Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 26
26
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
ist
Á toppnum
Lag Bjarkar Guömundsdóttur,
Army of Me, er enn á toppnum,
2. vikuna í röð. Lagið, sem er búið
að vera fjórar vikur á listanum,
var í 13. sæti fyrir tveimur vik-
um. Aðdáendur Bjarkar eru svo
sannarlega ekki sviknir af þessu
lagi og bíða eflaust spenntir eftir
útkomu plötunnar Post sem áætl-
að er að komi út 15. júní.
Nýtt
Hæsta nýja lagið, Living Next
Door to Alice með hljómsveitinni
Gombie, lendir í 5. sæti sem þyk-
ir ansi gott fyrir lag sem kemur
nýtt inn á listann. Hér er á ferð-
inni gamall Smokeysmellur í
nýrri útfærslu. Lagið, sem er að
verða mjög vinsælt inn alla Evr-
ópu, er m.a. komið inn á topp 40
listann í Bretlandi.
Hástökkið
Hástökk vikunnar er lagið Vor
í Vaglaskógi með hljómsveitinni
Sixties sem gaf nýlega út sína
fyrstu plötu. Hér er á ferðinni
nýtt, íslenskt Bítlavinafélag en
hljómsveitin leikur gömul ís-
lensk bítlalög. í Sixties eru ung-
ir og hressir strákar og eflaust á
eftir að heyrast mikið frá þeim í
sumar. Lagið, sem er búið að vera
í tvær vikur á listanum, var í 30.
sæti í síðustu viku en er nú kom-
ið í 12. sæti.
Rokk og ról
ég gefið hef
þér...
Gömlu rokkbrýnin Little Ric-
hard, Chuck Berry og Fats Dom-
ino eru aldeilis ekki á þeim bux-
unum að setjast í helgan stein
þótt árin færist óðfluga yfir. Þeir
hafa nú ákveðið að stilla saman
strengi sín í fyrsta sinn allir þrír
og eru komnir til Bretlands tif
tónleikahalds. Little Richard er
unglingurinn í hópnum, aðeins
62 ára en hinir eru 67 og 68 ára
gamlir.
Björk í
sauma-
skapinn!
í síðustu viku sögðum við frá
mjög sérstakri tískusýningu og
uppboði sem Brian Eno stendur
fyrir á næstunni til aðstoðar
bosnískum bömum. Eno hefur
fengið urmul frægra poppara til
að hann og sauma fot sem fyrst
verða sýnd og síðan boðin upp.
Meðal þeirra sem sestir eru við
saumavélina að beiðni Enons eru
David Bowie, Phil Collins, Lou
Reed, Pete Townshend, Iggy Pop,
Michael Stipe, Dave Stewart, Pet-
er Gabriel og Dolores O’Riordan.
Og nú hafa fréttir borist af því að
Björk Guðmundsdóttir sé líka
sest við saumaskapinn ásamt
þeim Adam Clayton og Luciano
Pavarotti!
i
I BOÐI é Á BYLGJUNNI í DAG KL. 16.00
£f K * M' VI yy w t j|^ xsd ð © 0 \P © 11. £Y 1)5 1 1 I 119
ÞESSI VIKA SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ LISTANUM
1 41 fr
wl JE. '
• 4. VIKANR. 7-
1 1 13 4 ARMY OF ME BJÖRK
G> 3 3 6 HAVE YOU EVER REALLY LOVED A WOMAN BRYAN ADAMS
3 2 1 7 SELF ESTEEM OFFSPRING
Q 8 25 3 LAY LADY LAY DURAN DURAN |
- NÝTTÁ LISTA -
Cs) 1 LIVING NEXT DOOR TO ALICE GOMBIE
CS) 7 18 5 CAN'T STOP MY HEART FROM LOVING YOU AARON NEVILLE
Q) 18 30 3 HOLDING ON TO YOU TERENCE TRENT D'ARBY
Cs) 9 _ 2 ÉG ELSKA ALLA STJÓRNIN
9 4 6 4 SAVE IT 'TIL THE MOURNING AFTER SHUT UP AND DANCE
CTo) 19 20 4 BABY BABY CORONA 1
11 5 2 7 THE BOMB! (THESE SOUNDS FALL IN TO MY MIND) BUCKETHEADS
- HÁSTÖKK VIKUNNAR -
<S> 30 - 2 VOR í VAGLASKÓGI SIXTIES
14 - 2 SOME MIGHT SAY OASIS
CÍ4) 16 - 2 BE MY LOVER LA BOUCHE
(15) 17 19 3 SKY HIGH NEWTON
16 11 8 10 OVER MY SHOULDER MIKE 81THE MECHANICS
17 6 7 6 FOR WHAT IT’S WORTH HEIÐRÚN ANNA
(5) 23 - 2 ÉG SÉ UÓSIÐ BUBBI OG RÚNAR
19 10 4 8 1 YOU, WE JET BLACK JOE
(S) 24 - 2 DON'T WANT TO FORGIVE WET WET WET
21 13 9 9 BACK FOR GOOD TAKETHAT
(22) 25 27 3 U SURE DO STRIKE
23 12 5 8 TURN ON, TUNE IN, COP OUT FREAK POWER
(24) 28 - 2 LIGHTNING CRASHES LIVE
(25) rmi 1 LETHER CRY HOOTIE & THE BLOWFISH
26 15 10 7 DON'T GIVE ME YOUR LOVE ALEX PARTY
27 21 11 8 LOOK WHAT LOVE HAS DONE . PATTY SMYTH
(S> 33 40 3 THIS WAY TO HAPPINESS GLEN FREY
(29) 31 - 2 1 WANNA BE FREE (TO BE WITH HIM) SCARLET
30 20 12 6 GIMME LITTLE SIGN DANIELLE BRISEBOIS
Gi) 1 MADE IN ENGLAND ELTON JOHN
(32) NÝ TT 1 l'LL BE AROUND RAPPIN '4 TAY
(5) NÝ TT 1 KEY TO MY LIFE BOYZONE
38 38 3 BEST IN ME LET LOOSE
35 22 15 8 WAKE UP BOO BOO RADLEY’S
di) LUál 1 EVERYDAY LIKE SUNDAY PRETENDERS
(37) NÝTT 1 FEEL MY LOVE TEN SHARP
NÝTT 1 (24-7-365) l'M GONNA LOVE YOU CHARLES & EDDIE
40 n 2 RIDING ALONE REDNEX
NÝTT 1 SOMEONE TO LOVE JON B. & BABYFACE
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn erniöurstaða skoðanakönnunarsem erframkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400. á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur
þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem
er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
;989
/waaoou
GOTT ÚTVARP!
Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson
Hróarskeld-
an klár
Allt er nú klappað og klárt fyr-
ir Hróarskelduhátíðina víðfrægu
sem haldin er í Roskilde í Dan-
mörku á hverju sumri. Hátíðin
hefst 29. júní næstkomandi og
stendur ffam til 2. júlí. Aragrúi
heimsþekktra hljómsveita og
tónlistarmanna kemur fram á há-
tíðinni og helstu skrautfjaðrim-
ar að þessu sinni eru Bob Dylan,
R.E.M., Jimmy Page & Robert
Plant, The Cure, Elvis Costello,
Oasis, Cranberries, Offspring,
Suede, Van Halen og Soul Asyl-
um.
Engin
ættarmót
hjá Elton
Ekki verður sagt að Elton John
sé ættrækinn maður né láti hann
eitthvað af hendi rakna tfl ætt-
ingja sinna. Þannig býr nú hálf-
bróðir hans Geoff Dwight í hálf-
gerðum hundakofa vegna þess að
hann hefur ekki efni á að búa bet-
ur. Geoff er einum 20 árum yngri
en Reginald eins og Elton heitir
réttu nafni og segist hæstánægð-
ur með að búa þröngt. Hann hef-
ur ekki heyrt eða séð bróður sinn
í 11 ár og var vísað frá af örygg-
isvörðum þegar hann bankaði
uppá hjá honum á dögunum.
Paula
hreppti
hnossið
Nú er ljóst að það er Paula
Yates sem fer með sigur af hólmi
í glímunni um Michael
Hutchence söngvara INXS sem
ku feikneftirsóttur karlpeningur.
Hutchence var áður í tygjum við
dönsku fyrirsætuna Helenu
Christensen en viðtal sem Paula
tók við hann í rúminu virðist
hafa ruglað hann og hana gjör-
samlega í ríminu eða rúminu.
Bob Geldof fyrrum eiginmaður
Paulu situr nú eftir með sárt enn-
ið og sama er að segja um Hel-
enu. Paula og Michael eru hins
vegar lukkunnar pamfllar og þá
sérstaklega Paula sem hefur lát-
ið þau orð falla að Michael sé guðs
gjöf tfl kvenna!
Plötufréttir
Urge OverkOl hefúr lokið upp-
tökum á nýrri plötu sem mun
bera naöiið Exit The Dragon og
vera tOeinkuð minningu kung-fu
mannsins knáa Bruce Lee...
Morrissey vinnur af kappi og er
búinn að taka upp nýja plötu í
samvinnu við upptökustjórann
Steve Lilliwhite. Gripurinn heit-
ir Soutpaw Grammar og kemur
út í júlí eða ágúst...David Bowie
er meö tvær plötur í vinnslu
hvorki meira né minna. Önnur
platan heitir Outside og kemur út
í haust en hin heitir Inside og er
óráðið hvenær hún kemur út.
Upptökustjóri á báðum plötunum
er Brian Eno... -SþS-