Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 55 Leikstjórinn ásamt leikurum. Sumartryllir í Kaffileikhúsinu Nú er sumar gengiö í garð, að minnsta kosti sam- kvæmt almanakinu, og starfsfólk atvinnuleikhúsanna er um það bil að fara í frí. En þaö er ekki þar með sagt að enginn vilji fara í leikhús á ljúfum sumarkvöldum, og reyndar er allt útlit fyrir að leikhúsgestir muni hafa úr ýmsu að moöa á næstunni. Kafíileikhúsið frumsýndi sitt framlag til sumarvert- íöar, Herbergi Veroniku, á fimmtudagskvöldiö, og þar á bæ er alls ekki ætlunin að leggja árar í bát þó að bjart sé úti. Leikritið er lipurlega skrifaður sálfræðitryllir með óvæntum vendingum. Höfundurinn, Ira Levin, kann að koma íléttunni haganlega fyrir þannig aö atburða- rásin kemur áhorfandanum hvað eftir annað í opna skjöldu (vonandi). Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er áheyrileg og þjál, þó að eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að koma til skila öllum þeim tilbrigðum í málfari persóna sem enski textinn felur í sér. Susan er í háskólanámi á hippatímanum þegar hún kynnist strák sem henni líst vel á og þaö virðist gagn- kvæmt. Þau hitta elskuleg eldri hjón, sem staðhæfa að hún sé hreint ótrúlega lík annarri stúlku, Veroniku nokkurri. Þau segja reyndar aö Veroriika hafi dáið fyrir mörgum árum, en engu að síður biðja þau Susan að gera sér smágreiða. Það má náttúrlega alls ekki segja meira um efni verksins því að slíkt mundi spilla ánægju þeirra sem koma til með að sjá sýninguna. Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri, og aðstoðarfólk hennar nýta plássið í Kafíileikhúsinu á nýjan hátt og eins og venjulega á þeim bæ er allur ytri búnaður og „leikhústilfæringar“ í lágmarki. Engu aö síður næst upp ágætasta stemning, húsbún- aður og smáhlutir færa tíma verksins að hluta aftur til fjórða áratugarins og einfóld lýsingatrikk nægja alveg til að undirstrika andrúmsloftið. Við þessar aðstæður er það auðvitað túlkun leikend- anna, sem skiptir höfuðmáli, og með þeim stendur og fellur sýningin. Þóra Friðriksdóttir og Rúrik Haralds- son veita verkinu kjölfestu með öruggri og kunnáttu- samlegri túlkun og nýútskrifaðir leikarar, Ragnhildur Rúriksdóttir og Gunnlaugur Helgason, njóta góös af. Reyndar náði sýningin ekki almennilegu flugi í byij- un, leikendurnir voru einhvern veginn ekki alveg sannfærðir í fyrsta atriðinu og hreyfingin í sýning- unni var svolítiö stirðleg. En þetta rann af þeim von Leiklist Auður Eydal bráðar og leikur kattarins að músinni hófst með allri þeirri geggjun sem svona trylli tilheyra. Rúrik var snilldarlegur í hlutverki eiginmannsins og lék þar á marga strengi, svo ekki sé meira sagt. Þóra náði líka sérstaklega vel að sýna persónuklofn- inginn og þá einkum eftir að „frúin“ sýnir sitt rétta andlit. Hún ríkir eins og drottning yfir hirðmönnum sínum og getur látið þá dansa að vild í þeirri myrkra- veröld sem hún hefur skapað. Þaö er alltaf gaman að kynnast nýjum leikurum og þau Ragnhildur og Gunnlaugur tóku líka vel við sér eftir þvingaða byrjun. Þau fundu sig bæði miklu betur í seinni hlutanum, þegar ógnin blasir við, og samleik- ur leikaranna fjögurra var mjög góður í atriðinu þar sem spennan nær hámarki. Ragnhildur sýndi góð til- þrif í þessu hlutverki sem gerir töluverðar kröfur til leikarans og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Sem sagt. Ágæt sýning í afslöppuðu andrúmslofti Kafíileikhússins, þar sem gestir geta notið huggulegra veitinga úr eldhúsinu og síðan fengið Herbergi Verón- iku í desert. Katfileikhúsið sýnir í Hlaðvarpanum: Herbergi VeronikU Höfundur: Ira Levin Þýðing: Ingunn Ásdisardóttir Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir ______________Meiming Söngurinn ómar hjá Karlakórnum Jökli Sigursteinn Melsted, DV, Breiödalsvík: Nú eru farfuglamir að koma, loftið ómar af fuglasöng og 1. maí fengum við í heimsókn Karlakórinn Jökul í Austur-Skaftafellssýslu. Hann hélt tónleika í grunnskólan- um og söng sig inn í hjörtu Breiðdæl- inga og nágranna. Söngskráin var fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Stjórnandi var Jóhann Morávek undirleikari Guölaug Hestnes og ein- söngvarar voru Friðrik Snorrason Erlingur Arason og Heimir Heiðars- son. Húsfyllir var og þurfti kórinn aö syngja mörg aukalög. Karlakórinn Jökuii hélt tónleika á Breiðdalsvik. DV-mynd Sigursteinn Melsted Reykhyltingar, útskrifaðir 1964 og 1965 ásamt starfsfólki. Munið nemendamótið 24. júní nk. Hafið samband við Addý s. 94-3197, Ásu s. 94-3821 eða Valda s. 93-51165. Utskriftarmen 14 k gullhálsmen með perlu Fallegur skartgripur í útskriftina Verð kr. 4.900 án festar. Laugavegi 49, sími 561 7740 Leikfélagar á Vopnaíirði frumsýndu nýlega spennuleikritið Með lífið í lúkun- um eftir Bandaríkjamanninn Ira Levin. Leikstjóri er Aldís Baldvinsdóttir og hlutverk í leiknum fimm. Myndin sýnir leikarana og leikstjórann bregða á leik. DV-myndir Ari Hallgrímsson Keppnin hefst kl. 14.00 á brautinni við Krísuvíkurveg. Aógangseyrir kr. 500 fyrir fullorðna, fritt fyrir börn 12 ára og yngri. RALLY Sunnudaginn 28. maí 1. keppni sumarsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.