Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 36
44 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Keyrir um á 800 rúmsentílítra mótorhjóli: Þetta er enginn töffar as kapur - segir Guðni Þ. Guðmundsson, organisti í Bústaðakirkju Vindfötyfir jakkafötin „Þetta er enginn töffaraskapur og ég hef verið svo lánsamur að þurfa ekki sífelit að vera að hugsa um hvað öðrum finnst. Margir eldri menn en ég, menn úr öllum stéttum, eiga hjól en þeim finnst þeir þurfa að fara leynt með þaö. Mér finnst það óþarfa spéhræðsla. Ég fer reyndar yfirleitt ekki á hjól- inu þegar ég er að spila við útfarir en geri þó undantekningu þegar ég spila í Fossvogi. Þangað er stutt fyrir mig að fara og þá læt ég leður- gallann eiga sig og fer í vindfót utan yfir jakkafótin. Ég held að það eigi ekki aö þurfa að trufla aðstandend- ur neitt þótt organistinn komi á mótorhjóU. í Fossvoginum getur maður laumast inn bakdyrameg- Guðni Þ. Guðmundsson organisti á Hondunni á planinu við Bústaðakirkju. inn til að skipta um fót og það þekk- ir mig enginn með hjálminn. Aðspurður um ástæður þess að hann valdi sér þetta sérstaka áhugamál segir Guðni að hann sjái í raun ekki ástæðu til annars en að láta þetta eftir sér. Hann segist ná að hreinsa hugann vel og hvíl- ast á ökuferðum sínum um götur borgarinnar eftir annasaman dag. Hann segist fá ferskt loft í lungun og nokkra hreyfingu og þama finni hann leið til þess að hlaða orku- stöðvarnar. Stoppaður af lögreglunni Guðni segir hraðakstur ekki vera fyrir sig. Hann reyni aö fylgja um- ferðinni innanbæjar eins og hann væri á bíl. Hann segir að aðeins í eitt skipti hafi hann verið stoppað- ur af lögreglunnni. „Þegar við bjuggum í Kaup- mannahöfn vann ég sem organisti í Vestre fangelsinu. Eitt kvöldið var ég að spila í veislu sem dróst nokk- uð fram yfir miðnættið. Ég átti að spila í messu í fangelsinu morgun- inn eftir og þrátt fyrir að á þessum tíma hafi verið bannað að keyra á milli miönættis og sex á morgnana, vegna bensínskömmtunar, ákvað ég að fara í fangelsið og sofa þar. Á leiðinni stoppaði lögreglan mig en eftir að ég hafði sagt henni hvert ég var að fara fannst henni ekki ástæða til að bóka mig. Þetta er í eina skiptið sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af mér á mótorhjólinu." Vinalegurhópur Guðni segist ekki hafa sett sig í samband viö nein félagasamtök í sambandi við þetta áhugamál sitt. Hann segist ekki sjá sig fyrir sér leggja á Hallærisplaninu en ber kollegum sínum í þessu mótor- sporti vel söguna. „Þótt ég hafi ekki séð ástæðu til þess að ganga í einhver samtök hef ég haft mjög ánægjuleg samskipti við þá stráka sem í þessu standa. Maður getur margt af þeim lært því margir hafa gert miklar vitleys- ur og þeir geta miðlað manni af DV-mynd GVA reynslu sinni. Þeir yrðu líka fyrstir til þess að stoppa og hjálpa manni ef eitthvað væri að. Þetta er afskap- lega samheldinn hópur sem í þessu stendur og þaö kom mér nokkuð á óvart þegar ég var að byrja að menn á mótorhjólum hafa það fyrir sið að heilsast ef þeir mætast á götu. Ég skildi það ekki til að byrja að ótrúlegust menn heilsuðu mér. Þetta finnst mér afskaplega vina- legt í dag,“ segir Guðni Þ. Guð- mundsson, organisti í Bústaða- kirkju, en hann á sér þann draum að keyra út á land með félaga sín- um úr Eyjum, öðrum mótorhjóla- eiganda, Árna Johnsen alþingis- manni. -sv „Þetta byijaði eiginlega allt fyrir tuttugu og fimm árum þegar ég var búsettur í Kaupmannahöfn. Þar keyrði ég um á mótorhjóh í fimm ár. Þetta var að vísu ekki stórt hjól en nóg tii þess að kveikja hjá mér áhuga. Þegar ég kom heim var ég kominn með bakteríuna en var ráöið frá því að kaupa hjól. Mér var sagt að umferöarmenningin væri ekki slík hér að það myndi borga 'sig. Mótorhjóladellan fékk því að krauma undir niðri hjá mér í nokkur ár. Ég fékk mér bát og fékk mikið út úr því að fara á sjó- inn. Þegar ég svo seldi hann fannst mér ófært að vera allt í einu orðinn dellulaus. Ég fór þvi að láta mig dreyma um hjól á ný og að því kom að ég féll fyrir freistingunni," segir Guðni Þ. Guömundsson, organisti í Bústaðakirkju, en hann leggur öðrum heimilisbílnum yfir sumar- tímann og tekur þá fram kraftmik- ið mótorhjól og leðurgalla. Uröum báöir sjúkir „Ég lagði leið mína upp í Gull- sport, þar sem seld eru notuð hjól, og sagðist vilja byrja á Utlu hjóli, 250 rúmsentílítra. Strákarnir fóru að leita, fundu loks hjól úti á landi en þegar það kom í bæinn leit það mun verr út en ég hafði vonað. Ég hafði verið svo spenntur að bíða að ég varð hálfdapur þegar ég hélt að þetta ætlaði ekki að ganga upp. Strákarnir í Gullsporti ráðlögðu mér þó að taka þetta hjól og æfa mig á því, þeir skyldu svo gera það í stand og selja fyrir mig ef ég vildi stækka við mig. Þegar ég hafði keypt 550 rúm- sentílítra hjól fór mig að langa svakalega mikið í annaö enn stærra sem hafði veriö á söluskrá í Gullsporti í rúmt ár. Mér fannst reyndar 800 rúmsentílítrar full- stórt fyrir mig en eftir að tvítugur sonur minn var búinn að læra á mótorhjól urðum við báðir alveg sjúkir. Á endanum gerði ég tilboö og á þessu hjóli keyri ég í dag.“ Guðni segir að til að byrja með hafr sumt fólk ekki vitað alveg hvernig það ætti að taka því þegar það sá hann fyrst á hjólinu. Sumir hafi haft orð á því að þeim fyndist svona töffaraskapur ekki hæfa manni á hans aldri. Þetta viðhorf segir hann þó undantekningarlaust hafa horfið strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.