Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Page 25
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
25
Talsverð aukning
húðkrabba á íslandi
- það er hættulegt að brenna í sólinni
Húðkrabbi hefur aukist talsvert á
íslandi síðustu 10 til 15 árin, eins
og annars staðar á Norðurlöndum
og í Evrópu. Aukningin er alls stað-
ar talin stafa af sólböðum.
„Þetta hefur breyst hér á landi
síðustu ár vegna aukinna utan-
landsferða með börn. í slíkum ferð-
um er aðalatriðið að passa að
brenna ekki í sólinni og það þarf
náttúrlega að passa hér heima
lika,“ segir Rannveig Pálsdóttir
húðsjúkdómalæknir.
„Fólk verður aö nota sólvörn og
byrja með stuðul 20 eða hærri.
Styrkurinn er síðan minnkaður.
Maður verður brúnn þó maður
noti sólvörn. Það er einnig skyn-
samlegt að lifa eins og fólkið i land-
inu, það er að segja að fara ekki
niður á strönd í hádeginu heldur
taka sér hlé og skipta deginum nið-
ur. Fyrstu vikuna ætti maður ekki
að vera mikið í sólbaði heldur á
hreyfingu. íslendingar þola al-
mennt ekki mikla sól.“
Ljósaböð
geta platað
Rannveig segir skiptar skoöanir
á því hvort skynsamlegt sé að fara
í ljósaböð áður en farið er til sólar-
landa. „Það skiptir sennilega ekki
miklu máli. Það getur til dæmis
plataö mann því þá heldur maður
að maður þoli meira.“
Að sögn Rannveigar eru miklar
herferöir meðal skólabarna í Ástr-
alíu og suðurríkjum Bandaríkj-
anna vegna sólbaða en húðkrabba-
mein er mjög algengt á þessum
slóðum. „Börnunum er kennt að
klæða sig í sólinni. Þau eru farin
að klæða sig í stórar treyjur og
nota húfur eins og körfuboltahúfur
með deri. Börnin fara úr þegar þau
fara í sund en eru klædd þess á
milli."
Sólþyrstir íslendingar svipta sig
hins vegar klæðum þegar komið
er til sólarlanda. Venjulegast fara
íslendingar þó ekki oftar en einu
sinni á ári í sólarlandaferðir og þá
ekki nema tvær til þrjár vikur í
senn.
Sólargeislar
í gegnum fötin
„Það ætti að vera allt í lagi ef
maður brennur ekki. Það getyr
verið hættulegt að brenna hér
heima en þó ekki eins hættulegt
því geislamir eru öðruvísi. Mesta
hættan er fyrir börn innan 15 ára
aldurs. Ef þau brenna illa í sólinni
á þessum aldri getur það valdið
húðkrabbameini sem kemur
kannski ekki í ljós fyrr en nokkrum
áratugum seinna. Þess vegna er
mikilvægt að sjá til þess að bömin
brenni ekki og láta þau vera í föt-
verið að meiri Jíkur séu á að ekta
fæðingarblettir geti oröið illkynja.
„Það getur verið. Sums staðar eru
reglur um það að taka eigi bletti
yfir ákveðinni stærö. Það eru sarht
mjög skiptar skoðanir á þessu,“
segir Rannveig.
I samvinnu við Krabbameinsfé-
lagið hafa húðsjúkdómalæknar
haft móttöku sérstakan dag einu
sinni á ári undanfarin fjögur ár.
Hundruð manna hafa komið til að
láta skoða sig og hafa bæði sortu-
æxli og aðrar illkynja breytingar
uppgötvast þessa daga.
Þrjármegingeróir
húðkrabbameins
í fræðsluriti Krabbameinsfélags-
ins segir að basalfrumukrabba-
mein sé algengasta húðkrabba-
meinið í hvíta kynstofninum. Það
birtist yfirleitt sem upphleyptur
húðlitur blettur á höfði, hálsi eða
höndum. Stundum kemur það fram
á búk og þá oft sem flatir blettir.
Fólk með þessa tegund húðkrabba
er oftast ljóst á hörund, ljóshært
eða rauðhært með blá, grá eða
græn augu. Þessi æxli dreifa sér
lítið. Það getur tekið þau marga
mánuði eða ár að verða einn sentí-
metri í þvermál. Ef æxlinu er leyft
að vaxa blæðir oft úr því og það
hrúðrar á víxl. Þó að æxlið myndi
ekki meinvörp getur það vaxið í
gegn um húðina inn í bein.
Flöguþekjukrabbamein kemur
stundum fram sem upphleypt
svæði eða rauðir, hreistraöir blett-
ir. Andlit, varir, munnur og eyru
utanverð eru dæmigerð svæði lík-
amans fyrir flöguþekjukrabba-
mein. Þetta krabbamein getur orð-
iö að stórum hrauk og þaö getur
myndað meinvörp.
Sortuæxli
hættulegast
Sortuæxli er hættulegast allra
húðkrabbameina. Sé það fjarlægt
snemma er það þó oftast læknan-
legt. Sortuæxli er, eins og nafnið
bendir til, dökkt að lit enda á það
uppruna sinn í litfrumum húðar-
innar sem framleiða litkornin.
Sortuæxlin eru mismunandi á lit,
Ijósbrún eða dekkri, jafnvel svört.
Æxh þessi hafa ríka tilhneigingu
til að dreifa sér og þegar hópur
sortuæxlisfrumna er kominn í
mikilvæg líffæri er miklu erfiðara
að lækna krabbameinið. Sortuæxli
getur birst skyndilega á eölilegri
húð eða í eða við fæðingarblett. Of
mikil sólargeislun er talin geta or-
sakað sortuæxli, sérstaklega í fólki
sem er ljóst á hörund. Erfðaþættir
virðast líka orsökin í myndun
sortuæxlis.
Ef börn og unglingar undir tvítugu sólbrenna illa getur það valdið húð-
krabbameini sem kemur fram síðar á ævinni.
íslendingar ættu ekki að flatmaga á ströndinni í hádeginu heldur taka sér til fyrirmyndar siði heimamanna
og taka sér hvíld þegar sólin er hæst á lofti.
um. En föt skýla manni bara að
ákveðnu marki. Hvít skyrta er ekki
nema eins og sólvamarstuðull 7.
Það er kannski skýringin á því
hvers vegna arabarnir eru dökk-
klæddir. Dökkur fatnaður hleypir
minna af geislum í gegnum sig,“
útskýrir Rannveig.
Fylgjastþarf
vel með blettum
Það er þegar skyndilega verða
breytingar á húð eins og blettir sem
stækka, eru óreglulega litir eða
breytast sem ástæða er til að leita
læknis til að láta kanna hvort um
húðkrabbamein geti verið að ræða.
Eins ef það kemur sár í blett eða
kláði. Flest húðkrabbameina eru
auðlæknanleg ef þáu eru.greind
nógu snemma.
Að sögn Rannveigar er það mjög
útbreiddur misskilningur að upp-
hækkaðir blettir séu miklu hættu-
legri en sléttir blettir. Talið hefur
Kaffisala í Vindáshlíð
Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð hefst í dag kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju
í Vindáshlíð. Að henni lokinni verða seldar kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nokkur laus pláss í 1. flokki. Upplýsingar í síma 888899.