Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1995, Qupperneq 50
58 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1995 Afmæli Páll Jónsson Páll Jónsson, kennari og húsa- smíöameistari, Orrahólum 7 í Reykjavík, sem nú dvelur á Hóh viö Bjamastaði, Hvítársíðu, Mýrars., veröur sjötugur á morgun. Starfsferill Páll er fæddur á Þorvaldsstöðum, Hvítársíðu, en ólst aðallega upp á Bjarnastöðum (1930-54), Hvítársíðu. Hann sótti farskóla á Hvítársíðu, er búfræðingur frá Hvanneyri 1956, lærði húsamíði í Iðnskólanum í Reykjavík (1958), var í Meistara- skólanum í Reykjavík (1966) og í réttindanámi kennara við Kennara- háskóla íslands (1982). Páll byggði upp og bjó á Bjarna- stöðum ásamt foreldrum sínum en flutti til Akraness 1954 og starfaði við smíðar víða á Vesturlandi í ára- tug og byggði m.a. iðnaðarbýlið Smiðjuholt í Reykholti 1959. Hann flutti til Reykjavíkur 1964 og stóð fyrir ýmsum byggingum ásamt vinnuflokki sínum til 1977 en hóf þá kennslu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hefur starfað þar síð- an. Páll söng með Karlakórnum Svön- um á Akranesi og síðar með Fóst- bræörum í Reykjavík um árabil. Páll hefur þýtt kennslubækur. Fjölskylda Kona Páls er Edda Magnúsdóttir, f. 5.5.1936, húsmóðir. Foreldrar hennar: Magnús B. Finnbogason, látinn, húsasmíðameistari, og Lauf- ey Jakobsdóttir húsmóðir. Börn Páls og Eddu: Jón Magnús, f. 22.11.1954, maki Hrafnhildur Hró- arsdóttir, þau eiga tvo syni, Pál Vigni og Arnar Má, dóttir Jóns Magnúsar er Hrafnhildur Harpa; María Björk, f. 16.6.1956, látin; Finn- bogi, f. 3.11.1957, maki Hrönn Vig- fúsdóttir, þau eiga tvær dætur, Guð- rúnu Eddu og Hönnu Katrínu; Páll Bjarki, f. 15.11.1959, maki Anna Sig- urðardóttir, þau eigaþrjú böm, Ástu Björk, Eyrúnu Ýr og Sigurð; Erlendur, f. 13.9.1966, maki Guðrún Harpa Bjarnadóttir, þau eiga eina dóttur, KristínuMaríu; Þorbjörg, f. 23.3.1968, hún á tvö böm, Óskar Þór og Eddu. Systkini Páls: Þorbjörg, f. 1919, d. 1941; Guðmundur Óskar, f. 1929, bóndi Bjarnastöðum; Ingibjörg, f. 1934, húsfreyja í Borgarnesi. Foreldrar Páls: Jón Pálsson, f. 11.6. 1883, d. 15.3.1971, bóndi Bjarnastöð- um, og Jófríður Guðmundsdóttir, f. 10.5.1892, d. 27.5.1982, húsfreyja Bjamastöðum. Ætt Jón var sonur Páls Helgasonar, b. á Bjamastöðum, og Þorbjargar Pálsdóttur. Jófríður var dóttir Guðmundar Páll Jónsson. Magnússonar og Friðbjargar Frið- riksdóttur, síðast búsett á Jaðri í Kolbeinsstaðahreppi. Páll verður með miðdagskaffl á afmælisdaginn í Félagsheimilinu Brúarási í Borgarflrði. Bjöm Kristjánsson með afmælið 27. maí 90 ára 50ára KristbjömBenjaminBson, Akurgerði 9, Öxarfjaröarhreppi. 85 ára Jóhanna Sigmundsdóttir, Veöramóti, Hofshreppi. Magnús Jónsson, Hlíðarfossi, Ytri-Torfustaðahreppi. Stefán Þórsson, Árholti 12, Húsavik. Sigurlaug Markúsdóttir, Lyngbraut 13, Garði. Brynjólfur Tryggvason, LerkÓundi 30, Akureyri. Hjálmveig Jónsdóttir, Bleiksárhlíð 35, Eskifiröi. Arndís Herborg Bj ömsdóttir, Safamýri83, Reykjavik. Þorsteinn Pétursson fuiitrúi, 80 ára Stefania Guðmundsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Þórir Benedikt Sieuriónsson, fyrrv.deildar- stjóri, Vesturbergi8, Reykjavlk. Eiginkona hanserÁsta SigríðurÞor- kelsdótör. Þautakaámóti gestum á almælisdaginn í sam- komusal félagsstarfs aldraöra að Hraunbæ 105 frá kl. 17-19. Stapasíðu lli, Akureyri. Eiginkona hans erSnjó- laugÓskAðal- steinsdóttiraf- greiðslumaður. Þautakaámóti gestum í safn- aðarheimiIiGlerárkirkjufrákl. 15. Valdis Hans- dóttir, Blikahóluml2, Reykjavík. Húnerað heiman. Inga Dóra Guðjónsdóttir, Vogagerði 9, Vogum. 75 ára Bj arni Stefánsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Hallgerður Jónsdóttir, Tjamarbrú 20, Homafiarðarbæ. Valgerður Ásgelrsdóttir, Hafriargötu 40b, SeyðisfirðL 70 ára Hrefna Svava Guðmundsdóttir, Fellsmúla 8, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Túngötul5,ísafirði. Guðmundur Guðmundsson, Hraunbæ 176, Reykjavík. Guðbjörg Fjóla Þorkelsdóttir, Krummahólum lö.Reykjavík. Paul Eberhard Heide, Fannborg 9, Kópavogi. 60 ára ReynirNfelsaon, Skólavegi 25, Fáskrúðsfiröi. Biigir G. Albertsson, kennari í Langholtsskóla, LækjarásiS, Reykjavík. Hann er staddur á Benidorm. 40 ára Guðrún Sigurðardóttir, Lundarbrekku4, Kópavogi. Anna Mikaelsdóttir, Leirubakka 10, Seyðisfirði. Magnús Ólafsson, Sóivallagötu ll, Reykjavík. SigriðurHrönn Sigurðardóttb:, Akurgerði llb, AkureyrL Krístján Kristjónsson, Brúnalandi 28, Reykjavík. Hörður Harðarson, Lækjarfit4, Garöabæ. Sveinn ómar Eliasson, Uröarteigi 15, Neskaupstað. fijörg Guðrún Bjamadóttir, Vallarhúsum 65, Reykjavik. Hólmfriður Bjarkadóttir, Fannafold 154, Reykíavík. Aðalheiður Stefánsdóttir, Borgarsíðu 2, Akureyri. Hún tekur á móti gestum á afinæl- isdaginn 1 sal Landsbankans á Ak- ureyri, 4. hæö, frá kl. 16-19. Sigurjón Hannesson, Árskógum l7a, Egilsstöðum. Bjöm Kristjánsson, fyrrv. bóndi og vitavörður í Skoruvík á Langa- nesi, nú á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Björn er fæddur í Skoruvík á Langanesi og ólst þar upp. Hann fékk takmarkaða barnafræðslu eins og þá var títt í afskekktum sveitum en er að öðru leyti sjálfmenntaður en lærði smíðar af föður sínum. Björn, sem smíðaði margar trillur, bjó alla sína búskapartíð í Skoruvík og var þar einnig vitavörður til margra ára. Þar er mikill reki sem Björn nýtti eins og hægt var og eins aflaði hann sjávarfangs á opnum smábátum. í Skorvíkurbjörgum var mikil eggjataka en Björn þótti dug- mikill sigmaður. Fjölskylda Björn kvæntist 20.4.1946 Stein- unni Guðjónsdóttur, f. 26.10.1912, húsmóður. Foreldrar hennar: Guð- jón Þórðarson og kona hans, Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu á Jaðri í Sauðaneshreppi til fjölda ára. Kjördóttir Bjöms og Steinunnar: Steinunn Björnsdóttir, f. 10.11.1954, verkakona á Hofsósi, sambýlismað- ur hennar er Karel Jakobsson, sjó- maður. Systkini Björns: Margrét, f. 29.3. 1884, látin, húsmóðir á Þórshöfn; Jóhann, f. 29.3.1898, d. 10.6.1983, sjómaður á Þórshöfn; Helgi Valtýr, f. 15.3.1904, látinn, verkamaður á Raufarhöfn og síðar í Hafnarfirði; Guðmundur, f. 25.10.1907, látinn, skipstjóri í Vestmannaeyjum lengst af; Karl, f. 7.8.1911, d. 25.1.1976, verkamaður og sjómaður á Þórs- höfn; Ásgrímur Hólm, f. 25.3.1913, d. 6.7.1987, sjómaður á Þórshöfn lengst af; Valgerður, f. 2.3.1918, lát- in, húsmóðir í Reykjavík; Júlíus, f. 18.7.1919, látinn, sjómaður í Vest- mannaeyjum. Tveir bræður Bjöms, Skúh og Helgi, dóu í bernsku. Foreldrar Bjöms: Kristján Þor- láksson, f. 12.11.1872 í Lækjardal á Axarfirði, d. 10.3.1961, bóndi í Skoruvík, og Kristbjörg Helgadóttir, d. 14.3.1947, húsmóðir. Þau bjuggu í Skoruvík. Ætt Kristján var sonur Þorláks Ein- arssonar og konu hans, Margrétar Guðbrandsdóttur. Þorlákur lést er Kristján var tveggja ára og fluttu þau þá á Langanes. Björn dvelur á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og tekur þar á móti gestum á afmælisdaginn. Bridge Mistökin kost- uðu 800 pund Áhangendum bridgeíþróttarinn- ar á íslandi hefir íjölgað með ári hverju eftir að ísiendingar unnu heimsmeistaratitilinn í Yokohama 1991. í keppnum taka fleiri sveitir og pör þátt, þannig að nýtt og glæsi- legt húsnæði Bridgesambands ís- lands verður áreiðanlega of lítið innan fárra ára. Rúbertubridge hefir alla tíð verið mjög vinsælt og líklega spila fleiri rúhertubridge í heimahúsum heldur en í keppni. Einnig er vinsælt að spila TOPS, en þá spila menn forgefm spil og bera árangur sinn saman við marga bestu spilara heimsins. í rúbertubridge leggja menn gjaman undir og sumir spila í sjóð, sem síðan er notaður til ferðalaga eða skemmtanahalds. Allt er þetta í hófi gert og ekki er mér kunnugt um aö stórar fjárhæðir. skipti um eigendur hjá þeim sem stunda rú- bertubridge. Erlendis er þessu öðmvísi variö því þar hafa margir atvinnu af því aö spila rúbertubridge og skipta þá gjaman stórar fjárhæöir um eig- endur á hverju kvöldi og jafnvel í hverju spili. í spilaklúbbi í London fyrir stuttu missti sagnhafi af aukamöguieika í úrspilinu og mistökin kostuðu hann 800 pund. S/Allir Umsjón Stefán Guðjohnsen ♦ Á4 V ÁKD3 ♦ ÁG4 + G1093 * G10863 ¥ 94 ♦ 5 + 87652 ♦ KD75 Jf G6 ♦ 10862 + áD4 Suöur Vestur Norður Austur lgrand pass 21auf pass 2 spaöar pass 4grönd pass 5 tíglar pass 6grönd pass pass pass Noröur ætlaði 4ra granda sögn sína sem áskorun en suður tók hana sem ásaspurningu. Og þegar suður sýndi ásinn sem vantaði skaut norður á sex gröndum. Vestur spilaði út tígulkóng, sagn- hafi drap á ásinn, fór heim á hjarta- gosa og spilaði tígulsexi. Vestur lét sjöið, blindur gosann, meðan aust- ur kastaði spaðaþrist. Tíu slagir voru nú í augsýn og tveir í viðbót urðu að koma í lauflitnum. Sagn- hafi svínaöi því laufadrottningu. Vestur drap á laufkónginn og tók tíguldrottningu - einn niður. Þar eð sagnhafi þarf einungis þrjá laufslagi kostar það ekkert, nema hugsanlegan yfirslag, að drepa strax á laufás. Eigi austur laufás er hægt að sækja laufslagina án áhættu en aukamöguleikinn er að vestur eigi laufkónginn einspil. Jafnvel þótt þaö hljóði undarlega er best fyrir vestur að drepa strax á tíguldrottningu í þriðja slag og spila meiri tígli. Nú á sagnhafi 11 slagi en má ekki gefa laufslag. Hann gæti því freistast til aö spila með líkunum og svína laufi. Sérfræðingur í sæti sagnhafa myndi kafa dýpra. Ef hann tekur tígulgosa, þrjá spaðaslagi og tígul- tíu og síðan hjartaslagina endar austur á spaðagosa og einspili í laufi. Sagnhafi getur þá spilað laufaás í tólfta slag með öryggi. En ef vestur drepur á tíguldrottn- ingu og rýfur samgang sagnhafa meö því að spila hjarta. Nú getur sagnhafi drepið á hjartadrottningu, tekið hjartaás og tígulgosa og heim á laufás. Síðan tekur hann tígultíu, inn á spaðaás í bhndum og þá hjar- takóng. Þar eð laufkóngurinn kom í ásinn voru erfiðleikamir að baki en heföi austur átt laufkóng var hann í kastþröng í svörtu litunum. Sannarlega áhugavert spil og vonandi hefir sagnhafi haft efni á því að borga 800 pund fyrir mistök- in. f 108752 ♦ KD973

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.