Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Njósnarinn sem seldi CIA T«i; í>r WKIUh WV T«*s wiíijíjm. SHVÍSS JOKNhTOS,: **& «ÍSt A. t*«B Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Maeve Binchy: The Glass Lake. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Térry Pratchett: Soul Music. 4. Minette Walters: The Scold's Bridle. C lart A/l RflnltR’ Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: All That Glitters. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Mary Higgins Clark; Remember Me. 4. Michael Crichton: Congo. 5. Johanna Lindsey: Until Forever. 6. Dean Koontz: The Key to Midnight. 7. Carol Shields: The Stone Diaries. 8. Steve Martini: Undue Influence. 9. Sara Paretsky: Tunnel Vision. 10. Meave.Binchy: Circle of Friends. 11. Sandra Brown: Two Alone. 12. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 13. Rosemary Rogers: The Teaplanter's Bride. 14. Robert B. Parker: Walking Shadow. 16. Linda Howard: Dream Man. Rit almenns eðlis: 1. Clint Richmond: Selena! 2. Hope Edelman: Motherless Daughters. 3. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 6. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 7. Dolly Parton: Dolly. 8. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 9. Jim Carroll: The Basketball Diaries. 10. Thomas Moore: Soul Mates. 11. Robert Fulghum: Maybe (Maybe IMot). 12. A. Toffler «■ H. Toffler: Creating a New Civitization. 13. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 14. Karen Armstrong: A History of God. 15. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. (Byggt á New York Times Book Review) Sú kenning hefur löngum verið við lýði að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi staðið sig vel í baráttunni við þá sovésku, KGB, á tímum kalda stríðsins. Það hafi helst verið breskir njósnarar sem láku vestrænum leyndarmálum austur fyrir jám- tjaldið. Að undaniomu hafa komið út í Bandaríkjunum þrjár bækur sem sýna, svo ekki verður um viUst, að þessu var öðru vísi farið - að minnsa kosti síðasta áratug kalda stríðsins. Aö sögn gagnrýnenda birtist í þess- um bókum ömurleg mynd af geltri leyniþjónustu sem einum óánægðum starfsmanni tókst aö selja nánast í heilu lagi til KGB fyrir um 300 millj- ónir króna. Ekkerteftirlit Þessi maður hét Aldrich Ames. Þótt hann væri augljóslega vanhæfur til starfa fyrir leyniþjónustu fékk hann að haga sér eins og hann viidi, án eftirlits, áratugum saman vegna þess að hann var hluti af valdaklúbbi stofnunarinnar. í þeim hópi skipti meira máli að standa með félögum sínum og bera blak hver af öðram en að standa vel í stykkinu og taka á mistökum. Ames var ráðinn til CIA á sjöunda áratugnum vegna íjölskyldutengsla við stofnunina. Fljótlega kom í ljós að hann var lélegur starfsmaður, drakk mikið, hélt opinskátt fram hjá konu sinni og fór kæruleysislega með leyndarskjöl; gleymdi til dæmis skjalatösku með slíkum skjölum í neðanjarðarlest í New York. Engu að síður fékk hann gott starf sem sendimaður CLA í Mexíkó árið Umsjón Elías Snæland Jónsson 1981. Þar fékk hann leyfi til að reyna að snúa KGB-njósnara sem Shurygin hét. Þeir hittust reglulega í tvö ár og drukku ótæpilega saman. Það var hins vegar Shurygin sem hafði betur í samskiptum þeirra. Tíuteknir aflífi Það sýndi sig árið 1985 þegar Ames sneri aftur til Washington. Hann hafði skilið við konu sína í Mexíkó og krækt sér í nýja og var af þeim sökum í miklum fjárhagsvandræð- um. Tii að leysa þau labbaði hann inn í sovéska sendiráðið, afhenti þar mikið af leyndarskjölum og sagðist vilja um þrjár milljónir króna fyrir, Þar með v.ar ekki aftur snúið. Næstu árin mokaði Ames leynarmál- unum í KGB, m.a. um bandaríska njósnara. Njósnakerfi CIA í komm- únistaríkjunum var þurrkað út, a.m.k. tíu njósnarar teknir af lífi og margir aðrir settir í fangabúðir. Þaö tók CIA mörg ár að koma upp um Ames. Samt hefði sviksemi hans átt að liggja í augum uppi strax við fyrstu rannsókn. Leyniþjónustan brást þannig á öllum stigum málsins. Bækurnar þrjár sem íjalla um þetta mál, og ástandið innan CIA, eru: Nightmover: How Aldrich Ames Sold the CIA to the KGB for $4.6 Million eftir David Wise. Hann hefur áður ritað bækur um njósnastarf- semi stórveldanna og gagnrýnendur segja úttekt hans þá ítarlegustu. Betrayal: The Story of Aldrich Ames, an American Spy eftir þrjá blaðamenn viö stórblaðið The New York Times. Þeir heita Tim Weiner, David Johnston og Neil A. Lewis. Sellout: Aldrich Ames and the Curruption of the CIA eftir James Adams, sem stýrir Washingtonskrif- stofu breska blaðsins The Sunday Times. í þeirri bók er fjallað ítarleg- ast um persónulega hlið málsins, þ.e. einkalíf Ames-fjölskyldunnar. Feersum Endjinn. 6. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 7. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 8. Joseph Heller; Closing Time. 9. Sara Paretsky: Tunnel Vislon. 10. Jack Higgins: On Dangerous Ground. Rit almenns eðlis: 1. Stephen Hawking: A Brief History of Time. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Christina Noble: A Bridge across my Sorrows. 4. Steven Pinker: The Language Instinct. 5. Fyona Campbell: On Foot through Africa. 6. Elizabeth Wurtzel: Prozac Nation. 7. Julian Barnes: Letters from London. 8. Eric Newby: A Small Place in Italy. 9. R. Davies: The Kenneth Williams Letters. 10. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. (Bvsjflt á The Sunday Times) Danmörk 1. Juliane Preisler: Kysse Marie. 2. Jung Chang; Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jprn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Tíl sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Den lille prins. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Vitlaustglas skemmir Það er ekki sama úr hvemig glasí bjórinn er drukkinn. Svo segja vísindamenn í Belgiu þar sem bjórdrykkja er bæði vísinda- grein og trúarbrögö. Vísindamennirnir fengu smakkara til að bragða á 400 bjór- tegundum sem til eru í Belgíu og notuðu til þess fjórar mismun- andi tegundir af glösum. í Ijós kom td. að venjulegur pilsner bragðaðist best í sívölu glasi á meðan annarri tegund fór betur að vera drukkin úr glasi sem er eins og kaleikur í laginu. Það er því eins gott fyrir bar- þjónana aö kunna skil á glösun- um. Svampdýrið drepur Flest svampdýr láta sér nægja að nærast á svifi og ýmsu öðru sem leynist í sjónum og rennur í gegnum þau. Nú hafa vísinda- menn hins vegar uppgötvað svampdýr í helli i Miðjaröarhaf- inu sem viðhefur aðrar aðferðir viö fæöuöflun. Dýr þetta ræðst á og etur lítil krabbadýr. Svampdýriö notar gripþræöi sem eru ekkert ósvipaðir rillás- um og vefur þeim utan um krabbadýrin. Það tekur síðan nokkra daga að melta krabbann. Umsjón Guóiaugur Bergmundsson Sænskir vísindamenn gera tilraunir með tölvukubba: Viljastýrðir gervi- limir í burðarliðnum Þess verður ekki langt að bíða að tölvukubbar sem græddir eru í mannslíkamann geti túlkað taugaboð mannanna. Því trúa að minnsta kosti sænskir vísinda- menn í Lundi og Malmö eftir vel heppnaöar tilraunir á dýrum. Ef niðurstöðurnar verða eins og vænst er er hugsanlegt að vísindamönnum takist að þróa gervilimi sem stjórnast af viljanum. Vísindamönnunum hefur tekist að fá afskornar ískis- frumur úr rottum til að gróa saman í gegnum götóttar kísilplötur af sömu gerð og notaðar eru í tölvukubba. Tilraunirnar, sem hafa farið fram síðan 1993, sýna nú aö taugaþræðirnir starfa og eiga samskipti sín í milli í gegnum plötuna. Dýrin hafa fengið aftur hreyfigetu sína og hluta af tilfinningunni. Vísindamennirnir gera sér vonir um að næsta skref verði að nema og túlka tauga- boð með aðstoð tölvukubbs. Þriðja skrefið verður svo að umbreyta boðunum í skipanir sem stjórna gervihand- legg eða gervifótlegg. Háþróaðir gervihandleggir stjórnast af vöðvahreyfmg- um þeirra sem eru með þá. Með nýju aðferðinni kemur sá sem er með gerviliminn hins vegar til með að upplifa það að stjóma gerviliminum með viljanum einum, alveg eins og um væri að ræða eðlilegan útlim. „Það er skorið í taugabrautina einhvers staðar í hand- leggnum og „taugakubb" komið þar fyrir. Kubburinn ber kennsl á ákveðin mynstur sem era send áfram með litlum sendi í gervihandlegginn," segir Nils Danielsen, dósent við háskólasjúkrahúsið í Malmö, einn þriggja ábyrgðarmanna rannsóknanna. Þegar til enn lengri framtíðar er litið gera visinda- menn sér vonir um að ný kynslóð gervilima verði búin tilbúinni tilfinningu, í formi þrýstings- og hitanema. Næst miða tilraunirnar að því að tengja leiðslur við tölvukubb, koma honum fyrir í tilraunadýri og reyna að sundurgreina taugaboðin. Rannsóknarhópurinn reiknar með að innan eins árs verði hægt að útOoka allt óviðkomandi suð og fá þannig Kannski geta þeir sem eru með gervilimi stjórnaö þeim meö viljanum i framtiðinni. Gervihnettir í eftirliti Vísindamenn við frönsku geím- rannsóknastööina segja að hægt sé að nota gervihnetti til að hafa auga með hættulegum eldíjöllum og framkvæma mælingar sem sýni þegar eldfjalliö sé um það bil að fara aö gjósa. Mælingar sem gerðar era írá gervihnöttum sýna afinyndanir sem verða í fiallinu áður en það gýs, segja vísindamennirnir í grein í vísindaritinu Nature. Frakkarnir létu gervihnöttinn ERS-1 taka myndir af eldfiallinu Etnu á Sikiley á meöan það gaus á árunum 1991 og 1993. Þar kom fram sig í yfirboröinu á meðan fiallið spúði eldi og eimyrju. „Niðurstöður okkar sýna að það verður hægt að nota þessa tækni til að greina þegar eldfiallið bólgnar út eins og yfirleitt gerist á undan gosi,“ sogja Frakkamir. Fugli bjargad um bólfélaga Sjaldgæfasti fugl heimsins, suð- ur-amerískur páfagaukur af arnpáfaættinni, eygir nú veika von um að eignast afkomendur. Fugl þessi er einn 32 fugla af teg- undinni sem til eru í heiminum og sá eini sem ílýgur frjáls um skógarsali Brasilíu. Það olli hins vegar erfiðleikum að ekki var vitaö hvers kyns hann var þar sem kven- og karlfuglarnir eru alveg eins, En með aöstoð DNA- greíningar komust vísindamenn í Oxford aö því að fuglinn er karl- kyns. Því veröur einn kvenfugl leystur úr prísundinni og látimi fljúga á vit ástarævintýranna. boð fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.