Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1995, Page 14
14
LAUGARDAGUR 24. JÚNl 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á máruði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Seinagangur Hæstaréttar
Afkastalítill Hæstiréttur situr í filabeinstumi og skerö-
ir mannréttindi í landinu meö því að bggja árum saman
á einkamálum, þar sem smælingjamir í landinu em aö
reyna að verja rétt sinn gegn óbilgimi ágjarnra og siö-
lausra stofnana á borð við tryggingafélögin í landinu.
Nýlega var sagt hér í blaðinu frá máli konu, sem
missti handlegg í dráttarvélarslysi fyrir átta árum. Hún
vann mál gegn tryggingafélaginu í héraðsdómi. Trygg-
ingafélagið áfrýjaði máhnu til Hæstaréttar, sem hefur
af alkunnu tiUitsleysi legið á því í tvö ár.
Konan hefur alls engar bætur fengið í þessi átta ár,
af þvi að beðið er niðurstöðu Hæstaréttar. Hún var þrett-
án ára, þegar slysið varð, og hefur af fjárhagsástæðum
ekki átt þá möguleika og námstækifæri á mikilvægu ald-
ursskeiði, sem eðlilegt hefði verið, að hún ætti.
Með framgöngu sinni í þessu máli og fjölda annarra
kemur Hæstiréttur beinlínis í veg fyrir, að réttlæti nái
fram að ganga. Fólk treystir sér ekki til að reyna að
gæta réttar síns. Stóm karlamir, sem stjóma fáokun
tryggingafélaganna, vita þetta og nota sér hömlulaust.
Tryggingafélögin tapa hverju málinu á fætur öðm í
héraði. Þau áfrýja undantekningarlaust hverju einasta
máh til að kúga smælingjana til uppgjafar og samninga
um smánarbætur. Almenningur í landinu hefur ekki ráð
á að kosta stöðug slagsmál við tryggingafélög í átta ár.
Hæstiréttur tekur þátt í þessum ljóta leik tryggingafé-
laganna með því að draga máhn á langinn. Liggur þó i
augum uppi, að markmið áfrýjana félaganna er að fresta
greiðslum og draga úr líkum á, að smælingjar komist á
leiðarenda. Framkoma Hæstaréttar er siðlaus með öhu.
Vinnubrögð Hæstaréttar auka réttaróvissu í landinu.
Þau gera hann að skálkaskjóh auðfélaga, sem traðka á
rétti smælingjanna. Við eðlilegar aðstæður mundi réttur-
inn fremur flýta málum af því tagi, þar sem aflsmunur
og aðstöðumunur málsaðila er greinilegur.
Gerviáfrýjanir tryggingafélaga ber hiklaust að afgreiða
á einni viku. Sömuleiðis ber Hæstarétti að víta lögmenn
tryggingafélaga fyrir að tefja störf réttarins með því að
stífla málaskrár með augljósum tilraunum til að teQa
fuhnustu mála, sem hkjast fyrri málum af sama toga.
Hæstiréttur hefur á ýmsan annan hátt sýnt, að hann
er úti að aka í þjóðfélaginu. Einkum er ljóst, að hann
hefur htið á sig sem hluta valdakerfisins í landinu og
haft tilhneigingu til að draga hlut ríkisvaldsins gegn öðr-
um aðilum. Hann er yfirleitt hallur undir valdið.
Þekktur hæstaréttarlögmaður gaf fyrir átta árum út
bók, þar sem hann rakti gang nokkurra mála fyrir Hæsta-
rétti og benti á seinagang og ótryggt réttaröryggi hjá
Hæstarétti. Af máh konunnar, sem missti handlegginn,
er sýnt, að Hæstiréttur hefur ekki lært af gagnrýninni.
Hæstiréttur hefur ennfremur sætt áhtshnekki, af því
að óeðhlega mikið er um, að fólk, sem tapar málum fyr-
ir honum, vinni þau síðan úti í Strasbourg eða Haag, af
því að Hæstiréttur íslands hefur ekki virt alþjóðleg mann-
réttindi, sem hafa hlotið lagalega staðfestingu Alþingis.
Framganga einstakra dómara hefur líka skaðað virð-
ingu Hæstaréttar. Einn forseti hans varð frægur af gífur-
legri söfnun áfengis. Annar forseti hans varð frægur af
undarlegum skrifum áminningarbréfa til aðha úti í bæ.
Þetta bendir til skorts á dómgreind í fílabeinstumi.
Af ávirðingum Hæstaréttar er samt sýnu verst sú, er
eykur réttaróvissu þeirra, sem minna mega sína í þjóðfé-
laginu en þeir, sem völdin hafa. Það er seinagangurinn.
Jónas Kristjánsson
Jeltsín reynir að
komast í kjölfar
Tsjemomirdíns
Misserislöng herferö í Tsjetsjeníu
hefur bakað Rússlandi og sér í lagi
Rússlandsher skömm og skaða.
Örþrifaráð tsjetsjenska sveitarfor-
ingjans Shamils Basaévs, að færa
ófriðinn inn í rússnesku borgina
Búdénnovsk, hefur opnað gátt til
friðar. Eftirköstin velta nú á því
hvort þau öfl í rússneska valda-
kerfinu sem frá öndverðu voru
mótfallin árásinni á Tsjetsjeníu ná
tökum á framvindunni.
Forsætisráðherra Rússlands,
Viktor Tsjemomirdín, reyndi um
miöjan vetur að koma á friðarvið-
ræðum við Dsokhar Dúdajév, leið-
toga Tsjetsjena, en Boris Jeltsín
forseti tók fram fyrir hendur hon-
um. Þá og jafnan síðan hefur Jelt-
sín farið að ráðum ráðherra land-
varna, innanríkismála og öryggis-
mála, sem í upphafi töldu hann á
að skipa hernum að leggja til at-
lögu, og það eins þótt herstjórnin
hefði að engu þrenn fyrirmæli
Jeltsíns sjálfs um vopnahlé.
Skömmu eftir að Basaév og menn
hans réðust inn í Búdénnovsk og
bjuggu um sig í sjúkrahúsi með á
annað þúsund gísla hélt Jeltsín til
Hahfax í Kanada á fund sjö helstu
iðnríkj^t og hlaut að vonum ámæli
fyrir. Sveitir sem heyra undir trún-
aðarmann hans, Viktor Jerín inn-
anríkisráðherra, vora látnar gera
tvær atlögur að sjúkrahúsinu í
Búdénnovsk meö þeim afleiðingum
aö rússneskir gíslar féllu tugum
saman en enginn bilbugur varð á
Erlend tíðindi
MagnúsTorfi Ólafsson
Tsjetsjenum Basaévs.
Þá gerðist það að Tsjernomirdin
tók máhð í sínar hendur. Með
tveim símtölum við Basaév, sem
sýnd voru beint í sjónvarpi, náði
hann samkomulagi um að gíslun-
um yrði sleppt, gegn því að vopna-
hléi yrði tafarlaust lýst yfir í Tsjet-
sjeníu, viðræður hafnar um friðar-
gerö og Basaév og mönnum hans
tryggð grið til að hverfa aftur til
Tsjetsjeníu.
I rústunum af Grosní, höfuðborg
Tsjetsjeníu, þar sem talið er að
25.000 óbreyttir borgarar hafi látið
lífið fyrir stórskotahríð og loftárás-
um Rússlandshers, auk þúsunda
sem myrtir voru í „hreinsunarað-
gerðum" sérsveita, hefur á þrem
dögum náðst bráðabirgðasam-
komulag um varanlegt vopnahlé,
brottför herja frá vígstöðvum og
fangaskipti. Síðan skal afvopnun
Tsjetsjena og brottflutningur rúss-
neskra hersveita að vissu marki
haldast í hendur. Framkvæmd
þessara síðari atriða er þó háð frek-
ara samkomulagi um lausn pólit-
ískra samningsatriða, svo sem
stjórnskipulega stöðu Tsjetsjeníu
og framkvæmd kosninga. Fulltrúi
Stofnunar um öryggi og frið í Evr-
ópu verður áfram í forsæti samn-
ingaviðræðna.
Pavel Gratsév landvarnaráð-
herra reyndi að bregða fæti fyrir
friðarviðræðurnar meö því aö láta
Anatoli Kúlikov, yfirhershöfðingja
Rússlandshers í Tsjetsjeníu, setja
úrslitakosti um framsal Basaévs í
hendur Rússa fyrir tiltekinn tíma,
ella yrði gripið til vopna á ný. Full-
trúi Tsjernomirdíns lýsti þá yfir að
slíkt væri gert í óþökk Rússlands-
stjórnar.
Rússneski þingmaðurinn Sergei
Stankevitsj sagði í viðtali við
breska útvarpið BBC að Tsjernom-
irdín hefði sannað landsföðurlegt
hlutverk sitt með því að gerast
bjargvættur Rússlands á neyðar-
stund. Jeltsín væri nú nauöbeygð-
ur til að söðla um og snúast á sömu
sveif og forsætisráðherrann, vildi
hann styrkja stöðu sína.
Samþykkt Dúmunnar, neðri
deildar þingsins, á vantrausti á
stjórn Tsjernomirdíns beinist í
rauninni að Jeltsín. Tillagan var
komin fram fyrir atburðina í Búd-
énnovsk og fiallar efnislega um
stjórnarstefnuna í efnahagsmál-
um.
Jeltsín hefur svarað með því að
lýsa trausti á Tsjernomirdín og fela
honum að leita eftir traustsyfirlýs-
ingu Dúmunnar. Verði sú tillaga
felld, en afgreiða ber hana innan
viku, kveðst Jeltsín munu rjúfa
Dúmuna og efna til nýrra kosn-
inga.
En jafnframt lýsti Jeltsín yfir
óánægju með frammistöðu fyrri
bandamanna sinna í herferðinni
gegn Tsjetsjenum, ráðuneyta land-
varna, innanríkismála og öryggis-
mála. Gaf hann til kynna að þar
yrðu gerðar mannabreytingar allt
upp í æðstu stöður.
Stankevitsj sagði í viðtalinu sem
fyrr var vitnað til að hann geröi ráð
fyrir að ráðherrum innanríkismála
og öryggismála yrði vikiö frá. Hann
nefndi ekki landvarnaráðherrann,
sem rökrétt væri að færi sömu leið,
en líklegt er að Jeltsín treysti sér
ekki til að auðmýkja herforustuna
frekar en orðið er, auk þess sem
Gratsév á ýmsar hankir upp í bak-
ið á forsetanum.
Viktor Tsjernomirdín forsætisráðherra þykir einn hafa vaxið af síðustu
atburðum.
Skoðanir aimarra
Skortir viljann og valdið
„í sex mánuði hefur Jeltsín Rússlandsforseti borið
af sér gagnrýni á alþjóöavettvangi fyrir stríðið í
Tsjetsjeníu og horft upp á vinsældir sínar meöal
Rússa hrapa niður úr öllu valdi. Hann virðist enn
ófær um að binda enda á stríðið sem hann hóf sjálf-
ur í desember síðastliðnum. Hvort hann skortir til
þess valdið eða viljann er þó ekki ljóst.“
Úr forustugrein New York Times 21. júní.
Enginn kirkjugarður
„Firðir okkar mega ekki verða kirkjugarðar fyrir
afdankaða olíuborpalla. Brent Spar hefur ekkert að
gera innan norskrar lögsögu nema að samtímis liggi
fyrir samkomulag um að farga honum í Noregi.
Brent Spar hefur verið starfræktur á bresku svæði
og örlóg borpallsins eru á ábyrgð Breta, í samvinnu
viö eigandann, Shell. Þaö er ágætisregla að sá sem
mengar skuli bera kostnaöinn af því að hreinsa upp
eftir sig. Sá sem óskar eftir því að reka fyrirtæki
má ekki gleyma kostnaðinum vegna umhverfis-
verndar í útreikningum sínum.“
Úr forustugrein Arbeiderbladets 22. júní.
Engin stefnubreyting
„Stutt heimsókn Lees Tengs-huis Taívansforseta
til Bandaríkjanna var ekki til marks um stefnubreyt-
ingu í bandarískri utanríkisstefnu og stjórnvöld
þurfa ekki aö sjá eftir neinu. Besta leiðin er að taka
æsingi Kínverja með ró. Bandaríkin ættu að taka
kínverska utanríkisráðuneytið sér til fyrirmyndar
en þegar það hafði mótmælt heimsókninni lagði það
áherslu á sameiginleg langtíma hagsmunamál
Bandaríkjanna og Kína.“
Úr forustugrein Los Angeles Times 22. júní.