf s<'1"562 2262'
------Bæjarhrauni 6.
Hafnarfirði.
Sími 565 5510.