Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Síða 33
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 41 Trimm Guðmundur R. Ingvason: Gaf sjálfum sér mara- „Þetta var algjörlega ógleymanleg og frábær lífsreynsla sem ég mun lifa á það sem eftir er. Þetta heppnaðist stórkostlega.“ Guðmundur R. Ingvason varð flmmtugur 21. maí síöastliðinn. Guð- mundur gaf sjálfum sér þá óvenju- legu afmælisgjöf að hann og tveir félagar hans úr hlaupahópnum Bláu könnunni í Hafnarfirði hlupu heilt maraþon eldsnemma um morgun- inn. „Málið á sér nokkra forsögu," sagði Guðmundur í samtali við Trimmsíð- una. Forsagan er sú að Guðmundur gekkst í ársbyrjun 1993 undir skurð- aðgerð á brjóstholi í kjölfar lang- vinnra veikinda. „Ég var algjör aumingi eftir þetta. Tíu metra brekka vafðist fyrir mér því ég var alveg þreklaus." En Guðmundur hafði stundað sund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og oft veitt athygh glaðbeittum skokkhópi sem þar gantaðist í heitu pottunum og langaði til þess að slást í hópinn. „Ég sagði svo í bríaríi við lækninn sem skar mig upp að ég væri að hugsa um að byrja aö skokka með vorinu. Hann sagði að það yrði allt í lagi og hvatti mig bara til að fara rólega í byrjun. Ég gaf honum þá það heit að ef mér tækist að byrja myndi ég einhvern tíma á árinu 1993 fara 10 kílómetra, hálft maraþon árið 1994 og svo heilt maraþon 1995 þegar ég yrði fimmtugur." Guðmundur ráðfærði sig svo við félaga í Bláu könnunni og byrjaði vorið 1993 á því að skokka rúma sex km. Kvöldið eftir fór hann í langa gönguferð og svo næsta kvöld aftur út að hlaupa og nú rúma átta kíló- metra. „Eftir þetta var ég alveg eins og ræfill í nokkra sólarhringa enda á lélegum skóm. Svo gaf eiginkonan mér nýja hlaupaskó og ég fór í Krabbameinshlaupið í júníbyrjun og varð mér til algjörrar skammar þar og sprakk eftir tvo kílómetra." Guðmundur lét þó ekki deigan síga heldur stóð við heitið sem hann gaf og aftur að Suðurbæjarlaug og þann- ig tvo hringi. Drykkjarstöð á hjólum fylgdi hlaupurunum eftir alla leiðina og brynnti þeim eftir þörfum, hirti fatnað sem þeir losuðu sig við og veitti ýmsa þjónustu. Þeir þrír félag- ar, Guðmundur, Sveinn og Erlendur, voru þeir einu sem luku hlaupinu en aðrir þátttakendur komu og fóru eftir hentugleikum. Gísli Ásgeirsson hljóp 35 km, Bryndís Svavarsd. 30 km, Hjalti Gunnarsson 21 km. Ýmsir venslamenn og afkomendur Guð- mundar skokkuðu allt frá 400 metr- um upp í 11 kílómetra afmælisbarn- inu til samlætis. Árangur þeirra sem luku var mjög góður. Guðmundur og Sveinn fóru vegalengdina á 3:43 en Erlendur á 4:02. Þess má geta að þessi tími hefði skilað Guðmundi í mark fyrstum íslendinga í flokki karla 50 ára og eldri í Reykjavíkur- maraþoni 1994. Þegar afmælisbarnið og félagar hans komu í mark við Suðurbæjar- laug urðu mikil fagnaðarlæti. Fjöl- skylda Guðmundar, vinir og boðs- gestir úðuðu kampavíni yfir hlaup- arana, hylltu þá með húrrahrópum og afhentu þeim sérstaka verðlauna- peninga í tilefni dagsins. Síðan var slegið upp herlegri veislu með drykk í heita pottinum í Suðurbæjarlaug og stóð hún fram undir hádegi að viðstöddu fjölmenni. Seinnihluta dagsins var svo afmæhsveisla á þurru landi þar sem var sungið og trallað og talað um hlaup í það óend- anlega. „Þetta var algjörlega frábært og þeir félagar voru yndislegir hlaupa- félagar. Hlaupaleiðin er frábærlega falleg þar sem náttúran iðar af lifi og fjallahringurinn blæs manni orku í brjóst. Þetta var óskaplega skemmtilegur dagur.“ Guðmundur segist ekki hafa skap- gerð til að hlaupa í keppni og ætlar ekki í Reykjavíkurmaraþonið í sum- ar. „Þetta var mitt maraþon og er nóg fyrir mig.“ Klukkan sex við Suðurbæjarlaug í upphafi hlaups. Frá vinstri: Erlendur Sveinsson, Sveinn Baldursson, Gísli Ás- geirsson og Guðmundur R. Ingvason. lækninum og náði því að hlaupa 10 kílómetra þetta sumar og með dygg- um stuðningi félaganna í Bláu könn- unni var hálft maraþon farið ahs fjórum sinnum sumariö 1994. Það var svo um síðustu áramót að stefnan var sett á heilt maraþon á sjálfum afmæhsdeginum þegar Guð- mundur yrði fimmtugur. „Bryndís Svavarsdóttir ofurskokk- ari, sem er félagi í hópnum, gaf mér svo 20 vikna hlaupaáætlun miðaða við heht maraþon upp úr einhverju blaði eftir áramótin og viö stilltum því plani upp og hlupum í stórum dráttum eftir því.“ Guðmundui- sýnir mér stoltur ná- kvæmt bókhald sem haldið var um æfmgarnar þar sem tíundað er vega- lengd, tími, veöurfar og hðan hlaup- ara. Janúar var 122 km, febrúar 148,4 km, mars 224, apríl 320 og 190 km Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson fram til 20 maí. Ahs eru þetta 1.005 kílómetrar. í athugasemdum gefur aö hta frasa eins og: „Blautur og gegnblautur," eða „Þungur, stiröur, seinn og lengi.“ Það voru þeir Sveinn Baldursson og Erlendur Sveinsson, félagar Guð- mundar í Bláu könnunni, sem æfðu með honum ahan tímann og þeir fé- lagarnir luku hlaupinu með honum á afmæhsdaginn. Þeir félagarnir eru á líkum aldri þó Guðmundur sé elst- ur og voru allir að fara heht maraþon í fyrsta skipti „Ég vhdi svo gera þetta afmælis- hlaup þannig að ég myndi eftir því alla ævi. Þegar ég verð sestur á Hrafnistu þá mun ég taka þetta fram á hverjum degi og lesa yfir koUegun- um. Þetta er algjörlega ógleymanleg- ur tími. Við slepptum aldrei úr æf- ingum vegna veðurs og ég hélt einu sinni að við yrðum úti á Álftanes- inu.“ Afmælishringurinn var nákvæm- lega mældur 21,1 km og lá frá Suður- bæjarlaug um Setberg, Flatahraun og Álftanes og til baka um Garðaholt þon í afmælisgjöf Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Hlaupaáætlanir í 13 vikur -10 km, hálfmaraþon og maraþon Æfingaáætlanir fyrir þrjár mismun- andi vegalengdir í Reykjavíkurmara- þoni munu hefjast í dag og munu birt- ast næstu 13 laugardaga. Þeir sem hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni hlaupa 4-5 sinnum í viku í sumar en þeir sem hlaupa hálft maraþon eða heht maraþon hlaupa 5-6 sinnum í viku. Einu sinni í viku verður hraða- leikur (fartlek) en þá á að hlaupa ró- lega og hratt th skiptis. Ég kem th með að fjalla hthlega um ýmsa þætti er tengjast hlaupum eins og verið hefur undanfarin sumur í æfingaá- ætlunum þessum. Almenningshlaup eru mjög vinsæl og eru fjölmörg yfir sumarið. Við komum til með að setja þau inn í áætlanirnar þar sem því verður við VOLVO 850 Styrktaraðili Rey 1. vika 27/5-3/6 10km 21 km 42 km Sunnudagur 6 km ról. 10km ról. 18 km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur) 8km (hraðaleikur) 8km (hraðaleikur) Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan 2 km með stuttum sprettum 4 km með stuttum sprettum 4 km með stuttum sprettum ög joggi á milli. ogjoggiámilli. ogjoggiámilli. Síðan 2 km ról. í lokin. Síðan 2 km ról. í lokin Síðan2kmilokin. Miðvikudagur 5km 7 km ról. 12km ról. Fimmtudagur Hvíld 6 km ról. 8 km ról. Föstudagur 3 km jafnt 4 km ról. 6 km ról. Laugardagur Krabbameinshlaupið Krabbameinshlaupið Krabbameinshlaupið 4km 10km 10km Samt: 24 km 45 km 62 km komið í sumar. Ég geri ráð fyrir að þeir sem ætla sér í maraþon hafi verið að hlaupa undanfarin ár og hafi þar af leiðandi einhvern grunn th að byggja á. Hafið hugfast að góö ástundun skh- ar árangri! Jakob Bragi Hannesson. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins 0M fluglæidirJS Lffi W asics^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.