Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Side 34
42
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995
Sviðsljós
Sylvester stjómaði mér:
Þorði ekki að fá mér
samloku án leyfis
- segir fyrirsætan Andrea Wieser
Austurríska fyrirsætan Andrea Wi-
eser hefur nú í fyrsta sinn greint frá
því hvernig hún missti tökin á lífi
sínu í þá átta mánaði sem hún var í
sambandi með Sylvester Stallone.
Andrea, sem er tvítug, segir að hún
hafi orðið að hlýöa Sylvester í einu
og öllu. „Hann skipaði fyrir hvernig
ég ætti að æfa, hvað ég ætti að borða
og hann taldi meira að segja sígarett-
urnar sem ég reykti. Einn daginn fór
ég ekki á fætur klukkan sex um
morguninn um leið og hann til að
æfa og þá fór hann í fýlu og rauk út
úr húsinu. Hann sagöi mér strax að
ég væri of feit. Fyrst tók ég þessu
ákaflega illa en svo hætti ég að hlusta
á hann,“ sagði Andrea nýlega í við-
tali í ensku blaði.
Hún bætti því við að nú skammað-
ist hún sín fyrir að hafa hlýtt Sylvest-
er. „En ef ég gerði það ekki þá talaði
hann ekki við mig í marga daga. Það
var hans aðferð við að hræða mig til
hlýðni.“
Andrea, sem býr í Mílanó en var á
dögunum í London vegna fyrirsætu-
starfa, segir að hún hafi bara mátt
borða fisk og salat. „Ég þorði ekki
að segja honum að ég hefði borðað
samloku eitt sinn þegar hann var við
kvikmyndatökur. Ég varð að biðja
samstarfsfólk hans um að segja ekki
frá því þar sem hann hefði orðið
brjálaður við þaö að komast að því
að ég hefði borðað eitthvað án hans
leyfis.“
Andrea var aðeins 19 ára þegar hún
hitti Sylvester í ágúst í fyrra í partíi
sem haldið var í tilefni af nýjustu
mynd Amolds Schwarzeneggers,
True Lies. Sylvester er 27 árum eldri
en Andrea.
Henni þótti hann sjarmerandi, með
fallegan og stæltan líkama. „Hann
daðraði við mig allt kvöldið. Hann
talar við mann eins og enginn annar
sé í herberginu. Á fáeinum mínútum
fannst mér eins og ég væri áhuga-
veröasta konan sem hann hefði
kynnst."
Að sögn Andreu jós hann yfir hana
gjöfum, hann keypti handa henni
Versace drakt, Cartier gullúr og de-
mantshring. „Það komu fyrir augna-
blik þegar ég hélt að ég elskaði hann.
Stundum horfði hann á mig eins og
hann dáðist að mér. En hann treysti
mér ekki. Hann reyndi einnig að
kenna mér hvernig ég gæti orðiö
hluti af hans lífi en hann hafði ekki
áhuga á mínu."
Sambandi Andreu og Sylvesters
lauk í mars þegar hún hringdi í hann
frá Mílanó og komst að því að hann
hafði skipt um símanúmer.
Andrea Wieser varð fegin þegar
Sylvester Stallone hætti við hana.
Sylvester vildi fá Andreu til að taka þátt i sínu lífi en hafði engan áhuga á
hennar.
Arne Næss og Díana Ross á góðri stundu.
Díana Ross og Ame Næss:
Orðrómur
u m skilnað
Díana Ross neitar að svara spum-
ingum fréttamanna um hvort orð-
rómurinn um að hún og Arne Næss
hafi í hyggju að skilja sé á rökum
reistur.
Undanfarinn mánuð hafa erlend
blöð birt fregnir af því að Díana sé
orðin leið á því hvað hún sjái lítið
af eiginmanninum auk þess sem hún
sé ástfangin á ný af gömlum kærasta.
Bandarískir slúðurdálkahöfundar
gerðu ráð fyrir að fá svar við því
hvort Díana væri að skilja á blaða-
mannafundi sem hún hélt í Los
Angeles á dögunum. Díana lét um-
boðsmann sinn tilkynna að hún vildi
ekki svara spumingum um einkalíf
sitt og að hún myndi fara af fundin-
um ef slíkar spurningar yrðu bomar
fram. Þessi afstaða söngkonunnar
blés nýju lífi í slúðursögurnar.
Díana er nú að skipuleggja fyrstu
hljómleikaferð sína frá því að hún
giftist Ame Næss fyrir tíu árum. Hún
vinnur einnig að nýrri kvikmynd
sem ber heitið Diva.
Ólyginn
... að Gérard Depardieu hefði
fengið reisupassann hjá konu
sinni, Elizabeth, eftir 25 ára
hjónaband. Hún er orðin leið á
öllum ævintýrum eiginmannsins
og heimsóknum hans til barns-
móður og dóttur f París.
... að sænski kvikmyndaleikar-
inn Dolph Lundgren og kona
hans Annette væru að fara í aðra
brúðkaupsferð sína til Marbeila
eftir eins árs hjónaband. Annette
segir að Dolph, sem langar til
að eignast sex börn, sé ákaflega
rómantískur og sendl hennl blóm
og kveðjur þegar hann er að
heiman við kvikmyndatökur.
... Christopher Reeve hefði tek-
Ið þátt í mótmælagöngu i New
York þar sem borgarbúar kröfð-
ust hreins drykkjarvatns. Gár-
ungarnir sögðu að ef Christop-
her hefði brugðið sér í Super-
mann búninginn hefði hann ekki
verið lengi að afgreiöa máiið.
... að Drew Barrymore, sem
varð stjarna sex ára eftir að hafa
leikið I kvikmyndinni E.T., sæist
nú ofl meö gítarleikaranum Eric
Erlandson i hljómsveitinni Hoie.
Drew er búin að leika i sinni
fimmtándu kvikmynd, Boys on
the Side.
... að Jennifer Grant, dóttir Car-
ys Grants, væri nýbýin að leika
í nýjum sjónvarpsmyndaflokki.
Jennifer er menntuð i stjórn-
málafræðum en komst siðar að
þvi að hún hafði meiri óhuga á
þvi að feggja leikfist fyrir sig.
Fyrsta hiutverk hennar var i
myndaflokknum Beverly Hilfs
90210.